Dagur - 23.10.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 23. október 1990
Vi! kaupa jörð! Vil kaupa jörð eða eyðibýli í Eyjafirði eða í Þing- eyjarsýslum. Hef ekki í hyggju að stunda hefðbundinn búskap og jörðinni þarf því ekki að fylgja fullvirðisréttur. Áhugasamir sendi tilboð á afgreiðslu Dags merkt „Jörð“ fyrir 1. nóvember.
(ÆÉk Félag aldraðra Akureyri Haustfundurinn okkar verður í Húsi aldraðra, laugardaginn 27. okt. og hefst kl. 14.00. Venjuieg fundarstörf. Kór aldraðra syngur. Biggi Mar leikur fyrir dansi. Stjórnin.
Nauðungaruppboð á eftirtaldri eign fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Hringtún 5, Dalvík, þingl. eigandi Magnús I. Guðmundsson, föstud. 26. okt., '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Brynjólfur Eyvindsson hdl., Guðni Haraldsson hdl., Jón Þóroddsson hdl., Ásgeir Thor- oddsen hdl. og Sigríður Thorlacius hdl.
Áshlíð 1, Akureyri, þingl. eigandi Kári Larsen, föstud. 26. okt., ’90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson hrl.
Höfðahlíð 3, 1. h. og ris, Akureyri, þingl. eigandi Þórarinn Stefánsson, föstud. 26. okt., '90, kl. 13.30. Uppboðsðbeiðandi er: Byggingarsjóður ríkisins. Óseyri 3, þingl. eigandi Plastein- angrun hf„ föstud. 26. okt„ '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Iðnþróunarsjóður.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma:
Rimasíða 29 d, Akureyri, þingl. eig- andi Steinn Oddgeir Sigurjónsson, föstud. 26. okt„ '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Björn Ólafur Hallgrímsson hdl.
Aðalstræti 16, efri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Rolf hf., föstud. 26. okt., ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Axelsson hrl. og Fjárheimtan hf. Skáldalækur, Svarfaðardal, þingl. eiganoi Hallur Steingrímsson, föstud. 26. okt„ '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl, Búnaðarbanki islands og Byggingarsjóður ríkisins. Strandgata 31, ásamt vélum og tækjum, Akureyri, þingl. eigandi Dagsprent hf. ofl. föstud. 26. okt„ '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnþróunarsjóður, Skúli J. Pálma- son hrl„ Fjárheimtan hf. og Iðnlána- sjóður.
Brekkugata 9, Hrísey, þingl. eigandi Ársæll Alfreðsson ofl., föstud. 26. okt., ’90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Bygginqarsjóð- ur ríkisins, Ólafur Birgir Árnason hrl„ Tryggingastofnun ríkisins og Ásgeir Thcroddsen hdl. Eiðsvallagata 1, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Súsanna Hammer, föstud. 26. okt., ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Byggingar- sjóður rfkisins.
Sunnuhlíð 12, F-hl„ Akureyri, þingl. eigandi Bernharð Steingrímsson, föstud. 26. okt„ ’90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður.
Hafnarstræti 33, Akureyri, þingl. eigandi Halldór Halldórsson, föstud. 26. okt., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingarsjóður ríkisins, Bæjar- sjóður Akureyrar, Ólafur Birgir Árnason hrl. og íslandsbanki. Þverá II, Öngulsstaðahreppi, þingl. eigandi Ari B. Hilmarsson, föstud. 26. okt„ '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi eru: Gunnar Sólnes hrl. og Landsbanki íslands.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Hafnarstræti 86 b, Akureyri, þingl. eigandi Kristján Vagnsson, föstud. 26. okt., '90, kl. 13.30.
SJÁUMST , MED í ENDURSKINI! ||UMFERÐAR M&k ðl ENDURSKINS- ra J.M MERKI fást i fBMWm jÆ apótekum aBHMBk 09 víðar. b Jr b W W n ■"'< M"1
Fæddur 21. desember 1898 - Dáinn 11. október 1990
Þegar almannatryggingalögin
1946 tóku gildi, auðnaðist mér að
verða umsjár- og starfsmaður
þeirra hjá sýlsumannsembætti
Eyjafjarðarsýslu um allmörg ár.
Framkvæmd þess starfs var árum
saman svo hagað, að verulegt
samstarf var haft við hreppstjóra
í héraði um greiðslur bóta, upp-
lýsingar margs konar og fyrir-
greiðslu. Var mér mikið hald og
traust í nýju starfi að njóta sam-
vinnu, leiðbeininga og aðstoðar
þeirra hæfu manna, sem skipuðu
þar hreppstjórastöðurnar. Mér
fannst þá og finnst ekki síður nú,
er ég lít um öxl til þessara starfs-
ára minna, að þar hafi öndvegis-
menn skipað hvert sæti, góðvilj-
aðir, athugulir og traustir. Nú eru
þessir mætu samstarfsmenn
horfnir allir úr héraði á aðrar
strendur. Sá síðasti bar amboð í
skemmu og lokaði bæ eftir lang-
an ævidag hinn 11. þessa mánað-
ar. Kristján Jóhannesson, lengi
hreppstjóri á Dalvík.
