Dagur - 21.11.1990, Blaðsíða 4
jílAn .. f|ðö f •>«*•«♦ ■jifr»«5hií'.JÍ'?.i.íiW
4 - DAGUR - Miðvikudagur 21. nóvember 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Með loftkastala
á prjónimum
Eitt af helstu metnaðarmálum sveitarfélaga á íslandi er
að fegra ásýnd og umhverfi kaupstaða og þorpa og bjóða
upp á aðstöðu fyrir margvíslega menningar- og íþrótta-
starfsemi. Akureyrarbær er engin undantekning hvað
þetta snertir. Metnaður á þessum vettvangi hefur iðu-
lega komið fram, eins og sést á mörgum hugmyndasam-
keppnum og áformum, oft á tíðum stórhuga, um framtíð-
aruppbyggingu. Því miður fer þó oft svo, að fallegar
teikningar og snjallar hugmyndir komast ekki út af
teikniborðinu. Varla væri orð á slíku gerandi ef aðeins
væri um eitt eða tvö einstök tilvik að ræða. Því miður er sú
ekki raunin. Hitt er nær sanni, að á vegum Akureyrarbæj-
ar er reglulega verið að hanna mannvirki sem næsta
ótrúlegt er að eigi eftir að líta dagsins ljós í nánustu eða
jafnvel fyrirsjáanlegri framtíð, og miklu fé eytt í gagnlitla
hönnun.
Listagil og viðbygging við Amtsbókasafnið á Akureyri
eru meðal þeirra mála sem bæjarstjórn Akureyrar þarf að
móta stefnu í á næstunni. Miklum fjármunum var varið til
hugmyndasamkeppni og undirbúningsvinnu vegna við-
byggingarinnar, en á þeim tíma heyrðust líka raddir um
að hér væru draumórar einir á ferð, því viðbyggingin
kostaði á við lítinn skuttogara með kvóta. Seinna komu
upp hugmyndir um Listagil, en þær eru allar á byrjunar-
stigi og greinilegt að þar er á ferð svo stórt verkefni að
bæjarfélagið mun ekki standa undir hvoru tveggja á
sama tíma. Áætlanir um viðbyggingu við bókasafnið gera
ráð fyrir þrjú til fjögur hundruð milljóna króna kostnaði,
burtséð frá því að reynslan sýnir að verk eru nærri undan-
tekningarlaust dýrari en áætlanir segja fyrir um, stund-
um svo nemur tugum prósenta.
Nokkrar hugmyndir um stækkun eða endurnýjun Sund-
laugar Akureyrar voru kynntar í bæjarstjórn sl. vor.
Teikningar sem fram voru lagðar voru fallegar og athygl-
isverðar en næsta ólíklegt er að nokkuð verði aðhafst þar
í bili, a.m.k. ekki í líkingu við dýrari hugmyndirnar sem
kynntar voru.
Teikningar og áform um hafnarmannvirki í Hofsbót
hafa verið kynntar og þar eru uppi stór áform um báta-
höfn og fleira. Kostnaður við hafnargerðina eina, burtséð
frá öllum frágangi og aðliggjandi fyllingum, nemur
hundruðum milljóna króna.
í nokkur ár hafa verið uppi áætlanir um stóra viðbygg-
ingu við húsnæði bæjarskrifstofanna, og hafa menn m.a.
viljað koma veitustofnunum öllum undir sama þakið.
Kostnaðurinn er óskrifað blað, en örugglega ekki i lægri
kantinum.
Iþróttahús K.A. við Lundarskóla og gervigrasvöllur eru
ófrágengin mál, sem munu kosta bæinn hundruð milljóna
króna. Auk þess hefur lengi verið ljóst að endurnýja verð-
ur skíðahótelið í Hlíðarfjalli.
