Dagur - 09.10.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 9. október 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Einleikur
iðnaðarráðherra
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, kvað í síðustu
viku loks opinberlega upp úr um að nýja álverið færi
á Keilisnes. Þar með batt hann enda á þá óvissu
sem ríkt hefur um langt skeið um staðsetningar-
málið. Hitt er annað mál, að margir endar eru enn
lausir í álmálinu, og opinber meðferð þess hefur
orðið til að auka byggðatogstreitu í landinu, sem
var þó ærin fyrir.
Iðnaðarráðherra hefur hlotið margvíslega gagn-
rýni fyrir meðferð sína á álversmálinu, kannski fyrst
og fremst fyrir að standa fyrir eins konar uppboðs-
markaði meðal sveitarfélaga um álver. Sú tog-
streita sem verið hefur milli byggðarlaga um álver-
ið er langt frá því að vera æskileg, og hlutur iðnað-
arráðuneytisins í því efni hefur langt í frá lægt
öldurnar.
Stjórn Landsvirkjunar hefur ekki lýst sig reiðu-.
búna á þessu stigi málsins til að veita samþykki fyr-
ir orkusölu til álversins, og mjög skiptar skoðanir
eru innan stjórnarinnar um þessi mál, eins og ber-
lega sést af gagnrýni sem þar kom fram á málsmeð-
ferð iðnaðarráðherra. Einnig eykur andstaða
margra Austfirðinga til þess að láta orku Fljótsdals-
virkjunar renna til álvers á Suðurnesjum á óviss-
una.
Einleikur iðnaðarráðherra í álversmálinu og eftir-
farandi viðræður Alþýðuflokksforystunnar við Sjálf-
stæðisflokkinn á dögunum er ekki til þess falinn að
auka traust kjósenda á flokknum. Alþýðuflokkurinn
virðist nú horfa aðallega til suðvesturhorns lands-
ins um fylgi kjósenda, og læðist að mörgum sú til-
finning að forystan sem þar situr nú í fyrrirúmi
muni bera aðra hagsmuni en landsbyggðarinnar
mest fyrir brjósti.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags
í stjórn Landsvirkjunar létu bóka að þeir væru
ósáttir við þau vinnubrögð iðnaðarráðherra að
standa í samningaviðræðum um orkuverð til nýja
álversins, án samráðs við Landsvirkjun. Páll Péturs-
son segir í sinni bókun að samningsdrögin við Atl-
antsál tryggi ekki að orkuverð til almenningsveitna
muni ekki hækka, og því þurfi að búa betur um
hnútana. Alþýðubandalagsfulltrúarnir benda á að
verið sé að binda alla bestu virkjunarkosti þjóðar-
innar til langframa á verði sem er umtalsvert lægra
en gerist til flestra álvera á vesturhveli jarðar.
Sú staðreynd blasir því við, að iðnaðarráðherra
skuldar landsmönnum skýringar á málsmeðferð
sinni í álmálinu. Landsmenn hljóta að vera sam-
mála um að þjóðhagsleg hagsemi til langframa sé
skilyrði þess að álver verði á annað borð reist hér á
landi. Eins og staðan er í dag eru of margir þræðir
lausir í þeirri mynd. Þótt hægt sé að sýna fram á að
mikið fé muni renna í ríkissjóð frá nýja álverinu, hef-
ur enginn sýnt fram á hversu miklu fé þurfi að veita
til landsbyggðarinnar til að spoma við þeim byggða-
röskun sem þegar er alltof langt gengin. EHB
Eflum ísland sem eina þjóð
Ég sá þátt í Svíþjóð í vor, þar
sem Stokkhólmsbúar veltu því
fyrir sér á skoplegan hátt, hvort
þeir hefðu nokkuð með íbúa
Skánar að gera, og hvort Skánn
væri yfir höfuð nauðsynlegur.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þeg-
ar ég las fyrstu spurningu byggða-
nefndar forsætisráðherra þar sem
Fjórðungssamband Norðlend-
inga er spurt að því hvort það
telji þörfá að draga úr fólksflutn-
ingum úr fjórðungnum.
Það er sem sagt ekkert gefið
mál að það að draga úr fólksflótt-
anum af landsbyggðinni eigi að
vera stefna, og kannski stefna
stjórnvöld í þveröfuga átt, a.m.k.
hefur mér virst svo vera nú í
seinni tíð.
Grínistar forsætisráðherra eru
engu síðri en grínistarnir í Stokk-
hólmi. Við verðurn sífellt alþjóð-
legri, íslendingar og höfum vænt-
anlega þess vegna sífellt minni
þörf fyrir að vera að púkka upp á
þessa landsbyggð.
