Dagur - 09.10.1990, Síða 13
/
Þriðjudagur 9. október 1990 - DAGUR - 13
Minning:
öf Sigtryggsdóttir
Fædd 7. febrúar 1932 - Dáin 2. október 1990
Mörgum finnst haustið fegurst
allra árstíða, fyrir aðra er það
merki hins gagnstæða. Þeir hinir
síðari sjá fölnað gras og gulnuð
laufblöð falla til jarðar. Það
minnir þá á að líf okkar mann-
anna svipar svo mjög til náttúr-
unnar allrar og þeir fyllast von-
leysi og óvissu um hið ótrygga
mannlíf. Haustið er því í margra
huga tími hins gróðursnauða og
dauðvona í umhverfi okkar. Aðr-
ir líta á haustið og veturinn sem
tákn hins gagnstæða, að öll nátt-
úran þurfi á hvíld að halda áður
en komi að upphafi nýs lífs og
vaxtar.
Kona á miðjum aldri er látin.
Hún átti langa haustdaga. Við
hefðum kosið að þeir dagar
hefðu ekki komið í hennar líf, en
það er ekki okkar að ákveða stað
og stund þegar þjáningar og
dauði eru annars vegar. Mikið
reyndi á þrek hennar, hver grein
á hennar meiði lét undan, skipti
litum og fölnaði. Hetjulegri bar-
áttu er lokið.
Ólöf eða Lalla, eins og hún var
oftast kölluð af vinum sínum,
fæddist að Þrúðvangi við Akur-
eyri þann 7. febrúar 1932 dóttir
hjónanna Sigtryggs Þorsteinsson-
ar og Sigurlínu Haraldsdóttur.
Hún var næst elst 5 systkina, tvö
þeirra létust í bernsku hin eru
Sigtryggur búsettur hér í bæ og
Sigríður sem lést árið 1979. Auk
þess átti Ólöf tvö hálfsystkini,
Þorgerði og Hallgrím, sem bæði
eru látin.
Ólöf lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar árið.
1949 og stundaði því næst nám
við Kvennaskólann að Laugum
1950-1951.
Árið 1951 giftist hún eftirlif-
andi eiginmanni sínum Jóhanni
Guðmundssyni málarameistara
frá Eiði á Langanesi. Hófu þau
búskap að Aðalstræti 20 á Akur-
eyri og bjuggu þar í 14 ár. Dætur
þeirra fjórar fæddust þar en þær
eru: Sigurlína (fædd 1952) mat-
ráðskona gift Jóni Hermannssyni
þau eiga 5 börn, Hólmfríður
(fædd 1954) sjúkraliði gift Þór-
arni Thorlacius þau eiga 3 börn,
Þorgerður Ásdís (fædd 1956)
kennari og Ólöf María (fædd
1963) verslunarmaður hún á eina
dóttur, sambýlismaður hennar er
Þórður Þórðarson.
Árið 1968 keyptu Ólöf og Jó-
hann gróðrarstöðina Brúnalaug í
Öngulsstaðahreppi þar sem þau
stunduðu grænmetisrækt í 18 ár.
Ólöf tók strax miklu ástfóstri við
þann stað og þótt þau Jóhann
hefðu ekkert fengist við ylrækt
áður, náðu þau fljótt ótrúlega
góðum árangri. Umhyggja Ólaf-
ar fyrir hinum viðkvæma gróðri
var einstök enda virtist allt vaxa
og dafna í kringum hana, en það
átti ekki bara við um blóm og
plöntur, börnin löðuðust að
henni og nutu umhyggju hennar
og elsku. Gestkvæmt var oft á
Brúnalaug og alltaf var tími til
samverustunda þótt verkefni væri
ærin.
Ólöf tók virkan þátt í félags-
störfum og var ætíð boðin og
búin að starfa. Hún var í stjórn
kvenfélagsins í sveitinni um tíma
og einnig í stjórn Héraðssam-
bands eyfirskra kvenna.
Árið 1986 fluttust þau hjónin
aftur til Akureyrar. Þá gafst
Ólöfu betri tími til þess að sinna
hugðarefnum sínum og listsköp-
un. Hún málaði postulin af
mikilli natni og þær eru ófár
brúðurnar sem hún skapaði.
Barnabörnin voru tíðir gestir hjá
henni og Jóhanni og eitt þeirra
Ellen Ósk er alin upp hjá þeim.
Þau sakna nú sárt elskulegrar
ömmu.
Ólöf bar veikindi sín af mikilli
stillingu, þess urðu allir áskynja
er komu að sjúkrabeði hennar.
Hún naut góðrar umhyggju sinna
nánustu og hjúkrunarfólks en átti
sjálf mikið að gefa bæði huggun
og von.
Jóhann, dætur og öll fjölskylda
hennar, við syrgjum sárast það
sem áður veitti okkur mesta
gleði, minning um góða konu
verður frá engum tekin, þið eigið
samúð mína alla. Mágkona min
hafi hjartans þökk mína og
minna.
Guð blessi minningu Ólafar
Sigtryggsdóttur.
Magnús Jónsson.
