Dagur - 09.10.1990, Blaðsíða 10
11' — — noot o
10 - DAGUR - Þriðjudagur 9. október 1990
íþróffir
Siggi Jóns góður hjá Arsenal
daglegt brauð hjá Liverpool - gott hjá Wimbledon
Gary Mabbutt, fyrirliði Tottenham, róar hér Paul Gascoigne. Markalaust
jafntefli gegn Q.P.R. fór í taugarnar á kappanum og var hann bókaður í
íeiknum.
Ensku iiðin Aston Villa og
Manchester Utd. komust áfram
í Evrópumótunum í vikunni,
Villa sigraði Banik Ostrava 2:1
og Man. Utd. vann Pecsi
Munkas 1:0, bæði lið léku á
útivelli. Wrexham sigraði
Lyngby frá Danmörku 1:0 og
mætir Man. Utd. í næstu um-
ferð. Aðeins átta leikir fóru
fram í 1. deild á laugardag,
leikur Nottingham For. gegn
Everton var sjónvarpsleikur á
sunnudegi og Ieikur Luton
gegn Manchester Utd. úr þess-
ari umferð hafði verið leikinn
fyrr í haust og lauk sem kunn-
ugt er 0:1 fyrir Utd. En þá eru
það leikirnir átta á laugardag-
inn í 1. deild.
Liverpool hélt áfram sigur-
göngu sinni er liðið lagði neðsta
lið deildarinnar, Derby að velli
2:0 á Anfield. Gestirnir gáfust þó
ekki upp án baráttu og gáfu allt
sitt í leikinn, en mörkin tvö hjá
Liverpool voru falleg og vel að
þeim unnið. Á 36. mín. gaf varn-
armúr Derby loks eftir er Peter
Beardsley renndi knettinum út til
Ray Houghton sem af miklu
öryggi sendi hann í netið hjá Pet-
er Shilton markverði Derby.
Síðara markið kom ekki fyrr en á
85. mín. er John Barnes tók góða
rispu á kantinum og sendi fyrir
markið þar sem Beardsley af-
greiddi boltann í markið. Örugg-
ur sigur meistaranna í leiknum og
vandséð hverjir verða fyrstir til
að taka af þeim stig svo ekki sé
nú talað um að sigra þá.
Arsenal vann einnig 2:0 heima-
sigur gegn Norwich þar sem bæði
mörkin komu í fyrri hálfleik og
Arsenal hefði hæglega getað
skorað tvö í viðbót í hálfleiknum.
Paul Davis skoraði bæði mörkin
eftir góðan undirbúning frá
vinstri vængnum. Anders Limpar
átti skot í stöng Norwich marks-
ÚrsKt 1. deild
Arsenal-Norwich 2:0
Aston Villa-Sunderland 3:0
Cryslal Palace-Leeds Utd. 1:1
Liverpool-Derby 2:0
Manchester City-Covcntry 2:0
Q.P.R.-Tottenham 0:0
Sheffield Utd.-Wimbledon 1:2
Southainpton-Chelsea 3:3
Nottingham For.-Everton 3:1
2. deild
Barnsley-Oxford 3:0
Brighton-Swindon 3:3
Bristol Kovcrs-Sheflield Wed. 0:1
Leicester-Notts Countv 2:1
Millwall-W.B.A. 4:1
Newcastle-Portsmouth 2:1
Oldham-Blackburn 1:1
Plymouth-Ipswich 0:0
Port Vale-Charlton 1:1
Watford-Middlesbrough 0:3
West Ham-Hull City 7:1
Wolves-Bristol City 4:0
Úrslit í vikunni. 2. deild
Port Vale-Notts County 0:1
Barnsley-Ipswich 5:1
Oldham-Swindon 3:2
Plymouth-W.B.A. 2:0
Watford-Hull City 0:1
Wolves-Charlton 3:0
Brighton-Sheffield Wed. 0:4
Bristol Rovers-Blackburn 1:2
Leicester-Bristol City 3:0
Millwall-Portsmouth 2:0
Newcastle-Middlesbrough 0:0
West Ham-Oxford 2:0
ins í upphafi síðari hálfleiks og
það virtist tímaspursmál hvenær
Arsenal bætti við mörkum. En af
því varð ekki þrátt fyrir að Nor-
wich sé nú aðeins skugginn af því
liði sem áður var. Ársenal lék
hins vegar mjög vel og Davis,
Sigurður Jónsson og David Roc-
astle réðu öllu á miðjunni auk
þess sem Lee Dixon var mjög
góður í bakvarðarstöðunni.
