Dagur - 11.10.1990, Page 13

Dagur - 11.10.1990, Page 13
Fimrntudagur 11. október 1990 - DAGUR - 13 fyrrverandi prófastur Fæddur 14. apríl 1915 - Dáinn 20. september 1990 Séra Bjartmar Kristjánsson andaðist í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 20. september 1990 sjötíu og fimm ára að aldri. Hann var sálusorgari rninn í 22 ár og þess vegna get ég ekki látið hjá líða að minnast hans með nokkr- um orðum. Hafi gæsla sálar minnar ekki verið nógu góð í höndum séra Bjartmars er það ekki hans sök, heldur hitt, hvað hlutverkið er erfitt. Sál mín er á sífelldu iði, flögrar sitt á hvað eins og fugl í skógi. Séra Bjartmar var settur prest- ur í Mælifellsprestakalli 1946 á því ári sem hann lauk embættis- prófi í guðfræði. Hann kont að norðan og fólk þekkti hann ekk- ert eða ættmenn hans. Sumir höfðu þó hugmynd um, að hann var alinn upp í fögrum dal, þar sem Eyjafjarðará liðast um græn- ar lendur og rismikil fjöll til beggja handa. Stundum er því haldið fram að umhverfi hafi áhrif á æsku- og uppvaxtarárum, þótt ekki verði með tölum talið. Séra Bjartmar var ekki illa tekið, þegar hann kom í Mælifell. Sumum fannst hann dulur í skapi, en hann var það ekki á góðri stund. Honum lét það vel, að láta lítið á sér bera og hlusta, þegar aðrir töluðu þar sem menn komu saman. Árið eftir 1947 var prestskosn- ing og séra Bjartmar fékk góða kosningu. Ég gat ekki tekið þátt í þeirri kosningu, sem ég gjarnan vildi, því ég var þá uppi á fjöllum, að snúast í kringunt mæðiveikina. Pegar séra Bjartmar var á Mælifelli fannst mér hann vera fyrirmaður presta í Skagafirði og víst hafði hann margt til þess, en ég mætti ekki segja það, því þá yrðu hinir móðgaðir og svo er erfitt að gera upp á milli manna. Gáfur séra Bjartmars voru á breiðu skeiði. Hann var stærð- fræðingur að eðlisfari. Hann tal- aði og skrifaði svo góða íslensku, að til fyrirmyndar mátti telja, hafði góðan málróm og flutti vel. Hann hafði yfirunnið tvo kónga Mantmon og Bakkus. Hann var sanngjarn í viðskiptum við náungann og lét heldur á sjálfan sig ganga. Hann var ekki bind- indismaður, en fór með vín og naut þess að gefa gestum í staup, en ég minnist þess ekki að hafa séð hann undir áhrifum áfengis. Séra Bjartmar hafði ekk'i stórt bú á Mælifelli, virtist ekki hafa hug á að vera stórbóndi, eins og margir Mælifellsprestar voru á fyrri tíð, því jörðin er góð. Heim- ilið var mannmargt og miðstöð sveitarinnar. 6 börn þeirra hjóna ólust þar upp og þar var líka gest- kvæmt í meira lagi. Símstöð var á Mælifelli og þar átti símaafgreiðsla að vera 6 tímar á dag, en var í raun allan sólarhringinn. Heimil- ið var í fáum oröum sagt fyrir- myndarheimili og þar átti stóran hlut, hin fallega og hógværa prestskona Hrefna Magnúsdótt- ir. Hún var búsýslukona mikil og vildi gjarnan ræða um búskap. Eitt sinn ræddum við um bernsku- minningar og það sem við mund- unt fyrst eftir var það sama hjá okkur báðum. Pað var rokkhljóð- ið hennar mömmu, rokkhljóð aldanna. Árið 1954 var séra Bjartmar kosinn í hreppsnefnd Lýtings- staðahrepps og átti þar sæti til 1968 að hann hvarf úr héraði. Fyrir sveitarstjórnarkosningar 1958 var búið að ræða það við mig, að ég reyndi að taka að mér oddvitastarf. Ég var þá illa fær um það, að mér fannst, kominn yfir fimmtugt og hafði varla kom- ið nálægt félagsmálastörfum. Þessar kosningar voru pólitískar listakosningar og fóru svo að Framsóknarflokkurinn fékk 3 menn kjörna en Sjálfstæðisflokk- urinn 2. Svo kom að oddvitakjöri og fékk ég 4 atkvæði, cn átti ekki að fá nema 3. Þar kom til mín atkvæði séra Bjartmars og hann sagði við mig á eftir, að nú fengi ég verk að vinna. Séra Bjartmar var eindreginn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, hreinn og beinn og undirhyggjulaus, hvar sem hann kom fram. Ég hef löng- Vöruskiptin við útlönd janúar-ágúst 1990: Vöruskiptajöftiuðuriim hagstæður um 3,6 milljarða í ágústmánuði voru fluttar út vör- ur fyrir tæpar 7.400 millj. kr. og inn fyrir röskar 7.900 millj. kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst var því óhagstæður um nær 600 millj. kr. en í ágúst í fyrra var hann hagstæður um 1.800 millj. kr. á sama gengi. