Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 20. september 1990 Skýrsla um aðstöðu til laxahafbeitar á íslandi: „Segja þarf skilið við handarbaksvinnubrögð sem einkennt hafa íslensk laxeldisstörf ‘ Nýverið kom út skýrsla um aðstöðu til laxahaf- beitar á íslandi þar sem farið er lofsamlegum orð- um um aðstöðu þá sem Ólafsfirðingar eiga í Ólafsfjarðarvatni. Að mati Björns Jóhannesson- ar, skýrsluhöfundar, er Ólafsfjarðarvatn besti staður við norðanvert Atlantshaf til laxahafbeitar og sá staður sem best uppfyllir skilyrði til arð- bærrar hafbeitar hér á landi. Margt fróðlegt kem- ur fram í þessari skýrslu Björns Jóhannessonar sem vert er að gefa gaum. Þar ber fyrst og fremst að nefna það álit hans að á Islandi megi framleiða lax í hæsta gæðaflokki, með minni tilkostnaði en í öðrum löndum við norðanvert Atlantshaf. Þessa skoðun sína byggir Björn á þeim grundvall- arforsendum að Island er, og væntanlega verður um langa framtíð, eina landið við norðanvert Atlantshaf þar sem laxveiði er bönnuð í sjó auk heldur sem hér er að fínna á allmörgum stöðum góða aðstöðu til að framleiða með tiltölulega litl- um tilkostnaði mikið magn af hraustum sjó- gönguseiðum af kjörstærð. Laxaseiði í keri. Að mati Björns Jóhannessonar má reikna með að um 15% seiða skili sér til baka aftur á sleppingarstað, verði vel haldið utan um þróun hafbeitar hér á landi. Hvað er hafbeit? Hvað er laxahafbeit? Hafbeit felst í því að framleiða í eldis- stöðvum sjógönguseiði sem sleppt er til hafs þaðan sem lax- arnir snúa aftur til sleppistöðv- anna, þ.e. hafbeitarstöðvanna, þegar þeir verða kynþroska. Hagkvæmni hafbeitar veltur á því í hve mikinn kostnað er lagt við framleiðslu seiðanna og í hve ríkum mæli, og hve væn, þau snúa aftur sem fullvaxnir fiskar. „Til að ná góðum árangri er brýnt að herma eftir, eins náið og unnt reynist, vaxtarferli seiða sem dafna náttúrlega í laxám á því landsvæði þar sem seiðaeld- isstöðvar eru staðsettar,“ segir Björn. Laxagildrur við ósa Ólafsfjarðarvatns. Úthafsveiðum Grænlendinga og Færeyinga verði hætt Svíþjóð og ísiand eru einu Atlantshafslöndin sem stunda hafbeit að nokkru ráði. Björn bendir á að endurheimtur íslenskra hafbeitarstöðva hafa alla jafna verið lélegar, einkum í Kollafjarðarstöðinni eða á veg- um hennar, þó að undanskilinni tilraun dr. Jónasar Bjarnasonar sem framkvæmd var fyrir um ára- tug. f*á urðu endurheimtur um 20%. Sérstaða íslands er talsverð hvað hafbeit varðar, líkt og með svo margt annað. Hér er komið að stórum þætti sem er að hér við | land eru laxveiðar í sjó alfarið bannaðar. Úthafsveiðar nágranna- þjóða okkar á laxi varða okkur verulega og um þær segir Björn: „Að lokum þetta: Yrðu úthafs- veiðar Færeyinga og Grænlend- inga minnkaðar frekar frá því sem nú er, og helst aflagðar með öllu, þá er það trúa mín að með réttu og vönduðu eldi og meðferð sjógönguseiða mætti að meðaltali fá um 20% endurheimtur haf- beitarseiða hér við land. Byggi ég þessa ályktun m.a. á fyrrnefndum árangri dr. Jónasar Bjarnasonar og hinum stórkost- lega árangri sem náðst hefur á Kyrrahafsssvæðinu, að vísu með aðrar tegundir en Atlantshafslax. Með slíkum árangri myndu íslendingar væntanlega standast fyllilega samkeppni við hvers konar framleiðslu á Atlantshafs- laxi, hvar sem væri. Það er því eftir nokkru að slægjast um vand- aða hafbeitarstarfsemi hér við land.