Dagur - 25.08.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 25.08.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 25. ágúst 1990 Laugardagur 25. ágúst 1990 - DAGUR - 9 Hauk bónda Laxdal í Tungu á Svalbarðsströnd kannast flestir Eyfirð- ingar við, að minnsta kosti þeir sem komið hafa nærri hestamennsku, en hann situr jörðina Tungu og leggur stund á skipulagða hrossarækt. Einn blíðviðrisdaginn í ágúst átti ég leið hjá Tungu og tók Hauk tali. Tíkin Lukka, nýgotin, tók á móti mér í hlaðinu ásamt sjö afkvæmum, en í for- stofu var harla vígalegur Séfer hundur, sem varði innganginn. „Blessaður vertu alveg rólegur, hann er sauðmeinlaus,“ sagði Haukur, þegar hann kom til dyra og ég var kominn til stofu. Frá árinu 1978 hefur Haukur í Tungu lagt stund á skipulagða hrossarækt, en það ár og hið næsta á eftir keypti hann rösklega sjö tugi hrossa af Sigurmoni Hartmannssyni í Kolkuósi í Skagafirði, flest folöld en þó einnig nokkur trippi, veturgömul og tveggja vetra. Ég hef oft velt vöngum „Ég hef oft velt vöngum yfir hvaöan þessi „hrossasótt" mín er komin, trúlega er hún arfur frá forfeðrunum á Ströndum. Að vísu átti afi, Jóhannes í Tungu, ágæta hesta og þá einn sér- staklega, Pyt, leirljósan stólpagæðing. Ég minn- ist þess að síðustu árin sem Jóhannes afi lifði, þá talaði hann oft um hestana sína, þeir voru honum kærir. Pannig vill nú verða um flesta sem kynnast góðum hrossum, vel kostum búnum. „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund/kórónulaus á hann lönd og álfur,“ eins og Einar Benediktsson kvað. Jóhannes afi ræktaði ekki hross, hann átti sína hryssu sem hann ól undan, hrossarækt var ekki stunduð hér um slóðir í gamla daga. Hrossarækt hófst ekki hér á Ströndinni fyrr en með Jóni í Garðsvík og þá sérstaklega með Valdimar í Sigluvík. Peir fóru vestur í Kolkuós og versluðu við Hartmann gamla en um það má lesa í bókinni S vaðastaðahrossin. Ég fór í Laugaskóla og er útskrifaður þaðan með landspróf. Þá er skólagöngu lauk að Laug- um lá mín leið að Hvanneyri, á búnaðarskóla, hvar ég lauk búfræðinni á einum vetri, var svo- nefndur vetrungur, enda stóð hugur minn til búskapar. Á Hvanneyri kynntist ég Gunnari Bjarnasyni, sem hafði veruleg áhrif á mig og þau áhrif urðu þess valdandi hvert mitt ævistarf varð. Gunnar var og er mikill persónuleiki og haf- sjór fróðleiks, en á skólaárum mínum að Hvann- eyri var Gunnar aðalkennarinn í hrossaræktinni. Gunnar hefur löngum haldið fram ágæti stofn- ræktar og skyldleikaræktar og vegna þeirra áhrifa sem hann hafði á mig á skólaárunum ákvað ég að koma mér upp samstæðum stofni hrossa sem nú er orðið. Gunnar viðurkenndi, að hann væri ekki einn þeirra manna sem væru fæddir hestamenn, stofninn haldist svo til hreinn síðastliðin tvö hundruð ár. Petta eru austanvatna hross og álit- leg á marga vísu. Ganghæfileikar stofnsins, allt fas og prúðleiki eru mjög einkennandi. Á Fjórð- ungsmótinu 1976 hreifst ég mjög af Þernu 4394. Eins þekkti ég og þekki til fleiri afbragðs hrossa úr þessari ræktun og smátt og smátt komst ég að því að í stofninum var þess að leita sem ég sóttist eftir, þ.e. ríkulegir hæfileikar, fegurð og