Dagur - 04.09.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 04.09.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 4. september 1990 S.Á.Á.-N. Fræðslunámskeið Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista hefst þriðju- daginn 11. september. Á námskeiðinu verður boðið upp á: Fyrirlestra, grúppu- vinnu, tjáningaræfingar, vinnuverkefni úr fyrirlestrum og fl. og fl. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni sími 27611. PústþjónustcT Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða. Pakkningar, klemmur, upphengjur. Fast verð fyrir pústkerfaskipti. Höfum fullkomna beygjuvél. Ryðvarnarstöðin sf. Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 ■ 603 Akureyri. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Knarrarbergi, Öngulsstaðahreppi, tal- inn eigandi Gísli Sigurgeirsson, föstud. 7. sept. '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Islandsbanki, Fjárheimtan hf. og Veð- , deild Landsbanka íslands. Lundargötu 6, Akureyri, talinn eigandi Jóna Vignisdóttir, föstud. 7. sept. ’90, kl. 14.45. Uppboðsbeiöendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Landsbanka (slands. Áshlíð 1, Akureyri, þingl. eigandi Kári Larsen, föstud. 7. sept. ’90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson hrl. Oddagötu 11, rish., Akureyri, þingl. eigandi Jónatan Guðjónsson, föstud. 7. sept. '90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Gefjun, Gleráreyrum, Akureyri, þingl. eigandi Álafoss hf., föstud. 7. sept. '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Skúli J. Pálmason hrl. Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Fjölnismenn hf„ föstud. 7. sept. ’90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Óseyri 3, Akureyri, þingl. eigandi Plasteinangrun hf„ föstud. 7. sept. ’90, kl. 15.30. Uppboösbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður og Iðnlánasjóður. Skarðshlíð 22 e, Akureyri, þingl. eig- andi Jóhanna Valgeirsdóttir, föstud. 7. sept. '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson hrl. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Skáldalæk, Svarfaðardal, þingl. eig- andi Hallur Steingrímsson, föstud. 7. sept. '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl„ Búnaðarbanki íslands - Stofnlánadeild, Veödeild Landsbanka íslands og Kristinn Hall- grímsson hdl. Brekkugötu 3, efsta h., Akureyri, tal- inn eigandi Pálmi Björnsson, föstud. 7. sept. ’90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyrar, Óskar Magnússon hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Sveinn Skúla- son hdl. og Ævar Guðmundsson hdl. Hringtúni 5, Dalvík, þingl. eigandi Magnús I. Guðmundsson, föstud. 7. sept. '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands, Brynjólfur Eyvindsson hdl., Guðni Haraldsson hdl. og Jón Þór- oddsson hdl. Strandgötu 31, Akureyri, ásamt vél- um og tækjum, þingl. eigandi Dags- prent hf. ofl„ föstud. 7. sept. '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður, Skúli J. Pálmason hrl„ Fjárheimtan hf. og Iðnlánasjóður. Sunnuhlíð 12, Þ og I hl„ Akureyri, þingl. eigandi Skúli Torfason o.fl., föstud. 7. sept. ’90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Ingvar Björnsson hdl. Viðjulundur 2a, nyrðri hl„ Akureyri, þingl. eigandi Halldór Hauksson, föstud. 7. sept. ’90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl„ Klemens Eggerts- son hdl„ Óskar Magnússon hdl„ inn- heimtumaður ríkissjóðs, Reynir Karlsson hdl. og Fjárheimtan hf. Höfðahlíð 3, 1.h. og ris, Akureyri, þingl. eigandi Þórarinn Stefánsson, föstud. 