Dagur - 11.10.1990, Síða 7
Fimmtudagur 11. október 1990 - DAGUR - 7
Æft fyrir samsöng Geysis og Kariakórs Akureyrar í Skemmunni í maí 1978.
Litið inn á æfingu hjá Geysi undir stjórn iMichaels Clarkc.
starfi í þessum söngbæ. Við telj-
um bara ekki grundvöll fyrir
báða kórana. Staðreyndin er sú
að á undanförnum árum hefur
verið barist við að starfrækja
báða kórana með misjöfnum
árangri. Núorðið er í mörg horn
að líta. Ég býst við að auðveldara
sé að halda úti kór í sveitum en
hér í þéttbýlinu.“
Stjórn nýs sameinaðs kórs
verður kjörin í kvöld og verður
hún skipuð fulltrúum beggja
kóra. Þá verður gengið frá lögum
kórsins.
En hvað hyggst nýi karlakór-
inn taka sér fyrir hendur í vetur?
Ingvi Rafn segir að ekki hafi ver-
ið gengið frá því, en líklega verði
stefnan í byrjun tekin á árlega
Lúsíuhátíð í desember. Þá hafi
menn hug á því að gera skil
hundrað ára afmæli Björgvins
heitins Guðmundssonar, tón-
skálds, eftir áramót.
Ekki hefur verið gengið frá
ráðningu stjórnanda kórsins.
Skólastjóri Tónskólans í Ólafs-
firði hefur verið nefndur í því
sambandi, en þau mál ættu að
skýrast á næstu dögum. óþh
Akureyri-Dalvík:
Dagur lögreghmnar
Sunnudaginn 14. október nk.
verður haldinn um allt land Dag-
ur lögreglunnar. Hugmyndin
með þessum degi er sú að kynna
fyrir almenningi eftir því sem
hægt er hið fjölþætta starf lög-
reglunnar. Fyrirmynd þessa dags
er fengin erlendis frá, en þar er
þetta velþekkt.
Á Akureyri verður reist tjald
sunnan lögreglustöðvarinnar og
þar verða til sýnis búnaður og
tæki lögreglunnar. Lögreglu-
menn munu vera þar til staðar og
útskýra búnaðinn fyrir gestum.
Þá mun lögreglustöðin vera
opin fyrir almenning til skoðunar
á tímabilinu frá kl. 14.00 til
18.00. Þar munu allir sem koma
fá leiðsögn um lögreglustöðina
og lögreglumenn munu svara öll-
um þeim spurningum sem fólk
vill fá að vita um starfið.
Öll börn sem koma í heimsókn
fá lögreglumerki, og þá geta þau
einnig látið taka af sér mynd á
lögreglumótorhj óli.
Á Dalvík verður lögreglustöð-
in opin fyrir almenning á sama
tíma og á Akureyri, og þar munu
lögreglumenn staðarins lciða
Dalvíkinga í sannleikann um lög-
reglustarfið.
Lögreglumennirnir vonast til
að sjá sem flesta gesti á lögreglu-
stöðvunum á sunnudaginn.
(Fréttatilkynning.)
Leiðrétting:
Rangfærsla
í tilvitnun
Ég finn mig knúinn til að koma á
framfæri leiðréttingu í sambandi
við þanka mína um agaleysi ís-
lendinga í Efst í huga sl. laugar-
dag. Þar sagði ég tilvitnun rnína
vera úr íslensku leikverki. Einn
góður maður benti mér síðan
réttilega á það að þessi setning
væri úr íslenskri skáldsögu, sem
aldrei hefði verið leikgerð. Betur
hefði ég því sagt hana úr skáld-
verki en leikverki.
Rétt skal vera rétt, ekki síst í
sambandi við tilvitnanir, svo
þessu er hér með komið á fram-
færi, en ég vona að þessi þekk-
ingarvilla mín hafi hvorki sært
lesendur djúpum sárum né dreg-
ið athyglina frá efni pistilsins.
Skúli Björn Gunnarsson.
Barnaskákmót Taflfélags Reykjavíkur:
Góður árangur Akureyringa
Föstudaginn 5. október lögðu 19
ungir skákmenn og konur auk
tveggja fararstjóra land undir fót
og héldu til Reykjavíkur. Þetta
unga fólk hafði verið valið til að
tefla fyrir hönd Skákfélags Akur-
eyrar á Barnaskákmóti Taflfélags
Reykjavíkur sem halda átti dag-
inn eftir.