Aston Villa átti í vök að verj-
ast allan fyrri hálfleikinn gegn
Sunderland, en komst þó yfir
mín. fyrir lok hálfleiksins. Sama
sagan var í síðari hálfleik, Sund-
erland sótti, en klúðraði færun-
um og Villa gerði síðan tvö mörk
á sjö mínútum og gerði út um
leikinn. Eftir að Sunderland'
hafði átt leikinn og Marco
Gabbiadini hafði skotið í stöng
um miðjan fyrri hálfleik skoraði
Ian Olney fyrir Villa á síðustú
mín. hálfleiksins. Gordon Cow-
ans sendi að marki Sunderland,
Stuart Gray skallaði fyrir markið
og Olney þurfti aðeins að reka
tána í boltann. Tony Daley bætti
síðan öðru marki við með skoti af
löngu færi sem Tony Norman í
marki Sunderland missti miili
handa sinna í markið. David
Platt átti síðan lokaorðið fyrir
Villa með þriðja marki liðsins,
-gegn
Á sunnudag léku Nottingham
For. og Everton. Þeim leik
lauk með öruggum sigri For-
est, 3:1 og var leikurinn einnig
sigur fyrir Steve Hodge sem
lék með Forest að nýju eftir
meiðsli.
Pað tók Hodge aðeins 1 mín.
að ná forystu fyrir Forest með
marki af stuttu færi eftir góðan
undirbúning Nigel Clough og
Gary Parker. Neil McDonald
jafnaði fyrir Everton með
þrumuskoti af 30 metra færi, eitt
þriggja langskota hans sem komu
Mark Crossley í marki Forest í
vanda, en hann var eini leikmað-
ur Everton sem ógnaði sterkri
vörn Forest í leiknum.
í síðari hálfleik gerðu leik-
menn Forest út um leikinn með
tveim mörkum. 7 mín. eftir hlé
skoraði Nigel Jemson með lag-
legu skoti og á 68. mín. gull-
tryggði Hodge sigurinn með föstu
skoti eftir að varnarmönnum
Everton hafði mistekist að
hreinsa frá marki sínu. Lið For-
sem sýndi Sunderland að þessu
sinni hvernig nýta eigi tækifærin
sem gefast í leikjum.
Skemmtilegasta leik dagsins
lauk með 3:3 jafntefli Southamp-
ton og Chelsea. Besti maður
leiksins, miðherji Chelsea Kerry
Dixon, skoraði þó ekki í leiknum,
en lagði upp tvö fyrstu mörk
Chelsea og var síðan nærri að
vinna leikinn fyrir lið sitt. Hann
átti þá skot í stöng og dæmt var af
honum skallamark þar sem dóm-
arinn taldi hann hafa hrint frá
sér. Alan Shearer kom Sout-
hampton í 1:0 snemma í leikn-
um, en Chelsea hafði 2:1 yfir
í hléi með mörkum Steve Clarke
og sjöunda marki Kevin Wilson
í sex leikjum. Neil Ruddock
jafnaði fljótlega í síðari hálf-
leik fyrir Southampton og
Rodney Wallace kom liðinu yfir
3:2 með fallegasta marki leiksins
er hann þrumaði inn eftir send-
ingu Shearer. Chelsea sem hefur
fengið margar vítaspyrnur á sig
að undanförnu fékk eina til sín 17
mín. fyrir leikslok, Gordon Dur-
ie var felldur af Russell Osman
og Dennis Wise skoraði örugg-
lega úr vítaspyrnunni og jafnaði
3:3. Frábær leikur og sanngjörn
úrslit.
