Dagur - 23.10.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. október 1990 - DAGUR - 7
Friðrik Friðriksson kjörinn
knattspymumaður Akureyrar
Friðrik Friðriksson, markvörð-
ur Þórs, var kjörinn knatt-
spyrnumaður Akureyrar 1990.
Kjörinu var lýst á uppskeru-
hátíð KRA sem fram fór í
Dynheimum á laugardag. „Ég
er auðvitað mjög ánægður
með þetta. Það er alltaf gaman
að fá viðurkenningar,“ sagði
Friðrik í samtali við Dag.
Friðrik stóð í marki Þórs í
fyrsta skipti í sumar en þangað
kom hann frá Danmörku þar sem
hann lék um tíma. Áður lék hann
með Fram.
„Ég átti ekkert frekar von á
þessu,“ sagði Friðrik. „Ég er
samt nokkuð sáttur við mína
frammistöðu í sumar þegar ég lít
til baka. Það eru auðvitað ákveð-
in atvik sem maður er ekki
ánægður með, mistök sem reynd-
ust dýr þegar upp var staðið í
haust. Þá er ég vonsvikinn yfir því
að liðsheildin reyndist ekki eins
sterk og hún hefði þurft að vera.
Við fórum seint í gang og undir-
búningurinn var alls ekki nógu
góður. Svo skiptir auðvitað miklu
máli að aðstöðuleysið hér á
Akureyri er algert og verði ekki
eitthvað gert í þeim málum fer
illa fyrir öllum norðanliðunum.
Uppgangurinn í knattspyrnunni
fyrir sunnan er það mikill. Liðin
hérna fyrir norðan verða að æfa
miklu meira en þau hafa mögu-
leika á að gera nú.“
Sögusagnir hafa verið á kreiki
um að Friðrik sé á förum frá Þór
og þá jafnvel aftur til Danmerk-
ur. Hvað segir hann um það?
„Eins og málin standa í dag er
ég ekki að fara neitt en þetta
hangir auðvitað saman við
atvinnumál og fleira. Að ég sé að
fara til Danmerkur er úr iausu
lofti gripið. Ég átti góðan tíma
þar og myndi vilja spila þar aftur
en eins og er bendir ekkert til
þess,“ sagði Friðrik Friðriksson.
Nánar verður sagt frá
uppskeruhátíð KRA seinna í vik-
unni.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Fjórði sigur Tindastóls
Liö Tindastóls í úrvalsdeildinni
í körfu hélt áfram sigurgöngu
sinni sl. sunnudag þegar þaö
fékk Þór frá Akureyri í heim-
sókn. Leikurinn var sveiflu-
kenndur, en Stólarnir náðu
forystu undir lok fyrri hálfleiks
og héldu henni að mestu til
leiksloka, en Ieikurinn endaði
93:89.
Þórsarar hófu leikinn mun bet-
ur en heimamenn og náðu allt að
8 stiga forystu áður en Tinda-
stólsliðið komst í gang. Staðan
var 21:23 þegar fyrri hálfleikur
var hálfnaður og Þór hélt foryst-
unni upp fyrir 40 stiga múrinn.
Áður en kom að leikhléi náðu
Stólarnir sér þó aðeins á strik og
staðan þegar leikmenn gengu til
búningsklefa var 51:49 fyrir
heimamenn.
Seinni hálfleikur fór af stað
með látum og hart barist á báða
bóga. Tindastóll hélt sínum hlut
og mjakaðist hægt og sígandi
fram úr Þór, en munurinn varð
mestur 12 stig. Þá kom slæmur
kafli hjá Stólunum sem Þórsarar
voru ekki í vandræðum með að
nýta sér og minnkuðu muninn all
verulega. Um miðjan seinni hálf-
leikinn var staðan 69:64, en upp
úr því tóku Stólarnir kipp og
juku við forystuna upp í 82:71.
Gestirnir tóku sig þá á og gerðu
fleiri stig en Stólarnir allt þar til
staðan var 87:85 og tæpar tvær
mínútur til leiksloka. Baráttan
var mikil undir lok leiksins og
Tindastóll græddi töluvert á bón-
usnum. Síðustu stigin gerði Valur
Ingimundarson út vítum á loka-
sekúndunum og leiknum lauk
93:89.
Bestu menn hjá Tindastól voru
Valur Ingimundarson, Pétur
Guðmundsson, Ivan Jonas og
Sverrir Sverrisson. Hjá Þór voru
Konráð Óskarsson, Cedric Evans
og Sturla Örlygsson aftur á móti
bestir.
Fjöldi áhorfenda var um 600
og þar af þó nokkur fjöldi áhang-
enda Þórs. Hegðun nokkurra
lagði Þór 93:89
þeirra var samt ekki til sóma og
varð lögreglan að vísa einum
Þórsara út úr íþróttahúsinu eftir
að hann hafði kastað tómri plast-
flösku niður á völlinn í átt að
dómurum.
Stig Tindastóls: Pétur Guömundsson
26, Valur Ingimundarson 26, Ivan Jonas
24, Karl Jónsson 9, Sverrir Sverrisson 5,
Einar Einarsson 3.
Stig Þórs: Konráð Óskarsson 24, Cedric
Evans 23, Sturla Örlygsson 18, Jón Örn
Guðmundsson 12, Björn Sveinsson 6,
Guðmundur Björnsson 4 og Jóhann Sig-
urðsson 2.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og
Kristinn Óskarsson sem komust þokka-
lega frá leiknum. SBG
Friðrik Friðriksson með sigurlaunin.
Mynd: JHB
Knattspyrna:
Gunnar skoraði
í sigri Hácken á Sundsvall
Gunnar Gíslason gerði sér lítið
fyrir og skoraði fyrsta mark
Hácken í 4:2 sigri þess á GIF
Sundsvall á Iaugardaginn.
Þetta var fyrri af tveimur úr-
slitaleikjum liðanna um sæti í
sænsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu. Þetta var fyrsti Icikur
Gunnars frá því hann meiddist
á æfingu fyrir landsleik íslands
og Frakklands í byrjun sept-
ember.
Leikurinn á laugardaginn fór
fram á heimavelli Hacken en að-
eins annað liðið kemst upp í úrvals-
deildina. GIF Sundsvall varfyrir-
fram álitið sigurstranglegra en
það vann sinn riðil í 1. deildinni
með miklum yfirburðum. Hack-
Þórsarinn Konráð Óskarsson í baráttu við Ivan Jonas leikmann Tindastóls í
leik liðanna á sunnudug. Mynd: sbg
en komst hins vegar í 4:1 á laug-
ardaginn áður en Sundsvall náði
að minnka muninn. Seinni leikur
liðanna fer fram um næstu helgi
og verður honum sjónvarpað
beint um Svíþjóð.
Knattspyrna:
PáUíKA
Knattspyrnumaðurinn Páll
Gíslason hefur skipt yfir í KA.
Páll lék ineð Reyni Árskógs-
strönd í 3. deildinni í sumar.
Páll lék með Þór upp yngri
flokkana, síðast sumarið 1989, þá
enn í 2. flokki. í fyrra skipti hann
yfir í Reyni en hyggst nú spreyta
sig í 1. deildinni.
Páll Gíslason.