Dagur - 11.10.1990, Page 1

Dagur - 11.10.1990, Page 1
Fyrsti túr Ásgeirs Frímanns ÓF: „Framar björtustu vonum“ „Við vorum heppnir, þetta er óvenjugóður túr. Þetta var eig- inlega framar björtustu vonum,“ segir Helgi Már Reynisson, annar aðaleigandi línubátsins Ásgeirs Frímanns Óf 21 en skipið kom til hafnar í vikunni með um 80 tonna afla eftir mánaðar útivist í sínum Norður-Þingeyjarsýsla: Mikið að gera í sölu líflamba Óvenjulega mikil lítlambasala hefur verið úr Norður-Þingeyj- arsýslu í haust og koma lömbin úr Sauðanes- og Svalbarðs- hreppi. Bændur í þessum hreppum hafa unnið að því síðustu dægur að velja líflömb til sölu á þau svæði, sem skorið hefur verið niður á undanförnum árum vegna riðuveiki, og mun fjárflutningum þaðan væntanlega ljúka einhvern næstu daga. Vigfús Jósefsson, bóndi í Sæ- túni í Sauðaneshreppi, segir að lömb komi nrjög feit og falleg af fjalli og bændur sem kaupi fé úr hreppnum ættu ekki að vera sviknir af þeim viðskiptum. Auk Sætúns eru seld lömb frá Syðri- Brekkum, Hallgilsstöðum, Tungu- seli, Sauðanesi og Efra-Lóni í Sauðaneshreppi. óþhj fyrsta túr. Útgerð Ásgeirs Frímanns er sérstök hér á landi því hér er um að ræða eina skipið sem útbúið er sérstaklega til veiða á lúðu, löngu og keilu. Aflinn nú var um 55 tonn af lúðu, 30 tonn af keilu og öðrum tegundum. Aflinn var allur seldur áður en skipið lagðist að bryggju en hann fer á markað í Evrópulöndum og Norðurlöndunr og sér útgerðin sjál'f um útflutninginn. Verðmæti aflans er um 25 milljónir króna. í þessum fyrsta túr voru 6 norðmenn sem allir hafa þekk- ingu til línuveiða af þessu tagi. Helgi Már segir að berlega hafi komið í ljós að miklu skipti að hafa vel þjálfaða áhöfn og einnig að hafa gott skip eins og Ásgeir Frímanns ÓF sé. , JÓH Garðveisla að Stekk. Grillaðar pylsur og leikir í léttri norðanhríð til að fagna nýgerðri lóð og leikvelli. Mynd: Golli Mikil sala á framleiðslu Striksins í ár: „Reikna frekar með fjölgun starfsfólks en hitt“ - segir Haukur Ármannsson, framkvæmdastjóri „Segja má að vertíðin hjá okk- ur standi nú yfir. Verksiniöjan er keyrð á 50 starfsmönnum en þeir voru 36 þegar við byrjuð- um og ég reikna ekki með að starfsfólki fækki hér á næst- unni heldur bætist frekar við en hitt,“ segir Haukur Ár- mannsson, framkvæmdastjóri skóverksmiðjunnar Striksins á Akureyri, en nýlega réð fyrir- tækið sjö manns í vinnu og var þar að hluta til um ný störf að ræða. Haukur segir meginskýringu á fjölgun starfa hjá verksmiöjunni þá að salan er mun meiri en í fyrra og meiri en forsvarsmenn Hafnfirskt fyrirtæki kaupir Hafnarstræti 100 á Akureyri: Skemmtistaður rekirni þar áfram - stefnt að opnun eftir 1-1V2 mánuð Þeir félagar Baldur Ellerts- son og Rúnar Gunnarsson, eigendur H-100 sf., hafa selt fyrirtækinu ístan hf. í Hafn- arfirði, húseign sína í Hafnar- stræti 100 á Akureyri. Um er að ræða 900 fermctra húsnæði á 5 hæðum. Frá árinu 1979 hefur verið rekinn veitinga- og skcmmtistaður í Hafnar- stræti 100, nú síðast Bleiki fíllinn. Forsvarsmenn ístan hf. voru staddir á Akureyri í gær til að ganga frá^kaupunum en þeir hyggjast reka áfram veitinga- og skemmtistað í húsinu. Þeir vildu þó ekki tjá sig á þessu stigi um það hvernig rekstrinum yrði nákvæmlega háttað. Stefnt er aö því að opna nýjan skemmti- stað í húsnæðinu eftir 1-1'/2 ntánuð. Árið 1979 hófu þeir félagar Baldur Ellertsson og Rúnar Gunnarsson rekstur veitinga- og skemmtistaðar í Hafnar- stræti 100. Staðurinn fékk nafn- ið H-100 og ráku þeir hann í sjö ár. Þá tók nýr aöili viö veiting- arekstri í húsnæðinu undir nafni Zebra og nú síðast var þar Bleiki fíllinn, sem varð gjald- þrota nýlega. -KK fyrirtækisins þorðu að vona. Samhliða njóti verksmiðjan góðs af mun betra