í mótið voru skráðir u.þ.b.
1300 keppendur og vegna fjöld-
ans var nauðsynlegt að skipta
hópnum í tvo hluta. Fytri hlutinn
u.þ.b. 700 krakkar átti að hefja
taflið klukkan 10 á laugardags-
morguninn, en sá seinni klukkan
16 sama dag. Það kom í hlut okk-
ar manna/kvenna að tefla í fyrra
mótinu ásamt öðru landsbyggð-
arfólki auk Breiðholts- og Árbæj-
arhverfis í Reykjavík.
Fyrirkomulag mótsins var með
þeim hætti að til að byrja mcð var
hópnum skipt niður í marga,
u.þ.b. 25 manna, hópa og fyrstu
þrjár umferðirnar tefldar innan
hvers hóps. Þetta reyndist vel og
tókst skákstjórum að hafa góða
stjórn á hlutunum. En síðan var
hópunum blandað saman þannig
að þeir voru í sama hópi sem
höfðu jafnmarga vinninga. Það
er skemmst frá því að segja að
eftir þetta lcystist mótið upp í
eina allsherjar vitleysu. Eftir
hverja umferð þurftu krakkarnir
að færa sig utn set, jafnvel á aðta
hæð í húsinu og það varð til þess
að í hverri umferð voru 30-40
börn sem ekki fundu rétta stað-
inn og það kom jafnvel fyrir að
krakkar týndust og kæmu svo í
leitirnar eftir tvær umferðir. Þessi
hringavitleysa varö til þess að
TR-menn styttu mótið um eina
umferð.
Árangur Akureyringanna var
sem hér segir:
Örvar Arngrímsson 6 v. af 6
Helgi Gunnarsson 6 v. af 6
Baldur H. Sigurðsson 51/: v. af 6
Aðalsteinn Sigurðsson 51/: v. af 6
Pétur Grétarsson 5 v. af 6
Magnús D. Ásbjörnsson 5 v. af 6
Einar Jón Gunnarsson 5 v. af 6
Þorbjörg Þórsdóttir 5 v. af 6
Þórleifur Karlsson 5 v. af 6
Sigurjón Jónasson 5 v. af 6
Gestur Einarsson 4'A v. af 6
Hafþór Einarsson 41/: v. af 6
Bjarki Albertsson 41/: v. af 6
Sigtryggur Símonarson 4 v. af 6
Páll Þórsson 4 v. af 6
Birkir Magnússon 4 v. af 6
Halldór Ingi Kárason 4 v. af 6
Hlynur Erlingsson 4 v. af 6
Örvar og Helgi unnu allar skák-
irnar sex og komust því í auka-
keppni um fyrstu verðlaun ásamt
5 öðrum. Teflt var um flugferð á
millilandaleiðum Flugleiða. í
aukakeppninni voru tefldar sex
skákir og fékk Örvar 4 vinninga
og hafnaði í öðru sæti en Helgi 2
vinninga og hafnaði í 5.-6. sæti.
Auk þeirra náðu Baldur og Aðal-
steinn í bókaverölaun. Sigurveg-
ari í mótinu varð Helgi Áss
Grétarsson. Á heildina litið er
árangur Akureyringanna tnjög
góður og voru þeir sjálfum sér
og félagi sínu til mikils sóma.
Örvar Arngriinsson stóð sig nieð aDirigðum vel á barna- og unglingaskák'
mótinu í Rcykjavík, eins og raunar akureyrski hópurinn allur.
BYGGINGAVORUR
LÓNSBAKKA
LEIÐIN
ERGREIÐI
Teppi
|Vj Dúkar
Sl Parkett
Flísar
Loft- og veggklæðningar
□ Hreinlætistæki
E Málningarvörur
fii Verkfæri
tó Boltar og skrúfur
0 Innréttingar
VÍ Skrifstofuhúsgögn
BÖ Eldhúsborð og stólar
^ Timbur
Plötur - margar gerðir
_ Steypustál
tíl Einangrunarefni
... og ótal margt fleira
Lónsbakki - Þægileg verslun fyrir þá sem vilja breyta, eru að byggja
eða eru bara forvitnir! - Næg bílastæði - Heitt á könnunni! -
Opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 08 til 18.
601 Akureyri • -ssr 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813