Dagur - 11.10.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 11. október 1990
Mikilvægast í imnum huga að halda
uppi karlakórsstarfi í þessum söngbæ
Hér gefur að líta Karlakór Akureyrar árið 1984.
- segir Ingvi Rafn Jóhannsson, fráfarandi formaður Geysis
Segja má að dagurinn í dag marki ákveðin
tímamót í sögu kórtónlistar á Akureyri. í
kvöld verður stigið það formlega skref að
sameina tvo rótgróna karlakóra á Akur-
eyri, Karlakór Akureyrar og karlakórinn
Geysi, undir einn hatt. Fundurinn verður í
húsakynnum Geysis-manna í Lóni 02 hefst
kl. 20.30.
Umræða um sameiningu karla-
kóranna hefur skotið upp kollin-
um á mörgum undanförnum
árum, en það var fyrst á nýliðn-
um vetri sem skriður komst á
málið. Síðastliðið vor voru hnýtt-
ir saman margir lausir endar
varðandi sameininguna, t.d. var
að mestu gengið frá peningamál-
unum. Það þarf margs að gæta í
þessu sambandi, t.d. eiga kór-
arnir báðir umtalsverðar eignir,
Geysis-menn hafa sína aðstöðu í
Lóni, en félagar í Karlakór
Akureyrar í húsnæði að Óseyri.
Niðurstaðan varð sú að framtíð-
arhúsnæði sameinaðs karlakórs í
bænum skyldi vera í Lóni.
Grunnurinn að sameiningu kór-
anná er fyrst og fremst sá að á und-
anförnum árum hefur reynst sífellt
erfiðara að halda kórunum gang-
andi vegna mannfæðar. Það er af
sem áður var þegar tugir inanna
sungu í kórunum báðum og töldu
ekki eftir sér að mæta dag eftir
dag á kóræfingar. En nú er öldin
önnur. Félagastarfsemi er mun
fjölbreyttari en áður og þá tekur
sjónvarpið, þessi makalausi tíma-
þjófur, sinn toll.
Ingvi Rafn Jóhannsson er frá-
farandi formaður karlakórsins
Geysis. Hann var fyrst spurður
að því hvaða nafn nýjum samein-
uðum kór yrði gefið. „Ég þori
ekki alveg að segja til um hvaða
nafn nýi kórinn fær. Það liggur
þó fyrir að hann mun annað-
hvort heita Karlakór Akureyrar -
Geysir eða öfugt. Að minnsta
kosti er öruggt að bæði nöfnin
verða notuð.“
Ingvi segir að erfitt sé að segja
fyrir um hversu margir munu
stilla saman strengi sína í hinum
sameinaða kór. Hann segir að
um 40 menn hafi verið starfandi í
báðum kórum á sl. vetri. „Okkur
er tjáð, ekki síst úr röðum Karla-
kórs Akureyrar, að eftir samein-
ingu kóranna muni fleiri söng-
menn leggja okkur lið.“
Ingvi neitar því ekki að tölu-
vert erfitt sé að sameina svo rót-
gróna kóra. „Auðvitað er það
erfitt. Báðir kórarnir hafa starfað
lengi og getið sér gott orð. Fyrir
Margar góðar söngkempur í Geysi saman komnar.
marga eldri félaga kóranna er
það viðkvæmt mál að leggja þá
niður. Við sem að sameiningunni
höfum unnið teljum það hins
vegar ekki. Ég lít svo á að við
séum ekki að leggja niður kórana
sem slíka. Sjálfur hef ég verið
félagi í báðum kórum, í Karlakór
Akureyrar í 17 ár og annan eins
tíma í Geysi. Sameining er því
ekki viðkvæmt mál fyrir mér.
Aðalmálið í mínum huga er að
hægt sé að halda uppi karlakórs-
Karlakór Akureyrar hélt upp á 50 ára afmæli sitt með pompi og pragt árið 1980.
Karlakórsmenn hafa til margra ára sungið á Lúsíuhátíð í Akureyrarkirkju.
Hér eru félagar í Karlakór Akureyrar í flokki fríðra meyja á æfingu fyrir
Lúsíuhátíð árið 1982.
€