svipað svipmót og því fór ég í Kolkuós og fékk þar þann fjölda sem byggja mætti á töluvert mikla ræktun á skömmum tíma. Ræktunin hófst hér heima í Tungu og fyrsti hesturinn sem ég notaði var Hóla-Blesi. Hann reyndist afskaplega vel. Trippin komu fljótt í tamningunni, viljamikil og hin gjörvilegustu og hafa reynst með ágætum. Ef Hóla-Blesi hefði ekki verið vanaður að undirlagi Þorkels Bjarna- sonar, hrossaræktunarráðunautar, þá hefði ég viljað nota hann aftur, en sú varð nú ekki raunin. Ákveðnir ræktunarmenn höfðu falað hestinn til kaups, þar á meðal Sigurður Bergþórsson í Höfða og Þorkell setti sig ekki á móti því þá. Gott verð var í boði en svo var hesturinn vanaður án þess að við nokkurn mann væri talað. Þar var vanaður gullklumpur eins og Gunnar Bjarnason hefur nefnt hann. Tíminn og reynslan hafa síðan leitt í Ijós, að þarna var örugglega framtíðarstóð- hestur vanaður, því þessi örlitli möguleiki sem hesturinn fékk hefur skilað afbragðs reiðhrossum og vinsælum stóðhestum, svo sem Ljóra frá Kirkjubæ. Úr sama árgangi og Ljóri er Glitfaxi, fæddur Kirkjubæjarbóndanum. Glitfaxi var seld- ur til Austurríkis og fékk þar fyrstu verðlaun með glans, þá 143 cm. I sumar komu fram á sjón- arsviðið tvær fyrstu verðlauna hryssur undan Glitfaxa og trippi hef ég séð undan honum, sem aðurinn hefur lyft hrossaverði mikið. Stöðugt fjölgar þeim sem vilja halda íslensk hross og rækta. Eftirspurnin eykst ár frá ári. Því er ég kominn á þá skoðun að útflutningurinn sé rétt- lætanlegur. Röksemdir Gunnars Bjarnasonar fyrir útflutningi hafa sannað sig. Flestar stofnhryssurnar hér í Tungu eru tamd- ar og sýndar. Mitt vandamál er sem margra ann- arra, að skortur á peningum kemur í veg fyrir að ég geti haldið í trippin fram á tamningaraldur. Þeir stóðhestar, sem hafa verið í Tungustóðinu eftir að Hóla-Blesa sleppti, eru vissulega af Svaðastaðastofninum, svo sem Kórall frá Tungu, sonur Harðar 591 þess þekkta graðhests frá Kolkuósi, en hestinn notaði ég lítillega. 1982 not- aði ég Feyki 962 frá Hafsteinsstöðum og Sóma frá Kolkuósi en jafnframt fór ég með tvær hryss- ur undir Hlyn 910 frá Báreksstöðum. Aðeins einni hryssu var haldið 1983 en 1984 og 1986 not- aði ég ískristal, sem er í minni eigu, hann er und- an Herði 591 og Gránu Harðardóttur frá Kolku- ósi. Hann er því hreinskyldleikaræktaður. Með ískristal notaði ég Skinfaxa frá Hólum í Hjalta- dal, en hann er sonur Rauðs 618 og Musku 3446. Árið 1985 er Töfri frá Kolkuósi í stóðinu, hann var í minni eigu. Bylur 892 frá Kolkuósi kom til sögunnar 1986 en nokkrar hryssur voru settar til hans. Bylur og Tunguhryssurnar hafa skilað mjög álitlegum trippum. Sindri, sonur Hóla-Blesa, var notaður 1987 en móðir hans er Laufa 4414, sem stóð efst á fjórð- ungsmótinu á Melgerðismelum 1976. Þá er amman ekki minna þekkt, því Bára 3114 var efst á Landsmótinu 1966, með hæstu einkunn sem kynbótahross hefur fengið, 8,59. Vorið 1988 notaði ég Stjarna frá Vatnsleysu. Hann er brúnstjörnóttur og ekki skortir ættgöfg- ina. Faðirinn er heiðursverðlaunahesturinn Þátt- ur 722 frá Kirkjubæ, og móðirin hin fræga Yngri- Mósa 3348 frá Kolkuósi, móðir Kristals þess þekkta