Everton
est lék vel í leiknum og er greini-
lega að ná sér á strik eftir daufa
byrjun, en lið Everton sem
undanfarið hafði sýnt framfarir
féll nú aftur í gamla farið og nú
má búast við tíðindum frá Goodi-
son Park fljótlega. P.L.A.
Stcve Hodge lék að nýju með Forest
og reyndist Everton erflður.
Crystal Palacer er enn ósigrað í
1. deild eftir 1:1 jafntefli gegn
Leeds Utd., en gestirnir voru þó
nærri að stela sigri eftir köflótta
frammistöðu. Leeds Utd. lék
mjög illa í fyrri hálfleik, en lið
Palace var létt og leikandi, en Ian
Wright var ekki á skotskónum að
þessu sinni. Palace náði þó for-
ystu á 54. mín. með marki fyrir-
liðans Geoff Thomas eftir send-
ingu Wright. Þetta hleypti nýju
blóði í leikmenn Leeds Utd. og
framkvæmdastjórann Howard
Wilkinson sem var sótsvartur á
bekknum og 4 mín. síðar jafnaði
Gary Speed fyrir Leeds Utd. er
hann renndi sér framhjá mið-
vörðum Palace og skallaði inn
hornspyrnu frá Gordon Strach-
an. Leeds Utd. hafði síðan
undirtökin allt til leiksloka, en
tókst þó ekki að knýja fram
sigur.
Sheffield Utd. og Wimbledon
háðu harðan slag í sínum leik.
Dave Bassett stjóri Sheffield var
lengi við stjórn hjá Wimbledon
og hann horfði með hryllingi á
sína fyrrum lærisveina gera það
sem hann hafði svo oft dáðst að
þeim fyrir áður. Marki undir og
leikmanni færri, en fóru þó heim
með öll stigin. Dave Barnes náði
forystu fyrir Sheffield á 13. mín.,
en Carlton Fairweather jafnaði
með glæsilegri hjólhestaspyrnu
fyrir Wimbledon rétt fyrir hlé.
Sheffield lék undan sterkum
vindi í síðari hálfleik og það
ásamt því að John Gayle var rek-
inn útaf hjá Wimbledon strax á 5.
mín. síðari hálfleiks gaf liðinu
góðar vonir um sigur. En heppn-
in var ekki með liðinu og þeir
Bob Booker og Paul Beesley áttu
báðir skot í stöng og Hans Segers
í marki Wimbledon varði mjög
vel frá Brian Deane, Tony Agana
og Booker. Bassett fór því að
gruna hvað í vændum var og það
kom frá John Fashanu sem hafði
komið inná í fyrri hálfleik sem
varamaður. Hann skoraði sigur-
mark Wimbledon á 71. mín. með
skoti af löngu færi og Bassett og
reyndar Vinnie Jones einnig
fengu því að bragða á eigin
blöndu í þessum leik.
Manchester City stendur sig
vel og vann sanngjarnan 2:0 sigur
á heimavelli gegn Coventry eftir
markalausan fyrri hálfleik. Alan
Harper skoraði fyrra mark City á
6. mín. síðari hálfleiks eftir send-
ingu Peter Reid og Niall Quinn
bætti því síðara við undir lokin
eftir góðan undirbúning Clive
Allen.
Lundúnaliðin Q.P.R. og Tott-
enham gerðu markalaust jafntefli
í leik sínum og hafa stjörnur
Tottenham örugglega ekki verið
ánægðar með það. Paul Gas-
coigne var reyndar bókaður í
leiknum og við jafnteflið missti
liðið erkifjendur sína Arsenal
tveimur stigum upp fyrir sig.
2. deild
• Oldham heldur enn efsta sæt-
inu eftir 1:1 jafntefli gegn
Blackburn. Paul Moulden kom
Oldham yfir í fyrri hálfleik, en
Blackburn jafnaði undir lokin.
• Trevor Francis 36 ára gamall
lék með Sheffield Wed. gegn
Bristol Rovers í stað David Hirst
sem var meiddur og skoraði eina
mark leiksins.
