Dagur


Dagur - 23.11.1990, Qupperneq 16

Dagur - 23.11.1990, Qupperneq 16
Úrval nýrra rétta á helgarseðli Smiðjunnar nm helgina. Sítnl 21818 Batnandi rekstrarafkoma Kaupfélags Eyfirðinga: Rekstraruuihverfi var betra en við reiknuðum með“ - segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri „Það er bati hjá okkur í öllum greinum. Rekstrarumhverfið var betra á árinu en við gerð- um ráð fyrir um síðustu áramót og þar réðu kjarasamningar og þjóðarsáttin, ásamt hækkandi fiskverði, mestu. Til viðbótar er búið að grípa til ýmissa aðgerða sem hafa skilað tölu- verðum árangri. Það er ástæða til að þakka starfsfólki félags- ins fyrir hvernig það hefur brugðist við þessum aðgerðum enda á það sinn þátt í því að tekist hefur að snúa rekstrin- um svona við,“ segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélags- stjóri KEA, vegna frétta um afkomu félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Eins og fram kom í blaðinu í gær skilar félagið eftir þennan tíma 139 milljóna króna rekstrarhagn- aði eftir skatta. „í verslun, iðnaði og þjónustu er bati vegna þess að tekjur auk- ast og tekst að halda kostnaði niðri. Fjármagnskostnaður í þeim greinum breytist lítið en í Veðurhorfur: Batnandi veður um Utlit er fyrir að veður fari batnandi þegar á helgina líður. Samkvæmt veðurhorf- um í gærkvöld er reiknað með snjókomu um norðan- vert land á morgun en á sunnudag verði éljagangur á annesjum. Veðurfræðingar spáðu í gær stífri norðan og norðaustan átt á Norðurlandi á morgun, að mestu þurru veðri um norð- vestanvert landið en snjó- komu um norðaustanvert land. Á sunnudag er reiknað með hægri norðan og norð- austan átt, éljum á annesjum á Norðurlandi en léttskýjuðu veðri á sunnanverðu landinu. JÓH sjávarútvegi er um að ræða mik- inn magnsamdrátt en veltan helst uppi á hærri afurðaverði. Fisk- verðið hækkar þó meira á þessum tíma og því erum við ekki með afkomubata í sjávarútveginum fyrr en kemur að fjármagns- kaflanum en þar lækka vextir verulega vegna þess að fiskurinn selst hratt og einnig fáum við gengishagnað á afurðalánum í fiskinum vegna falls dollarans,“ segir Magnús Gauti. Hann segir að afkoma í slátur- húsi sé þokkaleg og um afkomu mjólkursamlagsins segir Magnús Gauti að hún sé betri vegna þess að um meira magn sé að ræða auk þess sem vextir lækki vegna afurðalána. Magnús Gauti segir að í þessu uppgjöri séu ekki komin fram áhrif allra breytinga sem gerðar voru hjá félaginu á árinu. Því megi búast við að áhrifa síðustu skipulagsbreytinga gæti ekki að marki fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Þeirri spurningu hvort búast megi við að þessi bati haldist út árið svarar Magnús Gauti þannig að margt geti þar spilað inn í. Reikna megi með aukinni sölu fyrir jólin en á móti geti komið minni afurðir bæði í sjávarútvegi og landbúnaði. JÓH Miklar annir eru nú hjá Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu á Akureyri enda framleiðsla á jólakonfckti komin á fullan skrið. Samkvæmt upplýsingum frá Lindu er konfektsala nær eingöngu orðin um jólin og fer stöðugt vaxandi að konfekt sé keypt til jólagjafa. Þá verður sífellt algengara að fyrirtæki kaupi konfekt til að gefa starfsmönnum sínum í jólagjöf. Unnið er frá kl. 7 á morgnana til kl. 22 á kvöldin vegna jólakonfektsins. JÓH/Mynd: Golli Óvissa ríkir um starfsemi Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey: Get ekkí annaö séö en landbúnaðar- ráöuneytiö ætli að leggja