Dagur - 23.11.1990, Síða 1

Dagur - 23.11.1990, Síða 1
Kópasker er miðstöð tölvusamskipta: Gruimskólamir á Akureyri eru að komast í samband í grunnskólanum á Kópaskeri hefur Pétur Þorsteinsson skólastjóri komið upp móður- tölvu fyrir aðra skóla á landinu og hafið tölvusamskipti. I gegnum þessa móðurtölvu er hægt að miðla upplýsingum og einnig að komast í gagnabanka erlendis. Allmargir skólar eru þegar komnir í samband við Kópasker, sem er „nafli alheimsins“ á þessu sviði, og nú eru grunnskólarnir á Akur- eyri að bætast í hópinn. Skólanefnd Akureyrar fékk til- boð um tölvutengingu grunnskól- anna á Akureyri og skólaskrif- stofu við móðurtölvuna á Kópa- skeri og á fundi í síðasta mánuði var ákveðið að taka tilboðinu sem hljóðaði upp á 100 þúsund krónur. Gagnfræðaskólinn hefur þegar verið tengdur og Glerár- skóli og Síðuskóli komast í sam- band á næstunni. Aðrir skólar og skólaskrifstofan fylgja í kjölfarið í vetur og verður tengingu lokið snemma á næsta ári. Að sögn lngólfs Ármannsson- ar, skólafulltrúa, opnar tenging við móðurtölvuna ýmsa mögu- leika fyrir grunnskólana á Akur- eyri. í fyrsta lagi má nefna skipti á kennsluverkefnum við aðra skóla, t.d. fyrir nemendur sem eru með tölvufræðslu sem val- grein. { öðru lagi má nefna ýmis Veður og ísing hamlaði flugi Flug milli Akureyrar og Reykjavíkur lá niðri í gær vegna veðurs og ekkert var far- ið að hreyfa Fokker-vélar Flugleiða þegar Dagur hafði síðast spurnir af í gærkvöld. Um 120 manns biðu flugs á Akureyri, en nokkru færri biðu eftir flugi í Reykjavík norður. Ástæðan fyrir þessum erfið- leikum var slæmt veður og mikil ísing í háloftunum. Ekki var heldur flogið á vegum Flugfélags Norðurlands í gær. óþh Hljóðmúrsrof: „Hér hristist aflt og skalf ‘ „Hér hristist allt og skalf. Þetta var eins og sprenging og stutt var á milli hvellanna,“ sagði húsmóðir í Olafsfirði þegar hún lýsti því er tvær þot- ur frá Bandaríkjaher á Kefla- víkurflugvelli rufu hljóðmúr- inn úti fyrir Eyjafirði síðdegis í ga*- Þetta átti sér stað síðdegis og varð fólk í ÓÍafsfirði og á Dalvík mjög vart við þegar þetta gerðist. Það var engu líkara en hefðu orð- ið stórkostlegar sprengingar, svo mikill hávaði skapaðist af þessu. óþh upplýsingatengsl milli skóla á Akureyri gegnum tölvuna og í þriðja lagi nefndi Ingólfur að hægt væri að komast í gagna- banka í öðrum löndum. „Hvað af þessu fer í gang og hvenær er ekki gott að segja. Það er líka mismunandi hve kennarar eru vel í stakk búnir til að not- færa sér þessa þjónustu og við reiknum með að næsta ár fari í það að koma sambandinu á og læra að nota það,“ sagði Ingólf- ur. Aðspurður sagði hann að með tölvutengingunni væru grunn- skólarnir á Akureyri að fylgja þróuninni. „Það að geta notfært sér þenn- an tæknibúnað til að nálgast upp- lýsingar er í rauninni orðinn einn þáttur í því fyrir nemendur að vera læsir,“ sagði Ingólfur. SS Starfsmenn Akureyrarbæjar eru nú að vinna við uppsetningu gangbrautarljósa á Hörgárbraut, en gangbrautin á þessum stað sem myndin sýnir hefur löngum þótt varhugaverð. Að sögn bæjarverkfræðings er markmiðið með þess- um framkvæmdum að tryggja betur öryggi gangandi vcgfarenda. Mynd: Golli KEA kaupir fiskpökkunarlínu úr Hafnarfirði til uppsetningar á Dalvík: Mun væntanlega skapa átta ný störf við frystihúsið á Dalvík 1 ••11 1 ✓ w x , , / i ••• . Il-'j 1 ' • - fiskpökkunarlínan verður sett upp í kjötsal sláturhússins Kaupfélag Eyfirðinga mun kaupa fiskpökkunarlínu af Samherja hf. á Akureyri og verður þessi tækjabúnaður settur upp á Dalvík. Þessi bún- aður er í Hvaleyri í Hafnarfirði en sem kunnugt er keypti Sam- herji fyrirtækið fyrir skömmu. Kaupfélag Eyfirðinga gerði til- boð í þessa pökkunarlínu og var tilboðinu tekið í