Dagur - 23.10.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 23.10.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. október 1990 - DAGUR - 3 Kj ar ar annsóknarnefnd: Kaupmáttur hefldartekna hefur mhrnkað um 11% í samanburði Kjararannsókna- nefndar á launum á öðrum árs- fjórðungi þessa árs og sama ársfjórðungi í fyrra kemur í ijós að mánaðartekjur land- verkafólks í Alþýðusamband- inu hafa einungis hækkað um 4%. Miðað við 17% hækkun framfærsluvísitölu á sama tímabili hefur kaupmáttur heildartekna (heildarlauna með yfirvinnu) minnkað um 11%. Kaupmáttarrýrnunin er 8,5% ef miðað er við hækkun tíma- kaups á tímabilinu (7%) en hún eykst vegna þess að meðalvinnu- tími er 1 klukkustundu styttri á 2. ársfjórðungi 1990 en á sama tíma 1989. Mánaðartekjur verkakarla hafa hækkað um 6,2% milli ára, úr 89.470 kr. í 95.012, sem er 9,2% kaupmáttarrýrnun. Hjá Bæjaryfirvöld á Siglufirði: Leggja mikla áherslu á upp- byggingu vegarins inn að Ketilási - Siglfirðingar fylgjast með þingmönnunum, segir forseti bæjarstjórnar „Bæjaryfirvöld og bæjarbúar eru mjög vakandi yfir þessu máli og fylgjast grannt með að það fái farsæla meðhöndlun við endurskoðun vegaáætlun- ar,“ sagði Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar Siglu- fjarðar, en þar vísaði hann til áherslu Siglfirðinga á úrbætur á veginum frá Ketilási lang- leiðina að Siglufjarðargöngun- um. Sú skoðun hefur heyrst á Siglufirði að fara beri í upp- byggingu þessa vegar áður en gert verður við Siglufjarðar- göngin. Á árlegum fundi bæjaryfir- valda á Siglufirði með þingmönn- um Norðurlandskjördæmis vestra fyrir skömmu var nefndur vegarkafli ofarlega á baugi og kom skýrt fram áhersla bæjaryfir- valda á að vegurinn yrði byggður upp og hann lagður bundnu slit- lagi. Siglfirðingar líta svo á að þeir hafi orðið út undan í vega- málum í kjördæminu og röðin sé komin að þeim. Benda þeir á að verði vegurinn byggður upp muni sú framkvæmd margfalt skila sér í minni snjómoksturskostnaði, en þessi leið hefur á undanförnum árum einmitt verið erfiður flöskuháls á leiðinni til Siglu- fjarðar. „Við álítum að hækkun á þessu vegi og að ná honum upp úr snjónum sé ein af arðbærari framkvæmdum sem Vegagerðin gæti lagt í. Ég veit að bæjarbúar munu fylgjast vel með þingmönn- um kjördæmisins í þessu máli við endurskoðun vegaáætlunar," sagði Kristján. Hann sagði að inn í þetta blandaðist að Siglfirðingar vildu fá mokstur fimm daga í viku eins og aðrir og verið væri að knýja á um að þeir gerðust aðilar að frek- ari uppbyggingu Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki. „Við segjum alveg eins og er að við viljum fyrst sjá fyrir endann á því að okkar börn og unglingar geti nýtt sér skólann án þess að vera í stórri lífshættu þegar farið er hér á milli. Við unum því ekki að við okkur verði sagt að innan fjög- urra til sex ára verði þessi vegur byggður upp. Málið er mikil- vægara en svo að það þoli bið,“ sagði Kristján. óþh verkakonum er hækkunin 4,4%, 71.030 kr. í 74.160, sem þýðir 10,7% minni kaupmátt. Kaup- máttur iðnaðarmanna hefur rýrn- að um 13,5% og virðast þeir hafa orðið fyrir mestri skerðingu á vinnutíma. Laun þeirra á 2. árs- fjórðungi 1990 eru 120.363 kr. Kaupmáttur launa hjá skrif- stofukonum hefur minnkað mest hjá þeim hópum sem teknir eru fyrir í könnuninni eða um 14,1%, enda hækkuðu mánaðartekjurn- ar aðeins um 0,5% og voru 81.711 kr, á 2. ársfjórðungi þessa árs. Skrifstofukarlar eru komnir í 127.138 kr. og hafa laun þeirra hækkað um 5,6% og kaupmáttur rýrnað urn 9,7%. Afgreiðslukonur hafa þurft að þola skerðingu á kaupmætti um 8,6% og eru laun þeirra komin í 74.642 kr. en afgreiðslukarlar koma best út úr þessari könnun. Laun þeirra hafa hækkað um 12,6%, úr 91.904 kr. í 103.525, sem er aðeins 3,7% kaupmáttar- rýrnun. SS Sölutöiur ÁTVR: Bitter og neftóbak tískuvörur í dag? - sala á áfengi og tóbaki dregst saman Sala á áfengi og tóbaki hcfur dregist saman fyrstu níu mán- uði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Samdráttur í sölu á áfengi er 4,30% í lítrum , Hafþórsmálið: Isfírðingar hrepptu hnossið - yfirlýsing um kaupin undirrituð Sjávarútvegsráðuneytið og Togaraútgerð ísafjarðar hf. undirrituðu sl. föstudag yfirlýs- ingu um samkomulag á kaup- um útgerðarinnar á Hafþóri, skipi Hafrannsóknastofnunar. Kaupsamningurinn verður síð- an undirritaður að þremur skilyrðum uppfylltum og Gylfi Gautur Pétursson, lögfræðing- ur ráðuneytisins, sagðist