Dagur


Dagur - 10.10.1990, Qupperneq 3

Dagur - 10.10.1990, Qupperneq 3
Miðvikudagur 10. október 1990 - DAGUR - 3 Dagana 8.-19. október verða hlutabréf í Eimskip boðin í áskrift á genginu 5,60. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu okkar að Ráðhústorgi 1. Sölugengi verðbréfa þann 10. okt Einingabréf 1 ........... 5.113, Einingabréf 2 ........... 2.777, Einingabréf 3 ..,......... 3.364, Skammtímabréf ............ 1,723 mufíÞum NORÐURLANDS HF RáðHústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 fréttir Fullorðinsfræðsla Verkmenntaskólans á Akureyri: Fjölbreytt námskeið við allra hæfi Þessa dagana stendur yfir inn- ritun í fullorðinsfræðslu Verk- menntaskólans á Akureyri. Boðið er upp á námskeið í ýmsum greinum, bæði bókleg og verkleg, allt frá frönsku til fluguhnýtinga. Margrét Kristinsdóttir, deild- arstjóri fullorðinsfræðslunnar hjá VMA, segir að boðið sé upp á þrjá flokka í ensku og einn flokk í frönsku, en síðarnefnda tungu- málið er hvergi annars staðar hægt að læra á Akureyri nema í máladeild dagskóla Menntaskól- ans. Einnig er boðið upp á dönsku- nám og íslensku fyrir útlendinga. Auk tungumálanámskeiða eru námskeið í vélritun, bæði fyrir byrjendur og framhaldsnemend- ur, - en vélritunarnám kemur sér einnig vel fyrir þá sem vinna mik- ið við tölvur, t.d. ritvinnslu, námskeið í almennum fatasaumi, fluguhnýtingum fyrir byrjendur og lengra komna, briddsnám- skeið í tveimur flokkum, vefnað- arnámskeið, þ.e. kennsla í vefn- aði á vefstólum, námskeið í með- ferð og notkun myndbandstöku- véla. Fluguhnýtingarnámskeiðin og myndbandstökunámskeiðin eru 12 kennslustundir, en hin námskeiðin eru mun lengri. Að sögn Margrétar var mikið spurt um matreiðslunámskeið, en því miður tókst ekki að fá kennara að þessu sinni. Pó er stefnt að matreiðslunámskeiðum eftir áramótin. „Pessi fullorðinsfræðsla stefnir ekki beint að prófum, því ekki eru tekin próf úr áföngunum. Þetta er fyrst og fremst fyrir fólk sem vill bæta þekkingu sína, óháð prófum, eða jafnvel undir- búa sig fyrir grunnáfanga í öðru námi. Petta er líkt og var í náms- flokkunum, sem reyndar eru ekki lengur til undir því nafni. Skrán- ing fer fram út þessa viku hjá VMA,“ segir Margrét. Fullorðinsfræðsla Verkmennta- skólans er byggð á samstarfi bæjarfélagsins, skólans og ríkis- ins. Fólk á öllum aldri hefur not- fært sér fullorðinsfræðsluna og tungumálin hafa t.d. verið mjög vinsælt námsefni. EHB Úr Fljótum: Fé tekið aftur á fimm bæjum I haust var tekið fé að nýju á flmm bæjum í Fljótum. Alls eru það rúmlega 600 lömb sem keypt voru, en einn bóndi sem tók fé í fyrra bætti aðeins við sig núna. Lömbin voru flest fengin af Ströndum, en einnig tæpt hundrað úr Þistilfirði. Tveir þeirra bænda sem nú tóku fé skáru niður fyrir fjór- um árum Ekkert hefur verið skorið nið- ur í Fljótahreppi síðan haustið 1988 og er sveitin nú riðulaus. Að sögn Arnar Pórarinssonar, oddvita, var sumarið erfitt fyrir