Dagur - 07.11.1990, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 7. nóvember 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
íslenski prhundurinn:
Húsbóndahollur, glaðlegur,
skynsamur og trúverðugur
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGArtSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Tímamót í EB umræðuimi
í umræðum í sameinuðu Alþingi um skýrslu utanríkisráð-
herra varðandi samningaviðræðurnar við Evrópubanda-
lagið lagði alþingismaður til í fyrsta skipti að ísland sækti
um inngöngu í bandalagið. Ragnhildur Helgadóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði að íslend-
ingar ættu nú að notfæra sér þann skilning sem þjóðir
bandalagsins sýni málefnum íslendinga. Ragnhildur taldi
einnig að taka bæri upp samninga um sérhagsmunamál
okkar og væri þeim betur borgið í viðræðum um aðild en
í samflotsviðræðum með öðrum þjóðum.
Þótt miklar umræður hafi átt sér stað hér á landi um
þróunina í Evrópu og á hvern hátt við getum treyst nauð-
synleg viðskipti okkar við ríki Evrópubandalagsins hefur
enginn lagt til að ísland sækti um beina inngöngu í
bandalagið fyrr en nú. Með samningum um sameiginleg-
an markað bandalagsríkjanna er í raun verið að mynda
sérstaka yfirríkisstjórn, sem fer með ýmis sameiginleg
mál þeirra. Allar hömlur um viðskipti bandalagsríkjanna
eiga að hverfa. Auðlindir, vinnumarkaður og fjármagns-
markaður hvers ríkis verður allra. Framleiðsluvörur
bandalagsríkjanna eiga þannig beínan aðgang að mörk-
uðum allra ríkjanna. íbúar þeirra eiga rétt á að flytjast
óhindrað innan bandalagsríkjanna, leita sér að atvinnu
og setjast að. Fjármagnseigendur geta fjárfest í hvaða
bandalagsríki sem er að eigin vild og nú er rætt um að
taka upp einn gjaldmiðil fyrir bandalagssvæðið.
Afstaða íslendinga til Evrópubandalagsins er misjöfn.
Skoðanir eru skiptar, bæði á meðal almennings og einnig
innan stjórnmálaflokkanna. Ljóst er að við eigum mikið
undir viðskiptum við ríki Evrópubandalagsins á komandi
árum. Því verðum við að tryggja hagsmuni okkar eins og
við best getum. Ýmis skilyrði fyrir þátttöku í Evrópu-
bandalaginu eru þó með þeim hætti að þjóð, sem aðeins
á eina meginauðlind og íbúafjöldi er aðeins brot af íbúa-
fjölda annarra þjóða, er margvísleg hætta búin. Getum
við veitt öðrum hlutdeild í fiskimiðum okkar? Getum við
leyft erlendum fjárfestingaraðilum að kaupa meirihluta í
íslenskum framleiðslutækjum? Getur íslenskt atvinnulíf
tekið við einhverjum fjölda útlendinga? Spurningar á
borð við þessar valda okkur verulegum vanda þegar rætt
er um samskipti við Evrópubandalagið.
Hingað til höfum við kosið að standa að samningum við
Evrópubandalagið í samvinnu við önnur EFTA ríki. Þau
mál verður að leiða til lykta áður en við íhugum hver
verða næstu skref í málinu. Sjávarútvegsstefna Evrópu-
bandalagsins er á engan hátt aðgengileg fyrir okkur.
Þrátt fyrir mismunandi skoðanir hefur verið nokkur
eining um að íslendingar feti þessa leið. Mcð ummælum
Ragnhildar Helgadóttur vaknar sú spurning hvort Sjálf-
stæðisflokkurinn hyggst gera aðild að Evrópubandalag-
inu að kosningamáli í komandi alþingiskosningum. Var
hún að segja það sem aðrir hugsa eða er þetta einkaskoð-
un hennar? Fari svo að stjórnmálaflokkur, í þessu tilfelli
Sjálfstæðisflokkurinn, geri beina umsókn um aðild að
Evrópubandalaginu að kosningamáli mun það hafa veru-
leg áhrif á komandi kosningabaráttu. Með tillögu Ragn-
hildar Helgadóttur hafa orðið tímamót í umræðunni um
Evrópubandalagið hér á landi. Þótt við eigum ekki að ein-
angra okkur varðandi efnahagssamvinnu og viðskipti við
Evrópu er umsókn um fullkomna aðild að Evrópubanda-
laginu langt frá því að vera tímabær verði hún það nokk-
urn tímann. ÞI
Þá er gluggað er í sögu íslenska
hundsins kemur í ljós, að þegar
Eggert Ólafsson, skáld og fræði-
maður, ferðaðist um ísland um
miðja 18. öld, greindi hann þrjár
mismunandi gerðir hunda, fjár-
hund, dýrhund og dverghund.
Ræktendur hunda hafa fallist á
þessa skiptingu og eins að mögu-
Íeiki hefði verið fyrir valræktun
þriggja íslenskra hundategunda,
en fjárhundurinn var aðeins
ræktaður. Þessi hundur er Spíss-
hundur með oddhvasst trýni og
eyru og upphringað skott.
Kvikur, forvitinn, blíðlegur,
glaðlegur, oft brosleitur og
úthaldsgóður. Liturinn er hvít-
flekkóttur, en allir litir eru leyfðir
og á seinni árum gætir svarta
litarins í æ ríkara mæli. Höfuðið
er breitt milli eyrna, kollur
hvelfdur og brúnavik greinilegt.