stöðina niður segir Magnús Guðjónsson, formaður Dýralæknafélags íslands „Ég get ekki annað séð en landbúnaðarráðuneytið stefni að því að leggja stöðina niður vegna þess að það hefur með dæmalausum vinnubrögðum fælt frá sér eina dýralækninn í landinu sem er sérmenntaður í fósturvísaflutningum,“ sagði Magnús Guðjónsson, formað- ur Dýralæknafélags íslands, þegar hann var inntur álits á því að Sigurborg Daðadóttir hefur nú endanlega sagt skilið við Einangrunarstöð holda- nauta í Hrísey og hafið störf sjálfstætt á „meginlandinu“. Eins og fram kom í Degi sl. miðvikudag hefur Sigurborg tek- ið endanlega ákvörðun um að hætta störfum í Hrísey vegna þess að hún hefur ekki fengið launakjör sín bætt. Viðmælend- um Dags sem komið hafa að þessu máli ber saman um að sú staða sem upp er komin sé mjög alvarleg. Magnús Guðjónsson segir að lögum samkvæmt verði dýralæknir að starfa við stöðina og í ljósi þess sé ríkið nú að brjóta lög. Hann segir að þau boð hafi verið látin út ganga í dýralæknastétt að sækja ekki um stöðu framkvæmdastjóra Ein- angrunarstöðvarinnar, verði hún auglýst á næstunni, nema að höfðu samráði við stjórn félags- ins. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, segir að ef þetta sé endanleg ákvörðun Sigurborgar liggi beinast við að auglýsa stöð- una lausa til umsóknar. Hann segir að ráðuneytið verði að leita að manneskju í starfið sem geti sætt sig við þau launakjör sem ríkið geti boðið. Guðmundur tekur fram að slæmt sé að missa Sigurborgu og ráðuneytið sjái eftir henni. Ólafur Stefánsson, ráðunautur Vegagerðin: Mikil hálka á Öxnadalsheiði Mikil hálka var á vegum á Norðurlandi í gær. Vegir lok- uðust þó hvergi nema í Ólafs- fjarðarmúla, en þar féll snjó- flóð í gærmorgun. Hjá vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar síðdegis í gær að mikil hálka hafi verið á Öxna- dalsheiði, en umferðin þó gengið áfallalaust. í gærmorgun var þar töluverður skafrenningur, en ekki náði að festa snjó á veginn að marki. Veðurspá síðdegis í gær var heldur óárennileg og því mátti allt eins gera ráð fyrir versn- andi færð á Öxnadalsheiði í nótt. Að sögn vegaeftirlitsmanns verð- ur mokað í dag á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, ef þess gerist þörf og þá verður mokstur hafinn í bítið. Næsti fasti mokstursdagur Vegagerðar- innar á þessari leið er síðan á mánudag. óþh hjá Búnaðarfélagi íslands, tekur undir það og segir að ef ekki finn- ist nein lausn á þessu máli hið bráðasta sé rekstri Einangrunar- stöðvarinnar stefnt í tvísýnu. í bréfi sem Sigurborg Daða- dóttir sendi Steingrími J. Sigfús- syni í vikunni, dagsett 20. nóvember, lýsir hún samskiptum sínum við embættismenn í land- búnaðarráðuneytinu og segir greinilegt að ekki sé vilji í ráðu- neytinu að hafa hana áfram í. starfi framkvæmdastjóra Ein- angrunarstöðvarinnar. Hún segir að ráðuneytið hafi dregið sig á asnaeyrunum og lofað sér bót á máli sínu hvað eftir annað. „Nú er svo komið að ég hef verið atvinnulaus í 7 vikur vegna þess að þeir hafa lofað og lofað, þann- ig að ég gat ekki byrjað í öðru starfi þar sem ég átti von á því að fara aftur út í Hrísey þegar þeir stæðu við það sem þeir lofuðu,“ segir Sigurborg orðrétt í bréfi sínu. Um þetta mál er ítarlega fjall- að í Baksýn í Degi á morgun. óþh Kjörbúð KEA er opin til kl. 20.00 alla daga nema sunnudaga A laugardögum eru allar verslanir opnar til kl. 16.00 SUNNUHIID

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.