Fljótamenn, en hey náðust þó inn að mestu leyti. Örn sagðist samt ekki búast við að heyskort- ur yrði með vorinu, nema það yrði þeim mun þyngra. „Mönnum þykir veturinn leggj- ast snemma að, því kýr voru teknar inn um mánaðamótin og mjög vafasamt að setja þær út aftur. Hér er nefnilega grá jörð alveg niður í byggð," sagði Örn Pórarinsson. Hamar, félagsheimili Þórs: Opið hús fjórum sirnium í viku - búið að koma upp gervihnattadiski Eins og komið hefur fram í fréttum er nú búið að taka hluta Hamars, félagsheimilis Þórsara við Skarðshlíö, í notkun. Bridgefélag Akureyr- ar hefur tekið sal hússins á leigu eitt kvöld í viku og einnig er danskennari með kennslu eitt kvöld í viku. Húsnefnd hefur tekið til starfa og er henni ætlað að sjá um rekst- ur hússins, m.a. útleigu og fleira. Nú hefur verið settur upp gervi- hnattadiskur á Hamar og því eiga Þórsarar og aðrir áhugasamir þess kost að koma og fylgjast með því helsta sem gerist t.d. á Kvennasmiðja Skagafiarðar: Flutt inn í Gránu - Sigrún Ástrós kemur um helgina Kvennasmiðjukonur í Skaga- fírði eru fluttar inn í húsnæði það sem þær tóku á leigu. Húsnæðið er í Gránu á Sauð- árkróki og þar hafði myndlist- arkona vinnustofu sína, en hún er nú erlendis við nám. 60 kon- ur mættu í Gránu á föstudags- kvöldið, en félagar í kvenna- smiðjunni eru nú orðnir fleiri en eitt hundrað. Kvennasmiðjan stóð fyrir markaði um daginn, en nú þegar húsnæðið er fyrir hendi getur starfsemin hafist af fullum krafti að sögn formannsins, Sigríðar Friðjónsdóttur. Á föstudags- kvöldið skráðu konurnar sig á myndlistarnámskeið, í trimmhóp o.fl. Fyrirlestur í nýaldarspeki er fyrirhugaður og um næstu helgi verður leikritið Sigrún Ástrós sýnt á Sauðárkróki dag, en til stóð að fá það til sýningar í vor. Sigríður sagði að þær væru allt- af að leita eftir varanlegu hús- næði til eignar og ýmislegt hefði komið til umræðu. Kvennasmiðj- an verður nú með opið hús úti í Gránu fyrir félaga einhvern hluta dags, þrjá daga í viku og að sögn Sigríðar er draumurinn að þar komi þær saman, spjalli, lesi og stundi annað félagslíf. Spilakvöld og mömmudagar eru á dagskrá hjá kvennasmiðjunni og sam- kvæmt lögum félagsins á að koma á laggirnar fjölskylduráðgjöf. Það sagði Sigríður að væri allt í athugun, en kæmi vonandi fljót- lega. SBG Sigríður Friðjónsdóttir ávarpar smiðjusystur sínar. Mynd: sbg íþróttasviðinu í heiminum. Ekki er hægt að koma hvenær sem er til að horfa á sjónvarpið en til að byrja með verður opið hús á miðvikudögum, fimmtu- dögum og föstudögum frá kl. 16- 22 og á laugardögum frá kl. 10- 18. TÖKUM VEL Á MÓTI NÝJUM REGLUM - ÞÆR MUNU BJARGA MANNSLÍFUM. yUMFERÐAR RÁÐ r ^ 30% 1960-1990 afsláttur af öUum skart- grípum frá 11. til 13. okt. í tflefiii 30 ára afinælis fyrirtækisins hinn 1. okt. GULLSiYlIÐlR Sigtiyggur & Pétur sf. Brekkugötu 5 Akureyri Sími 23524 Þökkum ánægjuleg viúskipti í 30 ár

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.