Trýnið er stutt og oddmjótt eins
og fyrr greinir og varirnar
strengdar, snoppan svört eða
brún. Skottið langt, loðið og upp-
hringað. Fæturnir beinir, vöðva-
sterkir og helst tvöfaldir sporar
að aftan.
Nokkrar tilraunir voru gerðar
til að rækta íslenska hundinn um
og eftir síðustu aldamót en ekk-
ert framhald varð á. Það var ekki
fyrr en á árunum 1955 og 1956,
að Mark Watson, enskur hunda-
ræktunarmaður og mikill íslands-
vinur, ferðaðist um ísland með
Kristjáni Eldjárn, fv. forseta
íslands, og leitaði að frumlægum
gerðum íslenska fjárhundsins.
Mark studdist við eldri viður-
kenningu sem kynið hafði fengið,
endurnýjaði hana og endurskoð-
aði ræktunarmarkmiðið. Á af-
skekktum sveitabæjum á Aust-
fjörðum og Vestfjörðum fann
hann hunda, sem hann var
ánægður með, og flutti þá til
Kaliforníu, hvar hann hóf
ræktun.
Heima á íslandi fann Birgir
Kjaran fleiri hunda af sömu gerð.
Þessir hundar urðu sá stofn sem
Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöll-
um á Skeiðum tók að rækta með
góðum árangri og eru dreifðir um
allt land. í dag er íslenski hund-
urinn ræktaður markvisst nokkuð
víða á íslandi og er afar vinsæll,
enda augnayndi og nokkuð með-
færilegur. Utbreiðsla hundsins er
töluverð erlendis og margir eru
þeir á Norðurlöndum og í Þýska-
landi sem halda íslenska hesta og
íslenskan hund. ój
Tíkin Snotra er af íslensku hundakyni og eins og fram kemur í frétt á baksíðu hefur hún staðið sig mjög vel á hunda-
sýningum og unnið til fjölda verðlauna. Hér gefur að líta hið glæsilega verðlaunasafn Snotru frá Rauðuvík. Mynd: ój
Undraheimur IBM - hugvití til heiðurs
- IBM á íslandi gengst fyrir viðburði í Reykjavík 7.-11. nóv.
Dagana 7. til 11. nóvember nk.
gengst IBM á íslandi fyrir við-
burði í nýja Hekluhúsinu við
Laugaveg 174 í Reykjavík sem
hlotið hefur heitið Undraheimur
IBM. Þetta er ekki tölvusýning í
eiginlegri merkingu, því áhersla
er fyrst og fremst lögð á það
mannlega hugvit sem felst í
tölvutækninni og þær andlegu
afurðir sem út úr tölvunni koma
þegar hinn skapandi hugur tekur
hana í þjónustu sína. Markmiðið
er að örva sköpunargleði og veita
innblástur til nýrra verka. Öllum
er frjáls aðgangur að því hlað-
borði hugmynda og tækifæra sem
Undraheiniur IBM er.
Undraheimur IBM er sniðinn
að börnum jafnt og fullorðnum
og að þörfum bæði innvígðra
kunnáttumanna á ýmsum sér-
hæfðum sviðum sem og þeirra er
aldrei hafa komið nálægt tölvu.
Fyrir minnstu börnin verður sér-
stakt barnahorn, þar sem fóstra
gætir barnanna meðan foreldr-
arnir skoða Undraheiminn.
f Undarheimi IBM verða
fimmtán viðkomustaðir. Þeir eru
m.a. á sviði iðnaðar, hönnunar,
ferðamála, verslunar, skrifstofu-
tækni, sjávarútvegs, skólamála
og heilbrigðismála. Fjölmargar
hagnýtar og áhugaverðar ný jung-
ar á þessum sviðum verða
kynntar.
Að auki verður lögð sérstök
áhersla á þá tjáskiptabyltingu
sem tölvutæknin hefur hrundið af
stað og er hverjum sem kynnir
sér hana undrunar- og fagnaðar-
efni. Örar framfarir eru á þessu
sviði og verður þeim gerð góð
skil í Undraheiminum.
Þá verður greint frá því veiga-
mikla þýðingarstarfi sem fram fer
í Þýðingarstöð Orðabókar
Háskólans og IBM. Þar vinna 20
manns að jafnaði að íslenska
tölvumál, smíða nýyrði og þýða
forrit og er óhætt að fullyrða að
vart mun annars staðar unnið
árangursríkara verk við að koma
í veg fyrir að íslenskan verði
enskunni að bráð.
Listamenn á sviði myndlistar
og tónlistar koma mikið við sögu
í Undraheimi IBM. Bjarni Hin-
riksson myndlistarmaður hefur
urn nokkrra ára skeið unnið
athyglisverð myndverk á tölvu og
gefur hann gestum Undraheims-
ins innsýn inn í listsköpun sína.
Þá er Þórir Baldursson líklega sá
tónlistarmaður íslenskur sem náð
hefur mestum árangri við að nýta
sér tölvuna við tónsmíðar sínar.
Tónlistarmenn jafnt og tölvu--
áhugamenn fá í Undraheimi IBM
einstakt tækifæri til að kynnast
nýstárlegum vinnubrögðum
hans.
Flugleiðir veita íbúum lands-
byggðarinnar sem vilja heim-
sækja Undraheim IBM afslátt á
innanlandsfargjöldum. Þá býður
IBM skólum að sjá um akstur á
stærri hópum nemenda til og frá
sýningarstað.
í tengslum við Undraheim
IBM verða sérstakir tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands,
en IBM á Islandi er aðalstyrktar-
aðili Sinfóníunnar og jafnframt
fyrsta einkafyrirtækið til að axla
þá menningarlegu ábyrgð.