gæðings Gylfa Gunnarssonar, sem stóð efstur klárhesta á Landsmótinu að Hellu 1986. Nú í vor, þegar ég og kunningjar vorum að taka út trippin undan Stjarna, þá leist okkur heldur vel á, sýnu best á mertrippin, en einum fola held ég gröðum undan Hóla-Blesa dóttur. í folaldsárganginum. sem fæddist í vor, eru nokkur undan Töfra en hann var notaður á dætur sínar. Folöldin eru álitlegri en mæðurnar voru á Höskuldsstöðum ásamt fleirum. Magni í Árgerði eignast einnig afburða hryssur, svo sem Snældu. Leifur í Keldudal eignast hryssuna Nös frá Stokkhólma sem allt byggist á og að þessu athug- uðu og mörgu öðru, sem reynsla áranna hefur kennt mér, þá finnst mér leyndardómurinn leyn- ast í að hitta á sterka hæfileikaríka hryssu. Menn vilja eiga samstæðan hóp og einhvern veginn vilja erfðirnar dreifast meira og skolast, sé ræktað frá einum og sama stóðhestinum. Þetta er mín skoðun þegar ég lít yfir farinn veg. Hvert skal stefna? Árum saman hef ég leitast við að kynnast hryss- unum mínum sem best. Fyrstu afkvæmin eru nú átta vetra gömul en því miður voru þau ekki nægilega mörg. Alltaf eru að koma upp efnilegir einstaklingar en manni helst illa á þessu, það er dýrt að vera fátækur. Úrvals reiðhestar eru um allt land ætt- aðir úr stóðinu í Tungu. Nótt frá Tungu er þekkt sýningarhross í Bandaríkjunum og á þýsku kyn- bótasýningunni 1989 stóð hryssan Von, dóttir Valkyrju úr ræktuninni í Tungu, í efsta sæti fimm vetra flokki hryssa. Þannig eru Tunguhrossin stöðugt að skjóta upp kollinum vítt og breitt um lönd og álfur. Þýskir kynbótadómar eru langtum markvissari en þeir íslensku, samanber útskrift kynbótadóma sem birtist í Das Islandspferd nr. 10 frá því í september 1989. Þjóðverjar eru komnit langt á undan okkur í kynbótadómum, því þeir fylgjast mun betur með afkvæmunum. Strax á fyrsta ári eru þeir farnir að dæma ungviðið og fylgja þeim ár frá ári með dómum. Þannig fá þeir betri mynd af ræktunar- starfinu og sjá hvar ber að leggja áherslurnar. Þetta skilar sér markvisst, er mér sagt af vinum mínum erlendis. í vor hefur verið mikið uppistand vegna dóma og dómara kynbótahrossa og sýnist sitt hverjum. Þessi óánægja er ekki ný af nálinni en þessi alda mótmæla hefur aldrei risið svo hátt sem nú. Dómarastörfin í vor eru ekki þess valdandi ein og sér, nei öðru nær, þetta er uppsafnaður vandi margra ára. Satt best að segja þá hafði ég afskaplega mikla trú á kynbótadómum og tók allt alvarlega í byrj- un en frá árinu 1985 hef ég efast. Þetta ár var Haukur Laxdal. Mynd: ój júní 1990, ættu að lagfæra vandann að mínu mati og þeirra sem fundinn sátu.“ Tillögur að breyttum vinnubrögðum, byggðar á frumdrögum Jónasar og Kristínar í Litla-Dal Fundur áhugamanna um hrossarækt, haldinn í Skeifunni á Akureyri 24. júní 1990, telur að eftir- farandi atriði yrðu til framfara við dóma kyn- bótahrossa: 1. Héraðsdómnefndir séu skipaðar skv. áður gerðum samþykktum. 2. Á stærri mótum, eins og sameiginlegum héraðssýningum fyrir stór svæði, fjórðungsmót- um og landsmótum, starfi fimm manna dóm- nefndir en leyfilegt sé að hafa þriggja manna dómnefndir við umfangsminni dóma. 3. Skráningagjöldum sé stillt í hóf í samræmi við aðrar búgreinar. 