Ef svo við sleppum nú öllu
gríni, þá má lesa það út úr spurn-
ingum byggðanefndar að hún á
sér þá ósk að Fjórðungssamband
Norðlendinga sjái sér fært, að
gera eitthvað í málinu, í sínum
landshluta.
Og þar virðumst við vera á
sömu nótum. Það þarf að koma á
meira sjálfsforræði úti á landi,
auka ábyrgð heimamanna, koma
því á að við fáum að ráðstafa því
sem við öflum sjálf. Koma á
valdameiri stjórn heima fyrir,
sent berst fyrir því að efla atvinnu
og styrkja búsetu í sínum fjórð-
ungi.
Togstreitunni sem ríkt hefur á
milli landsbyggðar og höfuðborg-
arsvæðisins verður að linna. Hún
er engu líkari en valdabarátta
milli hjóna, sem búið hafa saman
um árabil og sitja pikkföst og
spóla í sama hjólfarinu, kenna
hvort öðru um flest sem aflaga
fer og hrópa hvort á annað: „Pað
ert þú sem verður að breyta þér
ef þetta á að ganga!“
Við köllum þetta ástand
Tímabil ömurleikans, innan sál-
fræðinnar og það er ákaflega mis-
jafnt hvað þetta tímabil varir
lengi í sambúð, en það er gott til
þess að vita að það er hægt að ná
sér upp úr eymdinni með því að
báðir aðilar leggi niður vopn og
taki jafna ábyrgð á að ná fram
viðunandi lausn.
„Ömurleikatímabilinu" í sam-
búð landsbyggðar og höfuðborg-
arsvæðis verður að ljúka. Við
verðum að taka höndum saman,
höfuðborgarbúar, háir sem lágir
og landsbyggðarmenn, allir sem
einn, og hætta að agnúast hver út
í annan eins og smákrakkar og
fara að vinna saman eins og full-
orðið fólk. Vinna að því að efla
samkennd með okkur sem ein
þjóð, efla ísland.
Við þurfum að ná upp miklu
meiri samvinnu á milli höfuð-
borgarbúa og landsbyggðar-
manna á öllum sviðum og auðvit-
að á þann máta að báðir aðilar
sjái sér hag í því. Það þarf að
komast á gagnkvæm virðing og
væntumþykja, til þess að rofi til
og taki að birta í þjóðarsálinni.
Ef ég ber saman niðurstöður
byggðanefndar forsætisráðherra
og Fjórðungssambands Norð-
lendinga, þá erum við sammála í
öllum meginatriðum: Við teljum
nauðsynlegt að auka sjálfstæði
landsbyggðarmanna, efla atvinnu
og skapa meiri fjölbreytni í
atvinnutækifærum úti um land,
jafna aðstöðu fyrirtækja til
rekstrar og þá ekki síst þeirra
sem eru í frumatvinnugreinunum
og útflutningi, jafna búsetu-
ntöguleika fólks með því að
Ingunn St. Svavarsdóttir.
draga úr þeim mismun, sem er á
kostnaði við að lifa úti á landi og
á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hef tínt til aðalatriðin á lista
sem við getum rennt yfir í sam-
einingu:
Ríkisstjórn og Alþingi annars
vegar og landshlutasamtök og
sveitarfélög hins vegar vinni sam-
an að eftirfarandi.
Stjórnsýsla
• Aukum sjálfstæði landshlut-
anna, hvaða leið sem við veljum í
því efni. Með því drögum við úr
miðstýringu og komum á vald-
dreifingu.
• Ýtum undir sameiningu sveit-
arfélaga, þar sem það er augljós-
lega hagkvæmt, það er að segja,
það verður tekjuaukning í sam-
einuðu sveitarfélagi og þar með
meiri möguleiki á að bæta þjón-
ustuna við íbúana.
• Flytjum fleiri verkefni og jafn-
framt tekjustofna yfir til sveitar-
félaganna. Aukum þannig sjálf-
stæði sveitarfélaganna. Sam-
kvæmt úttekt Sigurðar Helgason-
ar, fyrrverandi sýslumanns á
Seyðisfirði, þá hafa sveitarfélög á
íslandi einungis 20% opinberrar
þjónustu með höndum, á meðan
hin Norðurlöndin hafa helmingi
hærri tölu.
• Eflum sjálfstæði opinberra
þjónustumiðstöðva á lands-
byggðinni, svo sem héraðslæknis-
embætta, umdæmisskrifstofa
húsnæðismála, umhverfismála og
Tryggingastofnunar, sem nú er
verið að tala um að skipta upp
eftir landshlutum.
• Flytjum höfuðstöðvar opin-
berrar þjónustu, sem augljóslega
eiga heima út á landi, þangað.
