Dagur - 23.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 23. nóvember 1990
Sauðárkrókur:
Óvenju pestagjarnt haust
Óvenjumikið hefur verið um
pestir á Sauðárkróki í haust.
Að sögn Birgis Guðjónssonar,
læknis á Sjúkrahúsinu á Sauð-
árkróki, hafa þar aðallega ver-
ið á ferðinni óvenju grassér-
andi öndunarfærasýking og
smitandi gubbupest.
„Óvenjumikið hefur verið um
þessa venjulegu haustsjúkdóma
þetta haustið. Engin inflúensa
hefur verið á ferðinni, en vírus-
sjúkdómur í öndunarfærum hef-
ur verið óvenjualgengur. Einnig
eru margir búnir að fá uppkasta-
pest og því má segja að í heildina
hafi haustið verið frekar pesta-
gjarnt þegar líða tók á,“ sagði
Birgir.
Skarlatssótt hefur einnig gengið
á Króknum og ságði Birgir að
fólk sem fengi hálsbólgu án veru-
legs hósta ætti tvímælalaust að
ganga úr skugga um hvort um
væri að ræða skarlatssótt, því að
útbrot kæmu ekki í öllum tilfell-
um. SBG
Hraðfrystistöðin á Þórshöfn:
Búið að bræða riunlega
10 þúsund tonn af loðnu
Hraðfrystistöð Þórshafnar hef-
ur brætt rúmlega 10 þúsund
tonn af loðnu það sem af er
þessari vertíð og er í þriðja sæti
hvað löndunarmagn varðar. Ef
veiði bregst ekki næsta mánuð
má búast við góðri loðnuvertíð
að sögn Gísla Óskarssonar hjá
Hraðfry stistöðinni.
Löndun loðnu hófst á Þórshöfn
þann 16. október og 18. þessa
mánaðar höfðu verið brædd
10.019 tonn. Síðast landaði Súlan
EA 45 tonnum.
Þórshöfn er nú í þriðja sæti
hvað loðnubræðslu á þessari ver-
tíð varðar en 10.800 tonn hafa
verið brædd á Eskifirði og Síldar-
vinnslan í Neskaupstað hefur
tekið á móti 11.400 tonnum af
loðnu.
Að sögn Gísla Óskarssonar er
þetta nú þegar orðin betri vertíð
en á síðasta ári er aðeins voru
brædd um 6.000 tonn hjá Hrað-
frystistöð Þórshafnar. Gísli sagði
að nú þegar verkfallshættunni
væri bægt frá og ef veiði brygðist
ekki til jóla mætti búast við að
loðnubræðslan yrði ekki minni en
árið 1988 þegar um 15.000 tonn
voru brædd á Þórshöfn. ÞI
Húsavík:
Gamlí Shellskálnm horfínn
Shellskálinn á Húsavík var
brotinn í spón með stórvirkri
vinnuvél og síðan var leifum
hans mokað á vörubfla og
ekið í fyrirhugaða áramóta-
brennu bæjarins sl. þriðju-
dag.
Það voru ekki óþekktir
skemmdarvargar heldur eigend-
ur skálans sem fyrir niðurrifinu
stóðu, enda er búið að byggja á
sömu lóð nýjan og fínan Shell-
skála sem opnaður verður með
pompi og pragt í dag.
Fyrsti vísirinn að gamla Shell-
skálanum var byggður um 1960
en síðan hafa viðbyggingar og
endurbætur verið gerðar þó
nokkrum sinnum. Fjöldi virðu-
legra borgara á Húsavík hefur
slitið hluta að sínum unglings-
skóm í og við þessa sjoppu, sem
var sú fyrsta sinnar tegundar í
bænum. Ekki voru allir foreldr-
ar sáttir við tilvist staðarins í
fyrstu og töldu lítið að gera með
slíka starfsemi í bænum.
