Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 07.11.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 - DAGUR - 5 lesendahornið Norskur strákur vill eignast pennavin á Akureyri Degi barst á dögunum efirfar- andi bréf frá Noregi, þar sem óskað er eftir pennavini á Akureyri. „Mig langar til að biðja ykkur á Degi að hjálpa mér við að eign- ast pennavin á Akureyri. Astæð- an fyrir því að ég vil helst komast í samband við pennavin á Akur- eyri er fyrst og fremst sú að fyrir nokkrum árum var ég með fjöl- skyldu minni á sjávarútvegs- sýningu í Þrándheimi og hitti þar m.a. fólk frá Akureyri. Þá hefur pabbi heimsótt Akur- eyri (hann hitti t.d. Kristján, Reyni, Víði og öll hin hjá DNG) og þótti mikið til staðarins og fólksins þar koma. Ég vona að ég fái einnig einhvern tímann tæki- færi til að koma til Akureyrar. Ég heiti Aril og er níu ára gamall. Ég bý í Norður-Noregi, nánar tiltekið í Skaland, sem er á Senja, næststærstu eyju Noregs. íbúar þar lifa á fiskveiðum og námugreftri. Áhugasvið mitt er breitt. Pó hef ég mestan áhuga á knatt- spyrnu. skíðum, tölvuspilum, lestri, veiði og frímerkjum. Helst vildi ég skrifast á við krakka á mínum aldri og ekki sakaði að þeir skrifuðu á norsku. Ensku kann ég ekki, en það stendur til bóta á næsta ári, þegar ég byrja að læra ensku í skólan- um. Mér þætti vænt um að fá bréf frá bæði strákum og stelpum. Skrifið til Aril Skogland Bergsbotn 9385 Skaland Norge BÆNDATRYGGING ■nmnH9É»mnn í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS sjóváqPalmennar Við bjóðum persónulegr jólakort með þínum eigin myndum. ☆ Einföld kort eru á sérstöku tilboðsverði. ☆ Tvöföld kort eru með 10-20% afslætti, eftir magni. ☆ Bendum á að það borgar sig að panta tímanlega. ☆ Afslátturinn gildir út nóvembermánuð. Athugið! Þeir sem eiga myndir hjá okkur úr ljósmyndakeppninni, vinsamlegast hafið samhand. ^Peóiomyndir Hafnarstræti 98, sími 23520. Hofsbót 4, sími 23324. Hlutabréf Höfum til sölu hlutabréf í Sæplasti hf. og Auðlind hf. Leitið frekari upplýsinga á skrifstofunni eða í síma 24700. Lindin við Leiruveg: Býður upp á fastan fjöl- breyttan matseðil „Lindin er veitingahús í alfara- leið. Hér á efri hæðinni er fagurt útsýni hvar Akureyri skartar sínu fegursta. Eyja- fjörðurinn, Fjaran, Leiran og Pollurinn gleðja augað. Ekki skemmir maturinn. Hér berum við fram allan daginn rétti fyrir sælkerana á afar góðu og sann- gjömu verði,“ sagði Aðalsteinn Guðmundsson, umsjónarmað- ur Esso-nestanna á Akureyri. Að sögn Aðalsteins var sumar- ið mikill annatími. Ferðafólk jafnt sem heimamenn sóttu staðinn. Nú á haustdögum, þegar ferðamönnunum hefur fækkað, er hægt að sinna bæjarbúum bet- ur og að því er stefnt. „Lindin við Leiruveginn býður upp á fastan fjölbreyttan matseðil, hvar hægt er að fá gómsætan fiskrétt, kjúkl- inga, buffsteik, hamborgarkóte- lettur, grillsteiktar lambakóte- lettur auk smárétta í úrvali. Við veitum ódýrasta og besta bjór á íslandi auk eðalvína með mat. Réttir úr eldhúsi Lindarinnar kitla bragðlaukana og ekki skemma fjölbreyttir ísréttir sem ábætir,“ sagði Áðalsteinn Guð- mundsson. ój Þórhalla Jónsdóttir og Aðalsteinn Guðmundsson umsjónarmaður Esso- nestanna. LEGO - PLAYMO - FISHER PRICE - BAMBOLA - BARBIE - SINDY 100% angóra nærfatnaður Hlýr og notalegur fatnaður við leik og störf. íslensk framleiðsla. Leikfangamarkaóurinn BÍLABRAUTIR - FJARSTÝRÐIR BÍLAR - MODEL - RAMBQ~ PflRIS Hafnarstræti 96 • Sími 27744 Sölugengi verðbréfa þann 7. nóv. Einingabréf 1 5.147,- Einingabréf 2 2.792,- Einingabréf 3 3.385,- Auðlind hf 1 ,00 Skammtímabréf 1,731 ^ KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.