4. Við dóma starfi hver dómari sjálfstætt og gefi séreinkunnir. í fimm manna dómnefndum, séu hæstu og lægstu einkunnir strikaðar út. Meðaleinkunn annarra dómara gildi sem eink- unn hrossins og skal hún gefin með einum auka- staf og ekki breytast, fyrr en þá í fyrsta lagi á næsta móti. Frávik milli einkunna hlaupa þá á 0,1 stigi en ekki 0,5, eins og nú er. 5. Meðan á dómstörfum stendur hafi dóm- nefnd einungis upplýsingar um aldur, lit og mál hrossins. Heíst skal mæla bæði bandmál og stang- armál hjá öllum hrossum. 6. Við dóma á vilja og geðslagi sé farið á bak hrossunum. 7. Athuga skal hvort einkunnir fyrir bak og lend skuli aðskildar og einnig einkunnir fyrir háls, herðar og bóga. 8. Dýralæknir dæmi fótagerð og hófa. 9. Teknar séu myndir af öllum hrossum sem til dóms koma og birlar í ættbók. 10. Sérstakir starfsmenn leiði hrossin fyrir byggingadóm. 11. Umsögn sé getið um hvert hross við alla dóma og sé hún sameiginleg frá dómnefndinni. 12. Hvað vinnulag varðar skal varast að ætla dómnefndum að dæma of mörg hross á dag. Ljúka skal dómstörfum hvers dags jafnóðum og er ekki óeðlilegt að nota myndbandaupptökur við samræmingu á umsögn og við umræður um frávik á dómsniðurstöðum. 13. Ekki skal leggja eins mikla áherslu á notk- - segir Haukur Laxdal í Tungu á Svalbarðsströnd heldur varð hann að tileinka sér margt af bókinni og eins og oft hefur komið fram hjá honum, að vera með opinn huga og læra af þeim samferða- mönnunum sem voru afbragðs hesta- og tamn- ingamenn. Þetta vantar hjá þessum yngri mönn- um sem vinna sem hrossaræktarráðunautar. Þeir þykjast vera alvitrir strax í byrjun síns starfsferils og sinna ekki starfinu með þessu opna og leitandi hugarfari. Eg á gullklumpa Afi Jóhannes lést árið 1979 en löngu áður var ég tekinn við jörðinni því 1966 hóf ég búskap í Tungu en þá var ég 18 ára. í upphafi míns búskapar bjó ég kúabúi en svo fór að veikindi sóttu að mér og ég var farinn að hökta um sem gamalmenni og því leist mér ekki á framhaldið, heilsulaus ungur maður. Á þessum árum, 1973- 1974, hafði ég byggt stóra hlöðu og teikningar lágu fyrir af fimmtíu kúa fjósi og lánsloforð var fyrir hendi. Ég kippti að mér höndum, byggði ekki, hætti kúabúskap og söðlaði um, fyrst í kartöflurækt og fjárbúskap og síðar hrossa- búskap. Á þessum árum var óðaverðbólgan að rjúka upp og vinstri stjórnin fyrri sem sat að völdum, gerði fjölda fólks, sem átti peninga í bönkum eignalaust á fáum árum. Ég er fæddur með þessum gömlu íhaldssömu sjónarmiðum, að eitthvert lag verði að vera á fjármálum og ekkert rugl, en þarna á þessum árum missti ég af lestinni hvað viðkemur veraldlega auðinum. Trúlega kemur annað í staðinn ég á gullklumpa þar sem hrossin eru, a.m.k. erfðafræðilega séð. Nú er ég í basli frá degi til dags, þótt heilsunni næði ég aftur. