Dagur - 10.10.1990, Qupperneq 11
Miðvikudagur 10. október 1990 - DAGUR - 11
Enginn boðlegur sýningarsalur?
Undanfarið hefur verið ritað ögn
um myndlist í Degi og ber að
fagna því þar sem slíkt gerist ekki
oft. Mér finnst ástæða til að halda
þessari umræðu eilítið áfram.
Kunningi minn, Óli G. Jóhanns-
son, skrifaði í blaðið ágæta grein
þar sem hann rekur í grófum
dráttum sögu myndlistarmála í
bænum síðustu tvo áratugi. Hann
gerir þar að umtalsefni aðstöðu-
leysi til sýningahalds og þann þátt
tel ég vert að íhuga aðeins nánar
hafandi í huga að aldrei er góð
vísa... o.s.frv.
Pegar myndlistarmenn kvarta
yfir þessu atriði er oft svarað sem
svo að nógir sýningarstaðir séu
fyrir hendi og upptalning hefst:
Gamli Lundur, Myndlistaskól-
inn, Dynheimar, Vín, bankar,
íþróttaskemman o.fl. o.fl., allt
staðir þar sem haldnar eru mynd-
listarsýningar mismunandi reglu-
lega. Vandinn er sá að enginn
þessara staða er boðlegur undir
sýningar listamanna sem bera
virðingu fyrir sér og sinni list
heldur neyðarúrræði.
Óli nefnir í grein sinni þrjú
gallerí sem rekin hafa verið í
bænum og öll hætt rekstri. Það
eru Háhóll, Rauða húsið og
Glugginn. Þessir staðir, svo ólíkir
sem þeir voru, eru einu sóma-
samlegu sýningarstaðirnir sem
verið hafa í bænum. Og hvernig
skyldi standa á því? Jú, það er
vegna þess að á þessum stöðum
voru innréttingar til þess gerðar
að vera umgjörð um myndlist og
annað ekki. Menn komu á þessa
staði til þess eins að skoða sýn-
ingar og vissu að þar voru þær
haldnar. Hins vegar er íþróttahús
ekki annað en íþróttahús og skóli
ekki annað en skóli þó að þar séu
hengd upp málverk eða settir upp
skúlptúrar. Hvað þá banki eða
blómaskáli. Gamli Lundurgegnir
hér nokkurri sérstöðu þar sem
hann er eingöngu notaður sem
sýningarstaður, en því miður eru
orð Óla G. að hann sé vondur
sýningarsalur, hárrétt lýsing.
í framhaldi af því hefur orðið
svolítil umræða í blaðinu um að
sýningarstaðir hafi góða aðsókn
Aöalsteinn Svanur Sigfússon.
og góða sölu. Það eru hins vegar
hlutir sem eru myndlist algerlega
óviðkomandi og alltaf slysalegt
þegar fólk hneigist til að tengja
þessi hugtök við myndlist. Ágæti
listar, hvaða nafni sem hún nefn-
ist, verður ekki mælt með vinsæld-
um eða eftirspurn á markaði.
Markmið listamannsins hlýtur að
vera það eitt að búa til eins góða
og sanna list og hann framast er
fær um en ekki það að afla sér
frægðar og fjár. í einstaka undan-
tekningartilfellum fer þetta þó
saman en þetta var nú útúrdúr.
Snúum okkur að efninu.
Ég fullyrði að þá sjaldan góð
myndlist er til sýnis hér í bæ þá
selst hún illa. Og góð myndlist er
sjaldan til sýnis hér vegna þess að
boðlega sýningaraðstöðu vantar.
í þriðja lagi getur slæmur salur
gert samsafn góðra listaverka að
slakri sýningu. Mín kenning er
því sú að beint samhengi sé á
milli þeirrar aðstöðu sem er til
sýningahalds og ágætis þeirra
sýninga sem haldnar eru.
