Dagur - 04.09.1990, Side 10

Dagur - 04.09.1990, Side 10
ht at tc%*n nnoí* y4*HiíT*otfi«'> h» nmí?hiiiAi'«<j 10 - DAGUR - Þriðjudagur 4. september 1990 íþróttir Ólíkt er aðhafst í Iiverpooi - Everton í neðsta sæti en Liverpool á toppnum Eftir leiki síðustu viku í 1. deild ensku knattspyrnunnar hefur Liverpool nú hreiðrað um sig í efsta sætinu og reynsla fyrri ára segir að erfitt verði að koma því þaðan. Liðið er nú það eina sem ckki hefur tapað stigi í 1. deild, en nágrannar þeirra Everton eru hins vegar á botninum og er eina liðið í 1. deild sem ekki hefur enn hlotið stig. Þá hefur framganga ný- liða Leeds Utd. komið mörg- um á óvart. En þá eru það leik- ir helgarinnar. Liverpool og Aston Villa áttust við í hörkuleik á Anfield þar sem ekkert var gefið eftir og meistar- arnir máttu hafa sig alla við til að vinna sigur í lokin. Peter Beards- ley kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik með fallegu marki, lék á varnarmann Villa og sendi síðan boltann í markið með þrumu- skoti á 14. mín. David Platt náði að jafna fyrir Aston Villa á 26. mín. með föstum skalla sem Bruce Grobbelaar í marki Liverpool réð ekki við. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum sem var mjög vel leikinn og Paul McGrath mið- vörður Villa bjargaði tvívegis naumlega. Leikmenn Villa börð- ust hetjulega í síðari hálfleikn- um, staðráðnir í því að fara heim með stig, en þrátt fyrir það urðu þeir að játa sig sigraða í lokin. Þegar aðeins 3 mín. voru til leiks- loka átti John Barnes, sem lék mjög vel að þessu sinni, þrumu- skoti í þverslá Villa-marksins, boltinn hafnaði aftan í Nigel Úrslit 1. deild Arsenal-Tottenham 0:0 Coventry-Nottingham For. 2:2 Crystal Palace-ShelTield Utd. 1:0 Derby-Wimbledon 1:1 Leeds Utd.-Norwich 3:0 Liverpool-Aston Villa 2:1 Manchester City-Everton 1:0 Q.P.R.-Chelsea 1:0 Southampton-Luton 1:2 Sunderland-Manchester Utd. 2:1 2. deild Blackburn-Newcastle 0:1 Brighton-Wolves 1:1 Bristol Rovers-Charlton 2:1 Millwall-Barnsley 4:1 Notts County-Oxford 3:1 Oldham-Portsmouth 3:1 Plymouth-Middlesbrough 1:1 Port Vale-Leicester 2:0 Sheffield Wed.-Hull City 5:1 W.B.A.-lpswich 1:2 West Ham-Watford 1:0 Swindon-Bristol City 0:1 Úrslit í vikunni 1. deild Crystal Palacc-Chelsca 2:1 Leeds Utd.-Manchester Utd. 0:0 Livcrpool-Nottingham For. 2:0 Southampton-Norwich 1:0 Sunderland-Tottenham 0:0 Arsenal-Luton 2:1 Coventry-Everton 3:1 Derby-Sheffield Utd. 1:1 Q.P.R.-Wimbledon 0:1 2. deild Blackburn-Hull City 2:1 Oldham-Leicester 2:0 Plymouth-Watford 2:0 Port Vale-Wolves 1:1 Swindon-lpswich 1:0 West Ham-Portsmouth 1:1 Spink, markverði Villa, og þaðan í netið. Liverpool byrjar því tímabilið vel og hefur fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham áttust við í miklum baráttuleik sem endaði með markalausu jafntefli. Áhorfend- ur urðu þó fyrir nokkrum von- brigðum með leikinn sem ein- kenndist af baráttu á miðjunni og var fátt um góð marktækifæri. Stuðningsmenn Arsenal voru ekki ánægðir með dómarann sem þeir töldu hafa haft tvær víta- spyrnur af liðinu en úrslitin voru sanngjörn. Paul Gascoigne náði sér ekki á strik hjá