Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 20.09.1990, Blaðsíða 1
I Útnes á Kópaskeri: Kvótínn á þrotum - skreiðarbirgðir óseldar Fyrir skömmu var fiskveiði- kvótinn hjá Þingey ÞH-51 á þrotum og báturinn tekinn í slipp á Akureyri. Þar með stöðvaðist vinnsla hjá Útnesi hf. á Kópaskeri. Auðun Benediktsson, útgerðarmaður, sagði í sam- tali við Dag að fátt væri framundan hjá Útnesi fram til áramóta. „Það er varla um annað að ræða en að Ioka og hætta þessu þegar ekkcrt hráefni er að fá. Kvöti er ófáanlegur á því verði scm eitthvert vit er í að borga fyrir hann. En þetta er sama staða og verið hefur hjá mér undanfarin ár,“ sagði Auðun. Hjá Útnesi var nokkuð mikil skreiðarvcrkun á síöasta ári og á enn eftir að selja þriðjung skreiöarinnar. Hún hefur ekk- ert hreyfst. f ár var stærstur hluti aflans verkaður í saltfisk en einnig var töluvert fryst af roðflökum. Fiskvinnslan var auglýst til sölu í sumar og sagöi Auðun að hún væri enn til sölu ef ein- Itver vildi kaupa á viðunandi verði. Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps, sagði fyrir nokkru að brýnt væri að auka kvótann á Kópaskeri, bæði botnfisk- og rækjukvóta. Auðun tók í sania streng. Hann sagði að fiskvinnsluhús- ið myndi standa tómt fram yfir sláturtíð cn vinnsla færi aftur í gang ef hráefni fengist. Aukið hráefni væri hins vegar ekki í sjönmáli. SS KA-menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu búlgarska stórveldið, CSKA Sofía, 1:0 í fyrstu umferð Evrópukeppni mcistaraliða á Akurcyrarvclli í gærkvöld. KA- menn voru betri aðilinn í lciknum og óheppnir að vinna ekki stærri sigur. Á myndinni sést Hafsteinn Jakobsson skalla boltann en hann skoraði eina mark 1 leiksins í fyrri hálfleik. Sjá nánar um leikinn á bls. 15. Myml: Kl. Akureyri: Vörubflstjórar sjá fram á erfiðan vetur - áratugir síðan atvinnuhorfur þeirra hafa verið eins slæmar Félagar í vörubílstjórafélaginu Val á Akureyri hafa þungar áhyggjur af atvinnuhorfum í haust og vetur. Aldrei áöur hefur útlitið verið jafn slæmt hjá þeim, og minna er um verkefni en nokkru sinni áður. Víkingur Guðmundsson, for- maður Vals, skrifaði bæjaryfir- völdum á Akureyri bréf fyrir nokkru, þar sem bent er á ýmislegt sem miður fer, að mati bílstjóranna. Meginefni bréfsins er á þá leið Ný hlutabréf í Sæplasti á markað í dag: Reiknað með að fyrirtækið skili 37,5 milljóna króna hagnaði í ár - nýja hlutaféð á að standa undir kaupum á Plasteinangrun I dag fara ný hlutabréf í Sæ- plasti hf. á Dalvík á markað. Bréfin eru að nafnvirði 6 millj- ónir króna. Búast má við að eftirspurn eftir þessum bréfum verði mikil þar sem rekstur Sæplasts hefur gengið vel á síð- ustu árum og fyrirtækið borg- að 10% arð til hluthafa á hverju ári, ef frá er talið fyrsta starfsárið. Á aðalfundi Sæplasts hf. í sum- ar var samþykkt að auka hlutafé um tæpar 19 milljónir en í síðasta mánuði ákvað stjórn fyrirtækisins að bjóða út 10 milljónir af þessu nýja fé. Hluthafar nýttu hluta af forkaupsrétti sínum en 6 milljón- ir fara nú á almennan markað og verða bréfin til sölu hjá Kaup- þingi í Reykjavík og Kaupþingi Norðurlands á Akureyri. Samkvæmt útboðslýsingu hef- ur stjórn fyrirtækisins ákveðið að nýja hlutaféð verði notað til fjár- festingar í framleiðslutækjum. Félagið hefur nýlega keypt 95% hlutafjár í Plasteinangrun hf. á Akureyri og mun hlutaféð notað til að standa undir þeim kaupum. Að því er segir í útboðslýsing- unni mun nýtt hlutafé styrkja grundvöll félagsins og gera því fært að halda áfram uppbyggingu þess í ljósi þeirra breytinga sem væntanlega eru á efnahagskerfi Evrópu. Afkoma Sæplasts hefur verið góð á síðustu árum og uppgjör fyrsta ársfjórðungs þessa árs bendir til þess sama. