Dagur - 11.10.1990, Síða 3
Fimmtudagur 11. október 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Fasteignir Álafoss hf. á Akureyri seldar fyrir 300 milljónir:
„Gert samkvæmt samkomulagi okkar við lánardrottna“
segir Ólafur Ólafsson forstjóri
Landsbanka íslands og Iðn-
Iánasjóði voru slegnar allar
helstu fasteignir Álafoss hf. á
Akureyri á opinberu uppboði
rétt fyrir síðustu helgi. Um var
að ræða Iokauppboð eignanna,
en heildarupphæðin sem fékkst
fyrir þær var 300 milljónir
króna. Álafoss hf. mun áfram
hafa afnot af þeim byggingum
sem þörf er á vegna rekstursins
á Akureyri.
Ólafur Ólafsson, forstjóri Ála-
foss, var spurður um þessi
uppboð. Hann segir, að þau séu í
samræmi við það samkomulag
sem tókst í upphafi ársins um
heildarlausn á vanda fyrirtækis-
ins. Álafoss hefði selt eignirnar,
Hótel Blönduós:
Hlutafé auMð um
fimm milljónir
„Lausn á málum hótelsins er
komin í megindráttum. Það er
Ijóst að samvinnufélögin á
Blönduósi munu reka það
áfram, en hlutafé verður vænt-
anlega aukið um fimm milljón-
ir. Blönduósbær mun leggja
fram þrjár milljónir og aðrir
aðilar trúlega tvær, en það er
ekki endanlega frágengið,“
sagði Guðsteinn Einarsson,
kaupfélagsstjóri á Blönduósi.
Hótel Blönduós hefur undan-
farið verið rekið með töluverðum
halla, svo að ákveðið var í sumar
að reyna að gera eitthvað því til
bjargar. Hótelinu hefur ekki ver-
ið lokað og ekki er reiknað með
að svo fari, þó sagði Guðsteinn
að e.t.v. yrði því lokað í tæpan
mánuð yfir háveturinn.
Að sögn Guðsteins verða ein-
hverjar áherslubreytingar á starf-
semi, en engar stórvægilegar.
Einungis verður reynt að koma
rekstrinum upp að eða yfir
núllið.
Starfsfólki hótelsins var sagt
upp í sumar og er nú að vinna út
uppsagnarfrest sinn. Reiknað er
með að einhver fækkun verði á
starfsfólki eftir breytingar á rekstr-
inum. SBG
Akureyri:
Kvefpestir og
magakvillar
Að sögn Hjálmars Freysteins-
sonar, læknis á Heilsugæslu-
stöðinni á Akureyri, hafa ýms-
ar kvefpestir og magakvillar
hrjáð íbúa Akureyrar á þessu
hausti, en alltaf er tilviljunum
háð hvað fer inn á skrá Heilsu-
gæslustöðvarinnar, því fólk er
mjög misduglegt að leita lækn-
is. Lítið ber á inflúensu það
sem af er vetri, en hennar tími
er frekar eftir áramótin.
í skýrslu Heilsugæslustöðvar-
innar á Akureyri um smitsjúk-
dóma o. fl. fyrir september kem-
ur fram, að greind lungnabólgu-
tilfelli eru 302, en kvef- og háls-
bólgutilfelli 21. Aðeins 7 inflú-
ensutilfelli eru skráð. Þá voru sex
veikir af hlaupabólu og einn
sjúklingur er skráður með rauða
hunda og annar með hettusótt.
Enteritis acuta s. mb. diarrhoicus
eða iðrakvefsótt greindist í 87 til-
fellum og kláði og kláðamaur í 15
tilfellum. ój
sumar beint en aðrar á uppboði,
en jafnframt væru fyrirtækinu
tryggð afnot af þeim húsum, sem
það þyrfti á að halda á Akureyri.
„Þetta er ekkert sem kemur á
óvart, og engin ástæða til að
örvænta. Það hafði dregist að
framkvæma þessi uppboð, þar
sem gæta þurfti lagalegs réttar
allra aðila sem að málum koma.
Þetta varð að vera opinber sala,
og átti hún sér stað 5. október.
Þetta var allt í samræmi við það
samkomulag sem Álafoss gerði
við lánardrottna sína sl. vetur og
vor. Þessi uppboð þýða alls ekki
endalok rekstursins á Akureyri.
Verkefnastaðan hjá okkur hefur
aldrei verið betri, og ljómandi
góður uppgangur hjá fyrirtækinu.
Núna erum við að tryggja okkur
samninga fyrir næsta ár,“ segir
Ólafur.
Viðræður Álafoss við Sovét-
menn ganga samkvæmt áætlun,
en samningar við ríkisfyrirtæki
eru ekki nema um 25% af sovét-
viðskiptum fyrirtækisins.
Afgangurinn er til annarra aðila.
Ólafur Ólafsson telur allar líkur
benda til að Álafoss haldi a.m.k.
sínu á Sovétmarkaðinum.
Samkvæmt upplýsingum frá
bæjarfógetanum á Ákureyri,
Elíasi I. Elíassyni, fór aðalhús
Gefjunar á 170 milljónir kr. til
Landsbankans, vinnslusalur
Gefjunar og ketilhús voru slegin
Iðnlánasjóði á 50 milljónir,
Landsbankinn eignaðist verslun-
arhús Álafoss fyrir eina milljón,
skrifstofuálman var seld Iðnlána-
sjóði á 70 milljónir og hluti
Dalsbrautar 1 var sleginn Lands-
bankanum á 10 milljónir króna.
í öllum tilvikum var um að'
ræða lokasölu eignanna til þess-
ara tveggja aðila. Áður var búið
að ganga frá sölu á verksmiðju-
húsi Fataverksmiðjunnar Heklu.
EHB
Hf. Eimskipafélag íslands býður nú til sölu á almennum markaði
hlutabréf í félaginu að nafnverði 41.315.802 kr.
UTBOÐ A
HLUTAFÉ
EIMSKIPS
Bréfín eru seld með áskrift. Öllum er gefinn kostur á að
skrá sig íyrir hlutafé að nafhverði 5.000-25.000 kr. á
genginu 5,60. Þeir sem óska eftir að kaupa fyrir hærri
fjárhæð geta gert tilboð í hlutabréf á hærra gengi.
Eigið fé EIMSKIPS hinn 30. júní sl. var 3,2 milljarðar
króna. Áætluð velta félagsins árið 1990 er um 7 milljarð-
ar króna og fyrstu 6 mánuði ársins nam hagnaður samtals 257
milljónum króna.
Nánari upplýsingar um útboðið liggja frammi hjá Verðbréfa-
markaði íslandsbanka hf., Armúla 13a, Reykjavík, útibúum
íslandsbanka hf. og Fjárfestingarfélagi íslands hf., Hafnarstræti 7,
Reykjavík.
EIMSKIP
Umsjónaraðili útboðsins er Verðbréfamarkaður (slandsbanka hf., Ármúla 13a, 108 Reykjavík, sími: 681530.