gær. Að sögn Magnúsar Gauta Gauta- sonar, kaupfélagsstjóra KEA, er ráðgert að tækin verði kom- in í notkun á Dalvík í janúar og bætast þá væntanlega átta ný störf við hjá Frystihúsi KEA á Dalvík. Að sögn Magnúsar Gauta verður þessi lína notuð til að pakka fiski í neytendapakkningar sem sendar verða á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Hvaleyri hefur þróað þessa vinnslu og er hún enn í gangi í Hafnarfirði en reynt verður að koma henni af stað á Dalvík um miðjan janúar. Ráðgert er að nota gamla kjöt- salinn í Sláturhúsi KEA á Dalvík undir þessa pökkun en sláturhús- ið er sambyggt Frystihúsi KEA. Ekki verður stofnað sérstakt fyrirtæki um framleiðsluna held- ur mun þessi starfsemi falla undir frystihúsið. „Menn reikna með að á næstu árum verði kvóti ekki aukinn og eina vopnið til þess að auka umsvif í frystihúsunum er að skapa aukin verðmæti úr aflan- um. Markaðurinn virðist einmitt kalla á smápakkningar," sagði Gunnar Aðalbjörnsson, frysti- hússtjóri KEA á Dalvík. Gunnar sagði að uppsetning pökkunarlínunnar myndi styrkja atvinnulífið á Dalvík, því með tilkomu hennar myndu væntan- lega skapast átta ný störf. JÓH/óþh Póstsendingar fyrir jól: Tími til að huga að jólapóstinum Nú eru síðustu forvöð að senda bögglapóst sem fara á með skipum til útlanda fyrir jól því eindagi slíkra sendinga er 25. nóvember. Þeir sem hafa í hyggju að senda pakka sína með flugi hafa lengri frest en slíkum sendingum þarf að skila frá 2. til 5. desember eftir því hvar viðtakendur búa. Bögglapóstur fyrir flug til Norðurlanda, Evrópu og aust- urstrandar Bandaríkjanna þarf að berast pósthúsi fyrir 5. des- ember og til vesturstrandar Bandaríkjanna og Kanada fyrir 2. desember. Bréf er fara eiga sjóleiðina erlendis verða að ber- ast pósthúsi fyrir 25. nóvember eigi þau að fara til vesturstrandar Bandaríkjanna eða Kanada en , Dalvík: ,Árekstur“ vörubfls og húss Yörubifreið skall á horni næsta húss norðan við hús Söltunar- félags Dalvíkur við Hafnar- braut á Dalvík í gær. Litlar skemmdir urðu á bílnum og húsinu og engin meiðsli á öku- manm. „Áreksturinn" varð með þeim hætti að ökumaður mun hafa snögghemlað á Hafnarbrautinni er hann var að afstýra því að lenda á gangandi vegfaranda. Við það snerist bílinn og „straukst“ utan í fólksbifreið og braut annað stefnuljósið. Síðan kastaðist hann á húshornið. óþh fyrir 1. desember til annarra staða. Bréf er fara eiga með flug- pósti til vesturstrandar Banda- ríkjanna og Kanada verða að berast fyrir 8. desember, fyrir 10. desember til Evrópu og fyrir 15. desember til Norðurlandanna. ÞI Nýjasta vél Flugfélags Norðurlands: Ekki væntanleg fyrr en í desember - ekki búist við vélinni í rekstur fyrir jól Fairchild Metro III, hin nýja flugvél Flugfélags Norðurlands, kemur seinna til landsins en ráðgert var. Upphaflega var búist við vélinni í þessum mán- uði en nú er Ijóst að hún kem- ur ekki fyrr en í síðari hluta desember. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lánds, segir að nú þegar sé búið að mála vélina í litum félagsins en ástæða fyrir seinkuninni sé sú að sá aðili sem samið hafi verið um að setja viðbótartækjabúnað í vélina hafi ekki getað tekið við vélinni fyrr en 24. nóvember, þ.e. á morgun. Þetta verk muni taka um þrjár vikur og því sé ljóst að liðið verður á desember þegar vélin kemur til Akureyrar. Sigurður sagðist ekki reikna með að vélin komist í rekstur fyr- ir jól en þá verður einn mesti annatími ársins í fluginu. Þessi nýja vél er keypt frá Tex- as í Bandaríkjunum fyrir 75 milljónir króna. Vélin er búin jafnþrýstibúnaði og er mjög hraðfleyg og hentar því vel á lengri flugleiðum innanlands, svo og í millilandaflugi. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.