Dagur - 11.10.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 11. október 1990
Stjómmála-
ályktun SUF
- samþykkt á 23. þingi SUF að Núpi í Dýrafirði
Frjálslyndi og framtíð
Skær ljómi frelsis og framfara
kemur frá meginlandi Evrópu
þar sem hver þjóðin af annarri
varpar af sér áratuga oki úreltrar
stjórnskipunar. Pótt ófriðlega
horfi sem fyrr í ríkjum Miðaust-
urlanda er ljóst að þegar hafa
orðið meiri breytingar í Evrópu
en nokkurn óraði fyrir og enn má
búast við meiri tíðindum. Fram-
undan blasir við ríkjasamsteypa
Stór-Evrópu sem mun snúa sér
innávið fyrst um sinn, byggja upp
efnahag bræðraríkja í austri en
standa síðan gríðarlega sterk
meðal stórvelda heims í austri og
vestri. Stórkostlegar framfarir í
samskiptatækni hvers konar eru
af mörgum taldar kveikjan að
vakningu fólksins þar sem stjórn-
kerfið herti að og þessi sam-
skiptatækni mun áfram gera öli-
um kleift að fylgjast með þróun
mála, ekki aðeins í Evrópu, held-
ur um allan heim.
Á lítilli eyju í nyrsta hafi mun
fámenn þjóð geta fylgst með
vaxandi hagsæld annarra Evrópu-
þjóða og bættum lífskjörum
almennings, framförum á sviði
viðskipta, menntunar og menn-
ingar hvers konar, samgangna og
vísinda, stórauknum tækifærum
einstaklingsins til þess að spreyta
sig á nýjum sviðum og fá útrás
fyrir sköpunargleði sína í öruggu
umhverfi.
Það er við þessar aðstæður,
sem við munum þurfa að svara
oftar spurningunni: Af hverju
eigum við að vera ísiendingar?
Unga fólkið í þessu landi mun
oftar velta því fyrir sér hvort hag
þess sé betur borgið annars
staðar, hvort lífið yfirleitt sé inni-
haldsríkara annars staðar.
Það er hlutskipti okkar í þessu
lífi að vera Islendingar. Það er
okkar að vera fámenn þjóð á
harðbýlli eyju. Það er okkar að
viðhalda rúmlega ellefu hundruð
ára menningarsögu sem á sér
enga líka í veröldinni. Það er
okkar að varðveita íslenskt tungu-
mál sem stendur á ævafornum
merg. Það er okkar að vernda
fágæta íslenska náttúru. Það er
okkar að lifa í íslensku nútíma-
þjóðfélagi sem á margan hátt er
frábrugðið pví sem annars staðar
gerist. Það er okkar að vernda og
nýta á skynsamlegan hátt ein
auðugustu fiskimið heims og geta
á þann hátt boðið öðrum þjóð-
um ómengaða og holla fæðu. Og
það hefur jafnan orðið hlutverk
okkar að fara með friði þjóða á
meðal og stuðla að auknum sam-
skiptum.
Þessar skyldur okkar verðum
við að rækja við erfið skilyrði.
Við heyjum eilíft stríð við óblíð
máttarvöld á strjálbýlli eyju.
Fábreytilegt atvinnulíf setur okk-
ur skorður. Fámennt þjóðfélag
okkar hefur ekki ráð á að nýta
sér til fulls allar þær greinar vís-
inda og mennta, sem hugur okk-
ar stendur til og að menningu
okkar er sótt í sívaxandi mæli
erlendis frá. Efnahagslíf okkar
hefur einkennst af miklum sveifl-
um, að hluta vegna aðstæðna sem
við höfum ekki ráðið við, að
hluta vegna mistaka okkar
sjálfra.
Það er hlutverk Framsóknar-
flokksins að auðvelda okkur að
vera íslendingar. Framsóknar-
flokkurinn hefur verið nátengdur
menningar- og atvinnulífi þessar-
ar þjóðar í áratugi. Hann hefur
boðað frjáislynda umbótastefnu
og verið í fylkingarbrjósti við
uppbyggingu atvinnulífs á land-
inu öllu, unnið stórvirki á sviði
menntunar og menningar og
stuðlað að jöfnuði milli byggða.
Framsóknarflokkurinn hefur
jafnan leitt ríkisstjórnir á örlaga-
tímum íslenskrar þjóðar og tekist
með hófsömum málflutningi að
sætta sjónarmið stríðandi afla,
jafnt innanlands sem í samskipt-
um við erlendar þjóðir.
Það er því hlutverk Framsókn-
arflokksins að leiða íslenska þjóð
áfram inn í framtíð mikilla breyt-
inga. í samskiptum okkar við
bræðraþjóðir í Evrópu sem og
við aðra heimshluta verður
Framsóknarflokkurinn að standa
vörð um þá sérstöðu sem ísland
hefur í samfélagi þjóðanna.
Framsóknarflokkurinn á að
benda á leiðir til þess að lífsgæði
og lífskjör í þessu landi verði
ekki lakari en best gerist í ná-
grannalöndunum. Hann á að
benda á leiðir til þess að auka
stórlega fjölbreytni atvinnulífs í
landinu, draga úr sveiflum í efna-
hagsmálum. Framsóknarflokkur-
inn á að hafa forgöngu um að
auðga menningarlíf þjóðarinnar
og unt stórfelldar endurbætur og
menntunarkerfi þjóðarinnar.
