Dagur - 25.08.1990, Side 5
Laugardagur 25. ágúst 1990 - DAGUR - 5
Flestir garðeigendur hafa í görðum sínum einhverjar skrautplöntur, hvort
sem er fjölærar jurtkenndar plöntur, trjákenndar plöntur og eða einær
sumarblóm. Margar af þessum jurtum henta mjög vel til þurrkunar, þ.e.a.s.
blómstönglar eða aldin þessara plantna.
Plöntur til þurrkunar
Til hvers að
þurrka plöntur?
Margar tegundir skrautplantna
blómgast ekki fyrr en seint á
haustin og er oft sá tími kominn
að veður er farið að versna og
löngun til útiveru í garðinum far-
in að dvína. Því er upplagt að
bregða sér út í garð og ná í þær
plöntur sem við höldum að hægt
sé að þurrka. Með þessu móti má
segja að við séum að færa sumar-
ið inn í stofu. Þurrkaðar plöntur
eru til ýmissa hluta nytsamlegar,
þær má nota í margs konar
skreytingar svo sem jólaskreyt-
ingar, páskaskreytingar, í vendi
sem hanga eiga upp á vegg, borð-
skreytingar og margt fleira. I
blómabúðum er hægt að fá
þurrskreytingablóm en þau eru
bæði dýr og margar af þeim teg-
undum sem þar eru til sölu eru
auðræktanlegar í görðum hérlend-
is.
Hvernig á að
þurrka plöntur?
Plöntur sem hafa þykka og safa-
mikla stöngla er erfitt að þurrka
og því eru það yfirleitt tegundirn-
ar sem hafa granna blómstöngla
sem þurrkast best. Þetta er þó
ekki algilt. Sum'ar tegundir eru
nánast þurrar þegar þær eru
teknar eins og margar grasteg-
undir. Litir plantnanna haldast
mjög misjafnlega vel, ntargar
breyta nánast ekkert unt lit við
þurrkun en aðrar upplitast. Þær
plöntur sem eru safamiklar upp-
litast mikið. Besta aðferðin sem
notuð er við að þurrka blóm er
einföld. Þeim er safnað í vendi,
bundin saman, hengd upp og
blóntin sjálf látin vísa niður. Eftir
nokkra daga cru þau svo þurr og
þá má fara að nota þau.
Hvaða plöntur
koma til greina?
Hér á eftir fer listi yfir plöntur
sem auðvelt er að þurrka og
Héraskott.
Kornblóm
Umsjón: Baldur
Gunnlaugsson,
' skrúðg.yrkjufr.
sóma sér vel í skreytingar hvers
konar. Listinn er að sjálfsögðu
ekki tæmandi og ráðlegg ég þeim
sem áhuga hafa á þessu að prófa
að taka sem flestar legundir til
þurrkunar, það sakar ekki því
þessi blóm fara brátt að eyði-
leggjast.
Silkibygg, er eitt af þeim teg-
undum scm lítið þarf að hafa fyr-
ir að þurrka. Það cr grastegund
og hefur fallega skúfa sem eru
með gull-slikju, hárfínir. Þessi
planta þrífst vel hérlendis og þarf
lítið að hafa fyrir henni. Planta
sem allir ættu að hafa í garðinum
sínum.
Hjartagras, er einnig grasteg-
und eins og nafnið gefur til
kynna. Það er allt fíngert, bæði
stráin og blómöxin. Blómöxin
eru hjartalaga og virka dálítið
gervileg við snertingu því það er
eins og þau séu alveg þurr. Þetta
er planta sem þrífst vel hér í
skjólgóðum görðum.
Héraskott, er enn ein grasteg-
undin og blómaxiö líkist nokkuð
skotti af héra, í smækkaðri
útgáfu þó. Þessi planta sómir sér
vel í skreytingar. Hún þrífst vel
hérlendis.
Randagras, er grastegund eins
og hinar en ntiklu stærri og gróf-
gerðari. Hún verður oftast urn og
yfir einn meter á hæð og verður
þéttur brúskur með tímanum.
Randagrasið hefur bæði falleg
blöð og öx og þrífst ótrúlega vel
hér. Hún er upplögð í stærri
skreytingar.
Kornblóm, er sumarblóm sem
hentar vel til þurrkunar og heldur
lit sínunt nokkuð vel. Blái litur-
inn er sérstakur og það þrífst vel
hér. Til er garðaafbrigði og er
það ekki síðra til þurrkunar.
Elífðarfífill, fíngert en þó
nokkuð hátt blóni sem auðvelt er
að þurrka. Blómin eru misjöfn að
lit en mörg litaafbrigöi eru til. Þó
er fölbleikur litur mikið ríkjandi.
Eilífðarblóm, er mjög svipað
Eilífðarfíflinum en er lægra og
sterkbyggöara. Blómin eru gervi-
leg og þurr viðkomu og einnig þó
nokkuð grófgerðari en á Eilífðar-
fífli. Það þrífst mjög vel í skjól-
góðum görðunt og er ræktað sem
sumarblóm.
Steinbrjótar, eru margir hverj-
ir nothæfir í skreytingar og eru
það einkum þeir sem hafa upp-
réttan, háan blómskúf eins og
Klettafrú og Skuggasteinbrjótur.
Blómskipanin er ntikil um sig en
hefur smágerð blóm sem henta
vcl í ýmsar skrcytingar. Margir af
steinbrjótunum eru þó ónothæfir
vegmi þess mikla safa sem þeir
innihalda. Flestir litir eru til í
steinbrjótunum.
Vallhumall. Garðaafbrigði af
honum eru nokkur og eru þau
mun fallegri en sá hvíti. Til er
skærgulur Vallhumall og einnig
bleikur. Þeir eru góðir í skreyt-
ingar og þrífast ágætlega.
Jötunjurt, er fjölær planta sem
hentar vcl í skreytingar. Hún
rnyndar stóra, hvíta blómskúfa.
Hún er stórgerö og getur orðið
um og yfir einn meter á hæð.
Þrífst vel hér og þolir skugga.
Musterisblóm, er fjölær planta
eins og Jötunjurtin og eru blóm-
skúfar þcirra mjög líkir en Must-
erisblómið hefur fjölbreyttari liti
og aðeins smærri blóm. Það
þrífst vcl í skjólgóðum görðum
og hentar vel í skreytingar.
Kúluþistill, er stórvaxin og fal-
leg planta. getur oröiö allt að 1,5
metra há. Blómin eru kúlulaga,
bláleit og henta vel í skreytingar.
Graslaukur, er oftast notaöur
til matar en hann getur einnig
blómgast fallega. Blómin eru
dökkbleik og kúlulaga. Hann er
ótrúlega fallegur, heldur litnum
vel við þurrkun og hentar vel í
skrcytingar.
Alpaþyrnir, er ein tilkomu-
mesta garðplanta sem hægt er að
fá. Með stór, blá blóm sem eru
að mestu þurrkuð þegar maður
tekur þau inn. Annað afbrigði er
hvítleitt og er það ekki síðra.
—
Launafólk
Eyjafirði!
Stööugt verölag eykur
veröskyn og stuðlar að
hagkvæmum innkaupum.
Verslið þar sem krónan
nýtist best.
Verkalýðsfélögin Eyjafirði