Dagur


Dagur - 25.08.1990, Qupperneq 6

Dagur - 25.08.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. ágúst 1990 Sumaninna við tanka- málun og skósmíði Á síðustu árum hefur orðið erfíðara fyrir skólafólk að fá atvinnu yfír sumarmánuðina. Námsmenn geta ekki lengur gengið að því vísu að mikil vinna og uppgrip tekna bíði þeirra þegar þeir standa upp frá prófborðinu á vorin. Margt bendir til þess að árstíðasveiflan í íslensku atvinnulífí heyri liðinni tíð og bjargræðistíminn dreifíst jafnar yfír árið. Við það vakna spurningar um hvort breytinga er þörf í skólakerfínu. Hvort ekki er kominn tími til að stytta sumarleyfí skólafólks og flýta námslokum sem því nemur. Þannig kæmi fólk fyrr út á hinn almenna vinnumarkað í stað þess að koma sem viðbót á hverju vori og hverfa síðan aftur bak við veggi menntastofnana þegar húmaði að hausti. Hvernig horfir þetta við þeim sem hafa reynslu af sumarstörf- um samhliða löngu námi? Erling- ur Sigtryggsson er á síðari hluta náms í lögfræði. Hann hefur einnig lagt stund á nám í íslensku og sögu við Háskóla íslands eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Erlingur er upprunninn úr sveit, frá Svalbarði í Þistilfirði. Hann hefur starfað í sumar á skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri og á Lögfræðiskrifstofu Gunnars Sólnes. Tankamálun og skósmíði „Mín eiginlegu kynni af sumar- vinnu hófust með háskólanám- inu. Þá réð ég mig til Olíufélags- ins hf., á sumrin til að mála tanka. Við vorum venjulega þrír saman í hóp og þessu fylgdu mik- il ferðalög um landið. Eg hef allt- af kunnað vel við að vinna úti. Það var góður andi í málara- hópnum og sumrin voru fljót að líða. Tankamálunin erekki þrifa- leg vinna en vel borguð enda til- gangurinn einn að afla tekna.“ Erlingur hefur lengst af unnið jafnframt námi við Háskóla íslands. Hann kvaðst hafa starfað hjá Gísla Ferdinandssyni, skó- smið í Lækjargötu 6a bæði við skrifstofustörf og einnig við sjálfa skósmíðina. „Þótt ég hafi unnið hjá Gísla á öllum árstímum með námi mínu má líta á það sem sumarstarf. Þessi vinna tengdist ekki því sem ég var að fást við í Háskólanum, a.m.k. ekki skó-. smíðin, en var aðeins leið til að afla lífsnauðsynja. Það er fyrst nú sem ég er farinn að starfa við eitthvað sem tengist mínu fagi. Hluti af námi í lögfræði er að starfa tvo mánuði á skrifstofu fógetaembættis. Einnig er nauð- synlegt fyrir nema í lögfræði að starfa eitthvað á lögfræðistofum. Að sjá hvernig vinnan þar fer fram og nálgast málin frá hlið hins raunverulega starfsvett- vangs.“ Sumarvinnan vegna þarfa atvinnulífsins Erlingur sagðist telja að sú sumarvinna sem tíðkast hefur á meðal námsfólks hér á landi sé fyrst og fremst til komin vegna mikilla árstíðasveiflna í atvinnu- lífinu. Líta megi til síldaráranna í sjávarútveginum. Bjargræðistími í sveitum var einnig yfir sumar- mánuðina. Byggingastarfsemi færðist í aukan á vorin og vega- gerðin fór á kreik þegar frost fór úr jörðu. Hann benti á að mikil breyting væri að verða á atvinn- uháttum. Eftir að kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi dreifð- ust veiðar með öðrum hætti og minni þörf væri á því að skólafólk færi á sjóinn. í raun væri ekki orðið æskilegt að mikill fjöldi Erlingur Sigtryggsson, lögfræðinemi. fólks leitaði vinnu við sjávarsíð- una yfir þrjá sumarmánuði. Sömu sögu væri að segja um sveitirnar. Landbúnaður byggðist á fjölskyldunum og þær færu orð- ið lítið út fyrir sínar raðir eftir fólki til sumarstarfa. Menn alast upp við að Iifa lífinu Oft hefur verið bent á uppeldis- legt gildi sumarvinnu. „Því er nú einu sinni þannig farið að menn alast upp við að lifa lífinu en hvort sumarvinna er betri upp- alandi en eitthvað annað er alls ekkert gefið,“ sagði Erlingur og benti á að spurning væri hvort ekki sé komin upp sú staða í þjóðfélaginu að hagkvæmt geti verið að flýta skólagöngu, meðal annars með styttingu sumarfría. Á þann hátt komi fólk fyrr til samfelldra starfa og skili því sömu vinnu í heild til samfélags- ins. Atvinnulífið hafi heldur ekki lengur sömu þarfir og áður fyrir þetta viðbótarvinnuafl, sem kem- ur á markaðinn á vorin. Vandinn sé orðinn sá að nú þarf að verja fjármagni til að koma á fót störf- um fyrir skólafólk á sumrin. Deila má um hvort sumarstörf, sem þannig eru tilkomin geti skil- að arði og hvort það fé nýtist hreinlega ekki betur til að styðja beint við bak námsmanna og flýta þannig námslokum þeirra. ÞI. Ráðgátan um Pírí Þegar