Dagur - 21.11.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 21.11.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. nóvember 1990 - DAGUR - 3 HrutaQörður: Staðarhreppur setur skilyrði fyrir nýja veginum - álitsgerð send til Skipuíagsstjórnar Á opnum hreppsnefndarfundi í Staðarhreppi í Hrútafirði sl. sunnudag var tekin afstaða í vegaskipulagsmáli því sem búið er að vera í gangi í sumar. Um er að ræða breytingu á vegarstæði milli Staðarskála og Brúar í Hrútafirði. Hrepps- nefndin tók afstöðu með lagn- ingu hins nýja vegar, þó með nokkrum skilyrðum. Til stóð að hreppsnefndin skil- aði inn sínu áliti til Skipulags- stjórnar þann 15. október sl., en ■hún fór fram á framlengingu á skilafresti þar sem fjalla þurfti um fjölda athugasemda. Einnig leitaði hún sérfræðiálits. í álitsgerð hreppsnefndar segir m.a.: „Tillaga Vegagerðar ríkisins gerir ráð fyrir verulegri breytingu á legu vegarins, sem gæti haft mikil áhrif á atvinnustarfsemi í byggðarlaginu. Arðsemisútreikn- ingar Vegagerðarinnar eru ekki véfengdir, en gætu raskast eitt- hvað mcð tilliti til krafna sem settar kynnu að vcra fram af Náttúruverndarráði. Hugsanlegt er að framkvæmdir gætu haft áhrif á lífríki árinnar og því nauðsynlegt að fiskifræðingar yrðu hafðir með í ráðum. Aug- ljóst er hagræði umferðar af stytt- ingu vegar milli Norður- og Vest- urlands og Vestfjarða og umferð- arþungi færist af Síkárbrú, sem er einbreið, en þar er veruleg slysa- hætta miðað við þá umferð sem þar er nú. Bent skal á flóðahættu sem skemmt gæti vegamannvirki, einnig tún og girðingar. Hrepps- nefnd gerir skýlausa kröfu til að núverandi vegi milli Staðar- og Brúarskála, þar með talin núver- andi brú á Hrútafjarðará, verði haldið við þannig að þessi leið geti þjónað almennri umferð, m.a. til þess að þjóna bæjum sem liggja við þennan veg og sem öryggisatriði vegna flóðahættu á veglínu fjögur. Bent er á að hér sé um einu tengingu landshluta að ræða ef vegurinn um línu fjög- ur rofnar. Ahersla er lögð á mikilvægi atvinnustarfsemi sem tengist umferð um veginn og má þar nefna að rekstur Staðarskála sem atvinnurekenda skiptir veru- legu máli fyrir tekjur sveitarsjóðs Staðarhrepps. Pví er mikilvægt að starfsaðstaða slíks atvinnu- rekstrar raskist sem minnst." Álitsgerðin fer nú til Skipu- lagsstjórnar og þar verður fjallað málið og síðan fer það til sam- göngumálaráðuneytisins. Bæjar- hreppur skilaði sinni álitsgerð inn fyrir þann 15. okt. og neitaði til- lögu Vegagerðarinnar alfarið. SBG ]*óruiin Bergsdóttir skólastjóri Dalvíkurskóla ásamt nokkrum nemendum sem tóku þátt í umhverfisátaki skólans. Dalvíkurskóli: Umhverfismálm heltaka nemendur - dalvískir grunnskólanemar gera úttekt á ástandi umhverfis- mála og skora á Umhverfismálin voru í brenni- depli á Dalvík í síðustu viku. Fyrst var sett upp í Dalvíkur- skóla farandsýning á vegum Landverndar þar sem vakin er athygli á nauðsyn þess að fólk hugi að umhverfí sínu. Sú sýn- ing kveikti eld í huga nem- enda. Stundaskráin var lögð til hliðar og unnið fram á kvöld að undirbúningi sýningar sem haldin var um helgina. Á sýningunni var boðið upp á leikþátt á föstudagskvöld og svo gafst gestum kostur að kynna sér ástand