Dagur - 11.10.1990, Síða 9

Dagur - 11.10.1990, Síða 9
Fimmtudagur 11. október 1990 - DAGUR - 9 Steingrímur Hcrinannsson, forsaetisráðherra, í ræðustól. Til hliðar má sjá fundarstjóra ráðstefnunnar, þá Jón Sig- urðsson, skólastjóra í Bifröst og Þóri Pál Guðjónsson, kaupfélagsstjóra í Borgarncsi. magni sem því sé treyst fyrir. Þá segir að möguleikar landsmanna eigi að vera jafnir með þeim skorðum sem búseta setur. Að lokum er bent á að smábæir á landsbyggðinni eigi meiri von en margur hyggur sem aðlaðandi búsetukostur. Frjáls verðmyndun opnar fjölbreyttari möguleika til sérvinnslu sjávarafla Guðjón A. Kristinsson, formað- ur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, benti á t' erindi sínu á ráðstefnunni að tilraunir til að jafna aðstöðu byggða hér á landi hafi einkennst meira af aðgerð- um til að bæta fyrir afleiðingar af skyndilegri byggðaröskun, frem- ur en að fyrirbyggja hana. Hann nefndi kerfisbundna breytingu á verðmyndun í sjávarfangi sem dæmi um slíkar lausnir. Guðjón sagði að eins og kunnugt sé fari verðmyndun á fiski fram með ýmsum hætti á landinu. Upp- boðsmarkaðir hafi skotið djúpum rótum á suðvesturhorninu, en í öðrum landshlutum reyni fisk- kaupendur enn að halda í lág- marksverð ákveðið af Verðlags- ráði sjávarútvegsins. Hann sagði að nauðsynleg skilyrði hins frjálsa markaðar, nægilegur fjöldi kaupenda og seljenda, væru sjaldan fyrir hendi á útgerð- arstöðum landsins. Úr því mætti hins vegar bæta með því að sam- eina aðskilda markaði með bætt- um samgöngum. I því sambandi benti Guðjón á að sennilega yrði að tryggja með lagaboði að allur fiskur sem að landi bærist verði seldur á markaði eða með mark- aðstengdu verði. Slík lagasetning væri róttæk breyting á rekstrar- umhverfi sjávarútvegsins þannig að sem flestir, óháð búsetu, nytu þeirra kosta sem fylgja frjálsri verðmyndun sjávarafla. Guðjón A. Kristinsson sagði það vera skoðun Farmanna- og fiskimannasambandsins að verð- myndun alls fersks sjávarafla eigi að fara fram á fiskmörkuðum. Hann benti á að tölvutenging milli útgerðarstaða gæti leyst nokkuð af þeim vanda sem skap- ist við það að ekki sé unnt að láta allan fisk fara á uppboð á gólf- markaði. Guðjón sagði að fisk- markaðir opni tvímælalaust nýja og fjölbreyttari atvinnumögu- leika við sérvinnslu sjávarafla en nú eigi sér stað. Hann benti einn- ig á að ferskfiskmarkaður muni auðvelda stjórnun fiskveiða og verða til samræmingar með frjáls- um hætti á afköstum veiða og vinnslu. Fjórðungssamband Norðlendinga í svari til byggðanefndar forsætisráðherra: Undirstöðuatviimuvegirfflr búi við eðlilegt Ijármagnsumhverfi - samin verði byggðaáætlun til ársins 2000 er taki mið af samdrætti vegna stóriðju á Suðurnesjum stæði ríkisbankanna til ákvarð- Meginþættirnir í svari Fjórð- ungssambands Norðlendinga við spurningum byggðanefnd- ar forsætisráðherra eru tveir. í • fyrsta lagi að efnahagslegt við- horf verði þannig að undir- stöðuatvinnuvegirnir, gjald- cyrisöflun og nýting landkosta, búi við eðlilegt fjárhagslegt umhverfi, til að þeir verði leið- andi afl í efnahagskerfinu, og ráðandi um nýtingu búsetu- skilyrða í landinu. Og í öðru lagi að stjórnsýslulegt mótvægi skapist í landinu í samræmi við búsetuhagsmuni. Þetta