Dagur - 25.08.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 25. ágúst 1990
Hljómdiskaumbúðir
valda deilum
- tónlistarmenn óánægðir
Nýlega bárust umsjónarmanni
Poppsíöunnar í hendur tveir
hljómdiskar sem keyptir voru fyrir
hann í Bandaríkjunum. Er það í
sjálfu sér ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að umbúð-
irnar sem utan um diskana voru,
eru vægast sagt óþarflega miklar
og um leið óvenjulegar. ( stað
þess að vera einungis í hinu þar-
tilgerða, ferhyrnda harðplasthylki
sem síðan er sett plast utan um,
er búið að pakka disknum í einar
umbúðir til, þ.e.a.s. utan um
plasthylkið er langt pappahylki
eða pappabox sem prentað hef-
ur verið á útlit viðkomandi disks í
stækkaðri mynd. Varð umsjónar-
maður hálf hvumsa yfir öllum
Umsjón:
Magnús Geir
Guömundsson
þessum umbúðum og hugsaði
sem svo að eitthvað væri þetta í
mótsögn við fyrirætlanir um
aukna umhverfisvernd sem uppi
eru í heiminum, og þá ekki hvað
síst í Bandaríkjunum. Sú hefur
líka orðið raunin að mikil and-
staða hefur vaknað í Bandaríkj-
unum gegn þessari sóun og hafa
nú verið stofnuð samtök gegn
henni.
Hafa stór nöfn í tónlistarheim-
inum á borð við The Ramones,
The B-52s, Crosby, Stills og
Nash, David Byrne, (höfuðpaur
Talking Heads) 10.000 Maniacs,
John Hiatt o.fl. lagt málefninu lið
og hvatt til þess að pappaboxin
verði bönnuð og þá ekki aðeins
vegna sóunarinnar heldur einnig
vegna aukins kostnaðar á fram-
leiðslu boxanna. í þessu sem
öðru eru menn þó ekki allir alveg
sammála og hefur t.d. Bruce
Hornsby notað boxið til að koma
á framfæri ýmsum skilaboðum
um umhverfisvernd án þess að
poppsíðan
MonKf?H* Land
Svona lítur pappaboxið út sem svo
umdeilt- er. Svo getur hver fyrir sig
dæmt um notagildi þess.
lýsa sig sérstaklega á móti
pappaboxunum.
Hvar er verðlagseftirlitið'
Við íslendingar og aðrir Evrópu-
búar erum sem betur fer lausir
við að þurfa að hafa áhyggjur af
áðurgreindum hljómdiskaum-
búðum, þar sem þær eru tak-
markaðar við Bandaríkin. Hitt er
áhyggjuefni að á tímum þjóðar-
sáttar og aðhalds í verðlagsmál-
um, þar sem ætlast er til að allir
leggi sitt að mörkum til að kveða
niður verðbólgudrauginn, skuli
íslenskir hljómplötuinnflytjendur,
að því er virðist, geta hækkað
verð á vörum sínum um rúm
14% (ein plata úr 1200 kr. í 1400
kr.) án nokkurra vandkvæða.
Þegar þess er farið á leit við
ferðaskrifstofur að þær taki aftur
hækkanir sem ekki eru nema
örfá prósent, hlýtur það að vera
eðlileg krafa að þessi vægast
sagt óeðlilega hækkun verði tek-
in til endurskoðunar og það án
tafar. Það er svo ekki hægt ann-
að en að spyrja hvar Verðlagseft-
irlitið sé, því þessi hækkun á
hljómplötum er óskiljanleg.
IpORSHAMARHF.
Vtð t .ihf.iut Akurcui Simt
BÍLASALA
Hefur Berry nú verið kærður fyrir
vikið og einnig fyrir að hafa undir
höndum reykfíknilyfið marijuana
sem upp komst í kjölfarið.
Guns ’N’ Roses
Nú er það endanlega komið á
hreint að Steven Adler er ekki
lengur trommuleikari í Guns ’N’
Roses. Eins og áður hefur komið
fram hér á Poppsíðunni hefur
Adler átt við ofneyslu eiturlyfja að
stríða (eins og reyndar aðrir
meðlimir hljómsveitarinnar) sem
honum hefur ekki tekist að sigr-
ast á og því hefur hann verið lát-
inn hætta. (staö Adlerser kominn
náungi að nafni Matt Sorum sem
m.a. lék með The Cult á síðasta
tónleikaferðalagi hennar.