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 62,1 milljarð kr. en inn fyrir 58,5 millj- arða kr. fob. Vöruskiptajöfnuð- urinn á þessum tíma var því hag- stæður um 3,6 milljarða kr. en á sama tíma í fyrra var hann hag- stæður um 7 milljarða kr. á sama gengi. Fyrstu átta mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 3% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 78% alls útflutningsins og voru um 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 12% minni og útflutningur kísiljárns var 34% minni en á sama tíma á síðastliðnu ári. Útflutningsverðmæti annarrar vöru (að frátöldum skipum og flugvélum) var 5% meira janúar- ágúst en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutningsins fob fyrstu átta mánuði ársins var 10% meira en á sama tíma í fyrra. Þetta stafar m.a. af miklum flugvélakaupum á árinu. Verð- mæti innflutnings til stóriðju var 26% meira en í fyrra, og verð- mæti olíuinnflutnings var um 15% meira en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Þess- ir innflutningsliðir ásamt inn- flutningi skipa og flugvéla eru jafnan breytilegir frá einu tímabili til annars, en séu þeir frátaldir reynist annar innflutn- ingur (71% af heildinni) hafa orðið um 4% rneiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Vísitala framfærslukostnaðar: 0,6% hækkun á þremur mánuðum Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í októberbyrj- un 1990. Vísitalan í október reyndist vera 147,2 stig (maí 1988 = 100), eða 0,3% hærri en í sept- ember. Samsvarandi vísitala samkvæmt eldra grunni (febrúar 1984 = 100) er 361,0 stig. Verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli um 0,4% hækk- un vísitölunnar frá september til október og þar af stöfuðu 0,2% af verðhækkun fatnaðar, en á móti vó lækkun fjármagnskostnaðar um 0,1%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 10,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,6% og jafngildir sú hækkun 2,2% verðbólgu á heilu ári. Kennarafélag MA: Mótmælir setn- ingu bráðabirgða- laganna 3. ágúst sl. Fundur Kennarafélags Mennta- skólans á Akureyri, sem hald- inn var á setningartíma Al- þingis í gær, mótmælir harð- lega setningu bráðabirgðalaga til að nema úr gildi meginatriði kjarasamninga BHMR við ijár- málaráðuneytið frá 18. maí 1989. í bréfi fundarins, sem undirrit- að var af 27 kennurum við skól- ann og sent Alþingi íslendinga, er skorað á Alþingi að fella þegar úr gildi bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar frá 3. ágúst sl. „og sýna þar með að þingræði sé í fullu gildi á íslandi,“ eins og segir orðrétt í bréfinu. BHMR-félagar við MA sendu einnig baráttufundi BHMR á Austurvelli í gær baráttukveðjur þar sem skorað var á samtökin „að láta hvergi deigan síga til að freista þess að hnekkja bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 3. ágúst í sumar.