Margir stöldruðu við og
horfðu á þegar skálinn var jafn-
aður við jörðu, sumir með svo-
litla angurværð í svipnum en
ekki sáust nein opinber saknað-
artár og ekki er vitað um neina
kæru til húsfriðunarnefndar
vegna niðurrifsins. IM
Garðskirkja í Keldu-
hverfi 100 ára:
Margir bændur í rúningi um þessar mundir:
Hátíðarmessan
fór vel fram
Haustrúningur getur í mörgum tilfellum
skilað bændum miklum viðbótartekjum
Garðskirkja í Kelduhverfi á
100 ára afntæli á þessu ári og
var þess minnst með hátíð-
armessu sl. sunnudag. Gott
veður gaf til hátíðarhald-
anna og fór athöfnin vel
fram, en fremur fáir gestir
niættu til messunnar og var
kirkjan ekki fullsetin.
í messunni predikaði sr.
Sigurvin Elíasson, fyrrverandi
sóknarprestur, en sr. Eiríkur
Jóhannesson, sóknarprestur,
þjónaði fyrir altari. Sr. Örn
Friðriksson, prófastur, var
einnig viðstaddur athöfnina.
Kirkjukór Garðskirkju söng
undir stjórn Bjargar Björns-
dóttur, organista. Norman
Dennis lék á trompet og
Ragnar L. Þorgrímsson á
orgel. Ragnhildur Jónsdóttir,
meðhjálpari, og Guðný
Björnsdóttir lásu ritningar-
greinar.
Eftir messu var kaffisamsæti
í Skúlagarði þar sem Þorfinn-
ur Jónsson frá Ingveldarstöð-
um rakti sögu kirkjunnar.
Kirkunni bárust góðargjafir
á afmælinu. Kvenfélag Keld-
hverfinga færöi kirkjunni
stólu, silfurkertastjaka og
blóm. Þórhildur Björg Krist-
jánsdóttir gaf kirkjunni sjö
blómavasa og blóm. Sigríður
Jónsdóttir færði kirkjunni
peningagjöf og hjónin Jó-
hanna og Sigurður f Garði
gáfu söfnunarbauk.
Sóknarnefnd Garðskirkju
skipa: Margrét Þórarinsdóttir
í Laufási, María Pálsdóttir í
Vogunt og Þorfinnur Jónsson
á Ingveldarstöðum. Safnaðar-
fulltrúi er Sigurður Jónsson í
Garði. IM
„Ég býst við að haustrúningur
sé að aukast hjá bændum enda
er ullarmat þannig að ekki er
líklegt að það sem er vetrarrú-
ið komist í betri verðflokka.
Ég held því að menn sækist
aðallega eftir því með þessum
haustrúningi að fá meira fyrir
ullina,“ sagði Tryggvi Hösk-
uldsson, bóndi á Mýri í Bárð-
Fjórir ungir Akureyringar
munu starfrækja útvarpsstöð í
desembermánuði, gagngert til
að stytta mönnum stundir við
jólaundirbúninginn. Stöðin
hefur hlotið nafnið Frostrásin
og verður hún til húsa í Hamri,
félagsheimili Þórs. Útsending-
ar hefjast 1. desember.
Útvarpsmennirnir eru þeir
Kjartan Pálmarsson, Pétur Guð-
jónsson, Davíð Gunnarsson og
Valdimar Pálsson, flestir fyrrum
Hljóðbylgjumenn. Auk þeirra
munu fjölmargir koma nálægt
dagskrárgerð hjá Frostrásinni.
Að sögn eins fjórmenninganna
eru þeir með útvarpsbakteríu og
auk þess hundleiðir á þeim stöðv-
um sem nú hljóma á Akureyri.
Þeir vilja eitthvað nýtt og ferskt
og ætla að taka jólamarkaðinn
með trompi með þessu desem-
berútvarpi sínu.
ardal, en hann, líkt og margir
aðrir sauðljárbændiir, stendur í
rúningi á fé þessa dagana.
Tryggvi mun rýja allt sitt fé í
haust og er þetta í annað sinn
sem rúið er að haustlagi á
Mýri.
Bændur eru nú eindregið hvatt-
ir til að snúa sér að haustrúningi
Útsendingartími Frostrásar
verður að öllum líkindum frá kl.
