Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. september 1990 - DAGUR - 11 ÖG St|ÖÍ?NUMERKIN Hörpuútgáfan: Ástinog stjörnumerkin Út er komin hjá Hörpuútgáfunni ný bók „Ástin og stjörnumerkin" eftir Jonathan Sternfield. í frétt frá útgáfunni segir m.a.: Ungir sem aldnir spá í framtíðina og leita til þess ólíkra leiða. Margir telja sig fá svör með því að lesa úr gangi himintungla. Stjörnuspekin er gömul fræði- grein, sem á seinni árum hefur þróast með nútímalegum aðferð- um. Það er ekki síst ástin með allri sinni óvissu og fjölbreytni sem leitar sífellt nýrra spurninga. „Hverjir eru möguleikar þínir i ástamálum? Hvernig finnurðu þinn eina rétta - eða þína einu réttu? Úr hvaða stjörnumerki ættirðu að leita þér maka?" Ástin og stjörnumerkin er bók sem svarar þessum spurningum. Bókin er 184 bls. unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. Þýðinguna annaðist Gissur Ó. Erlingsson. Lítil atvinna hjá leigubifreiðastjórum: „Sumarið var lélegt“ - sögðu leigubifreiðastjórarnir á BSO Tuttugu og fímm leigubifreiða- stjórar stunda akstur á Akur- eyri, en leyfi er fyrir 27 leigu- bifreiðum í bænum. Sumarið hefur verið með afbrigðum lélegt þrátt fyrir ört vaxandi fjölda ferðamanna, sem gista bæinn yfír sumarmánuðina. „Já, hér er mjög lítið að gera," sögðu leigubifreiðastjórarnir á BSO, hvar þeir sátu að spilum eða lásu nýjustu dagblöðin. „Sumarið var lélegt og raunar er helgaraksturinn það eina sem gerir okkur kleift að stunda þessa atvinnugrein. í sumar var mikið um ferðamenn, en þeir komu ekki inn hjá okkur. Raunar virð- ist stefnan vera, að flytja ferða- mennina sem fyrst úr bænum austur á bóginn í rútum. Hér stunda 25 bifreiðastjórar atvinnuakstur og nýliðun hefur flokks hráofni +reyndir matreiðslumenn +úrvals hráefni= Tilboð X Tilboð X Tilboð verið töluverð. Á tveimur síðast- liðnum árum hafa tíu nýir bifreiða- stjórar hafið störf á stöðinni, en þeir gömlu hafa látið af störfum. Hér er vakt allan sólarhringinn, en það verður að segjast, að bæjarbúar nýta sér næturþjónust- una mjög lítið. Nú fer vetur í hönd, en veturinn með rysjóttu veðurfari og ófærð eykur gjarnan aksturinn hjá okkur," sögðu BSO. ój DAGUR Akurcvri 0 96-24222 Norðlenskt dagblað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.