Dagur - 10.10.1990, Side 9

Dagur - 10.10.1990, Side 9
Miðvikudagur 10. október 1990 - DAGUR - 9 íbúðir fyrir aldraða við Víðilund á Akureyri seni (eknar voru í notkun ekki alls fyrir löngu. Yfir 90% hjóna á Norður- landi eystra eiga fasteign Á Norðurlandi eystra eiga 90,4% hjóna, 65 ára og eldri, fasteign. Aðeins í Reykjavík og á Suður- landi er að finna hærra hlutfall hvað þetta varðar. Um 9,5% hjóna á Norðurlandi eystra eiga ekki fasteign en 53,8% einstakl- inga yfir þessum aldursmörkum eiga hins vegar fasteign. Heildar- eignir eldra fólks í kjördæminu er 7,1 milljarður króna. Á Norðurlandi vestra eiga hins vegar um 87,9% hjóna yfir 65 ára aldri fasteign en 12,1% hjóna á ekki fasteign. Um 52% ein- staklinga yfir 65 ára aldri eiga fasteign en 47,5% þeirra eiga ekki fasteign. Heildareign þessa aldurshóps fólks í kjördæminu er 2,8 milljarðar króna. Um 30.000 manns á landinu yfir 65 ára aldri Á landinu öllu búa 29.600 manns sem náð hafa 65 ára aldri. Stærst- an hluta þessa fólks er að finna í Reykjavík og á Reykjanesi enda þarf að byggja þar verulegan hluta þeirra íbúða sem rætt er um í framangreindri 5 ára fram- kvæmdaáætlun í húsnæðismálum aldraðra. Utan þessara kjör- dæma búa 10.500 manns yfir þessum aldursmörkum, eða um 35%. Yfir 91% af þessu fólki á fasteignir en rúm 8% eiga ekki fasteignir. Að jafnaði eiga um 56% einstaklinga á þessum aldri fasteignir en um 43% eiga ekki fasteignir. Hér er eðlilega minni munur en hjá hjónum. Heildareignir fólks á þessum aldri eru tæpir 100 milljarðar. í Reykjavík og á Reykjanesi eru 76,7% þessara eigna að verðmæti um 75 milljarðar króna en í öðr- um kjördæmum eru 23% eign- anna sem að verðmæti eru um 23 milljarðar króna. Ibúðarréttur og Sunnuhlíðarsamtök Nokkrir kostir eru fyrir hendi hvað varðar fjármögnun á íbúð- um fyrir aldraða, allt eftir því skipuíagi sem gildir um eignafyr- irkomulag og rekstur íbúðanna. Möguleikarnir eru eignaríbúðir, kaupleiguíbúðir, leiguíbúðir og íbúðir sem úthlutað er með sk. íbúðarrétti. í skýrslunni er nokkuð fjallað um síðastnefnda atriðið í upp- talningunni hér að framan, þ.e. íbúðir með íbúðarrétti. Hér er átt við fyrirkomulag það sem í gangi er hjá Sunnuhlíðarsam- tökunum í Kópavogi. í skýrsl- unni segir: „Sunnuhlíðarsamtökin í Kópa- vogi hafa tekið upp nýtt form hvað varðar fjármögnun og eigna- fyrirkomulag íbúða eldri borg- ara. Gert er ráð fyrir að íbúðirn- ar séu af mismunandi stærð og á hóflegu verði. Einnig að verulegur hluti eldra fólks eigi íbúðir fyrir og selji þær til að fjármagna nýjar og án þess að stofna til langtímaskulda, en þeim sem eru eignalausir eða eignalitlir sé gert kleift að flytja í leiguíbúðir, sem sé dreift meðal eignaíbúða í sambýlishúsum þannig að hinir eignaminni eigi á efri árum kost á að búa við sama öryggi, þjónustu og húsnæðiskost og hinir sem hafa betri eigna- stöðu. Jafnframt hefur verið stefnt að því að forða deilum og árekstrum innanhúss milli íbú- anna, vegna samrekstrar og við- halds íbúðanna með nýju eigna- eða íbúðarréttarfyrirkomulagi. Til að auðvelda eldri borgurum eigna- eða íbúðaskiptin gerðu Sunnuhlíðarsamtökin sérstakan samning við Búnaðarbanka ís- lands þess efnis að bankinn ann- aðist ráðgjöf og lánafyrirgreiðslu til skamms tíma til þeirra eldri borgara sem þyrftu á skammtíma- aðstoð að halda vegna íbúðaskipta en ekki var gert ráð fyrir að eldri borgarar stofnuðu til langtíma- lána komnir á lífeyrisaldur. Jafnframt var gerður samning- ur við