• Alan McLaughlin kom Swind-
on yfir gegn Brighton, en Steve
Gatting, Small og Burn breyttu
stöðunni í 3:1 fyrir Brighton.
Undir lokin náði þó Swindon að
jafna í 3:3 með mörkum Steve
White.
• David Oldfield og David Kelly
skoruðu mörk Leicester gegn
Notts County.
• Teddy Sheringham og Alex
Rae skoruðu tvö mörk hvor fyrir
Millwall gegn W.B.A.
• Mike Quinn skoraði fyrir
Newcastle gegn Portsmouth sem
einnig gerði sjálfsmark.
• Ekkert gengur hjá Watford á
botni deildarinnar, Tony Mow-
bray og Ian Baird hjá Middles-
brough juku enn á vanda Wat-
ford með mörkum.
• West Ham átti einn af sínum
góðu dögum gegn Hull City og
sigraði 7:1. Hull City náði þó að
jafna í 1:1, en mörk West Ham
gerðu Jimmy Quinn tvö, Julian
Dicks tvö, Trevor Morley, Steve
Potts og George Parris.
• Steve Bull skoraði þrjú mörk
fyrir Wolves gegn Bristol City, en
fyrsta markið gerði Ándy
Thompson.
• Southend er efst í 3. deild
með 24 stig, Grimsby hefur 22 og
Reading 18 stig.
• Á botninum eru Crewe,
Shrewsbury, Fulham og Bolton
með 7 stig, en Rotherham hefur
aðeins 5 stig.
• Torquay er efst í 4. deild með
21 stig, en Burnley, Stockport og
Rochdale hafa 16 stig.
• Neðst eru York City og Alder-
shot með 7 stig, Wrexham 6 og
Halifax 2 stig, en Halifax hefur
enn ekki skorað mark í deildinni.
P.L.A.
Staðan
1. deild
Liverpool 8 8-0-0 19: 5 24
Arsenal 8 5-3-0 16: 5 18
Tottenham 8 4-4-0 11: 3 16
Crystal Palace 8 4-4-0 13: 6 16
Manchester City 8 4-3-1 11: 8 15
Manchester Utd 8 4-1-3 10:10 13
Luton 8 4-1-3 10:12 13
Leeds Utd. 8 3-3-2 11: 8 12
Nottingham For. 8 3-3-212:1112
Aston Villa 8 3-2-3 13:10 11
Wimbledon 8 2-4-2 8: 9 10
Q.P.R. 8 2-3-312:11 9
Chelsea 8 2-3-313:16 9
Coventry 8 2-2-4 9:11 8
Southampton 8 2-2-411:15 8
Sunderland 81-3-410:15 6
Norwich 8 2-0-6 7:17 6
Everton 81-2-512:16 5
Sheffield Utd. 8 0-3-5 6:14 3
Derby 8 0-2-6 4:15 2
2. deild
Oldham 10 7-3-0 18: 7 24
Sheffield Wed. 9 7-2-0 22: 6 23
West Ham 10 5-5-019: 7 20
Millwall 9 5-4-018: 819
Notts County 96-0-317:1218
Wolves 10 4-4-2 18:10 16
Barnsley 9 5-1-318:1316
Middlesbrough 9 4-3-2 15: 6 15
Newcastle 9 4-3-2 10: 7 15
Swindon 10 4-3-3 15:14 15
Brighton 9 4-2-3 15:18 14
Bristol City 8 4-1-3 11:13 13
Ipswich 10 3-3-410:1612
Port Vale 10 3-2-5 16:17 11
Plymouth 10 2-5-311:1311
Blackburn 10 3-1-6 16:18 10
Hull City 10 2-4-4 14:24 10
W.B.A. 9 2-3-4 9:12 9
Leicester 10 3-0-7 12:25 9
Portsmouth 10 2-2-615:21 8
Charlton 91-3-5 8:13 6
Bristol Rovers 81-2-510:14 5
Oxford 91-2-612:22 5
Watford 9 0-2-7 4:15 2
Öruggt hjá Forest