Dagur - 25.08.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. ágúst 1990 - DAGUR - 13
Nú fer víst aö renna upp úrslitastundin í
slagnum um álverið. Ég hef lengst af
fylgst meö gangi mála úr hæfilegri fjar-
lægð i Danaveldi, en undanfarnar vikur
hef ég fengiö þetta beint í æð, og getað
fylgst með umræðum úr návígi. Ekki
aðeins í fjölmiðlum heldur líka í kaffi-
stofunni því eins og í svo mörgum öðr-
um kaffistofum hefur þetta mál verið þar
mjög ofarlega á baugi.
Eins og ýmsir hafa bent á þá tel ég
augljóst að álver á Keilisnesi muni auka
búferlaflutninga til suðvesturhornsins
umfram þá sem þegar eru orðnir, um-
fram það sem landsbyggðin þolir og það
sem meira er, umfram það sem þjóðar-
búið í heild hefur gott af. Það er ekkert
hollt fyrir eitt land þegar allt sem heitir
uþpbygging og gott atvinnuástand verð-
ur einkaeign þeirra sem byggja höfuð-
borgina og nágrenni hennar.
Nú segja sumir að það að treysta á
álver sé uppgjöf og dæmi um skort á
frumkvæði. Það eigi að byggja upp ann-
an iðnað, fjölbreyttan smáiðnað og
meðalstóran; það sé hollara fyrir við-
komandi svæði að vera ekki algerlega
háð einu álveri heldur byggja á „öðru".
Fyrir nú utan hvað það sé miklu hollara
fyrir náttúruna og þann landbúnað sem
hér er. Þetta meö mengunarhættuná
veröur auðvitað að skoða mjög gaum-
gæfilega. Álver nú er hins vegar ekki
það sama og álver fyrr. Það er hægt að
takmarka mengun frá álveri svo mikið að
hún sé ekkert verri en frá „öðru“. Það á
auðvitað að gera.
( öllum hamaganginum um það hvort
álver verður byggt hér eða þar megum
við síst af öllu verða uppvís að einhverj-
um undirlægjuhætti hvorki hvað varðar
kröfur um mengunarvarnir eða aðra
þætti og þetta er ég fullviss um að full-
trúum okkar er Ijóst. Það er hins vegar
ekkert athugavert við það þótt samn-
ingamenn okkar reyni eins og allir þeir
sem standa f samningaviðræðum, að
auglýsa „vöru“ sína og bjóða betur en
keppinauturinn.
En hvað er þetta „annað“ sem menn
segja að sé betri kostur en álver? Það
veit enginn, enda sést það best á því að
á þessum árum sem liðin eru frá því
umræða um álver var síðast í gangi,
hefur afar lítil atvinnuuppbygging orðið á
Akureyri. Ég kalla það ekki atvinnuupp-
byggingu þó að byggðar séu nýjar og
glæsilegar bensínhallir, og við lifum
heldur ekki öll á því þó að fyrirtæki á
borð við Samherja hafi byggst upp með
glæsilegum hætti. Buxnaverksmiðja
stöðvar heldur ekki fólksfióttann til suð-
vesturhornsins.
Tilkoma álvers, hefur eins og allir vita,
í för með sér mörg hundruð ársverk,
beint og óbeint. Þessi störf eru ekki öll
varanleg og auövitað verðum við að
vera undir það búin þegar uppbygging-
unni lýkur, en standa ekki eins oa glópar
og vita ekkert hvað á að gera. Álver er
ekki nein endanleg lausn heldur bara
einn liöur í þeirri uppbyggingu sem er
nauðsynleg til aö viðhalda jafnvægi i
byggð landsins. Smáiðnað og meðal-
stóran iðnað þarf að byggja upp sam-
hliða álverinu og síðan í framhaldi af
því. Þá verður vonandi aðlaðandi fyrir
mig og marga aðra að koma heim aftur.
Eggert Tryggvason
vísnaþátfur
Þura í Garði orti næstu
vísurnar tvær. Hún vann við
M.A. á stríðsárunum.
Ekki kom ég yfir heiðar
í austanrumbu og þorrasnjó
á menntaskólamannaveiðar,
miklu hærra vonin fló.
Krákan heima sat er svelti,
sú fær gnægð er burtu fer.
Bjarma afgulli bresku ég elti
og borðalagðan offíser.
Hjörleifur á Gilsbakka, Jóns-
son, kvað út af vísum Þuru:
Pura í Garði gáðu að þér,
þó glepji þig offíserinn
geymdu það sem íslenskt er,
eins og krækiberin.
„Ástandið“ er afar Ijótt,
ýmsa truflar herinn.
Pau eru nokkuð eftirsótt
ensku og skosku berin.
Pura í Garði lágt er lögst,
lífinu stefnt í voða
offísera undirvöxt
ef hún fer að skoða.