kom kom fram á ráðstefnu nefndar- innar í Borgarnesi síðastliðinn mánudag. í svari fjórðungssambandsins segir ennfremur að stjórnsýslu- þjónusta og velferðarþjónusta, sem kostuð er af almennu fé, verði veitt á sama kostnaðarverði hvar sem er á landinu. Þá segir að stefnan í staðarvali stóriðjufyrir- tækja miðist við að saman fari byggðahagsmunir þjóðarinnar, þegar erlendum stórfyrirtækjum er látið í té ívilnanir fram yfir rekstur innlendra aðila í landinu. Fjórðungssamband Norðlend- inga telur að hætta verði við þá starfshætti sem einkennt hafa vinnulag Byggðastofnunar að undanförnu. Aðskilja verði hjálparaðgerðir vegna aðkallandi atvinnuvanda og ráðstafanir vegna langtíma byggðaaðgerða. Verði það ekki gert gleypi björg- unaraðgerðirnar allt fjármagn sem ætlað sé til varanlegra aðgerða. Fjórðungssamband Norðlendinga leggur til að fram- lög af fjárlagafé til byggðamála verði á ný 2% allra ríkistekna, eins og ákveðið var þegar laga- ákvæði um Framkvæmdastofnun ríkisins, forvera Byggðastofnun- ar, voru sett í upphafi. í svari fjórðungssambandsins við spurningum byggðanefndar kemur einnig fram að sambandið leggur til að tekjustofnakerfi sveitarfélaga verði breytt á þann veg að það ósamræmi, sem nú er í tekjuöflun þeirra, skapi ekki varanlegt misvægi gagnvart höfuðborginni. Með samteng- ingu fjárfestingarsjóða verði stofnuð útibú í landshlutum, sem hafi sjálfstæða yfirstjórn og sjálf- anatöku verði aukið. Þá er lagt til að sérstakar ráð- stafanir verði gerðar til að koma á raunverulegri valddreifingu frá ríkiskerfinu til heimaaðila. Byggðar verði upp þjónustu- stofnanir í hverjum landshluta, sem ásamt dreifðari þjónustu- aðstöðu færi þjónustuna nær starfsvettvangi þeirra er nú verða að sækja hana í fjarlægari byggðir. Sérstök byggðaþróunaráætlun er nái til næstu aldamóta, vegi á móti fyrirsjáanlegri búsetu- og atvinnuröskun sem verður í kjölfar í nýrrar stóriðju á Suðvesturlandi og hluti þeirrar áætlunar verði sérstakar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðar samdráttaraðgerðir vegna stóriðjuframkvæmda bitni eingöngu á landsbyggðinni utan Suðvesturlands. Markmið þeirrar áætlunar verði að árið 2000 verði tímabili núverandi búseturöskunar lokið og þá verði tryggður varanlegur árangur til inótvægis í byggð landsins til framtíðar f>I Landsbyggðin má ekki vera í varnarstöðu Guðjón A. Kristinsson sagði að landsbyggðin mætti ekki undir nokkrum kringumstæðum halda áfram að vera í þeirri varnar- stöðu gagnvart stór-Reykjavíkur- svæðinu sem væri í dag. Skýrt mótuð byggðastefna fyrir hvert landsvæði, sem ekki fæli ein- göngu í sér að jafna búsetuskil- yrði fólks út frá hverjum einstakl- ingi séð, yrði að koma til. Jöfnun orkukostnaðar og niðurgreitt vöruverð myndi duga skammt í framtíðinni ef ekki koma til framkvæmdir sem leiða til nýrra atvinnutækifæra og jákvæðra breytinga á högum fólks á lands- byggðinni. Iðnþróun - við erum að dragast aftur úr Ásgeir Leifsson, iönráðgjafi Iðn- þróunarfélags Húsavíkur, segir í svari til byggðanefndar að vöxtur í íslenska hagkerfinu liafi verið alltof lítill á undanförnum árum. Samdráttur hafi meira að segja átt sér stað á íslandi á sama tíma og fádæma góðæri hafi ríkt í vest- rænum