Dagur


Dagur - 23.11.1990, Qupperneq 14

Dagur - 23.11.1990, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Föstudagur 23. nóvember 1990 bœkur Nýkomnar tískuplöntumar nolina, jólastjama orkideur. og Útfararskreyting Kirkjuskreytingar Kransar og krossar AKUREYRI Það býður enginn betur! Hamborgari m/frönskum kr. 399,- Djúpsteiktur fiskur orly kr. 499,- m/frönskum, sósu og salati FJÖLSKYLDUPAKKAR 3 manna kr. 1695-4 manna kr. 2260 - 5 manna kr. 2825 Skammtur: 2 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. ATH. Öll börn innan 6 ára aldurs í fylgd með foreldrum fá frían mat, hamborgara, franskar og gos eða 1 kjúklingabita, franskar og gos, ef borðað er á staðnum. ;L CR0WN 1 CHICKEI lamnir., ' Sklpagötu 12 Akureyri - Simi 21464 Komið við oq gerið ykkur daganvun - Axlabönd og bláberjasaft - ný bók um Bétvo eftir Sigrúnu Eldjárn Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Axlabörtd og bláberjasa.'t eftir Sigrúnu Eldjárn. Þetta er önnur bókin sem Sigrún semur og mynd- skreytir um geimveruna Bétvo, en fyrir fyrri bókina um hann hlaut hún Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 1987. „Sögur Sigrúnar njóta mikilla vinsælda meðal barna,“ segir m.a. í kynningu FORLAGS- INS,“ enda sameina þær leiftr- andi frásagnargleði og fjörlegar myndir. Hér segir frá Áka litla sem dag einn verður hugsað til vinar síns, Bétveggja. Hvað skyldi hann vera að bauka núna? Hann var búinn að Iofa því að bjóða honum í heimsókn á stjörnuna til sín. Allt í einu heyr- ir Áki skrýtið suð og ofan úr geimnum kemur lítið bleikt far- artæki. Far er vinur hans kominn og þeir Áki og Bétveir halda rak- leitt út í geiminn á vit ævintýr- anna...“ Axlabönd og bláberjasaft er 36 bls. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Skákprent: Leirkarlsvísur - ljóðabók eftir Kristján J. Gunnarsson Skákprent hefur sent frá sér bók- ina Leirkarlsvísur eftir Kristján J. Gunnarsson. Leirkarlsvísur er fyrsta ljóðabók höfundar en eftir hann hefur áður birst skáldsagan Refska sem minningarsjóður gaf út. Leirkarlsvísur er afrakstur ljóðasmíða á rúmlega fimm ára- tugum. Elsta kvæðið birtist í Les- bók Morgunblaðsins þegar höf- undurinn var 16 ára, nokkur voru ort á skólaárunum um tvítugsald- urinn, fáein stundum milli stríða í önnum dagsins en flest hafa orðið til eftir að höfundur settist í helgan stein. Flöfundur yrkir jöfnum hönd- um rímuð ljóð og órímuð. Stund- um velur hann sér form sveigjan- leika milli hefðar og frjálsræðis, eins og segir á bókarkápu. Hann beitir þá rími og ljóðstöfum í þágu hrynjanda ljóðsins með öðrum hætti en hefðbundin brag- fræði krefst. Spegilliim hefur ekkert ímyndunarafl Hjá Almenna bókafélaginu er komin út ljóðabókin Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl eftir Kristján Kristjánsson. í henni er að finna ljóð sem Kristján hefur ort á síðustu fimm árum. ímyndun og veruleiki er sem fyrr viðfangsefni Kristjáns. Speg- illinn er honum hugstæður og ekki síst fyrir þá sök að ekki er allt sem sýnist. Um spegilinn ligg- ur leið á framandi en þó kunnug- legar slóðir drauma og ímyndun- ar þar sem mannleg verðmæti eru í fyrirrúmi en hvers konar yfir- borðsmennsku er hafnað. I ljóð- unum kemur einnig fram bjarg- föst trú á mátt tungumálsins til að takast á við veruleikann. „Kristján Kristjánsson hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur og eina skáldsögu - verk sem sanna að hann stendur í fremstu röð ungra íslenskra höfunda," segir í frétt frá AB. Leiðrétting í Degi í gær birtist tilkynning um málverkasýningu Bernharðs Steingrímssonar í Gallerí Delfí á Akureyri. Þar var rangt farið með opnunartíma sýningarinnar. Hið rétta er að sýningin er opin alla daga frá kl. 14 til 18 en verð- ur þó lokuð á sunnudag. Sýning- unni lýkur þann 2. desember. Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð Komið, sjáið og smakkið Jöklaostinn 10% kynningarafsláttur Einnig mikið úrval af öðrum ostum og ostakökum. Opið til kl. 20.00 öli kvöld - Lokað sunnudaga Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð Bílasala • Bílaskipti MMC L-300 4x4 sendill, árg. ’86, ek. 53.000. V: 800.000. MMC L-300 4x4 Mini Bus, árg. ’86, ek. 66.000. V: 800.000. Nissan Patrol stuttur, upph., árg. ’87, ek. 23.000. V: 1.500.000. Subaru 1800 station, árg. ’87, ek. 80.000. V: 870.000. MMC Galant GLX, árg. '87, ek. 75.000. V: 700.000. MMC Lancer 1500 GLX, árg. ’90, ek. 4.000. V: 880.000. MMC Galant 1600 GL, árg. ’90, ek. 8.500. Mikið úrval af snjósleðum sem bíða eftir réttum kaupendurn. Mikið úrval af snjósleðum sem bíða eftir réttum kaupendum. nílASAUNN Möldursf. BIIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.