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þeir sem byggðu á þessum árum og fóru í offjárfestingar, sem þá var látið viðgangast, búa að hlutunum í dag og verða alltaf ríkari og ríkari. Ójöfnuðurinn í landinu er mikill og eykst ár frá ári, sundrungin hrjáir landann, því flest það fólk sem talið er ríkt í dag nýtur auðæfa sinna á fölskum forsendum. Af hrossum - Frá HóIa-BEesa til Byls Ég rækta hér í Tungu þann stofn hrossa sem kenndur er við Kolkuós, en í Kolkuósi hefur eru upp til hópa álitleg og falleg. Þannig verða mistökin, sem seint er hægt að bæta. Eitt rangt spor í ræktunarmálum er afdrifaríkt og slíkt ber að varast. Þorkell er sekur hvað Hóla-Blesa varðar. Rangt mat Þorkels kom til, og einnig hef ég á tilfinningunni að Glitfaxi hafi farið út að hans tilstuðlan, beint eða óbeint, þar sem hann var undir máli, aðeins 139 cm fjögurra vetra gamall. Stóra málið var með Glitfaxa, sem önnur hross úr skyldleikaræktuninni, að hrossin eru að taka út vöxt og andlegan þroska allt til sex vetra aldurs og ekki á að leggja of hart að þeim og dæma of snemma, tíminn vinnur með þeim, þeirra er framtíðin, ef aðeins ráðunautarnir vildu opna augun og leitast við að skilja eðli stofnsins, svo og margur tamningamaðurinn. Að Glitfaxi sé notaður í Austurríki og trúlega víðar í Evrópu vekur upp spurninguna: Er útflutningur kynbótahrossa réttlætanlegur? Gunnar Bjarnason var talsmaður útflutnings hrossa og kynbótahrossa en þá var ég á öndverð- um meiði og vildi stöðva algjörlega útflutning kynbótahrossanna. Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur, hefur verið talsmaður þess að útflutningur kynbótahrossa verði bannaður en hann er tæplega í stakk búinn til að gera slíkt, því sé ættbókin skoðuð kemur í Ijós, að ailt frá 1960 hefur hann selt fjölda graðhesta til útlanda úr ræktun sinni á Laugarvatni, graðfola sem eru ætt- bókarfærðir. Athyglivert er að í lögum um út- flutning kynbótahrossa eru ákvæði um að skyldu beri til að auglýsa öll fyrstu verðlauna kynbóta- hross á innlendum markaði og þetta er sjálfsagð- ur öryggisventill til að við Islendingar missum síður úr landi afbragðs kynbótahross. Þetta ákvæði er brotið stöðugt og ætti að taka á þessum málum, annað er ekki hægt. Hastarlegt er einnig þegar kynbótabú ríkisins að Hólum selur út framúrskarandi kynbótahryssur án þess að rækt- unarmönnum sé gefinn kostur á kaupum. Þorkell rak sig á sem aðrir, að það kostar peninga að stunda hrossarækt og þeirra verður að afla. Háu upphæðirnar fást ekki nema eftirspurn sé fyrir hendi, að tekist sé á um hrossin, að fleiri séu um hituna. Ef kynbótahross hefðu ekki selst til útlanda þá væri verð þeirra lágt. Erlendi mark- sínum tíma. Nokkur folöld eru undan Tvisti frá Hvestu, en hann er undan Harðardóttur 591 og Feykissyni 962. Þau eru reist, ganglipur og minna í framgöngu og umgengni mjög á folöldin úr Kolkuósi sem komu til mín í upphafi. Flest eru folöldin undan Leyni Sigurbjarnar Bárðarsonar, en Leynir er undan Hrafni 802 og Hrönn 4660 frá Kolkuósi og hesturinn er bróðir Hjörvars 1013 frá Reykjavík, sem stóð efstur í eldri flokki kyn- bótahesta á Evrópumótinu í Danmörku 1989. Þar sem Bylur 892 hefur sýnt og sannað að hann passar mjög vel með Tunguhryssunum hafði ég mikinn áhuga á að fá afnot af honum aftur. Nú í sumar er öðlingurinn í stóðinu en okkur Sæmundi Holgeirssyni, eiganda hestsins, kom saman um að Bylur ætti skilið að fá mögu- leika til að komast í sinn móður- og