Á aðsókn að myndlistarsýning-
um á Akureyri er einnig vert að
minnast því þar eru athyglisverð-
ir hlutir. Það ber nefnilega svo
við að hún verður að teljast mjög
góð og sýnir rnikinn áhuga bæjar-
búa og nágranna á myndlist. Það
er ekki óalgengt að gestafjöldi á
sýningu hér sé svipaður, eða
meiri, en gengur og gerist í
Reykjavík, ef frá eru taldir fjöl-
sóttustu staðirnir þar (Kjarvals-
staðir, Listasafn íslands og Nor-
ræna húsið).
Hér er algengt að þrjú til fjög-
ur hundruð manns sjái sýningu
sem telst t.d. mjög gott í Nýlista-
safninu í Reykjavík. Ég tel Ný-
listasafnið vera langbesta sýning-
arsal á landinu og þótt aðsókn sé
þar ekki meiri en þetta og sala
yfirleitt dræm þá verður það ekk-
ert verri sýningarsalur fyrir það. I
mínum huga er góð sýningarað-
staða nauðsyn fyrir góða mynd-
list og þetta tvennt hefur tilhneig-
ingu til að fylgjast að. Hins vegar
verður léleg list aldrei betri liver
sem umgjörðin er.
Ég hef hér að framan rabbað
fram og aftur um ástand í sýning-
armálum myndlistar hér í bænum
og hlaupið út undan mér út um
móa og mela. Niðurstaðan ætti
þó að vera öllum ljós: Til þess að
virkilega góðar myndlistarsýning-
ar verði haldnar hér oftar en raun
ber vitni þarf að gera úrbætur í
húsnæðismálum.
Um framkvæmdahliðina,
þ.e.a.s. hvaða leið á að fara til að
bæta úr þessu ástandi sem er
bænum til háborinnar skammar,
ætla ég hins vegar ekki að hætta
mér út í að ræða og læt öðrum
eftir. Ég má þó til með að nefna
að sú umræða sem komin er af
stað um Listagil í Kaupvangs-
stræti hefur hjá mér, eins og
sennilega öllum þeim sem áhuga
hafa á listum í þessum bæ, komið
af stað dálitlum fiðringi í magan-
um.
Aðalsteinn Svanur Sigfússon.
Höfundur cr skógarhöggsmaöur og fæst
viö myndlist.
Félag viðskipta- og hagfræðinga og Kaupþing Norðurlands:
Efna til opins fundar
með Stefáni Halldórssyni
Fimmtudaginn 11. október nk.
efna Félag viðskipta- og hag-
fræðinga og Kaupþing Norður-
lands hf. til hádegisverðarfundar.
Fundurinn verður á Hótel KEA
og hefst kl. 12.15. Gestur fundar-
ins verður Stefán Halldórsson,
framkvæmdastjóri Ráðgjafar
Kaupþings hf. Stefán mun fjalla
um hvernig meta nrá virði fyrir-
tækja. Annars vegar með tilliti til
þess að fyrirtæki setji hlutabréf
sín á almennan markað og hins
vegar með tilliti til þess að kaupa
eða selja fyrirtæki í fullum
rekstri.
Stefán Halldórsson er mennt-
aður þjóðfélagsfræðingur frá
Háskóla íslands (1975) og rekstr-
arhagfræðingur (MBA) frá Tuck
DAGIIR
AkureATi
S96-SM
Norðlcnskt dagblað
viðskiptaháskólanum við Dart-
mount College í New Hampshire
(1988). Stefán starfaði hjá Arn-
arflugi árin 1977 til 1986 m.a. við
markaðsmál, starfsmannahald
o.fl. Frá 1988 starfaði hann hjá
ráðgjafarfyrirtækinu Arthur D.
Little. Inc. í Boston, þar til í
mars sl. að hann réðst til Ráð-
gjafar Kaupþings hf. sem fram-
kvæmdastjóri.
Fram til þessa hefur hluta-
bréfamarkaður á íslandi verið
ákaflega vanþróaður. Á síðustu
misserum hafa hlutafélög þó í
síauknum mæli verið að skrá bréf
sín á almennum markaði og gera
ýmsar aðrar ráðstafanir til að
liðka fyrir frjálsum viðskiptum
með hlutabréf. Breyting skatta-
laga í þá átt að gefa fólki kost á
skattfrádrætti v/fjárfestingar í
hlutabréfum hefur einnig ýtt und-
ir þessa þróun.
