Dagur - 09.10.1990, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 9. október 1990
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Aöalgata 6, Hauganesi, þingl. eig-
andi Steinþór Davíösson o.fl.,
föstud. 12. okt., '90. kl. 15.30.
Uppboðsbeiöandi er:
Benedikt Ólafsson hdl.
Aöalstræti 2, norðurhl., Akureyri,
þingl. eigandi Tryggvi Sveinsson,
föstud. 12. okt. '90, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Dalbraut 14, Dalvik, þingl. eigandi
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, föstud.
12. okt., '90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Ólafur Birgir Árnason hrl., Róbert
Árni Hreiðarsson hdl., Árni Einars-
son hdl., Jón Eiríksson hdl.,
Gjaldskil s.f., Björn Ólafur Hall-
grímsson hdl., Gunnar Sólnes hrl.,
Byggingasjóður ríkisins og Ævar
Guðmundsson hdl.
Fjólugata 2, Akureyri, þingl. eigandi
Kristinn Jónsson, föstud. 12. okt.,
'90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Fjölnisgata 4 b, n-hluti, Akureyri,
þingl. eigandi Sigurður Ákason,
föstud. 12. okt., '90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl. og Ævar Guð-
mundsson hdl.
Fjölnisgata 4 b, o-hluti, Akureyri,
þingl. eigandi Sigurður Ákason,
föstud. 12. okt., '90, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl., Ævar Guð-
mundsson hdl. og Ingvar Björnsson
hdl.
Grundargata 9, Dalvík, þingl. eig-
andi Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
föstud. 12. okt., '90, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Ólafur Birgir Árnason hrl., Gunn-
laugur Þórðarson hrl., Hróbjartur
Jónatansson hdl., Garðar Briem
hdl., Guðni Haraldsson hrl. og Guð-
mundur Kristjánsson hdl.
Guðný EA-127, Hrísey, þingl. eig-
andi Arsæll Alfreðsson, föstud. 12.
okt„ '90, kl. 15.45.
Uppboðsbeiöandi er:
Benedikt Ólafsson hdl.
Kaldbaksgata, skáli a-hl„ Akureyri
þingl. eigandi Bílasalan hf„ föstud.
12. okt„ '90. kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Islandsbanki, innheimtumaður
ríkissjóðs, Iðnlánasjóður og Guðjón
Ármann Jónsson hdl.
Kaupangur v/Mýrarveg e-hl„ þingl.
eigandi Matthías Þorbergsson o.fl.,
föstud. 12. okt. '90, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er:
íslandsbanki.
Litla-Hlíð, hús, Öngulstaðahr. þingl.
eigandi Lilja G. Axelsdóttir, föstud.
12. okt„ '90, kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Eggert B. Ólafsson hdl. og Ólafur
Birgir Árnason hrl.
Lyngholt 26, Akureyri, þingl. eigandi
Þórir Jón Ásmundsson, föstud. 12.
okt„ '90, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er:
íslandsbanki.
Mikligarður Hjalteyri norðurendi,
þingl. eigandi Jakob Tryggvason,
föstud. 12. okt„ '90, kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl. og Bygginga-
sjóður ríkisins.
Strandgata 49, Akureyri, þingl. eig-
andi Oddi hf„ föstud. 12. okt„ '90,
kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Fjár-
heimtan hf. og Iðnlánasjóður.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Eins og sjá má á lýsingaruppdrættinum (stærri myndin) af deiliskipulagi við Torfunef og Strandgötu er gert ráð fyrir
fjölbreytilegri starfsemi á svæðinu. Að sunnan er hafnarsvæðið, þar sem gert er ráð fyrir smábátahöfn og lengingu
Torfunefsbryggju. Við viðlegukant sem með lengingu fæst er miðað við að stór skip eins og skemmtiferðaskip geti
lagst. I norðvesturhorni svæðisins er byggingarreitur fyrir miðbæjarstarfsemi og að norðvestan er gert ráð fyrir úti-
vistarsvæði. Minni myndin sýnir hinn eiginlega skipulagsuppdrátt, þ.e. landnýtingu skipulagssvæðisins.
Auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulag
við Torfunef á Akureyri:
Gert ráð fyrir miklum
breytingum á hafiiarsvæðinu
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtötdum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Baldurshagi, neðri-hæð, Dalvík,
þingl. eigandi Kristbjörn Steinarsson
o.fl., föstud. 12. okt„ '90, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Hróbjartur Jónatansson hdl.
Draupnisgata 7 k, Akureyri, þingl. eig-
andi Hafspil hf„ föstud. 12. okt„ '90,
kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Hreinn Pálsson hdl.