föðurstofn, til að sýna svo ekki verði um villst hvað í honum býr með stórum hópi hryssna, hvar erfðirnar eru ríkjandi." Hrossarækt er snúin búgrein „Hrossarækt er vandasöm búgrein þrátt fyrir tölvur og nútíma vinnubrögð. Aðeins einn og einn ræktunarmaður nær að stíga stóra skrefið og þar virðist heppnin ráða hvað mestu. Heppnin felst í því að eignast topphryssu sem er sterk í erfðum. Hryssu sem gefur eftirmynd sína sama hver faðirinn er. Þeir sem detta í lukkupottinn koma sér upp á tiltölulega stuttum tíma hryssu- stofni sem hægt er að rækta frá. Við getum nefnt sem dæmi Þorkel Bjarnason, sem komst yfir tvær borgfirskar hryssur og flest ef ekki öl! hross þeirra feðga á Laugarvatni eru frá þessum hryss- um komin. Sem ráðunautur ráðleggur Þorkell mönnum blendingsræktun en sjálfur heldur hann dálítið fast um skyldleikaræktunina. Sveinn Guðmundsson, sá stórmerki ræktunar- maður. nær sínum árangri frá Ragnars-Brúnku móður Síðu gömlu og hefur haldið vel á málum síðan. Sigurður á Höskuldsstöðum í Eyjafirði fékk að láni eða leigu hryssu frá Brennihóli. Þessi hryssa var Lögmanns-Grána en undan henni fékk hann tvær fyrstu verðlauna hryssur, Eldingu og Lip- urtá, sem gætir hvað mest í ræktuninni á Assa, Kolkuóssvipurinn leynir sér ekki. dæmd hjá mér hryssa að nafni Kolskör. Magnús Jóhannsson hafði tamið hryssuna og Matthías á Brún einnig og lokaþjálfunin var Matthíasar. Allir sem sáu hryssuna luku upp lofsorði um fegurð hennar og sjálfum þótti mér hún óhemju fögur og fannst hún hafa allt til að bera sem prýð- ir Kolkuóshrossin best. Hún var með þetta ákveðna upplit sem stakk. Þá er hún var dæmd og tölur voru birtar, var vart hægt að trúa því sem maður sá og heyrði. Allar tölur voru gjörsamlega út úr þeirri mynd sem sannfæringin sagði mér. Á þessari sömu sýningu var ég með aðra hryssu, Heru 6222, sem ekki var eins vel byggð en haf- sjór af hæfileikum. Viti menn, allar tölur fyrir byggingu voru þær sömu og hjá Kolskör, meðal- einkunn 7,69. Hvernig mátti þetta vera? Hryss- urnar voru eins ólíkar og dagur og nótt en eftir dómi að marka áttu þær að vera sem spegilmynd hvor annarrar. Þetta vakti undrun, vanlíðan og síðar reiði. Þegar mér varð ljós niðurstaða dóma vorið 1985, þá sagði ég nú aðeins: Geta dómarar staðið á slíku, geta þessir dómarar varið gerðir sínar? Hestamenn og eigendur kynbótahrossa hafa gert athugasemdir vegna dóma og dómarastarfa en einu svörin sem fást frá ráðunautum eru skætingur. Þetta sýndi sig best þegar Albert Jónsson, sá þekkti hestamaður, skrifaði blaða- grein sem löngu er landsþekkt og tiltók sönn atvik úr sinni reynslu sem hesta- og tamninga- manns. í raun og veru var mikil skömm að eng- inn skyldi taka undir með Votmúlabóndanum. Svarið sem Albert fékk var skætingsgrein frá Þorkatli Bjarnasyni í sama anda og vant er frá þessum yfirmanni ræktunarmála hrossa á íslandi. Þorkell hefur aldrei þolað, eins og siður er ein- ræðisherra, að hann sé gagnrýndur opinberlega. Eins og komið hefur fram í ræðu sr. Halldórs í Holti, þá var þetta talin eðlileg skipan mála fyrr á öldinni, þar sem einn maður hafði svo til alræðisvald í málefnum hrossaræktar og tiltók hann