Tökum dæmi: Vegagerð ríkisins,
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins, Landmælingar ís-
lands, Orkustofnun, embætti
veiðistjóra og eflaust má tína
fleira til. Hér skal tekið fram að
ekki er verið að tala um að flytja
starfsfólk þessara stofnana nauð-
ug - viljug út á land, heldur flytja
stofnanirnar sjálfar, en mönnun-
in kæmi svo í aðra hönd.
• Byggjum allar nýjar ríkisstofn-
anir, sem þjónusta eiga lands-
byggðina þar. Þetta er skýlaus
krafa og á til dæmis við um hina
nýju umhverfisverndarstofnun
með 4 deildum, sem á að fara
stofna, undir umhverfisráðuneyt-
inu.
Búsetuskilyrði
Jöfnum aðstöðu íslendinga til
búsetu, hvar sem er á landinu
með því að:
• Jafna raforkuverð um landið.
Það gengur ekki að fjölskylda á
Kópaskeri þurfi að borga allt að
því fimm sinnum hærra verð fyrir
rafmagn og hita á ntánuði, en ef
miðað er við jafn stórt húsnæði á
Seltjarnarnesi.
• Jafna símakostnað um landið.
Þetta ætti að vera jafn sjálfsagt
og með burðargjöldin hjá Pósti
og síma.
• Tryggj a ráðningu fagfólks til
heilsugæslustöðva. Það lætur
enginn bjóða sér það til lengdar
og hafa ekki aðgang að lækni eða
hjúkrunarfræðingi, síst af öllu
aldraðir og barnafólk.
• Auka bundið slitlag á vegum
til að stækka þjónustu- og at-
vinnusvæði.
• Tryggja áframhald flugsam-
gangna við alla landsmenn, þrátt
fyrir auknar öryggiskröfur, sem
eru í því fólgnar að frá og með
áramótum verða alltaf 2 flug-
menn í hverri ferð. Sá kostnaður
sem hlýst af þessu hlýtur að verða
að koma úr sameiginlegum sjóð-
um, því litlu flugfélögin geta eng-
an veginn staðið undir honum
ein.
Fjármálastjórn
Aukum fjármagn í umferð á
landsbyggðinni:
• Tryggjum að gengisskráning
verði þannig að framleiðslu- og
útflutningsfyrirtæki skili hagnaði.
Það dugar ekkert minna!
• Athugum með tengingu fs-
lensku krónunar við annan gjald-
miðil t.d skandinavíska krónu.
Kannski það sé leiðin?
• Leiðréttum það misrétti að
höfuðborgin fái allar skatttekjur
af fyrirtækjum og stofnunum,
sem þar eru, en í raun þjóna öllu
landinu.
• Göngum til samstarfs, ríki og
sveitarfélög, um stofnun gjald-
heimtna út um land, í samræmi
við vilja sveitarfélaga á hverjum
stað.
• Stöðvum lífeyrisgreiðslur
landsbyggðarfólks í fjórðungun-
um með því að skipta lífeyris-
sjóðunum upp í sjálfstæðar ein-
ingar eftir landshlutum.
Atvinna
Bætum atvinnuöryggi lands-
byggðarmanna og aukum fjöl-
breytni í atvinnurekstri út um allt
land með því að:
• Auka úrvinnslu afurða sem
næst framleiðslustað. Með því
aukum við verðmæti vörunnar og
atvinnu heima í héraði.
• Hvetja fyrirtæki úti á landi til
sjálfstæðs innflutnings, milliliða-
laust. Það ætti að draga úr kostn-
aði.
• Hvetja fólk til að nýta sér þá
þekkingu og þjónustu sem fæst í
þeirra heimabyggð.
• Stuðla að samvinnu fyrirtækja
og stofnun fyrirtækjaneta, jafnt
innan landshluta sem utan.
• Kortleggja landið m.t.t. beit-
arþols og útdeila framleiðslu-
kvóta í landbúnaði í samræmi við
það. Öll viljum við lifa í sátt við
umhverfið og náttúruna.
• Koma á atvinnuþróunarsjóð-
um í hverju kjördæmi og tryggja
þeim fjárframlög.
Síðast en ekki síst. Vera vakandi
fyrir því sem er að gerast í at-
vinnumálum. Tökum sem dæmi
smábátaútgerðina, sem virðist
eiga í vök að verjast með tilkomu
kvótasölumála, en þar með eru
líka heilu byggðarlögin í hættu
hvað atvinnu snertir.
Að lokunt þetta:
Það er aumt til þess að vita að
nú skuli menn ræða um það í
fullri alvöru að draga verði úr
framkvæmdum alls staðar á land-
inu, til þess að sporna við þeirri
þenslu sem álver á Keilisnesi
komi til með að valda.
Ingunn St. Svavarsdóttir.
Höfundur cr fonnaður Fjórðungssam-
bands Norðlendinga.