vísindin virðast vera búin að koma upp nokkuð heilsteyptri mynd af einhverjum tilteknum þætti í tilverunni þá virðist alltaf eitthvað koma upp sem ruglar allar niðurstöður. Eitt af því ^mdarlegra er ráðgátan um Piri Reis kortið. Þetta forna kort sem fannst 1929 í Konstantinópel var eitt sinn f eign tyrknesks aðmíráls sem var uppi á sextándu öld, en orðið Piri þýðir aðmíráll. Kort- ið var samkvæmt því sem fyrri eigendur höfðu skráð, afrit af enn eldra korti. Það sem setur nútíma korta- sérfræðinga hins vegar alveg á gat er að þetta kort sýnir Evr- ópu, Afríku, Suður-Ameríku og suðurskautslandið af svo mikilli nákvæmni að slíkt virðist óhugsandi á svo gömlu korti. En það sem slær öllu við er það að suðurskautslandið fannst ekki fyrr en 1818! Hvern- ig er þá mögulegt að það sé full- komlega teiknað inn á kort sem er frá sextándu öld í það minnsta? Arlington H. Mallery sem er bandarískur kortafræðingur, kannaði Piri Reis kortið mjög nákvæmlega og komst að því að það sýndi allt suðurskautslandið af einstakri nákvæmni sem nútíma kortagerðarmenn með öllum tiltækum tólum vísind- anna voru meira að segja í vandræðum með að teikna þar ■m stór hluti þess er undir ís. Hvernig má vera að slík nákvæmni sé til á þrjú hundruð ára gömlu korti? Það virðast vera tveir möguleikar á því hvernig kortið varð til. Annað- hvort var kortið teiknað á með- an suðurskautslandið var snjólaust, en það var fyrir þús- undum ára, eða þá að forfeður okkar hafi búið yfir mælitækj- um sem eru jafn fullkomin og þau sem til eru í dag. Hvorug þessara tilgáta fellur vel í kram- ið hjá nútíma vísindum. Samt er Piri Reis kortið staðreynd og þess vegna hlýtur einhver skýr- ing að vera á þessu. Charles H. Hapgood sem starfar við háskólann í New Hampshire í Englandi skrifaði eitt sinn bók sem heitir „Maps of the Ancient Sea Kings“ sem fjallar um Piri Reis kortið og þar stingur hann fram þeirri kenningu að kortið komi frá fornu menningarsamfélagi sem kannaði suðurskautslandið áður en það varð hulið snjó. En með tilkomu þessarar svokölluðu geimaldar þá hafa komið upp fleiri og enn merki- legri atriði varðandi Piri Reis kortið. Til dæmis var ljósmynd sem tekin var frá Appolo 8 Reis kortíð geimfarinu mjög svipuð og kortið. Teikningarnar af megin- löndunum sem eru á Piri Reis kortinu koma heim og saman við þá ljósmynd sem tekin var í eitt hundrað og sextíu kíló- metra hæð, beint fyrir ofan Kairó. Já, þetta hljómar ótrú- lega en svo er einnig um margt annað sem vísindi nútímans eru sífellt að uppgötva. Menn muna kannski eftir sjónvarpsþáttaröðum um stjörnukerfið og vetrarbrautina sem Carl Sagan stjórnaði, en hann er stjörnueðlisfræðingur við Cornell háskólann og er einn af frumkvöðlum geimlíf- fræði. (Rannsóknir á lífi úti í geimnum.) Hann skýtur fram þeirri tilgátu að forn menning- arsamfélög eins og Súmerar hafi ef til vill verið sóttir heim og kynbættir af verum utan úr geimnum sem skotið hafa Súmerunum fram á við í and- legri þróun. Carl Sagan hefur sagt um Piri Reis kortið að hann hafi ekki lagt neinn ákveðinn dóm á kortið (Það er til mikilla vandræða í mannkynssögunni) en að hann télji að það sé stærð- fræðilega nokkuð öruggt að geimverur hafi heimsótt jörðina hér á öldum áður. Sovéski stjörnueðlisfræð- ingurinn N.K. Agrest heldur því fram að jörðin beri þess merki að farið hafi fram fornar tilraunir með kjarnorkuspreng- ingar. Hann bendir því til stuðnings á steintegund sem kallast tektít og er nokkurs kon- ar glerkennd steintegund sem finnst á ýmsum stöðum á jörð- inni og inniheldur geislavirka ísótópa áls og beryllíums. Hann heldur því fram að þar sé um að ræða leifar af kjarnorkutilraun- um sem framkvæmdar hafa ver- ið af verum utan úr geimnum. Og þá erum við komin aftur að Piri Reis kortunum. Er hugsan- legt að jarðarbúar hafi búið yfir þekkingu til að gera slíkt kort fyrir svona löngu, eða voru það verur utan úr geimnum? Sjálf- sagt fussa sumir og sveia yfir þeirri hugmynd að til sé líf ein- hvers staðar úti í geimnum og það er bara gott og blessað því lítið vit væri að samþykkja ein- hverjar kenningar án þess að efast um réttmæti þeirra. En eitt er þó víst og það er að Piri Reis kortið er staðreynd og þess vegna hlýtur að vera einhver skýring á uppruna þess. Hvern- ig er hægt að teikna nákvæmt kort af heimsálfunum eins og þær eru séðar í eitt hundrað og sextíu kílómetra hæð yfir Kairó? Og hugsaðu nú!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.