Kópavogskaupstað um að bærinn fengi 10% af öllum byggðum íbúðum samtakanna til ráðstöfunar og leigu fyrir aldr- aða. Kópavogsbær tekur lán úr hinu opinbera lánakerfi til fjár- mögnunar á þeim íbúðum sem bærinn hefur til leiguráðstöfunar fyrir eldri borgara. Bærinn ann- ast síðan greiðslu vaxta og afborgana af lánum og hinir öldr- uðu greiða leigu fyrir afnot íbúð- arinnar en þurfa ekki sjálfir að stofna til skulda á efri árum. Jafnframt framangreindum samningum var gerður samning- ur við Búnaðarbanka íslands um að hann gæfi út bankatryggingu til hvers og eins íbúa sem fjár- magnað hafði sína íbúð, þar sem bankinn ábyrgðist endurgreiðslu íbúðarinnar til viðkomandi eða erfingja hans á gangverði sams- konar íbúða í Kópavogi á hverj- um tíma, skv. mati skipaðra matsmanna en í stað afsals frá Sunnuhlíðarsamtökunum, sem byggjanda, fær viðkomandi í hendur íbúðarréttarsamning óuppsegjanlegan af hálfu Sunnu- hiíðar, er gildir til æviloka, eða þess tíma sem viðkomandi óskar. Enginn sem fjármagnað hefur íbúðarréttinn greiðir húsaleigu, en allir íbúðarréttarhafar svo og leigjendur bæjarins greiða í sam- eiginlega hússjóð, sem Sunnu- hlíðarsamtökin annast um en þau sjá um allt viðhald innanhúss og utan, sameiginlega ræstingu, hitakostnað og öryggisvörslu all- an sólarhringinn fyrir andvirði hússjóðsins. Stjórn Sunnuhlíðar tekur all- ar ákvarðanir um viðhald og rekstur, en ekki þarf að boða sérstaka húsfundi íbúanna inn- byrðis en slíkt er mjög óheppilegt fyrir fólk á efri árum, sem þarf að búa við frið og öryggi. íbúarnir beina því athugasemdum eða beiðni um úrbætur beint til fram- kvæmdastjórnar Sunnuhlíðar, sem ber að bæta úr því sem aflaga fer. Þessu íbúðarréttarfyr- irkomulagi er ætlað að auðvelda alla stjórnun í vernduðu umhverfi og auðvelda íbúða- skipti og samskipti íbúðarréttar- hafa.“ JÓH S.A.A.N. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, ráðgjafi mun starfa við göngudeildina vikuna, 15.-19. október. Skráning viðtala fer fram á skrifstofunni, Glerárgötu 28, 2. hæð, sími 27611. H Auglýsing um aðalskipulag Ólafsfjarðar 1 1990-2010 Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðal- skipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi byggð og fyrirhugaða byggð á skipulagstímabilinu. Tillaga að aðalskipulagi Olafsfjarðar 1990-2010 ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu bæjar- ins í 6 vikur frá birtingu auglýsingar þessarar, á opn- unartíma skrifstofunnar. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til bæjarstjórans í Ólafsfirði innan 8 vikna, frá 5. okt- óber til 30. nóvember 1990 að telja, og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tiltekins frests, teljast samþykkir tillögunni. Ólafsfirði, október 1990, Bæjarstjórinn í Óiafsfirði, Skipulagsstjóri ríkisins. Stúlkur óskast til starfa Vaktavinna. Upplýsingar á staðnum frá kl. 17.00-19.00, ekki síma. Skipagötu 12, Akureyri. AKUREYRi Vantar konur til starfa nú þegar eða seinna Greiðum PREMÍU á alla vinnu. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. K. Jónsson & Co. hf. Niðursuðuverksmiðja, Akureyri. Dags.: SVARSEÐILL Beiðni um millifærslu áskriftargjaids □ Er áskrifandi □ Nýr áskrifandi Undirritaöur óskar þess að áskriftargjald Dags verði framvegis skuldfært mánaðarlega á greiðslukort mitt. Kortnr.: Gildir út: Kennit.: ASKRIFANDI: HEIMILI: PÓSTNR.-STAÐUR: SIMI: Strandgötu 31 Sími 96-24222 UNDIRSKRIFT.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.