“ óþh um haldið í pilsfald Framsóknar, sem er góður faldur ef hann blaktir rétt. Við séra Bjartmar vorum 10 ár santan í sveitarstjórn og stóðum vel saman í öllum stærri málum. Ég man aðeins eftir einu, að við vorum ekki sammála. Ég vildi láta loka einhverju hliði við Steinsstaðaskóla til þess draga úr óþarfa untferð, en hann vildi það ekki og ég lét undan. Við vorum hvorugur rökheldir. Minnisstæður er mér almennur sveitarfundur 1963 mjög fjöl- mennur. Þar var til umræðu, hvort byggja ætti félagsheimili við Steinsstaðalaug. Þetta var rnikið hita- og kappsmál. Séra Bjartmar skrifaði fundargerðina, sem er margar blaðsíður og svo glögg, að getið er um aðalatriði í ræðum fundarmanna. Niðurstaða fundarins varð sú, að 46 greiddu atkvæði með en 27 á móti. Krafa kom um nafnakall, svo skrifaö var í fundargerð, hverjir greiddu atkvæði með og hverjir á móti. Félagsheimilið var byggt og mér þykir gaman að lesa þessa fund- argerð nú. Ég áfellist ekki þá sem greiddu atkvæði á móti. Það var hin gamla og góða varúð, að ætla sér ekki of mikið, reisa sér ekki hurðarás um öxl. Þegar við séra Bjartmar fórum úr sveitarstjórn, voru miklar skuldir hjá sveitar- sjóði en það virðist ekki hafa gcrt mikið til. Það er búið að borga þær nú. Eitt sinn gengum við séra Bjartmar með kirkjugarðinum í Goðdölum. Ég benti á að hér væri einhver partur af þeim, sem farnir væru. Hann væri 10 árum yngri en ég og það myndi koma í hans hlut, að tala yfir mér dauð- um. Hann sagði ekki neitt, eins og honum var tamt, þegar það átti við. Hér sannaðist hið forn- kveðna að enginn veit hver ann- an grefur. Stundum ræddum við um störf presta, svo sem þar er kallast lík- ræðulof. Hann sagðist tína til það sem hann vissi gott um hinn dána því almenningur væri búinn að sjá fyrir hinu. Eftir að séra Bjartmar fluttist norður brást það ekki, að ég heimsótti hann j)egar leið mín lá til Akureyrar. I einni þeirri ferð spurði ég bónda í Saurbæjar- hreppi, hvernig þeim líkaði við prestinn. Nú, þeim líkaði vel við hann, en hann væri svo sem ekki með neinar nýjar kenningar. Mér fannst þetta óþörf athugasemd. Siðgæðiskenning Krists er gömul og líka alltaf ný. Séra Bjartmar var raunsæis- maður í hugsun og kom það fram í ræðum hans. Hann reyndi ekki að bregða bandi yfir hornið á skýinu, en hélt sig við jörðina og mannlífið þar, eins og það birtist fyrir sjónum manna. Kenningin um eilífa útskúfun var honum fjarlæg. Hann sagði að það væri ljót kenning. Séra Bjartmar var jarðsettur að Munkaþverá 29. september, að viðstöddu fjölmenni. Tveir prestar fluttu ræður. Séra Birgir Snæbjörnsson rakti starfsferil og lýsti mannkostum hins látna í stuttu máli. Það var ekki lfkræðu- lof. Séra Bjartmar átti með réttu það sem um hann var sagt. Kirkjugarðurinn á Munka- þverá er til fyrirmyndar. Hann er rennslétt tún í litlum halla, með krossum hér og þar og svo þetta stórkostlega listaverk, minn- isvarða um Jón biskup Arason. Sjálfsagt hafa munkar helgað þennan stað með bænagerð, þó að þeir flyttu ekki fjöll. Sagan geymir eitt og annað. Mér hefur verið sagt, að í kirkju- garðinum á Munkaþverá sé Sturlungareitur og þar hafi Sturl- ungar verið jarðaðir, sem féllu á Örlygsstöðum. Það hefur löngum verið svo, að syndaselir og betri menn fá sama hvíldarstað. Útfarardagur séra Bjartmars var sérstakur á þessu þokusæla hausti. Það var logn og glamp- andi sólskin allan daginn. Ég lít svo á, að þetta hafi verið kvittun frá Drottni fyrir því, að þessi þjónn hans hafi verið góður þjónn og farið í friði. Þegar séra Bjartmar er farinn til feðra vorra „klerkurinn heimagróni" fylgja honunt þakkir og blessunaróskir frá þeim sem þekktu hann og nutu starfa hans. 5. október 1990. Björn Egilsson. FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA « Stinga ekki «>Úr tínustu merinóull ->Mjög slitsterk j Má þvo við 60°C EYFJÖRÐ Hjaltcyrargotu 4 • Simi 22275 Karlakór Akureyrar - Geysir Sameining kóranna fer fram í Lóni, í kvöld, fimmtudaginn 11. október n.k. kl. 20.30. Félagar beggja kóranna eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Nýir félagar eru velkomnir. Á fundinum verður gengið frá lögum fyrir hinn sam- einaða kór. Þá fara fram venjuleg aðalfundarstörf og vetrarstarf- ið verður rætt. Stjórnir kóranna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.