í gær búast við því að það yrði gert fljótlega. Tilboð Togaraútgerðarinnar hljóðaði upp á 200 milljónir króna með 50 milljóna útborgun, en sjávarútvegsráðuneytið sam- þykkir 100 milljóna króna veð í skipinu sjálfu. Bankaábyrgð þarf því fyrir 50 miiljónum. Hafþór er með 660 tonna rækjukvóta og 165 tonna þorskkvóta. Skipið hefur sl. sex ár verið í leigu á Vestfjörðum svo segja má að það fari heim. Skilyrðin þrjú sem þarf að upp- fylla áður en samningurinn verð- ur undirritaður eru: Islandsbanki þarf að afhenda bankaábyrgð- arskjal fyrir 50 milljónum, Frysti- og rækjuvinnslubúnaður og fleiri tæki um borð þarf að meta og í þriðja lagi þarf að kanna af hálfu seljanda hugsanlegar lög- og sjó- veðskröfur og fá þær greiddar sem fyrst. Eftir þessa yfirlýsingu er sýnt að Hafþór bætist ekki við flota Dagur og Pedromyndir: Yfir 500 myndir bárust í ljósmyndasamkeppnina - úrskurður dómnefndar liggur nú fyrir Úrslit liggja nú fyrir í Ijós- myndasamkeppni Dags og Pedromynda. AIIs bárust 520 ljósmyndir í samkeppnina þannig aö dómnefndarmenn höfðu í mörg horn að líta. Þeir sögðu að þarna hefðu verið margar skemmtilegar myndir, bæði í flokki lifandi myndefna og landslags eða forms. Fyrstu verðlaun fyrir landslags- mynd hlaut Aðalgeir Ó. Jónsson, Hólum í Saurbæjarhreppi. Lit- irnir í mynd hans þóttu einstakir og framandi, líkt og myndin væri tekin á öðrum hnetti. Fyrstu verðlaun í flokki lifandi mynd- efnis hlaut Ríkarður Ríkarðsson, Garðarsbraut 42 á Húsavík, fyrir sérlega skemmtilega mynd af kríu á flugi. Verðlaunahafarnir fá hvor um sig glæsilega myndavél frá Pedro- myndum að verðmæti um 30 þús- und krónur. Auk þess veita Pedromyndir fjölmargar viður- kenningar. Innan tíðar mun Dagur birta verðlaunamyndirnar og nokkrar myndir að auki úr ljósmynda- samkeppninni. Lesendur geta þá séð með eigin augum hvers vegna einmitt þessar myndir voru vald- ar til verðlauna. SS Norðlendinga, en Ingimundur hf., Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf., Særún á Blönduósi, Samherji hf. og Söltunarfélag Dalvíkur áttu öll næstu tilboð á eftir ísfirðing- unum. SBG talið en 4,71% í alkóhóllítrum. Sumir telja skýringuna á þess- um samdrætti fólgna í aukinni heilbrigðisvitund en aðrir benda á rýrnandi kaupmátt. Sem fyrr er ekki tekið tillit til þess áfengis eða tóbaks sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið, eða þess magns sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn, þegar sala ÁTVR er reiknuð út. Heildarsala áfengis, og er bjór þar meðtalinn, nam 6.714.960 lítrum eða 731.179 alkóhóllítrum fyrstu níu mánuði ársins 1990. Sambærilegar tölur fyrir árið 1989 eru 7.016.550 lítrar eða 767.331 alkóhóllítrar. Sala hefur dregist saman á flestum tegundum áfengis. Brennivín hrapar mjög í sölu og sérrí nokkuð, einnig bjór. Örlítil aukning er merkjanleg í sölu á rauðvíni, kampavíni, portvíni, koníaki og rommi og þá taka bitt- erar verulegt stökk, salan á þeim eykst um 33%. Hvað tóbaksnotkun snertir þá hefur sala á vindlum dregist sam- an um 2,61%, sígarettum um 1,46% og píputóbaki um 1,66% en sala á nef- og munntóbaki hef- ur aukist um 2,03%. Samkvæmt þessu er í tísku að drekka bitter og taka í nefið. SS Norðurland: Aflinn í september svipaður milli ára Aflabrögð í septembermánuði síðastliðnum voru ákaflega svipuð og í sama mánuði í fyrra. A Norðurlandi veiddust 10.876 tonn á móti 10.310 árið áður og heildarafli landsmanna var 43.119 tonn á móti 42.845. Þetta kemur fram í tölum frá Fiskifélagi Islands. Ef við skoðum Norðurland nánar og lítum á einstakar teg- undir kemur í ljós að tölurnar eru ylirleitt þær sömu milli ára. Þorskaflinn hefur þó aukist nokkuð, úr 5.173 tonnum í 5.487. Grálúðan tekur líka smákipp. AIIs veiddust 134 tonn af henni á Norðurlandi í september á móti aðeins 36 tonnum í september 1989. Hörpudiskurinn heldur því striki sem hann hefur komist á þetta árið. í september veiddust 105 tonn af hörpudiski en þessi tegund komst ekki á blað í sama mánuði í fyrra. Raunar fengu Norðlendingar aðeins 10 tonn af hörpudiski á tímabilinu janúar- september 1989 en aflinn í sept- emberlok 1990 var kominn í 629 tonn. Smábátarnir veiddu 707 tonn í september á móti 562 í fyrra, tog- ararnir 8.376 á móti 7.882, en dálítill samdráttur er hjá bátun- um; 1.793 tonn á móti 1.866. SS BÆNDATRYGGING í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS ÁLMENNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.