7. sept. '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Kaupangi v/Mýrarveg S-hluti, þingl. eigandi Verslunarmiðstöðin hf„ föstud. 7. sept. '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Hreinn Pálsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Islandsbanki hf„ Bæjarsjóður Akur- eyrar, Gunnar Sólnes hrl„ Gjaldskil sf„ Óskar Magnússon hdl. og Jóhannes Albert Sævarsson hdl. Ægisgötu 13, Akureyri, þingl. eigandh Sveinar Rósantsson, föstud. 7. sept. ’90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl„ Benedikt Ólafs- son hdl. og Ólafur Birgir Árnason hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. „Kallið er komið komin er nú stundin vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. “ V. Briem Þessu kalli hlýddi Aðalbjörn Gunnlaugsson þann 25. ágúst 1990. Aðalbjörn var næstelstur 7 systkina, fæddur 26. febrúar 1936 á Grund á Langanesi, sonur hjónanna Guðbjargar Huldar Magnúsdóttur og Gunnlaugs Sig- urðssonar, er fluttu að Ytri- Bakka í Kelduhverfi 1940 og bjuggu þar til 1964. Aðalbjörn var í Héraðsskólan- um á Laugarvatni 1952-1954 og fór svo í íþróttakennaraskólann þar haustið 1955. Þar varð hann fyrir þeirri þungu raun að veikj- ast af lömunarveiki, sem leiddi til þess að hann lamaðist á báðum fótum og var bundinn við hækjur til æviloka. Það er mikið áfall ungum manni sem stefnir að ákveðnu marki að sjá framtíðardrauma sína lagða í rúst með svo skjótum hætti. Við þessu brást Aðalbjörn af einstakri bjartsýni og hugrekki og innritaðist í Kennaraskólann og útskrifaðist þaðan 1960. Hann hóf kennslu á Reykjum í Hrúta- firði það sama ár og kenndi þar til 1964. Eftir það flutti hann í sína heimabyggð, var eitt ár skólastjóri í Skúlagarði og flutti síðan að Lundi í Öxarfirði og var skólastjóri þar fyrstu árin og síð- an kennari til dauðadags. 2. júlí 1963 gekk Aðalbjörn að eiga eftirlifandi konu sína Erlu Óskarsdóttur frá Reykjarhóli í Reykjahverfi, dugmikla konu sem studdi við bakið á honum með ráðum og dáð. Þau eignuð- ust 6 mannvænleg börn sem eru: Steinunn f. ’64, Gunnlaugur f. ’66, Hulda f. ’68, Óskar f. ’69, Þröstur f. ’74 og Auður f. ’79. Þrátt fyrir bæklun sína var Aðalbjörn mikill bjartsýnismað- ur og með ólíkindum hvað hann gat gert. Hann var góður kennari og vann ötullega að ýmsum félagsmálum. Auk þess að stunda búskap með kennslunni var hann t.d. um skeið formaður kirkju- kórasambands N.-Þing., formað- ur framsóknarfélags N.-Þing. og formaður bygginganefndar sýslu- bókasafns. Aðalbjörn var mikill æskulýðsleiðtogi, hann var í forsvari fyrir Ungmennasamband N.-Þing. um árabil og átti stóran þátt í því að móta þá stefnu sem fram var fylgt í þessu héraði bæði í íþrótta- og æskulýðsmálum. Þar sem og í öðrum störfum sem Aðalbjörn tók að sér, stóðu þau Erla og börnin að baki honum og komu fram sem samhent fjöl- skylda. Ef ég ætti að lýsa manninum Aðalbirni í stuttu máli þá kemur mér fyrst í hug hlýtt viðmót, bjart og oft glettið bros, hjá manni sem bar framtíð okkar fagra en strjálbýla héraðs fyrir brjósti og vildi hag þess sem mestan og bestan, manns sem vildi greiða götu samferðafólks hverju sinni og var elskaður og virtur af nemendum sínum og stórri fjöl- skyldu. Kæra Erla, ég og fjölskylda mín vottum þér og fjölskyldu þinni, móður hans, Guðbjörgu og öðrum vandamönnum, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa minningu um góðan dreng. Sigurgeir ísaksson. Síðastliðinn laugardag, 1. sept 1990, var til moldar borinn frá Skinnastað í Öxarfirði, Aðal- björn Sigurður Gunnlaugsson, kennari frá Lundi í Öxarfirði. Aðalbjörn var fæddur 26. febrúar 1936 að Grund á Langa- nesi, sonur hjónanna Gunnlaugs Sigurðssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur. Aðalbjörn ólst upp í foreldrahúsum, fyrst að Grund og síðan að Bakka í Keldu- hverfi. 