umhverfismála á Dalvík. Nemendur höfðu skipt liði og heimsótt flest fyrirtæki á staðnum, tekið myndir, rætt við stjórnendur og gefið fyrirtækjun- um einkunnir fyrir framlag þeirra til umhverfismála. Árangurinn mátti sjá á spjöldum sem héngu á veggjum skólans. Aðrir nemend- ur fóru í fjöruferðir, gerðu könn- un á viðhorfum bæjarbúa til umhverfismála og 8-9 ára börn bæjarstjórn að heíja fóru í kröfugöngu um bæinn. Undir stjórn myndmennta- kennarans Sigurlaugar Jóhanns- dóttur unnu nemendur sýningu sem haldin var í tveimur skóla- stofum. Fyrst var gengið inn í dimman sal og drungalegan þar sem lyktin var eins og út úr öskubíl. Neðan úr loftinu héngu mjólkurfernur og um gólfið flutu umbúðir og dagblöð. Ut úr þess- um sal lá leiðin í annan bjartan og fagran þar sem ekkert vantaði nema fuglasönginn. Að sögn skólastjórans, Þór- unnar Bergsdóttur, ætla nemend- ur 10. bekkjar ekki að láta staðar numið með þessari sýningu. Þeir safna nú undirskriftum bæjarbúa undir áskorun til bæjarstjórnar um að farið verði að flokka sorp í bænum og koma því í endur- vinnslu sem hægt er að nýta. Til að sýna hver þörfin er ætla þau að heimsækja öll heimili og fyrir- tæki í bænurn tvívegis í þessari viku og safna saman öllum ,pappír og bréfarusli sem til flokkun á sorpi fellur. Um leið gefst fólki kostur á að giska á hversu inikið af pappír er fleygt á Dalvík í hverri viku. Þeir sem vilja giska borga 250 kr. sem renna í ferðasjóð nemenda. Pappírnum verður safnað sam- an í tvo gáma sem skólinn hefur fengið að láni. Tilgangurinn er að sýna hversu miklu af pappír er hent. „Þetta verður marktæk könnun sem sveitarfélagið getur tekið mið af, og reyndar má yfir- færa niðurstöðurnar á önnur sveitarfélög líka. Auk þess vekur þetta framtak fólk til umhugsun- ar um umhverfið," sagði Þórunn. Hún bætti því við að framtak nemenda hefði þegar vakið mikla athygli. „Það hittast allir í kaup- félaginu og þar voru allir að tala um umhverfismál þegar ég fór þangað á föstudaginn. Margir foreldrar hafa líka verið virkjaðir í að vigta rusl og ræða málin. Þetta er gott til umhugsunar," sagði Þórunn. -ÞH Menntaskólinn á Akureyri: Kymmigardagur fyrir foreldra og forráðamenn 1. árs nemenda Sérstakur kynningardagur fyrir foreldra og forráðamenn 1. árs nenta í Menntaskólanum á Akureyri verður nk. laugar- dag. Þetta e»- í fyrsta sinn í sögu M.A. sem boðað er til slíkrar kynningar. Foreiurum og forráðamönnum nemenda í I. bekk hefur verið sent bréf með dagskrá kynningar- dagsins. Kynningin hefst á Sal í gamla skólahúsinu við Eyrar- landsveg. Þar verður skólinr kynntur, bæði nám, skólarcglur. félagslíf og rekstur. Tækifæri gefst til að ræða við starfsmenn og kennara og bera fram fyrir- spurnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Þeir foreldrar sem ekki geta komiö þennan dag geta haft símasamband síðar við kennara eða aðra starfsmenn. Jón Már Héðinsson, áfanga- stjóri, og Laufey Magnúsdóttir, námsráðgjafi, voru spurð um kynningu þessa, en sjaldgæft er að boðið sé upp á slíkt í fram- haldsskólum á íslandi. Þau greindu frá því aö markmiö skól- ans sé að auka og cfla þjónustu sína við nemendur og foreldra, og kynningardagurinn sé skref á þeirri