16-24 og jafnvel lengur. Boðið
verður upp á tónlist, spjall og
margvísleg atriði svo og getraunir
af ýmsu tagi og hafa Frostrásar-
menn þegar tryggt sér ýmsar vör-
ur sem verða notaðar í vinninga
til hlustenda. SS
Hagstofan hefur reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi
um miðjan nóvember 1990.
Reyndist hún vera 174,1 stig eða
0,5% hærri en í október (júní
1987=100). Þessi vísitala gildir
fyrir desember 1990. Samsvar-
andi vísitala miðuð við eldri
grunn (desember 1982=100) er
557 stig.
Af hækkun vísitölunnar má
í stað vetrarrúnings á fé. Fyrir þá
bændur sem lagt hafa inn slaka
vetrarrúna ull getur verið um
verulegan fjárhagslegan ávinning
að ræða, auk þess sem þetta bætir
nýtinguna á ullinni fyrir ullar-
vöruframleiðsluna.
Starfandi er svokallaður Ullar-
Ihópur Framleiðsluráðs landbún-
aðarins, sem hefur beitt sér mjög
fyrir auknum haustrúningi hjá
bændum. Að sögn Emmu Eyþórs-
dóttur, starfsmanns Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins og eins
nefndarmanna í hópnum, er
haustrúningur enn sem komið er
lítill hluti af þeirri ull sem til fell-
ur í landinu. Á síðasta ári komu
140 tonn af ull af haustrúnu fé
eða um helmingi meira en árið
áður. Emma segist vonast til að í
ár fáist yfir 200 tonn af ull af
haustrúnu fé en þrátt fyrir það sé
enn langt í land að viðunandi
hlutfall verði af haustrúningi á
móti vetrarrúningi.
Emma segir mun á haustrúinni
ull og vetrarrúinni mjög mikinn.
„Vetrarull hefur oft verið með
nefna að verð á steypu hækkaðh
um 1,5% sem olli tæplega 0,2%
vísitöluhækkun en að öðru leyti
má rekja hækkun vísitölunnar til
verðhækkunar ýmissa efnisliða.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um 10,3%. Síðustu þrjá
mánuði hefur vísitalan hækkað
um 1,1% og samsvarar það 4,5%
árshækkun.
skemmdum af óhreinindum og
heyi en með haustrúningi er nær
alveg komið í veg fyrir slíkt. Svo
góðri ull er nær því ógjörningur
að skila af vetrarrúnu sauðfé,"
segir Emma.
„Flestir bændur sem byrja á
haustrúningi eru ánægðir. Þetta
útheimtir að vísu nokkra fyrir-
höfn en þumalfingursreglan er sú
að þeir sem hafa vetrarrúið fé sitt
geta alveg eins haustrúið. Og það
er jafnvel betra því tíð á haustin
er oft betri heldur en á haustmán-
uðum auk þess sem fjárhúsin
verða loftbetri og því betri vinnu-
staðir fyrir bændur,“ segir Emma
Eyþórsdóttir. JÓH
Norðurland vestra:
Uppstilling hjá
Alþýðuflokknum
- Jón Sæmundur efstur
Nefnd sem kjörin var til aö
fjalla um framboðsmál hjá
Alþýðuflokknum á Norður-
landi vestra fundaði sl. mið-
vikudagskvöld með kjördæm-
isráði og ákveðið var að ekki
yrði farið út í prófkjör. Stillt
verður upp á lista og verður
Jón Sæmundur Sigurjónsson í
fyrsta sæti.
Að sögn Hávarðar Sigurjóns-
sonar, formanns kjördæmisráðs,
voru allir sammála um að ekki
yrði haft prófkjör. Hann sagði að
á næstunni yrði lokið við að stilla
upp á listann og það eina sem
búið væri að ákveða væri að Jón
Sæmundur yrði í efsta sæti.
SBG
Akureyri:
Frostrásin - ný út-
varpstöð fer í loftið
Vísitala byggingarkostnaðar:
Hækkaði um 0,5% milli mánaða