Mörg smærri hlutafélög eru nú
að gera breytingar á samþykktum
sínum í þeim tilgangi að afnema
hömlur um kaup og sölu hluta-
bréfa.
Líklegt má telja að þróunin
hér verði f líkingu við það sem
tíðkast í öðrum vestrænum lönd-
um þar sem hlutabréfamarkaðir
eru oflugir og kaup hlutabréfa
eru algengt form sparnaðar
almennings.
Fundurinn er öllum opinn.
Þátttaka tilkynnist til Kaupþings
Norðurlands í síma 24700.
(Fréttatilkynning.)
Til sölu
Volvo 244 GL,
'87, sjálfskiptur. Ek. 50 þús. km.
Toyota Corolla LA,
’87. Beinskiptur. Ek. 31 þús. km.
Honda Accord,
’88. Beinskiptur. Ek. 50 þús. km.
Það má ræða verðið
Við Tryggvahraut Akurcvri Simi 22700
BILASALA
Kaupfélag Eyfirðinga
Akureyri
Deildarstjóri
Byggingavörudeildar
Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að ráða deildar-
stjóra í Byggingavörudeild KEA.
Heildarvelta Byggingavörudeildar KEA á síöastliðnu
ári var rösklega 360 m. kr. Fjöldi starfsmanna er
u.þ.b. 30.
Starfssvið:
* Deildarstjóri veitir deildinni forstöðu, og tekur þátt
í stefnumótun hennar.
* Hann ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar.
* Hann hefur yfirumsjón með innkaupum.
•* Hann heyrir beint undir kaupfélagsstjóra.
Leitað er að starfsmanni sem:
* hefur reynslu af stjórnun og/eða verslunarrekstri á
þessu sviði.
* getur notfært sér tölvur sem stjórntæki.
* er með trausta og örugga framkomu, frumkvæði
og getur unnið sjálfstætt.
* á auðvelt með að umgangast fólk.
* hefur vald á ensku og einu norðurlandamáli.
* sem er með menntun á sviði viðskipta og/eða
reksturs.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir er tilgreini aldur og menntun, ásamt starfs-
reynslu, sendist starfsmannastjóra félagsins fyrir 2.
nóvember næstkomndi merktar „Umsókn um stöðu
deildarstjóra Byggingavörudeildar".
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri KEA,
Sigurður Jóhannesson í síma 96-30341.
Kaupfélag Eyfirðinga
Akureyri
Deildarstjóri
matvörudeildar
Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að ráða deildar-
stjóra yfir Matvörudeild KEA.
Fimm matvöruverslanir eru á vegum matvörudeildar
KEA.
Starfssvið:
* Deildarstjórinn hefur yfirumsjón með rekstri kjör-
búða KEA á Akureyri.
* Hann hefur einnig faglegt eftirlit með matvöru-
verslunum KEA á eftirtöldum stöðum: Dalvík,
Ólafsfirði, Siglufirði, Hrísey, Grímsey og Grenivík.
* Hann er einnig yfirmaður Samlands sf. sem ann-
ast innkaup fyrir matvöruverslanir félagsins.
* Hann heyrir beint undir kaupfélagsstjóra.
Leitað er að starfsmanni sem:
* hefur reynslu af stjórnun og/eða rekstri matvöru-
verslana.
. * getur notfært sér tölvur sem stjórntæki.
☆ er með trausta og örugga framkomu, frumkvæði
og getur unnið sjálfstætt.
* á auðvelt með að umgangast fólk.
* kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli er skil-
yrði.
* æskileg er menntun á sviði viðskipta eða reksturs
ásamt haldgóðri starfsreynslu.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir er tilgreini aldur og menntun, ásamt starfs-
reynslu, sendist starfsmannastjóra félagsins fyrir 2.
nóvember næstkomandi merktar „Umsókn um stöðu
deildarstjóra Matvörudeildar".
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri KEA,
Sigurður Jóhannesson í síma 96-30341.