braut. Að þessu sinni er ekki boðið upp á einkaviðtöl við kennara, en líta má á kynningu þessa sem jarðveg frekari sam- skipta síðar, ef þörf er á. Þau Jón Már og Laufey bentu á að óheppilegt væri aö klippa algjörlega á allt foreldrasamstarf eftir að 9. bekk grunnskóla lýkur. Mörgum foreldrum finnst fram- haldsskólar lokaðir. en hér er verið að gera tilraun til aö opna fyrir samstarfiö. í mörgum tilvik- um er nauðsynlegt að halda sam- skiptum heimilis og skóla áfram eftir grunnskólanám, og hefur það sýnt sig greinilega í skóla- starfinu. Foreldrar og aðstand- endur 1. árs nemenda eru því eindregið hvattir til að koma og kynna sér skólann á laugardag. Tryggvi Gíslason, skólameist- ari, Áytur ávarp á laugardag þar sem hann rekur m.a. sögulegt yfirlit um Menntaskólann á Akureyri. Því næst talar Gunnar Frímannsson. aðstoðarskóla- meistari, um nám, próf og ein- kunnir. Jón Már Héðinsson kynnir námsskipan skólans. Sverrir Páll Erlendsson ræðir um félagslífið í M.A. og Laufey Magnúsdóttir um samskipti heimila og skóla, auk þess sem hún kynnir starf námsráðgjafa. I 1. bekk M.A. eru nú 190 nemendur. Umsjónarkennarar eru átta í jafnmörgum bekkjar- deildum. EHB Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra: Stefiit að því að ákveða listann á kjördæmisþingi 1. og 2. des. Stefnt er að því að ganga frá frainboðslista Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra á kjördæmisþingi dag- ana 1. og 2. desember nk. Að undanförnu hefur uppstill- ingarnefnd flokksins verið að störfum og átt fundi með flokks- mönnum víðsvegar í kjördæm- inu. Leitað hefur verið til fólks um að taka sæti á lista flokksins og er miðað við að svör liggi fyrir í næstu viku. Allar líkur eru á að Steingrím- ur J. Sigfússon, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, skipi áfram efsta sæti listans. Dagur hefur þó heimildir fyrir þvf að töluverðrar óánægju gæti hjá nokkrum alþýðubandalagsmönn- um með afstöðu Steingríms til bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinn- ar. Þetta atriði er þó tæplega talið velta Steingrími úr efsta sætinu. Um næstu sæti gæti meiri óvissu. Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, sem skipaði annað sæti á lista Alþýðubandalagsins síðast, gefur að þessu sinni ekki kost á sér í annað sætið. Áhugi er fyrir því meðal margra stuðnings- manna Alþýðubandalagsins að kona skipi það sæti. Augu þeirra beinast m.a. að Sigríði Stefáns- dóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar. Sainkvæmt upplýs- ingum Dags hefur hún ekki gefið endanlegt svar um hvort hún gef- ur kost á sér. Þá er talið fullvíst að Björn Valur Gíslason, bæjarfulltrúi vinstri manna í Ólafsfiröi, verði í einu af efstu sætum listans, en hann skipaði fjórða sætið fyrir síðustu kosningar. óþh Tryggingarfélag Óskum eftir að ráða starfskraft á skrifstofu hjá tryggingarfélagi. Um heilsdagsstarf er að ræða. Starfssviö m.a.: • Mat á tjónum. • Umsjón með daglegum rekstri SKrifstofunnar. Verslunarmenntun og/eða reynsla í skrifstofustörfum nauðsynleg. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og upplýsingar aðeins á skrif- stofunni. □□□□RÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.