“ V eðurfarsþátturinn mikilvægur Björn fjallar nokkuð í skýrslu sinni um áhrif umhverfis á aðlög- un laxa. Þar skiptir veðurfarið miklu máli og hvað þann þátt varðar er augljóslega um mun á Norðurlandi og Suöurlandi að ræða. „Vetur er nokkru kaldari og lengri á Norðurlandi en t.d. á Suðvesturlandi. Og á Norður- landi munu þeir laxastofnar ná yfirhönd sem verða kynþroska tiltölulega snemma að haustinu og hrygna fyrr en laxar á Suðvest- urlandi. Til að nýta sem best gróðurmagn sumarsins þurfa pokaseiði að vera tilbúin til að hirða fæðu í ánum strax og slíkt æti stendur til boða. í ám norðan- lands tekur það laxaseiði lengri tíma að komast á slíkt neyslustig frá því að hrygning fór fram að hausti en t.d. á Suðvesturlandi. Því veldur náttúran úr afsprengi þeirra laxa sem hrygna „hæfi- lega“ snemma að hausti og eru þannig vel í stakk búin til að hagnýta sumareldistímabilið í viðkomandi á. Þess vegna myndi væntanlega óhagstætt að flytja norðlenska stofna í laxár suðvest- anlands, vegna þess að kviðpoka- seiðin yrðu matarþurfi of snemma að vorinu, eða áður en viðhlít- andi átuskilyrði hafa skapast. Með ámóta hætti myndu sunn- lensk pokaseiði í norðlenskum ám verða of seint á ferð til þess að nýta að fullu gróðrartímabil sumarsins. Þessi landshlutamun- ur er þó ekki meiri en svo, að Ell- iðaárstofninn nær öruggri fót- festu í ám á Norðurlandi," segir Björn í skýrslu sinni. Mikil hafbeit skilar sér í árnar Hafbeit byggir á ratvísi laxanna, þeirri eðlisávísun þeirra að snúa aftur heim af afrétti hafsins til þeirra staða sem þeim var sleppt. Fram kemur í áðurnefndri skýrslu að áratuga reynsla, eink- um í Svíþjóð, sýni að langflestir hafbeitarlaxar snúi heim á slepp- ingarstaðina. „En ekki fer hjá því að nokkrir hundraðshlutar hafbeitarlaxa „villast“ í ferskvötn utan sleppi- staðanna. Og þegar fjöldi haf- beitarlaxa við ísland fer að skipta hunduðum þúsunda, verður um að ræða talsverða laxagengd í veiðiár landsins umfram það sem árnar framleiða. Setjum svo að heildarfjöldi hafbeitarlaxa verði hálf milljón og að 3% þeirra „villist" í laxár. Þá yrði slík við- bót 15.000 laxar eða nálægt Vi af núverandi náttúrlegri laxveiði. Því yrði mikils virði, að vænleiki hafbeitarlaxa væri sem mestur og helst talsvert meiri að meðallagi en náttúrlegir stofnar ánna. Þannig yrði viðbót í veiðiárnar vegna hafbeitarfisks fremur til að auka vænleika laxastofna í við- komandi ám. Samfara aukinni hafbeitar- starfsemi er aukin hætta á útbreiðslu sjúkdóma. Því ber að leggja megin áherslu á að smit- andi sjúkdómar fyrirfinnist ekki í þeim eldisstöðvum þar sem sjó- gönguseiði eru framleidd. Þó að með kerfisbundnu úrvali í eldis- stöðvum séu vinsuð úr hraustustu og stærstu seiðin til sjógöngu og náttúran síðan látin velja úr vænstu laxana er koma af hafi, þá geta smitanir í eldisstöðvum reynst skaðlegar. Strangt heil- brigðiseftirlit í slíkum stöðvum er því nauðsyn." Uppbyggingin verði laus við hentistefnupotið Mörg atriði þarf að hafa í huga þegar hugað er að aðstöðu til laxahafbeitar. Staðhættir þurfa að vera góðir og gera þarf hag- rænt mat á staðnum og síðast en ekki sfst þarf að mati Björns Jóhannessonar að velja ætíð hag-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.