Hljombordsleikari allur
Hljómborðsleikari einnar af fræg-
ari hljómsveitum hippatímabils-
ins, Grateful Dead, fannst látinn á
heimili sínu nú nýlega. Brent-
Mydland sem starfað hafði með
hljómsveitinni síðan 1979, var
þriðji hljómborðsleikari Grateful
Dead sem deyr fyrir aldur fram.
Sá fyrsti, Ron „Pigeon" McKennan
lést vegna ofneyslu áfengis, en
sá sem var annar í röðinni, Keith
Godchoux, dó í bílslysi og þá
reyndar hættur í hljómsveitinni.
The Waterboys
Tveir meðlima skosku hljóm-
sveitarinnar The Waterboys. þeir
Steve Wickham tiö\u\e\kar\ og Noel
Bridgemantrommuleikari, hafa nú
sagt skilið við hana. Hefur enginn
verið fenginn í stað Wickhams en
í stað Bridgemans er kominn
bandarískur trommuleikari að
nafni Ken Blevins. Hefur brott-
hvarf tvímenninganna ýtt undir
þær sögusagnir að hljómsveitin
muni breyta um stíl úr popp/þjóð-
lagatónlist í mun rokkaðari
tónlist.
Sinead 0’Connor
Söngkonan írska Sinead 0’Connor
sem svo rækilega hefur slegið í
gegn með sinni annarri plötu, Ido
not want what I haven’t got, ætlar
aldeilis ekki að láta þar við sitja
því nú hefur hún nýlokið við að
leika í kvikmynd og fetar hún þar
í fótspor margra kollega sinna.
Heitir myndin Hush-A Bye baby og
gerist hún á írlandi árið 1984 en
það ár var viðburðaríkt þar í
landi. Leikur Sinead skólastúlku í
myndinni en hún er frumraun
leikstjórans Margot Harker.
Foreigner
Bresk/kanadíska stórhljómsveit-
in Foreigner sem fræg hefur orðið
fyrir lög eins og l’ve been waiting
for a girl like you, Hot blooded,
Urgent og / want to know what love
is, hefur nú misst söngvara sinn
Lou Gramm. Gramm sem gaf út
tvær farsælar plötur á eigin vegum
meðan hann var enn í Foreigner,
hyggst nú einbeita sér af sólóferli
sínum, en í hans stað í Foreigner
er kominn maður að nafni Johnny
Edwards sem áður söng í hljóm-
sveitinni King Kobra.
Brent Mydland er allur.
Ljósmyndasamkeppni
í tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri efnir fyrirtækiö til
Til solu
Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við Dagblaðiö Dag.
Takið þátt í Ijósmyndasamkeppninni!
Suzuki Fox Samurai
árg. ’88, ekinn 5070 þús. km.
Honda Accord GMEX 2000
árg. ’88, ekinn 50 þús. km.
Mazda 323 GLX 150
árg. '87, ekinn 15550 km.
Escort CL. Þýskur
árg. ’88, ekinn 36 þús. km.
MMC Colt
árg. ’87, ekinn 27 þús. km.
Pað má ræða verðið
og
þetta
Chuck Berry
Gamli rokkkóngurinn Chuck Berry
sem orðinn er sextíu og þriggja
ára gamall virðist ekki hafa róast
nokkurn skapaðan hlut með
aldrinum. Þannig var nefnilega
um daginn að gerð var húsleit hjá
The Waterboys. Nú einum færri.
þeim gamla á sveitasetri hans í
St. Louis vegna gruns um ólög-
legt athæfi þar. Reyndist sá
grunur vera á rökum reistur, því í
fórum Berrys fundust ólögleg
myndbönd í vafasamara lagi
sem snarlega voru gerð upptæk.
eru einfaldar:
Öllum er heimil þátttaka.
Myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett.
Æskileg stærð mynda er 10x15 cm.
Keppnin stendur yfir til 15. september nk.
Tekið er á móti myndum í verslunum Pedromynda
í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri.
Veitt verða tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir „lifandi
myndefni" (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eða form.
Dagur áskilur sér rétt til að birta þær myndir
sem til álita koma, sér að kostnaðarlausu.
Úrslit verða tilkynnt um miðjan október.
Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni
CHINON GENESIS, með aukahlutum, að verðmæti 30 þúsund krónur.
‘T’ediðmyncftr’
Hafnarstræti 98, simi 23520 Hofsbót 4, simi 23324
Strandgötu 31, simi 24222