Dagur - 09.10.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 09.10.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Ákureyri, þriðjudagur 9. október 1990 193. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir jm HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 - mjög hraðfleyg og búin jafnþrýstibúnaði Flugfélag Norðurlands kaupir öfluga flugvél klefinn auka mjög þægindi far- þeganna. Vélin þarf nokkuð langa flugbraut og er talað um 1000 metra malarbraut sem lág- mark, en slíkar brautir etu t.d. á Isafirði, Sauðárkróki, Húsavík og Egilsstöðum. Nýja vélin er hrein viðbót við vélakost FN því ekki er ráðgert að selja neina vél í staðinn. Pó sagði Sigurður að það ætti eftir að koma í Ijós hvort nýja vélin færði félaginú aukin verkefni eða hvort hún myndi leysa Twin Ott- er af hólmi á einhverjum leiðum, sem hún myndi raunar gera að einhverju leyti. Flugfélag Norðurlands hefur augastað á leiðinni milli Reykja- víkur og Húsavíkur en sérleyfi Flugleiða rennur senn út á þeirri leið. Þá hefur FN leyfi til áætlun- arflugs milli Akureyrar og Kefla- víkur og sagði Sigurður að fyrir- hugað væri að hefja flug á þeirri leið næsta vor. Þarna eru einmitt leiðir sem henta vel fyrir Metro III. SS Loðdýrabændur: Skuldbreyting- unní að ljúka í desember á síðasta ári voru samþykkt lög um ákveðið fjármagn til ríkisábyrgðar á skuldum loðdýrabænda. Rík- isskuldabréf með 60% ábyrgð voru gefin út og meirihlutinn af loðdýra- bændum hafði fengið þessa skuldbreytingu í júní. í þess- um mánuði reiknar Fram- leiðnisjóður síðan með að Ijúka málinu. Jón Guðbjörnsson, hjá Framlciönisjóði landbúnaðar- ins, sagðist vonast til að hægt væri að ganga frá því síðasta í þessum mánuði. Jón sagði að aðeins væru eftir einstaka bændur sem ættu eftir að endursenda gögn til sín, en sumir þeirra myndu sjálfsagt ekki fara út í skuldbreyting- una. Þessi skuldbreyting er aðal- lega á skuldum þar sem fjölskyldunteðlimir voru ábyrgðarmenn, en á stærri skuldum þurfti einnig að 'gera nauðungarsamninga. Ríkis- ábyrgðin hefur það í för með sér að ríkið tekur ábyrgð á allt að 60% skuldar. Dálitlar tafir urðu í skuldbreytingunni í sumar þegar bankar neituðu að kaupa þessi ríkisskulda- bréf, en nú er aftur kominn skriður á ntálið. Ekki eru allir loðdýrabændur sent taka þátt í þessu, en þó flestir. Öllum var gefinn kostur, en þeir sem ein- ungis eru með fá dýr hafa ekki allir þurft á þessu að halda að sögn eins forsvarsmanna loð- dýrabænda. SBG Sameiningarkosningarnar í hreppunum framan Akureyrar: Hreppamir þrír í eina sæng um áramót mikill meirihluti samþykkti sameininguna í kosningum á laugardag „Ég er ánægður með niður- stöðuna þó svo að kjörsóknin hafi ekki verið mikil. Ég held að ekki megi álykta sem svo að menn hafi verið áhugalausir um þetta mál þótt kjörsóknin hafi verið þetta dræm heldur telji margir þessa sameiningu vera eðlilegan hlut,“ segir Sig- urgeir Hreinsson, oddviti Saurbæjarhrepps, um samein- ingarkosninguna á laugardag þar sem mikill meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði samþykkti sameiningu hrepp- anna þriggja framan Akureyr- ar frá næstu áramótum. Á kjörskrá í hreppunum þrem voru 635 manns og af þeim greiddi 341 atkvæði eða 53,7%. Sameiningu samþykktu 280 eða 82,1%, nei sögðu 57 eða 16,7% og auðir seðlar voru 4 eða 1,2%. Þessar niðurstöður eru mjög áþekkar niðurstöðum skoðana- könnunar sem fram fór um þetta mál samhliða sveitarstjórnar- kosningum í vor. í Saurbæjarhreppi voru 166 á Bílvelta í Víðidal: þyrla sótti slasaðan mann Bílvelta varð á Fitjárdalsvegi í Víðidal í V.-Húnavatnssýslu á aðfaranótt sunnudags. Öku- maður slasaðist mikið og var fluttur með þyrlu suður til Reykjavíkur. Hann er enn í gjörgæslu. Veltan varð með þeim hætti að ökumaðurinn lenti út í kanti og missti við það bílinn út af vegin- um að sögn lögreglu. Tvennt var í bílnum, en farþeginn var í bíl- belti og slasaðist lítið. Ökumað- urinn var aftur á móti ekki í bíl- belti og kastaðist út úr bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. SBG kjörskrá og 90 greiddu atkvæði eða 54,2%. Já sögðu 83 eða 92,2%, nei sögðu 6 eða 6,7% en einn seðill var auður. í Hrafnagilshreppi voru 209 manns á kjörskrá og þar greiddu 116 atkvæði eða 55,5%. Já sögðu 95 eða 81,9%, nei sögðu 20 eða 17,2% en einn seðill var auður. í Öngulsstaðahreppi voru 260 á kjörskrá en 135 greiddu atkvæði, eða 51,9%. Já