Þuríður Bjarnadóttir í Árbót
orti og nefnir, Fyrr og nú:
í hljóði vil ég hræra strengi,
það hjarta mínu veitir frið,
því sumar glóðir lifa lengi
þó lítið sé um eldsneytið.
Enn man ég löngu liðna daga
og leikbróður frá bernskutíð.
Sem fagurt blóm um bleika
haga
er brosirgegnum storm og hríð.
Svo er hún þessi endurminning,
mín auðlegð, sem ei
grandar ryð,
þó nú sé önnur okkar kynning
og á sé greint um stefnumið.
Næstu vísurnar hef ég dorgað
á „gömlum miðum". Höfund-
ar gleymdir:
Maður kveikti í vindli fyrir
annan og kvað:
Einum neista af neðri byggð
náði ég með reykingonum,
þér að birta bróðurtryggð
býð ég lítinn hlut af honum.
Setið að sumbli:
Pröngt við vorum saman sett,
suma varð að þvinga.
Skálum varð að skipa rétt
og skiptast á að kyngja.
Hvíslað í eyra:
Mikið ertu fjölluð frú,
fjörið mun því valda.
Kvakaðu til mfn þegar þú
þarft á manni að halda.
Fegurð Eyjafjarðar:
Efþú ferð um Eyjafjörð
eftir dægurstritið,
fegri himin, hreinni jörð
hefurðu ekki litið.
Eggert Norðdahl kvað er
hann hafði fjóra um nírætt:
ÖII mín liðin ævistig
eru í veður fokin.
Sá, er hingað sendi mig
sér um ferðalokin.
Ekki veit ég fyrir hverja Gísli
H. Erlendsson lagði þessa
spurn:
Ætli það verði enn á ný
örlög vona minna
að drukkna einhvern daginn í
djúpi augna þinna.
Þá koma tvær vísur heima-
gerðar, helgaðar ferskeytl-
unni:
Ferskeytlan var fyrir mér
fyrst sem glaður eldur.
„Smekkurinn sem kemst í ker
keimnum lengi heldur. “
Pegar verður guðs í geim
gamlingjanum vikið
una kýs ég hennar hreim
hinsta augnablikið.
Þessar vísur Hjörleifs Krist-
inssonar á Gilsbakka þurfa
ekki skýringa við:
Stoðar vart að vera hryggur,
en vörumst háska götunnar.
Enginn veit hvort leiðin liggur
til lífsins eða glötunar.
Pegar byljir bresta á,
best að allir megi
leika sér að Ijósmynd frá
liðnum sumardegi.
Háaldraður maður sagði mér
næstu vísu. Hugsanlegt er að
Breiðfjörð hafi sjálfur ort:
Saman barði bögurnar
Breiðfjarðar Siggi.
Engan varðar um það par
þó utangarðs þær liggi.
Leó Jósepsson á Þórshöfn
verður ellinnar var og kveð-
ur:
Tíminn líður, tíminn fer
og telja engir skrýtið.
Vinnuþrek mitt orðið er
ósköp sára lítið.
Þá kemur ævagömul gaman-
vísa frá Ströndum vestan:
Allir hræðast Hornstrending
og halda hann vera umskipting.
Frúnum öllum finnst í kring
fjósalykt af Kúvíking.
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
í HELLUDEILD
AFGREIÐSLA OKKAR ER OPIN
ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 8.00-17.00
OG NÚ EINNIG Á LAUGARDÖGUM
FRÁ KL. 8.00-16.00.
ALLAR GERÐIR AF HELLUM OG STEINUM
TIL Á LAGER.
SÖGUM ALLAR GERÐIR AF HELLUM.
MÖL & SANDUR HE
V/Suluveg ■ Pósthólf 618 602 Akureyri Sími 96-21255
TIL60Ð
Skólafatnaður
á börnin
Gallabuxur margar gerðir, st. 4-16 .
Gallabuxur fóðraðar, st. 4-12 .
verð frá kr. 1.915
...... kr. 2.495
Telpna og drengja kakíbuxur, st. 4-16 verð frá kr. 1.245
Akrýl peysur, st. 80-120
! Akrýl peysur, st. 6-14 .,
kr. 960
kr. 1.145
Jogging peysur, margar gerðir, st. 116-176 verð frá kr. 500
Úlpur, st. 98-128
Úlpur, st. 8-14 ..
kr. 2.620
kr. 2.985
Fóðraðir skór í stærðum 28-39 . kr. 1.995
KEA Hrísalundur,
VfSA
kjallari
auglýsingadeild • Sími 96-24222
Skilaírestur aug-
lýsingasemeru
2ja dálka (10
cm) á breidd
eða smáaug-
lysinga er til kl.
11.00 daginn fyrir útgáfu-
dag, nema í helgarblað, þá
er skilaírestur til kl. 14.00 á
fimmtudag. Allar stærri aug-
lýsingar og lil þarf að panta
með 2ja daga fyrirvara. í
helgarblað jwrf að panla all-
ar stærri auglýsingar fyrir kl.
ll.OOá fimmtudag.________