Dagur - 10.10.1990, Side 7
Miðvikudagur 10. október 1990 - DAGUR - 7
„Það er ótrúlegt hvað fólk spáir mikið í hve mikiar tekjur ég hef.“
fyrir neinu ónæði frá aðdáendum
liðsins enda væri hann ekki einn
af þekktari leikmönnum liðsins.
Þó hefði honum verið ráðlagt að
hafa nafnið sitt ekki í síma-
skránni, menn fengju oft þá
flugu í höfuðið að hringja á ólík-
legustu tímum sólarhringsins til
að ræða um knattspyrnu. „Þó að
maður hafi gaman af að ræða
knattspyrnu þá verða að vera ein-
hver takmörk á því,“ sagði Akur-
eyringurinn íbygginn á svip.
Fékk að spila einn hálfleik
gegn 3. deildar iiði
Talið berst nú samt aftur að
knattspyrnunni og að hinum
harða heimi atvinnuknattspyrn-
unnar. Er hann jafn ófyrirleitinn
og af er látið?
Þorvaldur verður alvarlegur á
svip er umræðan berst að þessu
máli. „Enski landsliðsmaðurinn
Steve Hodge sagði við mig
skömmu eftir að ég kom að ég
ætti ekki að treysta neinum í
bransa. Það væru allir vinir
manns þegar vel gengi en sá hóp-
ur þynntist til muna er á inóti
blési. Ég hef haft þetta í huga
enda er eins manns dauði annars
brauð í atvinnuíþróttum. Ég hef
ekki orðið var við að menn reyni
Þorvaldur fyrir framan hús sitt í Nottingham, ásamt unnustu sinni Ólöfu
Ellertsdóttur og systur sinni Hörpu.
Þorvaldur fylgist með leik sinna manna úr stúkunni á City Ground í Notting-
ham.
að meiða hver annan á æfingum
en það er keyrt á fullu og maður
hoppar ekkert úr tæklingum.
Sumir þola álagið en aðrir ekki.
Þá er sálræna pressan ekki síður
meiri en þessi líkamlega. Þennan
stutta tíma sem ég hef verið hér
þá hafa þrír menn farið frá félag-
inu, Sheridan til Sheffield Wed.,
Tony Curry til Oldliam og Lee
Chapman til Leeds. Þetta eru allt
lykilmenn hjá þessum félögum en
þoldu ekki pressuna hér, og lái
þeim það hver scm vill. Sheridan
var t.d. keyptur á rúmlega 70
milljónir en fékk einungis að
leika einn hálfleik á móti 3. deild-
ar félaginu Huddersfield þann
3'/: mánuð sem hann var hjá
Forest. Clough yrti aldrei á hann
þar til Sheridan fór inn á skrif-
stofu til hans og þá sagði fram-
kvæmdastjórinn að hann væri
það lélegur leikmaður að Forcst
hefði ekkert við hann að gera.
Þessi leikmaður er nú potturinn
og pannan í öllu spili miðviku-
dagsliðsins um þessar mundir."
Lítið varið í
hátíðisaðdáendur
Aðalmuninn á íslensku og ensku
knattspyrnunni sagði Þorvaldur
vera keyrsluna. „Maður gerir sér
ekki grein fyrir þessu fyrr en
maður er farinn að spila hér
sjálfur. Boltinn er eiginlega alltaf
í leik þannig að það er varla
nokkur tími til að pústa. Ef fólk
fylgist með ensku knattspyrnunni
í sjónvarpinu þá sér það að mark-
maður losar sig nánast strax við
boltann og að það fer ekki langur
tími í innköst og hornspyrnur."
- Er eitthvað sem enskir knatt-
spyrnumenn gætu lært af þeim ís-
lensku?
Það stóð ekki á svarinu. „Já, í
sambandi við mórölsku hliðina á
fótboltanum. Ég sakna oft sam-
verustundanna sem við KA-menn
átturn, bæði eftir æfingar og leiki.
Þar er kannski einmitt munurinn
á atvinnu- og áhugaknattspyrnu-
manni. Hér er þetta fyrst og
fremst vinna og ánægjuna sækja
þá menn frekar til fjölskyldunnar
eða út fyrir þennan hóp.“
Þorvaldur kom að sjálfsögðu
til Akureyrar í sumarleyfi sínu og
fylgdist þá auðvitað grannt með
fyrri félögum sínum i KA.