þá sérstaklega föður sinn, fyrirrennara Þorkels. í dag ættu að tíðkast allt önnur vinnu- brögð og því er full ástæða til að ákveðið sam- ræmi sé milli kynbótadóma og dóma á gæðing- um. Allt þetta varð til þess að ég fór að skoða eldri dóma og bera saman. Þá rak ég mig á tvo stóðhesta í fræðunum, Feyki frá Hafsteinsstöð- um og Kulda frá Brimnesi. Þetta eru hestar gjörólíkir að allri byggingu, en nú ber svo við að allar tölur eru þær sömu þegar dæmt er, meðal- einkunn 8,13. Getur einhver útskýrt þessi vinnubrögð? Ég held ekki. Vinnubrögðin eru sem sagt lítt hald- bær en svo verður oft þegar einn maður ræður að mestu, þá kemur upp þessi staða sem kallar á mistök. Ég er sannfærður um að ef þann dag sem Kolskör var dæmd hefðu verið fleiri sjálfstæðir dómarar við störf og meðaltalið látið ráða þá hefði hryssan blakka farið í 1. verðlaun fyrir byggingu. Nokkru síðar seldi ég Sigurbirni Bárðarsyni Kolskör og hún fær nafnið Eva og er dæmd til 1. verðlauna hjá honum. Já, það er ekki sama hver maðurinn er. í júnímánuði 1986 hringdi Þorkell Bjarnason í mig og spurði hvort ég hafi selt Sigurbirni Bárð- arsyni Kolkuóshryssu, því hann og samstarfs- menn séu að vinna að mótaskrá fyrir Landsmótið og velti vöngum yfir hvort Eva hafi verið sýnd áður. Ég kvað svo vera. Hryssuna hafi ég selt Sigurbirni en þá sem Kolskör, sýnda í Eyjafirði sumarið þar á undan. Þá segir Þorkell setningu í mín eyru sem ég vildi gjarnan að hann hefði sagt annars staðar opinberlega. „Hvaða dæmalaus mistök höfum við gert.“ Slík mistök fyrir dómi, sem of oft verða, geta haft veruleg áhrif jafnt peningalega sem ræktunarlega og eins er oft veg- ið persónulega að tamningamönnunum þar sem þeir eru gerðir ómerkir orða sinna þegar umsagn- ir þeirra um hrossin, sem gefin eru eigendum, eru rifnar niður og þær gerðar ómerkar. Þetta hefur síðan valdið sundrungu og sárindum. Tamningamaðurinn, sem tekur við trippinu ótömdu þekkir það best, kynnist því frá degi til dags og er því hæfastur að gefa raunsæja mynd. Síðan geta dómarar eyðilagt vetrarstarfið með röngu pennastriki. Þetta sumar 1985 hálf hvekktist ég. Var raunar orðinn handviss um að ég hefði ekkert vit á bygg- ingu hrossa. Mér var einfaldlega sagt, að sú hryssa sem ég taldi hvað fallegasta væri jöfn þeirri sem mér þótti hvað Ijótust í stóðinu. Því sagði ég oft við sjálfan mig: Til hvers ert þú að standa í þessu hrossastreði? Á Landsmótinu 1986 fékk ég loks þá fullvissu. að ég hafði rétt fyrir mér en hryssan var farin til annars eiganda, Sigurbjarnar, enda hefði hún trúlega aldrei fengið þá vegsemd sem hún fékk, í minni eigu. Nei, það er ekki sama hver eigandinn er. Hvort það er bóndi norður í Eyjafirði eða þekkt- ur hestamaður í Reykjavík. Við höfum mörg dæmi þessa. Eftir þetta hef ég verið gagnrýninn á vinnu- brögð Þorkels og hans manna og fylgst grannt með og er þess nú fullmeðvitaður að þeir eru ekki fullfærir til þeirra starfa sem þeir eiga að vinna. Þeir vita vart frá degi til dags hvað þeir hafa gert í dómum, samanber stóðhesta á Norðurlandi vorið 1989, annars vegar í Skaga- firði og hins vegar í Eyjafirði. Þetta má sjá á vídeótökum af dómum, sem