Enginn efast um ágæti þeirra framkvæmda sem hér
hafa verið nefndar. En hvar er raunsæið? Samkvæmt fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir 1990 er fjárhagur bæjarins
greinilega þröngur og lítið fé aflögu til nýframkvæmda ár
hvert. Fyrrverandi meirihluti bæjarstjórnar felldi t.d. í vor
tillögu framsóknarmanna um að hækka framlag til stofn-
búnaðar á lóð Barnaskóla Akureyrar um eina milljón
króna. Hvað verður þá um stærri verkefnin? EHB
„Öflug þjóð í eigin landi“
- stjórnmálaályktun samþykkt á 21. flokksþingi
Framsóknarflokksins 16.-18. nóvember 1990
1. Ríkisstjórnarforysta
„Framsóknarflokkurinn hefur nú
í rúm tvö ár veitt ríkisstjórn
íslands forystu. Ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar sem
mynduð var í september 1988 og
styrkt ári síðar hefur á ferli sínum
náð umtalsverðum árangri í að
byggja upp traustara og heil-
brigðara efnahagsumhverfi en
ríkt hefur hér á landi um árabil.
I stað hruns og efnahagslegs
öngþveitis sér þjóðin nú fram á
stöðugt efnahagslíf sem er for-
senda þess að hér megi byggja
upp traust og blómlegt atvinnu-
líf. Framsóknarflokkurinn hefur
á þessu tímabili haft forystu urn
víðtæka endurskipulagningu
útflutningsatvinnuveganna sem
kom í veg fyrir stöðvun þeirra og
stórfellt atvinnuleysi. Verði
áfram haldið á sömu braut jafn-
vægis í efnahagsmálum er fram-
undan tími enn frekari uppbygg-
ingar, nýsköpunar og markaðs-
öflunar íslensks atvinnulífs.
Flokksþing framsóknarmanna
fagnar þeim mikla árangri sem
ríkisstjórnin hefur náð í efnahags
og atvinnumálum og telur mikil-
vægt að Framsóknarflokkurinn
verði áfram kjölfestan í íslensk-
um stjórnmálum.
2. Land og þjóð
íslendingar eru lánsöm þjóð sem
býr í góðu og gjöfulu landi.
Flokksþingið leggur áherslu á að
fjölskyldan er og verður grunn-
eining þjóðfélagsins. Um hana
ber að halda vörð, styðja og
styrkja. Þjóðin hefur komið á
velferðar- og menntakerfi sem er
jafngott og gerist meðal efnuð-
ustu þjóða heims. Þingið leggur
áherslu á að varðveita þann
árangur sem þegar hefur náðst í
þessum efnum og hér ríki áfram
þjóðfélag samhjálpar, og
umburðarlyndis gagnvart þeim
sem minna mega sín og jafnrétti
til náms verði tryggt. í þessu
sambandi minnir flokksþingið á
mikilvægi kirkjunnar og nauðsyn
þess að hlúa vel að starfi hennar
og uppbyggingu. Flokksþingið
leggur áherslu á að gera verður
stórátak til að koma í veg fyrir að
vágestur fíkniefna nái tökum á
íslensku æskufólki. Forvarnir á
þessu sviði verður að auka stór-
lega m.a. með auknu fjármagni
og herða verður viðurlög við
þeim glæpum er tengjast inn-
flutningi og dreifingu slíkra efna.
Minnst er á að þjóðin stendur í
þakkarskuld við eldri borgara
þessa lands sem endurgjalda ber
með því að búa þeim gott og
áhyggjulaust ævikvöld.
Áhersla er lögð á verndun
íslenskrar náttúru. Hreint loft,
land og sjór er ein af mikilverð-
ustu auðlindum okkar þjóðar.
Stofnun umhverfisráðuneytis var
mikilvægt skref til verndunar
þessara auðæfa.
Þingið árréttar mikilvægi sam-
vinnuhreyfingarinnar sem hefur
átt mestan þátt í uppbyggingu og
búsetuöryggi víðsvegar um
ísland í fortíð og nútíð.