Nú er ið fagra lífið liðið,
lengur ei bærist hjarta milt,
óskipað rúm og autt er sviðið,
aldrei það skarð mun verða fyllt;
mannkosta lifir minning ein
mætari hverjum bauta-stein'.
K.J.
Miðvikudaginn 2. október sl.
andaðist á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri mágkona mín,
Ólöf Sigtryggsdóttir.
Fyrir 30 árum lá leið okkar
Ólafar fyrst saman, og tengdumst
við vináttuböndum er aldrei bar
skugga á. Ólöf var vel gefin og
glæsileg kona, vönduð og traust.
Hún var dásamleg móðir og
amma. Manni sínum bjó hún fal-
legt og notalegt heimili. Á heim-
ili þeirra hjóna var ætíð gott að
koma og áttum við margar góðar
stundir sem aldrei gleymast.
Fyrir rúmu ári kenndi Ólöf sér
meins af þeim sjúkdómi sem ekki
var við ráðið. í veikindum sínum
sýndi Ólöf frábæra stillingu og
æðruleysi sem einkenndi allt
hennar líf.
Mér finnst ég hafa verið lán-
söm að hafa kynnst svo mikil-
hæfri konu sem Ölöf var og sakna
ég hennar sárt.
Elsku Jóhann og fjölskylda. Ég
og fjölskylda mín vottum ykkur
dýpstu samúð.
Minningin um góða konu lifir.
Aðalbjörg Guðmundsdóttir.
Karlakór Akureyrar - Geysir
Sameining kóranna fer fram í Lóni, fimmtudag-
inn 11. október n.k. kl. 20.30.
Félagar beggja kóranna eru hvattir til að mæta vel
og stundvíslega.
Nýir félagar eru velkomnir.
Á fundinum verður gengið frá lögum fyrir hinn sam-
einaða kór.
Þá fara fram venjuleg aðalfundarstörf og vetrarstarf-
ið verður rætt.
Stjórnir kóranna.
Vélstjórafélag Islands
Félagar í Vélstjórafélagi íslands á Norð-
urlandi!
Almennur félagsfundur
verður haldinn að Skipagötu 14, Akureyri, 4. hæð,
miðvikudaginn 10. október nk. kl. 20.00.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Framsóknarmenn Akureyri.
|||| Aðalfundur Framsóknar-
r félags Akureyrar
verður haldinn mánudaginn 15. október kl. 20.30. í Hafn-
arstræti 90.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Kosning fulltrúa á flokksþing.
Tilnefning fulltrúa í prófkjör vegna alþingiskosninga.
Önnur mál.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Okkar innilegustu þakkir sendum við
fyrir þann fjárhagslega stuðning og hlýhug
sem þið veittuð okkur vegna utanlands-
ferðar dóttur okkar
SÖRU KATRÍNAR.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Guðbrandsdóttir
og Stefán Gíslason.
Menntamálaráðuneytið
Lausar stöður
Við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi er lausar til
umsóknar eftirtaldar stöður:
1. Staða styrkþega.
2. Staða sérfræðings.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf sin, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 5. nóvember n.k.
Menntamálaráðuneytið, 5. október 1990.
|||l Framsóknarmenn
í Norðurlandskjördæmi-eystra
35. kjördæmisþing K.F.N.E. verður haldið að
Hótel Húsavík daga 10. og 11. nóvember n.k.
Þann 11. nóvember verður einnig haldið aukakjör-
dæmisþing.
Dagskrá verður nánar auglýst síðar.
Skrifstofa K.F.N.E. að Hafnarstræti 90, Akureyri er
opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 17.00 til 19.00
og föstudaga frá kl. 15.00 til 17.00.
Starfsmaður er Sigfríður Þorsteinsdóftir og mun hún
veita allar upplýsingar í síma 21180.
Stjórn K.F.N.E.
Vetrarorlof
til Benidorm!
Verkalýðsfélagið Eining vili minna félagsmenn
sína á ódýru orlofsferðirnar til Benidorm á Spáni
í vetur sem Alþýðusamband íslands hefur gert
samninga um, fyrir hönd aðildarfélaga þess við
Samvinnuferðir-Landsýn h.f.
Farnar verða sex ferðir til Benidorm á tímabilinu 11.
október nk. fram í mars á næsta ári.
Almennt eru undirtektir við sölu vetrarferðanna
góðar.
Sérstaklega viljum við benda á ferðina sem hefst 2.
nóvember n.k., sem stendur fram til 19. desember
og hentar því vel þeim, sem vilja taka sér langt
vetrarfrí, en vilja þó halda jólahátíð heima.
Á þessum tíma er veðurfar milt á Benidorm, þægi-
legt hitastig og hæfilegt sólfar.
Boðið er upp á ýmislegt til skemmtunar meðan dval-
ið er ytra.
fslenskir fararstjórar skipuleggja m.a. verslunar og
skoðunarferðir um Benidorm og nærliggjandi staði.
Vert er að benda á, að í sumar ferðirnar getur orðið
uppselt næstu daga.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Samvinnuferð-
ar-Landsýnar h.f., Skipagötu 14, Akureyri, sími
27200.
Stjórn Vlf. Einingar.