Fjölnisgata 2 b, hluti II, Akureyri, tal-
inn eigandi Hafspil hf„ föstud. 12.
okt„ '90, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Iðnlánasjóður, Bæjarsjóður Akureyr-
ar, Guðjón Ármann Jónsson hdl„
Benedikt Ólafsson hdl„ innheimtu-
maður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl„
Andri Árnason hdl. og Friðjón Örn
Friðjónsson hdl.
Hafnarstræti 83,85, hl„ Akureyri,
þingl. eigandi Hafnarstræti 83,85,88,
hf„ föstud. 12. okt„ '90, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl„ Benedikt Ólafs-
son hdl„ Hróbjartur Jónatansson hdl.
og Ævar Guðmundsson hdl.
Hlíð v/Þórunnarstr„ þingl. eigandi
Ingimar Víglundsson, föstud. 12. okt„
'90, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Móasíða 1, íb. 02-07, Akureyri, þingl.
eigandi Kristján Gunnarsson, föstud.
12. okt„ '90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl„ Byggingarsjóður
ríkisins, Ásgeir Thoroddsen hdl„
Benedikt Ólafsson hdl. og Hróbjartur
Jónatansson hdl.
Móasíða 1, verslunarhúsnæði l-hl„
þingl. eigandi Kristján Gunnarsson,
föstud. 12. okt„ '90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Björn Jósef Arnviðarson hdl„ Ólafur
Birgir Árnason hrl„ Elvar Unnsteins-
son hdl„ Benedikt Ólafsson hdl„ Fjár-
heimtan hf„ Ásgeir Thoroddsen hdl.-,
Hróbjartur Jónatansson hdl. og
Gunnar Sólnes hrl.
Móasíða 1, verslunarhúsnæði 2-hl„
þingl. eigandi Kristján Gunnarsson,
föstud. 12. okt„ '90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl„ Björn Jósef Arn-
viðarson hdl, Ólafur Birgir Árnason
hrl„ Benedikt Ólafsson hdl„ Ásgeir
Thoroddsen hdl„ Hróbjartu Jónatans-
son hdl. og Elvar Unnsteinsson hdl.
Móasíða 1, iðnaðarhúsnæði l-hl„
þingl. eigandi Kristján Gunnarsson,
föstud. 12. okt„ '90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Björn Jósef Arnviðarson hdl„ Ólafur
Birgir Árnason hrl„ Benedikt Ólafsson
hdl„ Fjárheimtan hf„ Ásgeir Thor-
oddsen hdl„ Elvar Unnsteinsson hdl„
Hróbjartur Jónatansson hdl. og
Gunnar Sólnes hrl.
Norðurgata 31, miðhæð, Akureyri,
þingl. eigandi GuðríðurSveinarsdóttir
o.fl., föstud. 12. okt„ '90, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Gjaldskil sf.
Öldugata 6, Árskógshreppi, þingl.
eigandi Ásólfur Guðlaugsson, föstud.
12. okt„ '90, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Brynjólfur Eyvindsson hdl„ Bygg-
ingasjóður ríkisins, Ævar Guð-
mundsson hdl, Hróbjartur Jónatans-
son hdl„ Benedikt Ólafsson hdl„
Landsbanki Islands og Gunnar Sól-
nes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Tillaga að deiliskipulagi Torfu-
nefssvæðisins á Akureyri ligg-
ur nú frammi á bæjarskrifstofu
Akureyrar og er lögum sam-
kvæmt gefinn frestur til 29.
október til að gera athuga-
semdir við tillöguna. Deili-
skipulagstillagan tekur til
svæðisins austan Glerárgötu
frá hafnarmannvirkjunum við
Torfunef, norður að Strand-
götu og austur með henni
sunnanverðri að Hjalteyrar-
götu. I tillögunni, sem Svanur
Eiríksson, arkitekt, vann, er
gert ráð fyrir að á svæðinu
verði smábátahöfn, farþega-
og leguhöfn, svæði fyrir mið-
bæjarstarfsemi og lóð fyrir
sjóbjörgunarstöð auk útivistar-
svæða.
Tildrög deiliskipulagsins eru
þau að í júlí á síðasta ári ákváðu
skipulagsnefnd og hafnarstjórn
að láta skipuleggja og hanna
strandsvæðið frá vöruhöfn á
Oddeyrartanga suður um að
Leirubrú. Svanur Eiríksson
arkitekt, sem áður hefur unnið
að skipulagi Akureyrarhafnar,
var fenginn til verksins. Verkið
skiptist í tvo áfanga. í fyrsta
áfanga er sjálf deiliskipulagstil-
lagan, þar sem ákveðin er land-
nýting og meginatriði varðandi
umferð og nýtingu. í öðrum
áfanga er hönnun gangstíga,
mannvirkja og umhverfis með-
fram ströndinni við Strandgötu
annars vegar og Drottningar-
braut/Leiruveg hins vegar.