rekstrarumhverfi en í fyrra. „Já, við seljum nú allt sem við framleiðum og meira til,“ segir Haukur. Haukur segir að aukning sé í sölunni um allt land þó að hún sé greinilega mest í Reykjavík en þar réð fyrirtækið sölumann í fullt starf síðastliðið haust. Þá sölustarfsemi segir Haukur að skilað hafi árangri á þessu ári. Haukur segir að markaðshlut- deild verksmiðjunnar hafi haldist nær óbreytt á landsbyggðinni en segja megi að aukning sé talsvert mikil í Reykjavík. Sé á hinn bóg- inn litið til markaðshlutdeildar verksmiöjunnar í heild þá sé hún um 6% þótt í einstökum tegund- um af skófatnaði fari hún upp í 10 til 12%. Fyrir skömmu keypti verk- smiðjan skóverslunina Staðarfell á Akranesi og á verksmiðjan þá tvær skóverslanir en hin er versl- unin Krummafótur á Egilsstöð- um. Skóverslunin Staðarfell er eina skóverslunin á Akranesi en hún hefur verið rekin síðan 1943. Haukur segir að líkt og með verslunina á Egilsstöðum verði rekstrinum stýrt frá Akureyri en starsfólk sjái um daglega umsjón og afgreiðslu. JÖH Virðisaukaskattur á heimtekið kjöt: Bændur eiga að fá hann endurgreiddan - segir Þorgeir Hlöðversson, sláturhússtjóri Hafþórsmálið: Dögun missti af lestimii - bankatrygging fékkst ekki Það er nú orðið Ijóst að Dög- un hf. á Sauðárkróki kaupir ekki Hafþór, skip Hafrann- sóknastofnunar. Lokafrestur hennar til að fá bankatrygg- ingu fyrir 64 milljónum króna rann út í gær og Búnaðar- bankinn lagði ekki út í þessa ábyrgð. Sjávarútvegsráðu- neytið mun ákveða í dag hver glímir næst við máiið. Á þriðjudaginn fengu Dög- unarmenn frest til klukkan 11.00 á miðvikudag til að skila inn bankatryggingu. Að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, starfsmanns ráðuneytisins, fengu þeir þann frest lengdan til klukkan 14.00 og síðan það sem eftir lifði af skrifstofutíma. Ástæðuna fyrir þessum töfum sögðu Dögunarmenn að væri athugun Búnaðarbankans á gögnum og að leggja þyrfti mál- ið íyrir bankaráð í gær. Ekki fékkst tryggingin á til- settum tíma og Gylfi Gautur sagði í lok vinnudags í gær að Dögun fengi ekki lengri frest og 1' dag yrði nýjurn tilboðshafa aflient málið. Það væri aftur á móti ekki ljóst hvort það yrði Ingimundur og Gjögur hf. eða Togaraútgerð ísafjarðar hf. Þeirra tilboö hljóðuðu bæði upp á 200 milljónir, en mismikla útborgun. SBG Þorgeir Hlööversson, slátur- hússtjóri Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík, segir aö bænd- ur eigi að geta fengið álagðan virðisaukaskatt á hcimtekið kjöt endurgreiddan úr ríkis- sjóði, en eins og kom fram í Degi í gær er nokkur kurr í bændum vegna þess að þeim er nú gert í fyrsta skipti að greiða 24,5% virðisaukaskatt af kjöti sem þeir taka heim úr slátur- húsi til neyslu. Þorgeir staðfesti að komið hefði mörgum bóndanum á óvart að heimtekið kjöt skuli nú skatt- lagt og ljóst sé að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þessari breyt- ingu. „Bændur í búrekstri eiga að fá virðisaukaskatt af heimteknu kjöti endurgreiddan, ef þeir hafa þennan kostnað á búsgrundvelli og verðreikna sér síðan kjötið til heimanota," sagði Þorgeir. Hann sagðist hafa sett upp auglýsingu í sláturhúsinu þar sem bændum væri gert þetta ljóst. „Bændur fá útgefinn reikning hjá mér fyrir þessari þjónustu þar sem reikn- aður er á virðisaukaskattur. Síð- an eiga þeir að fá þann kostnað viðurkenndan og frádreginn í sínu virðisaukaskattsuppgjöri, svo fremi að þeir hafi þetta á bús- grundvelli og reikni sér til tekna kjötið til heimanota," sagði Þorgeir. Hann sagði að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði unnið í þessu máli að undanförnu og þaðan hefði hann upplýsingar um hvernig fara ætti með það. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.