Framsóknarflokkurinn á með
endurbótum á samgöngukerfi,
með stjórnvaldaaðgerðum og
með samráði við samtök sveitar-
félaga að þétta búsetu og koma
upp sterkum þjónustukjarna í
hverjum landshluta.
Þetta gerum við með því
* að byggja efnahagslíf þjóðar-
innar á blönduðu hagkerfi einka-
rekstrar, samvinnurekstrar og
opinberrar þjónustu, þannig að
framtak einstaklinganna og sam-
taka þeirra njóti sín til fulls.
* efla menntun sem hið mikil-
vægasta afl í baráttunni gegn
félagslegu og efnahagslegu órétti,
hleypidómum og hverskonar
ofstæki sem og í baráttunni fyrir
friði og mannréttindum.
* að skapa fjölskyldunni ávallt
sem besta aðstöðu til að gegna
hlutverki sínu sem hornsteinn
þjóðfélagsins.
* að standa vörð um íslenska
tungu og þjóðmenningu sem og
að stuðla að blómlegu menning-
arlífi sem aðgengilegt er öllum
landsmönnum.
* að stuðla að jafnræði með
mönnum hvar sem þeir búa á
landinu.
* að skila landinu til komandi
kynslóða í sem bestu ástandi.
* að standa við þá skyldu ríkis og
sveitarfélaga að stuðla að heil-
brigðu og fjölbreyttu íþrótta- og
tómstundastarfi fólks á öllum
aldri sem best gerist í höndum
frjálsra félaga og samtaka áhuga-
fólks.
* að láta stjórn náttúruauðlinda
íslands, lands og landsnytja,
sjávarfangs, orkulinda og alls
þess er þjóðin hefur sér til fram-
færis aldrei úr höndum íslend-
inga.
* að gæta þess ávallt að góð lífs-
kjör byggist á lifandi og öflugu
atvinnulífi.
* að íslendingar styðji hvers
kyns viðleitni til að koma á var-
anlegum heimsfriði og hvetji í
því sambandi þjóðir heims til
þess að afvopnast.
Jl íþróttir ~J
Knattspyrna:
Fjölmenni á uppskeru-
hátíð Þórs í Hamri
Uppskcruhátíð knattspyrnu-
deildar Þórs fór fram í Hamri
sl. sunnudag. Farið var yfir
gengi flokkanna í mótum
sumarsins og mestu marka-
skorurum og bestu leikmönn-
um hvers flokks veittar viður-
kenningar.
Mæting var mjög góð og var
fullt hús af knattspyrnufólki úr
öllum flokkum. Hér á eftir má sjá
hverjir voru kjörnir bestu knatt-
spyrnumenn flokkanna og einnig
hverjir skoruðu mest.
Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaðurinn var kjörinn
Hlynur Birgisson en markahæst-
ur varð Árni Þór Árnason með 4
mörk.
2. flokkur karla:
Besti leikmaðurinn var kjörinn
Axel Gunnarsson en Axel
Vatnsdal skoraði mest, 13 mörk.
3. flokkur karla:
Markakóngur varð Guðmund-
ur Benediktsson sem skoraði 43
mörk. Hann var jafnframt kjör-
inn besti leikmaðurinn.
4. flokkur:
Markakóngur varð Atli Þór
Samúelsson með 22 mörk en
besti leikmaðurinn var kjörinn
Kristján Örnólfsson.
5. flokkur:
Markakóngur varð Tryggvi
Valdimarsson með 9 mörk. Besti
leikmaðurinn var kjörinn Elmar
Sveinbjörnsson.
6. flokkur:
Markahæstur varð Andri
Albertsson með 48 mörk. Tveir
leikmenn voru kjörnir bestir,
Hörður Rúnarsson og Jóhann
Þórhallsson.
7. flokkur:
Besti leikmaðurinn var kjörinn
Albert Ásvaldsson.
Meistaraflokkur kvenna:
Gerður Guðmundsdóttir var
kjörin besti leikmaðurinn en Ell-
en Óskarsdóttir varð markahæst
með 9 mörk.
2. flokkur kvenna:
Soffía Frímannsdóttir var kjör-
in besti leikmaðurinn en marka-
hæstar urðu Harpa Örvarsdóttir
og Brynhildur Smáradóttir með
tvö mörk hvor.
3. flokkur kvenna:
Markakóngur varð Harpa
Frímannsdóttir með 5 mörk.
Hún var jafnframt kjörin besti
leikmaðurinn.
Markakóngur Þórs á stórum
velli var Guðmundur Benedikts-
son með 43 mörk en á litlum velli
Andri Albertsson með 48 mörk.
Þá fengu 8 leikmenn viður-
kenningar fyrir góða frammi-
stöðu í knattþrautum KSÍ. Þeir
eru: Jónatan Þór Magnússon,
Orri Freyr Óskarsson, Jóhann
Þórhallsson, Hörður Rúnarsson,
Þórður Halldórsson, Andri
Albertsson, Einar M. Ólason og
Eiríkur Jónsson.
Bestu leikmönnum flokkanna voru afhentar viðurkenningar. Hér er hluti af hópnum, f.v.: Elmar Sveinbjörnsson,
5. flokki; Jóhann Þórhallsson og Hörður Rúnarsson, 6. flokki; Guðmundur Benediktsson, 3. flokki; Harpa Frí-
mannsdóttir, 3. flokki kvenna og Soffía Frímannsdóttir, 2. flokki kvenna.
Markakóngar Þórs, Andri Albertsson t.v. og Guðmundur Benediktsson. Myndin kl