Kristján E. Jóhannesson var
fæddur 21. desember 1898 að
Ytra-Holti i Svarfaðardal. For-
eldrar hans voru hjónin Jóhannes
Þorkelsson og Guðrún Gísladótt-
ir, er þar bjuggu árum saman, og
þar ólst hann upp. Ekki var auð-
ur í búi foreldra hans fremur en
títt var meðal þorra bænda á
þessum árum, Ytra-Holt enda
engin kostajörð, en marga að
seðja, fæða og skæða í foreldra-
húsum Kristjáns. Hann varð því
snemma að taka höndum til og
lítt mun honum hafa tjóað að ala
með sér skólagöngudrauma, þótt
hvorki skorti gáfur né náms-
hneigð. En hann var líka lagvirk-
ur í besta lagi og þegar hann fór
að ráða sér sjálfur, nam hann
myndasmíð, þótt ekki gerði hann
sér hana að iðn, og hann lærði
vélstjórn og vélgæslu og lagði þau
störf fyrir sig um mörg ár, fyrst á
bátum, síðar í landi, uns hann
gerðist frystihússtjóri í mörg ár.
Hann stundaði líka smábátaút-
gerð um skeið, sum ár alfarið,
önnur sem hjástörf. Eftir að hann
hætti sem frystihússtjóri, rak
hann um skeið fiskbúð og stund-
aði fiskverkun, en seinni starfsár-
in hans tóku hreppstjórastörf og
ýmis félagsleg fyrirgreiðsla, er
hann annaðist meir og meir, upp
starfstíma hans.
Tuttugu og tveggja ára gamall
kvæntist Kristján Jóhannesson
eftirlifandi konu sinni, Önnu
Björgu Arngrímsdóttur, sveitunga
sínum og nágranna. Hún var fædd
20. janúar 1898 og blessaöi hot-
ingsklerkurinn Stefán Kristins-
son, prófastur að Völlum í Svarf-
aðardal, heitorð þeirra 23. mars
1920. Fyrstu tvö árin bjuggu
ungu hjónin að Ingvörum í Svarf-
aðardal, en síðan lá leiðin til Dal-
víkur, þar sem Kristján og Anna
áttu heimili æ síðan, nær öll árin
að Hafnarbraut 21, uns þau tóku
sér öldruð vist að Dalbæ, heimili
aldraðra á Dalvík. Hafði Kristján
þá lengi verið rúmfastur eða við
rúm vegna sársaukafullra bak-
verkja, kölkunar í baki, og notið
einstakrar umönnunar konu sinn-
ar og dætra. Upp úr þessari kröm
fékk hann þó risið, þegar kölkun-
in hafði unnin níðingsverk sín að
mestu, og var síðustu ár sín svo á
sig kominn, að hann gat fylgt föt-
um og borið sig um í göngugrind
eða hjólastól. Skýrleik sínum og
andlegu þreki hélt hann til efsta
dags.
Eins og fyrr getur var Kristján
Jóhannesson árum saman hrepp-
stjóri Dalvíkurhrepps. Hann var
skipaður í það starf þegar Dalvík
varð sérstakt hreppsfélag 1946.
Það var sem slíkum, sem ég
kynntist Kristjáni mest og einnig
sem samflokksmanni. Hann var
að hugsjón Jg sannfæringu sann-
ur og staðfastur jafnaðarmaður,
sem aldrei 1 ' ikaði þar í spori og
vann ávallt nnum hljóðláta hætti
að viðgang’ stefnunnar, en leyfði
heldur aldrei gagnrýni sinni að
sofa yfir því eftirlæti.
Sökum þess að Dalvíkurhrepp-
ur var stærstur af hreppum sýsl-
unnar, var þar flestra upplýsinga
að leita, flestum úrlausnum að
sinna og mestar almannatrygg-
ingabætur fram að reiða í einum
hreppi. Þar varð Kristján mér um
allt betri höndin, meðan ég ann-
aðist þau störf. Hann gjörþekkti
aðstæður hreppsbúa sinna og
góðvild hans og sannsýni kunni
þar hverja götu að ganga fannst
mér. Ég hafði þann háttinn á að
greiða almannatryggingabætur á
staðnum fjórum sinnum á ári og
ætíð við nærveru hans og aðstoð.
Allt vann hann þetta kauplaust,
en ekki var nóg með það, heldur
tók hann mig útborgunardagana
alltaf heim með sér í mat og
kaffi, þar sem kona hans hafði
allt til reiðu, þótt útivinnandi
væri oftar en hixt. Þar var eins og
að koma í foreldrahús.
