Dagur - 23.10.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 23.10.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 23. október 1990 I landknattleikur 1. deild KA-Vddngur 19:23 Fram-KR 22:22 FH-ÍR 27:22 Sclfoss-Haukar 23:26 Grótta-ÍBV 18:22 Valur-Stjarnan 28:25 Víkingur 7 7-0-0 179:145 14 Valur 7 7-0-0 178:154 14 Stjaman 7 5-0-2 164:155 10 KR 7 3-3-1 163:156 9 Haukar 6 4-0-2 137:139 8 FH 7 3-1-3 162:158 7 KA 7 3-0-4 165:151 6 ÍBV 6 3-0-3 144:138 6 Grótta 7 1-1-5 140:159 3 ÍR 7 1-0-6 155:170 2 Fram 7 0-2-5 138:164 2 Selfoss 7 0-1-6 135:167 1 2. deild HK-ÍBK 26:18 UBK-Þór 18:20 Ármann-Þór 20:21 UMFN-UMFA 25:19 ÍH-ÍS 29:19 Þór 6 5-1-0 139:116 11 UMFN 5 4-1-0 126: 94 9 HK 4 4-0-0 104: 62 8 UBK 4 3-0-1 92: 65 6 Ármann 6 2-1-3 114:120 5 Völsungur 4 1-1-2 85:102 3 ÍH 5 1-0-4 106:113 2 ÍBK 5 1-0-4 101:117 2 UMFA 4 1-0-3 69: 87 2 ÍS 5 0-0-5 77:131 0 Úrvalsdeild B-riðill Úrslit um hclgina: Valur-IBK 84:114 UMFT-Þór 93:89 Tindastóll 4 4-0 395:357 8 ÍBK 4 3-1 410:375 6 Þór 4 1-3 397:397 2 Valur 4 1-3 358:392 2 Grindavík 4 1-3 338:374 2 Úrslit í A-riðli: UMFN-KR 74:78 UMFN-Snæfell 88:86 ÍR-Haukar 71:79 íþróttasamband fatlaðra: Sambandsþing á Höfii Sambandsþing íþróttasambands fatl- aöra var haldiö helgina 12.-14. október að Hótel Höfn í Hornafirði. Sam- bandsþing ÍF fer með æðsta vald í málefnum ÍF en þingið sitja fulltrúar aðildarfélaga sambandsins sem eru 16 víðs vegar um landiö. Pað sem alltaf ber hæst á sambandsþing- um sérsambandanna eru fjármálin en starfsemi ÍF er algjöriega háð þvf fjár- magni sem til starfseminnar fæst. Þátttaka keppenda í mótum erlendis ræðst af því fjármagni sem til er en það hefur ætíð ver- ið keppikefli íþróttasambands fatlaðra að reisa sér ekki hurðarás um öxl og þ.a.l. varð t.d. að skera niður fyrirhugaðan fjölda keppenda á Heimsleikum fatlaðra í Assen í Hóllandi, úr 14 í 8, þrátt fyrir að lágmarksárangur hefði náðst hjá fleirum. Umræðúr urðu um hiut ÍF í Lottó og kom fram að þingfulltrúum fannst sú sneið sem ÍF fær af þeirri köku heldur lítil. Á þinginu voru útbreiðslu- og fræðslu- mál ofarlega á baugi en skortur á fólki með þekkingu á íþróttum fatlaðra er mikill. Einnig var rætt um nauðsyn þess að auka þátt íþrötta í endurhæfingu sjúklinga. Rætt var mikilvægi þess að ná til fatlaðra einstaklinga úti um land og hvaða leið væri árangursríkust en tillága stjórnar ÍF sem samþykkt var á þinginu um svokölluð sér- ráð ákveðinna fötlunarhópa eru einmitt komnar til m.a. vegna þessa máls. Handknattleikur, 1. deild: KA-menn réðu ekki við fríska Víkinga - sem sigruðu 23:19 KA-menn náðu ekki að stöðva sigurgöngu Víkings þegar liðin mættust í 7. umferð VÍS- keppninnar í handknattleik á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri og lauk honum með fjögurra marka sigri Víkings, 23:19. Staðan í leikhiéi var 13:13. Víkingar sitja í efsta sæti deildarinnar ásamt Vals- mönnum, bæði liðin hafa unn- ið alla sína leiki, en KA-menn duttu niður í 7. sæti með þessum > ósigri. KA-menn voru lengi í gang og Víkingar virtust ætla að valta yfir þá á fyrstu mínútunum. Eftir skamma stund var staðan orðin 4:1 en þá rifu KA-menn sig upp og jöfnuðu 4:4. Eftir það var jafnt á flestum tölum og staðan í hléi var 13:13. Seinni hálfleikur var í járnum framan af en Víkingar voru alltaf fyrri til að skora og í lokin sigu þeir framúr. KA-liðið virtist þá missa einbeitinguna en Víkings- liðið Iék á alls oddi og innbyrti stigin tvö af öryggi. Víkingsliðið er sterkt á flestum sviðum. Vörnin var þétt með Sovétmanninn Alexei Troufan fremstan í flokki. Sóknarleikur- inn er hraður og oft