2. júlí 1963 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Erlu Óskarsdóttur frá Reykjarhóli í Reykjahverfi. Að loknu námi í Kennara- skólanum tók Aðalbjörn við stöðu kennara við Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann var síðan skóla- stjóri í Skúlagarði í Kelduhverfi, en eftir það skólastjóri og síðar kennari við Lundarskóla í Öxar- firði. Auk kennslustarfa rak Aðalbjörn fjárbú að Skinnastað og var mikill áhugamaður um sauðfjárrækt. Margvísleg störf átti Aðalbjörn að félagsmálum. Þar ber hæst störf hans í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar og var hann Iengi formaður Ung- mennasambands Norður-Þingey- inga. Einnig starfaði hann fyrir samtök fatlaðra og tók virkan þátt í stjórnmálum. Ekki er ætlunin hér að rekja ævi og störf Aðalbjarnar í smá- atriðum. Fremur hitt að reyna að tjá með orðum það sem upp kemur í hugann þegar leiðir skilja svo skyndilega. Mér er ofarlega í huga sú eljusemi og sá dugnaður, sem einkenndi Aðal- björn og óbilandi kjarkur, þrátt fyrir fötlun þá er hann hlaut sem ungur maður og skugga veikinda á síðustu mánuðum. Ákveðnar skoðanir hafði Aðalbjörn á þjóð- málum og lét þær óhikað í ljósi. í starfi sínu, jafnt sem innan veggja heimilisins, var hann hinn trausti og ábyrgi uppalandi. í öll- um störfum sínum naut hann óþrjótandi dugnaðar og stuðn- ings eiginkonu sinnar og bera börnin þeirra sex því órækt vitni að hlýja, kærleikur og ábyrgð voru ætíð í fyrirrúmi. Umhyggju- semi Aðalbjörns birtist einnig vel gagnvart systkinabörnum hans, sem oftlega dvöldust í Lundi, m.a. um sauðburðinn og áttu auk þess sum hver kost á því að njóta leiðsagnar hans í skóla. Nú þegar leiðir hafa skilið vil ég segja þetta: Þakka þér Aðal- björn fyrir samfylgdina. Þakka þér fyrir glaðværð þína og hug- rekki. Þakka þér fyrir minning- arnar, sem þú eftirlætur okkur hinum. Vertu sæll mágur. Megi sá sem yfir okkur vakir styrkja eiginkonu og böm, tengda- syni, barnabarn, aldraða móður og aðra aðstandendur í sorg þeirra og söknuði. Vignir Sveinsson. Kveðja frá Ungmennasam- bandi Norður-Þingeyinga „Fögur sál í fögrum líkama“ er forn speki og allt frá tíð Hellena hefur mannkynið átt einstaklinga sem lifað hafa í þeim anda - Aðalbjörn Gunnlaugsson var einn af þeim. En hann er frá okk- ur horfinn svo alltof fljótt. Hann er búinn að vera burðar- ás ungmennafélagsstarfsemi Norður-Þingeyinga nálega 20 sl. 1 ár og það með þeim myndarbrag sem einkenndi öll hans störf; kennsluna, búskapinn og heimil- ið. Héraðsmót Norður-Þingeyinga í Ásbyrgi eru rnörgum minnis- stæðar stundir. Þar fór oft saman á fögrum stað; ánægt fólk, indælt veður og afbragðs stjórnun frá formanni ungmennasamfbandsins sem var allan tímann á vísum stað og kynnti dagskrá, lýsti keppni og tilkynnti úrslit, allt með sterkum rómi og svo miklum áhuga að þar lék aldrei neitt niður. Af mörgum kostum Aðalbjöms heitins vil ég hér nefna einn sér- staklega. Hvort sem hann talaði við barn eða fullorðinn, var hann alltaf að ræða við jafningja sinn. Uppskeru þannig sáðmanns má fljótt greina. Aðalbjörn í Lundi var virtur maður og því meira virtur sem við kynntumst honum meira. Ég bið Guð að styrkja Erlu og börnin í þeirra miklu sorg. Stefán Eggertsson. Birting afmælis- og miimmgargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Húsavík og Sauðárkróki. Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.