Þingið leggur sérstaka áherslu
á að ný lög um samvinnufélög
verði sett á yfirstandandi
Alþingi.
Þingið styður manneldis- og
neyslustefnu þá, sem mótuð hef-
ur verið og framfylgt afheilbrigð-
isráðherra og Landssamband
framsóknarkvenna átti frum-
kvæði að.
Takist að standa vörð um land-
ið og æsku þess og bægja frá ógn-
valdi mengunar og vímuefna,
verða áfrant skilyrði þess að hér
geti um ókomin ár búið ham-
ingjusöm og öflug þjóð í eigin
landi.
Flokksþingið telur að með því
að skapa fólki sem fatlað er skil-
yrði til að leggja sitt af mörkum
til samfélagsins verði jafnrétti
þess og full þátttaka þess tryggð.
Fyrri hluti
3. Efnahagsmál
Þingið fagnar þeirri þjóðarsátt
sem náðist milli aðila vinnumark-
aðarins, bænda og ríkisvalds um
að standa vörð um þá efnahags-
legu endurreisn sem ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar hefur
komið á. í fyrsta sinn í áratugi er
verðbólga hér á landi minni en í
nálægum löndum. Þessi árangur
er þegar farinn að hafa heillavæn-
leg áhrif á þjóðlífið. Þingið skor-
ar á ráðhcrra og alþingismenn
flokksins að standa saman um
þann árangur sem náðst hefur og
koma í veg fyrir að víxlverkanir
verðlags og launa hefjist að nýju.
Bent er á að meðal þeirra verk-
efna sem framundan eru í efna-
hagsmálum er hvað mikilvægast
að vinna bug á hallarekstri ríkis-
sjóðs og erlendri skuldasöfnun.
Slíkt verður að gera með endur-
skoðun á lögbundnum útgjöldum
ríkissjóðs og heildarumsvifum
ríkisvaldsins og auknum tekjum
með vaxandi þjóðarframleiðslu
svo og réttlátara skattakerfi.
Heildarendurskoðun fari fram á
tekjustofnum ríkisins og sveitar-
félaga og skattkerfið einfaldað
frá því sem nú er. Skipulag skatt-
kerfisins verði endurskoðað og
þess gætt að sveitarfélögin fá
eðlilega aðild að stjórnun þess.
Athugað verði hvort unnt er að
koma á reglum um greiðslutrygg-
ingar meðan beðið er úrskurðar
dómstóla og/eða skattyfirvalda á
umdeildum skattákvörðunum.
Lög um tekjuöflun verði í sífellri
endurskoðun í samræmi við þró-
un þjóðfélagsins. Áhersla er lögð
á að innlend matvælaframleiðsla
verði undanþegin virðisauka-
skatti eða niðurgreidd um ígildi
hans.
Fagna ber þeim ábata í efna-
hagslífinu sem stórlækkuð verð-
bólga hefur haft í för með sér.
Því leggur flokksþingið áherslu á
að stuðla beri að lækkandi raun-
vöxtum lánsfjár sem skila enn
frekari ábata til almennings og
fyrirtækja. Það yrði hvati til nýrr-
ar uppbyggingar og framsóknar í
atvinnulífi þjóðarinnar. Þingið
vill benda á þá staðreynd að til að
hafa áhrif á raunvexti ílandinu er
nauðsynlegt að samræma útgáfu
ríkisskuldabréfa.
Lýst er fullum stuðningi við þá
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
afnema lánskjaravísitölu og
minnt á að þær fáu þjóðir í Vest-
ur-Evrópu sem reynt hafa slíkt
fyrirkomulag hafa lagt það af fyr-
ir áratugum.
4. Atvinnumál
Þegar horfur voru livað verstar í
atvinnumálum þjóðarinnar fyrir
u.þ.b. tveimur árum var spáð
miklu atvinnuleysi. Ríkisstjórn-
inni tókst að afstýra því að
mestu. Hins vegar er hætta á að
atvinnuleysi geti aukist m.a.
vegna samdráttar í framkvæmd-
um verði ekkert að gert.