og austurlenskum hagkerf- um. Ásgeir bendir á að með betri samgöngum og auknum samskipt- urn sé mikil iðnvæðing nú í gangi í heiminum, bæði hjá iðnríkjum en einnig hjá þróunarríkjum. Síðan segir hann: „Undanfarin ár hefur hallað á atvinnustarfsemi í dreifbýli. Samdráttur hefur orðið í sölu landbúnaðarafurða og afkoma sjávarútvegs og fisk- vinnslu hefur almennt verið slök þótt ytri skilyröi hafi yfirleitt ver- ið mjög góð. Sú staðreynd liggur fyrir að ckki verður meiri sjávar- afli sóttur í bráð og jafnvel í lengd nema með gerbreyttu skipu- lagi veiðanna og vaxtarmöguleik- ar í landbúnaði eru fáir.“ Ásgeir telur upp nokkra þætti sem orsaka mannflótta frá dreif- býlinu og nefnir meðal annars sókn í menntun þar sem sækja þurfi alla æðri menntun til Reykja- víkur eða útlanda. Hann nefnir sókn í meiri þjónustu, skyld- menni og hagstæðara veðurlag, ásamt sókn í fjölbreyttari atvinnu og síðan nefnir hann að sveita- dvöl og sumarvinna úti á landi hafi stórlega dregist saman. Þannig hafi tengsl fólks við dreif- býlið rofnað og orsaki það dreif- býlisfælni á meðal margra íbúa þéttbýlisins. Ásgeir ræðir um mein í atvinnu- uppbyggingunni á íslandi. Smæð hins íslenska markaðar veldur því að mörg athafnasviö í fram- leiðsluiðnaði eru varla til hér á landi. Reynsluheimur athafna- manna á landsbyggðinni er ntjög þröngur og því varla von að menn séu tilbúnir að velta fyrir sér nýrri útflutningsstarfsemi þó svo að markaður eigi að vera tryggur. Ásgeir bendir á að á næstu árum muni alþjóðleg verslun og samkeppni stóraukast. Leið til aukinnar hagsældar á íslandi hljóti því að liggja í því að skapa ný verðmæti í staðinn fyrir að troða skóinn hver af öðrum. Auðveldasta leið íslendinga sé að efla útflutning vara og þjónustu. En til þess að svo rnegi verða þurfi samkeppnishæfni íslenskra framleiðsluþátta að byggjast á innlendum auðlindum, það er að segja staðsetningu landsins, fiski- miðurn, orku fallvatna, jaröhita, lítilli mengun, innri uppbyggingu landsins og menntun fólksins. ÞI Tilboð Tesco leggur áherslu á aö þeirra vör- ur þ.m.t. þvottaefni og sprey séu ekki náttúruspillandi. Tesco Majones 500 ml...........................kr. 122,50 Tesco Hnetusmjör 340 g.........................kr. 119,50 Tesco Súkkulaöidropar 100 g....................kr. 85,00 Tesco Jurtaolía 11.............................kr. 94,00 Tesco Kornolía.................................kr. 114,00 Tesco Relish 5 teg. 300 g......................kr. 97,00 Tesco Bolognesesósa 455 g......................kr. 118,00 Tesco Bolognesesósa m/pipar 455 g..............kr. 93,50 Tesco Pizzabotn mix 140 g......................kr. 44,00 Tesco Egg lasagne 375 g........................kr. 128,50 Tesco Bran flakes morgunverður 750 g........kr. 237,50 Tesco Golden puffs morgunverður 375 g........kr. 157,00 Tesco Whole wheat cereal morgunkorn 430 g......kr. 133,00 Tesco Beef curry w/rice réttur 208 g...........kr. 138,00 Tesco Chili con carne réttur 215 g.............kr. 138,00 Kálfasnitsel í raspi pr. kg....................kr. 879,00 Hvítlaukspylsa pr. kg..........................kr. 398,00 Opið mánud.-föstud. 10.30-18.30 Laugard. 10.00-14.00

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.