Á sl. vori fjölluðu skipulags-
nefnd og hafnarstjórn um frum-
drög að skipulagi við Torfunef.
Hafnarstjórn tók jákvætt í til-
löguna og í skipulagsnefnd komu
fram ábendingar um mikilvægi
hafnar við Torfunef, sem lífhafn-
ar fyrir bátaflotann við Eyja-
fjörð. Tillagan gerir ráð fyrir
svæði fyrir björgunarstöð Slysa-
varnafélags íslands, sem gert er
ráð fyrir að gæti öryggis á Pollin-
um.
í greinargerð með skipulagstil-
lögunni er skýrt tekið fram að
skipulag svæðisins sé einungis
ákvörðun um landnýtingu og
afmörkun svæðisins í mismun-
andi nýtingarreiti. Nánari
útfærsla einstakra atriða, s.s. við-
legukants, flotbryggju, bygginga
á byggingarreitnum o.s.frv. verði
ákveðin/hönnuð þegar að fram-
kvæmdum dragi. Síðan segir:
„Tímaáætlun mun mótast af
þörf, efnahagsástandi, þróun í
ferðamennsku og tómstundaiðk-
un og er skipulagið einungis ytri
skorður fyrir framkvæmdir á
svæðinu."
En hvað felur sjálf deiliskipu-
lagstillagan í sér?
Ef litið er fyrst á sjálft hafnar-
svæðið þá gerir tillagan ráð fyrir
þeim möguleika að framlengja
syðri bryggjuna til norð-austurs.
Verður þar viðlegukantur fyrir
stór skip að utanverðu. Suður frá
Strandgötu mun koma uppfylling
þannig að dokk verður innan
hennar og viðlegukantsins með
innsiglingu í hana miðja úr
austri. Hafnarsvæðinu er skipt í
tvo hluta. Annars vegar er
farþega- og leguhöfn og hins veg-
ar smábátahöfn.
Miðbæjarstarfsemi er á bygg-
ingarreit nyrst á svæðinu, sem er
u.þ.b. 6000 fermetrar. Er við það
miðað að þar geti risið stórbygg-
ing. Miðað er við nýtingarhlutfall
lóðarinnar allt að 1,25. Fyrst um
sinn er líklegt að 'svæðið verði
nýtt sem bílastæði og að það
verði grætt og ræktað.
Við sjávarmál austast á nýrri
uppfyllingu er gert ráð fyrir lóð
fyrir sjóbjörgunarstöð, en nýting-
arhlutfall hennar má verða allt að
0,35. Miðað er við að byggð verði
tvö hús með tengibyggingu á
milli. Húsin skulu vera á einni
hæð, með sem næst ferningslaga
grunnfleti og píramídaþaki.
Tengibygging verði lágreist.
Vegna sérstakrar legu húsanna
og þess að þau verða hluti af
„andliti bæjarins" segir tillöguhöf-
undur að áhersla verði lögð á að
vandað verði til útlits þeirra og
yfirbragðs. Þó beri að halda þeim
léttleika og einfaldleika, sem til-
heyri slíkum byggingum.
Gert er ráð fyrir opnum svæð-
um eða útivistarsvæði í jaðri
skipulagssvæðisins í vestri og
norðri og auk þess yst og austast
í uppfyllingunni. Svæðin afmark-
ast af kantsteini gatna þar sem
þau liggja meðfram þeim. Götu-
stæði þessara gatna ná því inn á
skipulagssvæðið. Miðað er við að
þeir gangstígar, sem liggja eiga
meðfram götunum, verði hann-
aðir með grænu svæðunum og
verði því ekki nauðsynlega innan
götustæðisins. Þá er gert ráð fyrir
að gróður á ysta svæðinu á fyll-
ingunni verði lágvaxinn strand-
gróður, en tré og runnar verði í
hluta svæðisins meðfram göt-
unni. Litið er á sjálft hafnarsvæð-
ið sem útivistarsvæði og verður
það hannað með tilliti til þess.
Tillagan gerir ráð fyrir að
akstursleið verði meðfram hafn-
arsvæðinu frá gatnamótum við
Kaupvangsstræti og að gatnamót-
um við Strandgötu. Hluti svæðis-
ins geti þjónað sem almenn
aðkoma að byggingum á miðbæj-
arreitnum. Götur verði hannaðar
með öðrum hafnarmannvirkjum
og verði hluti af útivistarsvæði.
óþh