sögðu 102 eða 75,5%, nei sagði 31 eða 22,9% og auðir seðlar voru 2. Kjörfundur hófst kl. 10 á laug- ardagsmorguninn og honum lauk um kvöldmatarleytið í Hrafnagils- hreppi og Saurbæjarhreppi en um kl. 20 í Freyvangi. Talið var á þremur stöðum og lágu fyrr- greind úrslit fyrir um kl. 22. I skoðanakönnun um nafn fékk nafnið Eyjafjarðarbyggð flest atkvæði þó að mjótt hafi verið á munum milli fjögurra efstu nafna. Þessari skoðanakönnun eru gerð frekari skil á bls. 3. Sigurgeir Hreinsson segir að nú liggi fyrir sveitarstjórnunum að koma sér saman um nafn og það verði gert sem fyrst. Þá munu sveitarstjórnirnar tilnefna fulltrúa á sameiginlegan lista fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 17. nóvemberen framboðsfrestur rennur út 2,'nóvember. Þá munu sveitarstjórnirnar einnig fjalla um tillögur samstarfsnefndar um sameininguna og gera þær sam- þykktir sem þarf til að af samcin- ingunni geti orðið um áramót, t.d. að sveitarsjóðirnir þrír renni saman í einn sjóð er taki á sig all- ar eignir og skuldir núverandi sveitarfélaga. JÓH Bændaskólinn á Hólum: Aldrei hærra hlutfall stúlkna Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var settur í gær í Hóladómkirkju eins og venja er. Hærra hlutfall kvennem- enda er í skólanum þetta áriö en verið hefur og eins er hrossa- ræktin farin að sækja í sig veðrið aftur. Aðsókn í skólann var meiri en hægt var að anna líkt og undanfarið, en nemend- ur verða 50 taisins í vetur. Jón Bjarnason, skólastjóri, sagði mestu breytinguna í kynja- skiptingunni vera í því að hópur- inn sem kemur nýr inn skiptist í 15 stúlkur og 11 stráka. Þar með verða í skólanum 29 strákar og 21 stúlka sem er hæsta hlutfall kvenkynsins í Bændaskólanum sem verið hefur. Eitthvað virðist fiskeldisviðið vera að missa athyglina, því að færri nemendur verða á því en undanfarin ár. „Sú almenna breyting sem er að verða á náminu hjá okkur er það aö við krefjumst aukins undirbúnings. Það verður gert í aföngum og stefnt að því á næstu - skólinn settur í gær 1-2 árum að inntökuskilyrði verði minnsta kosti tveir vetur í framhaldsskóla eða mikil starfs- reynsla. Þá verður hægt að út- skrifa nemendur héðan með eins- konar framhaldsskólaréttindi,“ sagði Jón skólastjóri. Tveir nýir starfsmenn koma til starfa við skólann í haust. Egill ísólfsson mun sjá um kennslu í reiðlist og tamningum og Skúli Skúlason er ráðinn bæði af Bændaskólanum og Veiðimála- stofnun til að sjá um fiskrækt. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup sá um helgistund við setn- inguna og síðan var setningarat- höfn. í gærkvöld fór inntaka nýrra nemenda í samfélag skól- ans svo fram og að venju voru nýnemar látnir standa upp og segja frá sjálfum sér. SBG Síldveiði hófst sl. sunnudag: Silfur hafsins lætur enn lítið á sér kræla Fremur lítil veiði er enn sem komið er á síldarmiðunum fyr- ir austan land, en vertíðin hófst á hádegi sl. sunnudag. Nokkrir bátar eru komnir á miðin, en hafa lítið fengið. Þó hafa Halldóra HF og Ham- ar SH fengið um þrjátíu tonn hvort af fallegri stórri síld, sem fer í frystingu á Japansmarkað. Síld- ina fengu bátarnir í Berufjarðar- ál. Bátar af Norðurlandi tínast nú einn af öðrum á síldarmiðin. Eft- ir því sem Dagur kemst næst er Sigþór ÞH kominn á miðin og þá er Arnþór, bátur G.Ben. á Árskógsströnd, í startholunum. Hann var í slipp, en fer einhvern næstu daga austur. óþh Flugfélag Norðurlands hefur fest kaup á Fairchild Metro III skrúfuþotu og er vélin væntan- leg til landsins í nóvember- mánuði. Þessi flugvél tekur 19 farþega, hún er búin jafnþrýsti- búnaði og er mjög öflug, t.a.m. hraðfleygari en Fokker vélar Flugleiða. Vélin er fram- leidd árið 1982 og er keypt af amerísku flugfélagi fyrir 75 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar, framkvæmdastjóra Flug- félags Norðurlands, er Metro III vélin hentug á lcngri leiðum innanlands og einnig í milli- landaflugi. Hraðinn og jafnþrýsti- Fimm bílar skullu saman á Hörgárbraut á Akureyri síðdegis í gær. Óhappið varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðar stöðvaði fyrir gangandi vegfaranda á gangbraut en þá skall önnur bifreið aftan á henni og þá þrír bílar hver aftan á öðrum. Ein stúlka var flutt á slysadeild en hún var talin hafa hlotið minni háttar meiðsli. Eignatjón var hins vegar mikið í þessum árekstri. Mymi: kl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.