Tottenham og var honum skipt út af undir lokin við lítinn fögnuð aðdáenda liðsins. Guðni Bergsson átti hins vegar góðan leik fyrir Iiðið og náði að halda hinum hættulega útherja Arsenal, Svíanum Anders Limpar, vel í skefjum. Guðni virðist nú hafa tryggt sæti sitt í liðinu og hefur sennilega aldrei verið betri. Everton byrjar illa og er mikil upplausn í herbúðum félagsins sem ekki mun taka enda fyrr en leikmenn verða seldir eða það sem líklegra er að framkvæmda- stjórinn Colin Harvey verði rekinn. Liðið hefur nú tapað þrem fyrstu leikjum sínum og er í neðsta sæti. Leikur liðsins á úti- velli gegn Man. City var illa leik- inn og eina markið var skorað á 10. mín. fyrri hálfleiks. Adrian Heath, einn af mörgum fyrrver- andi Evertonmönnum hjá City, skoraði markið og tryggði Iiði sínu fyrsta sigurinn í deildinni. Heath fékk færi á að bæta við öðru marki og Neville Southall í marki Everton kom í veg fyrir stærra tap liðsins. Það var aðeins undir lokin sem Everton náði að ógna marki City. Leeds Utd. kemur á óvart með því að leika mjög góða knatt- spyrnu í 1. deildinni, en leikur liðsins í fyrra þegar liðið barðist í 2. deild þótti oft stórkarlalegur. Liðið mætti Norwich á Elland Road um helgina og sýndi allar sínar bestu hliðar í 3:0 sigri sem hefði getað orðið mun stærri. Norwich lék þó vel og fékk sín færi en Ruel Fox, Dale Gordon, Tim Sherwood og Robert Fleck misnotuðu þau, enda var John Lukic markvörður Leeds Utd. í miklu stuði í Ieiknum. Lee Chapman náði forystu fyr- ir Leeds Utd. á 13. mín. eftir mjög góða sókn sem Lukic hóf og hann bætti síðan öðru marki við undir lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn Norwich. Imre Varadi bætti þriðja markinu við í síðari hálfleik er hann komst inn í sendingu Mark Bowen, en fyrr í leiknum hafði Varadi skotið yfir nánast á marklínu og í fréttum af leiknum var sagt að Leeds Utd. hefði hæglega getað skorað 10 mörk í leiknum ef heppnin hefði verið með liðinu. Sunderland kom verulega á óvart með því að sigra lið Man- chester Utd., en það var þó ekki fyrr en á síðustu mín. leiksins sem Gary Bennett skoraði sigur- mark Sunderland. Gary Owers hafði náð forystu fyrir Sunder- land í fyrri hálfleik en Brian McClair náði að jafna fyrir Utd. í síðari hálfleiknum. Heldur slök frammistaða Utd. gegn nýliðum í deildinni og fyrr í vikunni hafði liðið náð heppnisstigi gegn Leeds Utd. í markalausu jafntefli lið- anna. Lundúnaliðin Q.P.R. og Chel- sea mættust í fjörugum leik þar sem sigurmarkið var skorað strax í upphafi leiks. Dæmd var víta- spyrna á Jason Cundy, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Chelsea, fyrir aö handleika bolt- ann í teignum og Roy Wegerle skoraði af öryggi úr spyrnunni. Leikmenn Chelsea fengu einnig vítaspyrnu síðar í leiknum fyrir brot gegn Andy Townsend, en það var sjálfur Kerry Dixon sem skaut framhjá úr vítinu. Steve Cotterill náði forystu fyr- ir Wimbledon í fyrri hálfleik gegn Derby á útivelli. Pað dugði þó ekki til sigurs því Dean Saunders jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Derby í þeim síðari. Pað voru skoruð þrjú mörk úr vítaspyrnum í