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam hagnaðurinn um 27 milljónum króna fyrir skatta. Rekstraráætl- un hefur verið yfirfarin eftir kaupin á Plasteinangrun hf. og er nú miðað við að heildarhagnaður ársins verði um 37,5 milljónir króna fyrir skatta en Sæplast á ójafnað skattalegt tap frá fyrri árum og mun því ekki greiða tekjuskatt af þessum hagnaði. JÓH að Akureyrarbær geri nánast ekkert til að halda uppi vinnu hjá bílstjórum á stöðinni. Önnur sveitarfélög, t.d. Dalvík og Húsavík, leggja að sögn for- manns Vals mikla áherslu á að halda bílavinnu eingöngu fyrir heimabílstjóra, og Dalvíkurbær rekur t.d. ekki vörubíla eins og Akureyrarbær gerir. Víkingur bendir á að bæjarfélagið eigi í samkeppni við atvinnubílstjóra, sem skaði báða aðila. Einnig standi fyrir dyrum endurnýjun á vörubílum bæjarins, og þá sjái atvinnubílstjórar fram á óbreytta stefnu bæjarins í þessum málum hjá bænum. Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur, sagði í samtali við Dag að hann skildi sjónarmið bíl- stjóranna vel, bæði hefði vinna dregist saman undanfarin ár og verktökum fjölgað. Bréf þeirra til bæjarins yrði afgreitt á næst- unni. Bæjarráö hefði beðið um upplýsingar um úthlutun vinnu o.tl. atriði. Stefán sagðist efast um að bærinn gæti veitt bíl- stjórunum mikla úrlausn í erfið- lcikum þcirra. Hvaö það atriöi snertir aö Akurcyrarbær væri að endurnýja bíla sína segir Stefán að aðeins hafi verið um eitt slíkt tilvik að ræða, þ.e. nýjan kranabíl hjá Vatnsveitunni. Á móti væru lagð- ir niður tveir bílar, gamli vatns- veitubíllinn og einn vörubíll hjá Hitaveitunni. Ekki verði um frekari endurnýjun að ræða á þessu ári, og sú endurnýjun sem er í aösigi, t.d. hjá gatnagerðinni, myndi verða á svipuðum nótum, þ.e. aö hafa frekar færri bíla en fleiri. Sjá bréf formanns Vals til Akureyrarbæjar á bls. 6. EHB Sérleyfisbílar Akureyrar: Metsumar í fólksflutnmgum Sumarið, sem nú er greinilega liðið, var mjög hagstætt fyrir Sérleyfísbíla Akureyrar og töluverð aukning varð í fólks- flutningum frá fyrri árum. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sérleyfís- bíla, hafði ekki tölur yfír far- þegafjölda en hann taldi víst að um aukningu hefði verið að ræða. „Þetta var besta sumarið hjá okkur. Að vísu fór ferðamanna- straumurinn heldur seint af stað og var fremur rólegt hjá okkur fram undir miðjan júní, en eftir það var mikið að gera alveg út ágúst,“ sagði Gunnar. Eins og aðilar í ferðaþjónustu á íslandi þekkja vel er ferða- mannatímabilið stutt og sam- þjappað og í júlí kemur toppur sem erfitt er að ráða við. Gunnar sagði að þá hefði verið meira en nóg að gera hjá Sérleyfisbílum Akureyrar og þeir hefðu stund- um lent í vandræðum vegna fólksfjöldans. Hann sagði að slíkt ástand skapaðist alltaf í júlímán- uði hjá þeim sem selja ferðir og gistingu. Hvað komandi vetur snertir kvaðst Gunnar vera bjartsýnn en hann vonaðist eftir hagstæðu tíð- arfari. Dýrt væri að láta bílana standa óhreyfða vikum saman. Hann sagði að starfsemi Sérleyf- isbíla Akureyrar yfir vetrarmán- uðina byggðist á akstri skóla- krakka, íþróttahópa og annarra hópa, svo og ferðum upp í Skíðastaði. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.