stórskemmti- legur og þrátt fyrir að engin sér- staklega öflug skytta sé í liðinu eru útimennirnir allir mjög spil- andi og opna vel fyrir horna- mennina og Birgi Sigurðsson á línunni. Hann er mjög öflugur og var besti maður vallarins á föstu- dagskvöldið. KA-liðið átti lengst af á bratt- ann að sækja. Pétur Bjarnason, fyrirliði, er meiddur og gat lítið leikið og það kom sér illa fyrir liðið. Helsta vandamál þess er skortur á breidd, meiðist einn er illt í efni. Vörnin var ágæt en sóknarleikurinn oft ekki upp á marga fiska, ekki síst þegar Hans var tekinn úr umferð. Það var helst hornamaðurinn Sigurpáll Árni Aðalsteinsson sem sýndi skemmtilega takta í sókninni. Mörk KA: Hans Guðmundsson 7, Sigurpáll Á. Aðalsteinsson 6/2, Erlingur Kristjánsson 2, Jóhannes Bjarnason 2/1, Guðmundur Guðmundsson 1, Pétur Bjarnason 1. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6/1, Alexei Troufan 5/2, Guðmundur Guð- mundsson 4, Björgvin Rúnarsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Karl Þráinsson 2, Árni Friðleifsson 1, Hilmar Sigurgíslason 1. Dömarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Voru slakir. Pavel Mikes fær óblíðar móttökur hjá Troufan og Karli Þráinssyni. Mynd: kl Handknattleikur, 2. deild. Þórsarar einir í efsta sætinu eftir tvo útisigra um helgina Handknattleiksliði Þórs geng- ur flest í haginn þessa dagana. Liðið hélt suður um helgina, spilaði tvo leiki og vann báða. Rúnar Sigtryggsson skoraði 5 mörk gegn UBK. Mynd: Golli Á laugardaginn mætti það Breiðabliki í Kópavogi og vann 20:18. Daginn sigruðu Þórsarar svo Armann 21:20. Þórsarar sitja nú einir í efsta sæti deildarinnar. Þórsarar byrjuðu af miklum krafti gegn Breiðabliki og skor- uðu 6 fyrstu mörk leiksins. Þá náðu Blikar áttum og staðan í hléi var 11:10, Þórsurum í vil. í seinni hálfleik náðu Blikar að jafna, 13:13, en komust aldrei lengra en það. Þórsarar höfðu alltaf frumkvæðið og náðu þriggja marka forystu í lokin en unnu síðan eins og fyrr segir 20:18. Rúnar Sigtryggsson var atkvæða- mestur Þórsara, skoraði 5 mörk. Á sunnudaginn mættu Þórsar- ar Ármenningum sem þeir sigr- uðu með 6 marka mun á á Akur- eyri á dögunum. Leikurinn var jafn allan tímann en Þórsarar þó oftast með nauma forystu. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka sigu Þórsarar framúr og náðu 4 marka forystu en Ármenningar klóruðu í bakkann í lokin. Jóhann Samúelsson varð markahæstur Þórsara með 6 mörk og Páll Gíslason skoraði 5 mörk. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur og ég er ánægður með að vinna fjóra af fyrstu fimm úti- leikjunum. En það er mikið af leikjum eftir og engin ástæða til of mikillar bjartsýni. Mér sýnist vera fjögur góð lið í deildinni og það fara aðeins tvö upp,“ sagði Jan Larsen, þjálfari Þórs. Bikarkeppni HSÍ: Góðir möguleikar Akureyrarliðanna - KA fékk Fram-b og Þór Ármann Bæði KA og Þór virðast eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í 8-Iiða úrslitum Bikar- keppni HSÍ. Sl. föstudag var dregið til 16-liða úrslita og fengu KA-menn útileik gegn Fram-b og Þórsarar heimaleik gegn Armanni. Fram-b telst ekki með sterk- ustu liðum og KA-menn verða að teljast líklegir sigurvegarar úr þeirri viðureign. Þórsarar ættu einnig að eiga góða möguleika. Þeir hafa tvívegis spilað við Ár- menninga í 2. deildinni í vetur og unnið í bæði skiptin, heima og heiman. Aðrir leikir í 16-liða úrslitun- um eru þessir: Víkingur-KR, Valur-Grótta, UBK-ÍR, Fjölnir- FH, Selfoss-Haukar og FH-b- ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 22.-24. janúar. 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.