Sérstaklega þarf því að breikka
grundvöll atvinnulífsins með
auknum rannsóknum. Koma upp
fyrirtækjum þar sem nýttur er sá
mikli auður sem þjóðin á í hæfi-
leikafólki með sérfræðiþekkingu
á við það sem best gerist í heim-
inum. Rekstur sem byggir á
þekkingu sem ekki er öllum
aðgengileg er í dag almennt tal-
inn forsenda þess að hægt sé að
halda uppi hátekjuþjóðfélagi.
Framtíðarmöguleikar Islendinga
geta öðru fremur legið í því
hvernig til tekst að hnýta saman
hátækni og staðbundna þekkingu
til Iausnar hefðbundinna vanda-
rnála.
Þegar leitað er nýrra leiða í
útflutningsmálum skal einskis
láta ófreistað til að koma á fram-
færi íslensku hugviti og sérþekk-
ingu sem hér er fyrir hendi á fjöl-
mörgum sviðurn."
Scinni hluti ályktunarinnar verð-
ur birtur í blaðinu á morgun.
Flokksþing Framsoknarflokksins:
Jóhann Pétur Sveinsson hlaut
flest atkvæði í miðstjómarkjöri
Jóhann Pétur Sveinsson, for-
maður Sjálfsbjargar, hlaut
flest atkvæði í kjöri 25 aðal-
manna í miðstjórn Framsókn-
arflokksins, sem fram fór á
flokksþingi framsóknarmanna
í Reykjavík um síðustu helgi.
Jóhann Pétur hlaut 279
atkvæði. Auk hans voru kjörin
sem aðalmenn í miðstjórn þau
Drífa Sigfúsdóttir (258 atkv.);
Níels Árni Lund (258 atkv.);
Þóra Hjaltadóttir (249 atkv.);
Gissur Pétursson (240 atkv.);
Sigurður Geirdal (238 atkv.);
Haukur Halldórsson (219 atkv.);
Bolli Héðinsson (216 atkv.);
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
(215 atkv.); Jón Sveinsson (212
atkv.); Hrólfur Ölvisson (204
atkv.); Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir (186 atkv.); Þórólfur
Gíslason (181 atkv.); Anna
Kristinsdóttir (172 atkv.); Pétur
Bjarnason (166 atkv.); Guðjón
B. Ólafsson (154 atkv.); Jörund-
ur Ragnarsson (153 atkv.); Þór-
halla Snæþórsdóttir (152 atkv.);
Guðrún Alda Harðardóttir (149
atkv.); Inga Þyrí Kjartansdóttir
(140 atkv.); Hafsteinn Þorvalds-
son (136 atkv.); Magnús Ólafs-
son (.133 atkv.); Sigríður Hjartar
(132 atkv.); Karen Erla Erlings-
dóttir (110 atkv.) og Sædís Guð-
laugsdóttir (104 atkv.).
Varamenn í miðstjórn, kjörnir
á flokksþingi, eru: Steinunn Sig-
urðardóttir, Halldór Guðbjarn-
arson, Erlendur Einarsson,
Kristinn Finnbogason, Vigdís
Hauksdóttir, Sverrir Sveinsson,
Geir Sigurðsson, Gunnar Bragi
Sveinsson, Þuríður Vilhjálms-
dóttir, Jón Kr. Kristinsson,
Ragnar Þorgeirsson, Þórdís
Bergsdóttir, Sigurður Eyþórsson,
Kolbrún Daníelsdóttir, Katrín
Marísdóttir, Tryggvi Gíslason,
Elínborg Hilmarsdóttir, Guðrún
Jóhannsdóttir, ína Jónsdóttir,
Sveinbjörn Ottesen, Guðlaug
Björnsdóttir, Oddný Garðars-
dóttir, Gunnar Sæmundsson,
Erlingur Arnarson og Jón E.
Friðriksson. BB.