leik Coventry gegn Nottingham For., en liðin gerðu 2:2 jafntefli og komu öll mörkin í síðari hálfleik. Brian Kilcline náði forystu fyrir Coventry úr víti en Nigel Jemson kom Forest í 2:1 með tveim mörkum, þar af öðru úr víti. Brian Borrows náði síðan að jafna undir lokin fyrir Coven- try með enn einni vítaspyrnunni. Porvaldur Örlygsson lék ekki með Forest enda á leiðinni til íslands í landsleikinn gegn Frökkum. Luton er spáð falli á hverju hausti en enn er liðið í 1. deild og spjarar sig bara vel. Á laugardag sigraði liðið Southampton á úti- velli í líflegum leik þar sem Dan- inn Lars Elstrup var í aðalhlut- verki hjá liðinu. Hann þaggaði niður í heimamönnum með tveim mörkum snemma í leiknum, fyrst með föstu skoti undir Tim Flow- ers í marki Southampton og síð- an með skalla er vörn Southamp- ton var víðs fjarri. Alec Chamb- erlain markvörður Luton varði vel frá Matthew Le Tissier og Paul Rideout en hann átti ekki möguleika á 32. mín. er Rideout skoraði eftir undirbúning Le Tissier. Ekkert var skorað í síð- ari hálfleik og óvæntur sigur Luton í höfn. Crystal Palace gerir það gott, liðið sigraði Sheffield Utd. á heimavelli með marki Garry Thompson í fyrri hálfleik. Palace er því á hælum Liverpool ásamt Arsenal og Leeds Utd. 2. deild • í 2. deild hefur Oldham tekið forystu, liðið sigraði Portsmouth’ heima 3:1 og hefur 9 stig. • Wolves gerði jafntefli á útivelli gegn Brighton 1:1 og Steve Bull skoraði ekki fyrir Wolves. • Devon Whith og David Mehew skoruðu fyrir Bristol Rovers gegn Charlton. • Millwall tók Barnsley létt 4:1 með mörkum Martin Allen, Alex Rae, Jimmy Carter og Teddy Sheringham. • Sheffield Wed. féll í vor og virðist allt of sterkt fyrir 2. deild- ina. Liðið hefur unnið báða sína leiki, nú Hull City 5:1 þar sem David Hirst skoraði fjögur. • Julian Dicks skoraði sigur- mark West Ham úr vítaspyrnu gegn Watford. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool 3 3-0-0 7:2 9 Leeds Utd. 3 2-1-0 6:2 7 Arsenal 3 2-1-0 5:1 7 Crystal Palace 3 2-1-0 4:2 7 Tottenham 3 1-2-0 3:1 5 Manchester Utd 31-1-13:2 4 Coventry 3 1-1-1 5:5 4 Luton 3 1-1-1 4:4 4 Sunderland 3 1-1-1 4:4 4 Southainpton 3 1-1-1 3:3 4 Q.P.R. 3 1-1-1 2:2 4 Wimbledon 3 1-1-1 2:4 4 Chclsea 3 1-0-2 3:4 3 Manchester City 21-0-12:3 3 Norwich 3 1-0-2 3:6 3 Derby 3 0-2-1 3:4 2 Nottingham For 3 0-2-13:5 2 Aston Villa 2 0-1-1 2:3 1 Sheffield Utd. 3 0-1-2 2:5 1 Everton 3 0-0-3 3:7 0 2. deild Oldham 3 3-0-0 8:3 9 Shellield Wed. 2 2-0-0 7:1 6 Millwall 2 2-0-0 6:2 6 Bristol City 2 2-0-0 5:2 6 Notts County 2 2-0-0 5:2 6 Newcastle 2 2-0-0 3:0 6 Swindon 3 2-0-1 3:2 6 West Ham 3 1-2-0 2:1 5 Wolves 3 1-1-1 5:5 4 Oxford 2 1-0-1 6:5 3 Bristol Rovers 2 1-0-1 4:4 3 Port Vale 3 1-0-2 5:7 3 Blackburn 3 1-0-2 4:6 3 Barnsley 2 1-0-1 3:5 3 Ipswich 3 1-0-2 2:4 3 Leicester 3 1-0-2 3:6 3 Middlesbrough 2 0-2-0 1:1 2 Portsmouth 3 0-2-1 3:5 2 Plymouth 3 0-2-1 2:4 2 Brighton 2 0-1-1 2:3 1 W.B.A. 2 0-1-1 2:3 1 Watford 3 0-1-2 2:4 1 Charlton 2 0-0-2 2:3 0 Hull City 3 0-0-3 3:9 0 Daninn Lars Elstrup skoraði bæði mörk Luton gegn Southampton.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.