Kristján Jóhannesson var með
hærri mönnum vexti og samsvar-
aði sér vel. Hann var höfðingleg-
ur sýnum. Ekki var hann fasmik-
ill né yfirlætislegur, heldur stilltur
og hljóðlátur í framgöngu. Hann
mun aldrei hafa sóst eftir að
ganga fyrir, þótt það kæmi oft í
hlut hans, því að samfylgdar-
menn hans fundu, að þessum
prúða og hógværa manni mátti
treysta og greind hans og góðvild
samfara festu mundi þoka málum
betur fram en áhlaup hávaða-
manna. Því átti hann ætíð margra
traust og tiltrú. Hann var félags-
hyggjumaður að sannfæringu og
þau hjón bæði. Voru þau frum-
herjar í Verkalýðsfélagi Dalvíkur
á sínum tíma og hann formaður
um skeið. í fjölmörgum málum,
sem horfðu til heilla, voru þau
fúsir þátttakendur um annasama
ævi.
Þessum mætu hjónum varð
fjögurra barna auðið. Elstur var
sonúrinn Þórarinn. Hann er lát-
inn fyrir mörgum árum. Þá dæt-
urnar Hrönn, Ingunn og Birna.
Hrönn, gift Jóhannesi Jónssyni,
skipstjóra og Birna, gift Helga
Jakobssyni, skipstjóra og útvegs-
manni, eru báðar búsettar á
Dalvík, Ingunn er búsett á Akur-
eyri, ' ekkja eftir Jóhannes
Kristjánsson frá Hellu á Árskóg-
strönd, lengi framkvæmdastjóra
Vélsmiðjunnar Odda á Akureyri.
Þá ólu Kristján og Anna upp
fósturdóttur frá bernsku, Guð-
laugu Þorbergsdóttur.
Bragi Sigurjónsson.
Minning:
ÍfKarl Jakob Hiiiriksson
Fæddur 12. október 1970 - Dáinn 13. október 1990
Við kynntumst Kalla fyrir tveim-
ur árum þegar hann kom í bekk-
inn til okkar. Hann var með okk-
ur í 3. og 4. bekk í Mennta-
skólanum á Akureyri. Þrátt fyrir
að Kalli eyddi frístundum sínum
mest með vinum utan bekkjarins-
blandaði hann mikið geði við
okkur. Hann var opinn og hress
og því var auðvelt að kynnast
honum. Kalli átti stóran þátt í að
lífga upp á kennslustundirnar
með skemmtilegum bröndurum
og dró þá jafnan athygli kennar-
anna frá námsefninu okkur til
ánægju.
Við sáum Kalla síðast 17. júní
síðastliðinn þegar við útskrifuð-
umst úr MA. Þá blasti lífið við
honum og í okkar huga lék eng-
inn vafi á því að hann ætti fram-
tíðina fyrir sér. En enginn veit
sína ævi fyrr en öll er. Fréttin um
andlát Kalla kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Það er erfitt að
trúa því að hann skuli vera farinn
frá okkur og komi ekki aftur.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Kalla og minn-
umst hans með sárum söknuði.
Við viljum votta unnustu, fjöl-
skyldu og hans nánustu kunningj-
um samúð okkar.
Jesús sagði: Ég lifi og þér mun-
uð lifa. (Jóh. 14-19.)
Bekkjarsystkin.
Þegar sólin skín á morgunhimni
er allt bjart. Allt umvafið ferskri
birtu, nærandi anda árdagsins.
Og enginn á þess von að sólar-
ljósið slokkni eins og hendi væri
veifað. Myrkur skelli á að morgni
dags. Þannig á það ekki að vera.
Einungis eitt sjaldgæft fyrirbæri í
gangi himintungla getur valdið
þvílíku. Sólmyrkvi. Og hann var-
ir jafnan stutt. Hann kemur þó
aldrei á óvart, ekki í okkar
heimi, nærfærnislega kortlögðum
og útreiknuðum af spekingum og
vísindamönnum. Þess vegna vit-
um við að morgunninn er og á að
vera bjartur. Það er reglan und-
antekningafáa.
Á morgni lífsins býr gleði í
hjarta. Gáski og ferskur andi.
Blóð rennur ört um æðar ungs
fólks. Fólksins sem í óðaönn býr
sig undir að erfa landið. Æskan
er björt og hún líður ung og
fjörleg. Einhvers staðar í órafjar-
lægð bíður hins vegar grá og
hrörleg hin þunga elli. Hún á
dauðann að vini. Þá fyrst er kom-
ið að kvöldi lífs.
Eilífðin er löng. Svo löng að í
samanburði við hana er manns-
ævin eitt örstutt andartak. Þótt
ungu fólki þyki tíminn á stundum
,æði lengi að líða, svona rétt á