Hvernig var það að standa á hlið-
arlínunni og sjá hve illa gekk án
þess að geta nokkuð gert í því?
„Það var hálfskrýtið," sagði Þor-
valdur og hnyklaði brýrnar. „Það
sem kom mér hins vegar mest á
óvart var hve margir voru fljótir að
snúa bakinu við liðinu. Þetta voru
e.t.v. menn sem fögnuðu hæst er
við urðum íslandsmeistarar í
fyrra en nú var allt ómögulegt
sem við gerðum. Það verður að
taka tillit til þess að ekkert lið í l.
deild lenti í jafn miklum vand-
ræðum vegna meiösla leikmanna
og KA. Auðvitað er það rétt að
hlutirnir gengu ekki alveg upp aö
þessu sinni en það er einmitt þá
scm strákarnir þurfa á mestum
stuðningi að halda, ekki þegar
vel gengur. Auðvitað var þessi
harði kjarni KA-manna sem stóð
með strákunum í gegnum þykkt
og þunnt en á þessu sést að allir
vilja vera vinir manns þegar vel
gengur. En hina raunverulegu
vini sér maður ekki fyrr en á móti
blæs."
Tvö mörk gegn Sunderland
Blaðamaðurinn fylgdist með Þor-
valdi í einum leik, með varalið-
inu gegn varaliði Manchester
United. Rauðu djöflarnir tefldu
fram þekktum leikmönnum eins
og Jim Leighton, Viv Anderson
og Danny Wallace. Þrátt fyrir
það voru Þorvaldur og félagar
mun sterkari og sigruðu 2:0.
íslendingurinn stóð vel fyrir sínu
og var reyndar klaufi að skora
a.m.k. ekki eitt mark. „Ég á nú
reyndar eftir að skora með vara-
liðinu á þessu ári en er nú ósköp
rólegur yfir því. Með KA fór ég
oftast rólega af stað í skoruninni
en varð samt alltaf með marka-
hærri mönnum," sagði hann.
Þorvaldur kvaðst vera þokkalega
ánægður með sinn hlut í leiknum
og Forestliðið hefði leikið mjög
vel að þessu sinni. Þorvaldur lék
á hægri vængnum í leiknum og
sagðist hann oftast vera settur í
þá stöðu. Persónulega vildi hann
frekar vera inni á miðjunni því
þar kynni hann best við sig. „Ég
er þannig leikmaður að ég vil
vera þar sem boitinn er. Uti á
kanti er maður oft frystur og ef
maður lendir með slökum bak-
verði sem skilar boltanum illa þá
er þessi staða alveg hræðileg. Það
er hins vegar þjálfarinn, í sam-
ráði við framkvæmdastjórann,
sem velur liðið og það verður
maður að sætta sig við. Aðalatrið-
ið er að komast aftur í liðið og
það verður fyrr en seinna," sagði
Þorvaldur Örlygsson knattspyrnu-
maður hjá Nottingham Forest í
Englandi einbeittur á svip er
hann kvaddi blaðamanninn. Þess
má svo geta að í næsta ieik eftir
að þetta viðtal var tekið, skoraði
Þorvaldur 2 mörk með varaliðinu
í 3:3 útileik gegn Sunderland.
Texti og myndir:
Andrés Pétursson
FLUGLEIDIR
Hluthafafundur
Hluthafafundur í Flugleiðum hf. verður haldinn
þriðjudaginn 23. október í Höfða, Hótel Loftleiðum
Fundurinn hefst kl. 16.00.
DAGSKRÁ
1. Breytingar á samþykktum félagsins.
a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til
stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta til núverandi hlut-
hafa eða nýrra hluthafa, fáist ekki áskrift hjá núverandi hluthöfum
fyrir allri aukningunni.
b) Tillaga um breytingu á 5. gr. b. þess efnis að arður skuli greiddur
innan þriggja mánaða frá ákvörðun aðlfundar um arðgreiðslu.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur, reikningar félagsins og skýrsla stjórnar munu
liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyirr
hluthafafundinn.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif-
stofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild 2. hæð, frá og með
16. október n.k. kl. 09.00-17.00, fundardag til kl. 15.30.
STJÓRN FLUGLEIÐA HF.