Matthías Gestsson frá Akureyri hefur tekið. Þar sannast að Prúður frá Neðra-Ási og Örn, Sigurðar Árna Snorrason- ar, voru stórlega vandæmdir, samanber einkunn- ir þeirra nú f sumar. Þetta er staðreynd, en æski- legt væri að mun nánara samstarf og kunnings- skapur milli hrossaræktenda og ráðunauta Bún- aðarfélagsins tækist og þá á jafnréttisgrundvelli, þar sem menn virtu skoðanir hver annars og vísa ég þá til spjalls sem ég átti við Þorkel Bjarnason og Anders Hansen síðastliðinn vetur að Árbakka í Landssveit. í vor fylltist svo mælirinn. Margir rísa upp. Þetta er sígandi ólukka margra ára. Þegar óánægjan er orðin slík sem nú að kynbótadómar- ar Búnaðarfélagsins hafa ekki lengur trúnað þekktustu ræktunarmanna landsins, svo sem Sigurðar í Kirkjubæ, Sveins á Sauðárkróki, Skúla í Svignaskarði, Einars á Skörðugili, Magna í Árgerði, svo fáeinir séu nefndir, þá þykir mér sjálfsagt að tekið sé á málum. Þetta er opinber embættisfærsla, ranglega unnin og hana ber að stöðva. Taka verður upp vinnubrögð sátta og sæmdar með yfirbragði kunnáttu sem á og verður að skila framförum, ná sáttum um vinnubrögð til að slökkva ófriðarbálið. Tillögur sem voru samþykktar á fundi á Akur- eyri af áhugamönnum um hrossarækt þann 24. un kynbótagildiseinkunna og -spár eins og nú er gert og spurning hvort ástæða er til að birta þess- ar tölur árlega á meðan reynslan og öryggið er ekki meira. „Undir þessar tillögur ritaði fjöldi ræktunar- manna úr Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu. Já, mikið er í húfi ef takast á að halda hrossarækt á íslandi til betri vegar, menn verða að sitja við sama borð. Áníðsla og yfirgangur verður að hverfa og dómaramál fyrir gæðingadómi þarfnast jafnt athugunar og lagfæringa sem og dómar kynbótahrossa. Leitin mikla Meðan allt var í suðupunkti í vor og sumar þá sat ég heima að mínu. Störfin eru margvísleg og vandamálin mörg sem þarf að leysa viðvíkjandi stofnrækt. Reksturinn er dýr, öryggið vantar til að fram- þróa það sem stefnt er að. Á vordögum 1989 stofnuðu áhugamenn um ræktun Svaðastaðahrossa ræktunarfélagið Sam- stöðu. Með tilkomu þess aukast persónuleg kynni þeirra, sem eru að vinna að sama mark- miði. Vonandi leiðir það til nánara samstarfs er skili árangri hjá einhverjum Samstöðufélaga, hvað framtíðarstóðhest varðar. Leitin mikla heldur áfram, vonandi á stóra stundin eftir að renna upp, að í Kolkuósstofninum í Tungu eigi eftir að fæðast sá höfðingi og sú drottning sem framtíðin byggir á. Tíminn, heppnin, erfðirnar og staðföst vissa ræktunarmannsins koma því til leiðar. Mér ber viss skylda að stefna að stóru markmiði með hrossastofninn minn frá Kolku- ósi. Síðustu heilræði Sigurmons voru, að ég varð- veitti Kolkuósstóðið í Tungu best með því að afsetja ekki hryssu fyrr en fullreynt væri hvað í henni byggi sem kynbótahrossi. Hans reynsla var, að oft gæfu lítilfjörlegustu hryssurnar hvað fallegust og hæfileikamest afkvæmi, því athuga bæri að allt væri þetta sami erfðahópurinn. „Farðu ætíð eftir þinni bestu sannfæringu dreng- ur minn,“ sagði Sigurmon," og þannig lauk spjalli okkar Hauks í Tungu. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.