Dagur - 04.12.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 4. desember 1990 233. tölublað
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
^ • ........ i
Sambýli fyrir aldraða á Akureyri:
Byggingíidcild Akureyrar sér
um verklegar framkvæmdir við
Bakkahlíð 39. Ágúst Berg, deild-
ararkitekt, var spurður um þessar
framkvæmdir, hver réði því
hvaða iðnaðarmenn væru ráðnir
til starfa við slík verkefni hjá
bænum, og eftir hverju væri farið
í því sambandi.
Ágúst segir að hér sé um lítið
verkefni að ræða á mælikvarða
Akureyrarbæjar. Fastráðnir tré-
smiðir bæjarins hafi verið fengnir
til að vinna trésmíðavinnuna, en
auk þess hafi verið ráðnir aðrir
iðnaðarmenn. „Við völdum
þessa menn því þeir eru vanir að
vinna saman og við höfum góða
reynslu af samvinnu þeirra. Við
hjá byggingadeildinni og tækni-
deildinni ráðum því venjulega
hvaða menn eru ráðnir til starfa
hverju sinni, og auðvitað má
endalaust deila um mannaráðn-
ingar. Við reynum að dreifa þess-
ari vinnu meðal iðnaðarmanna,
en þegar harðnar á dalnum með
atvinnu í bænum eru alltaf ein-
hverjir óánægðir. Við getum ekki
útvegað öllunt atvinnu sem vilja,
en maður verður að fá að vinna
sín störf, annað gengur ekki upp.
Hér er urn svo lítið verk að ræða
að ekki tekur því að hafa útboð,
en í útboðum þarf að vinna út-
boðsgögn og velja hönnuði til
þeirra starfa,“ segir Ágúst Berg.
EHB
Tölvumiðstöðin Kópaskeri:
Um 40 skólar
hafa tengst
tölvukerflnu
Nú eru um 40 skólar komnir í
samband við móðurtölvuna á
Kópaskeri og eru samskipti
gegnum hana því orðin æði
lífleg. Eins og við greindum frá
um daginn eru grunnskólarnir
á Akureyri að tengjast þessu
tölvuneti sem teygir sig víða
um land og einnig til annarra
landa.
Að sögn Péturs Þorsteinsson-
ar, skólastjóra grunnskólans á
Kópaskeri, eru þeir skólar sem
tengjast netinu flestir á Norð-
austurlandi. Nokkrir eru á Aust-
urlandi og einnig Suðurlandi og
Reykjanesi. Útlit er fyrir að um
150 skólar verði komnir í samband
um áramótin.
Pétur sagði að markmiðið væri
að fá sem flesta skóla og skyldar
stofnanir á landinu til að tengjast
tölvukerfinu. Tækjakostur hefur
verið aukinn og geta mörg hundr-
uð notendur haft samskipti gegn-
um tölvukerfið.
Að sögn Péturs eru samskiptin
smám saman að þróast og aukast
eftir því sem menn læra betur á
tölvurnar. í fyrstu nota menn
kerfið aðallega sem tölvutækt
pósthús en möguleikarnir eru
margir og tölvumiðstöðin er í
stöðugri uppbyggingu. SS
Sæplast hf.:
Þessa dagana eru iðnaðarmenn
að vinna við húsið Bakkahlíð 39
á Akureyri, en eins og kunnugt
er þá festi bæjarfélagið kaup á
eigninni til nota fyrir sambýli
aldraðra. Reiknað er með að
íbúarnir flytji inn fljótlega eftir
næstu áramót, að sögn Björns
Þórleifssonar, forstöðumanns
öldrunarþjónustu bæjarins.
Björn sagði í samtali við Dag
að Helga Frímannsdóttir, nýráð-
inn forstöðumaður sambýlisins,
væri tekin til starfa, og meðal
fyrstu verkefna hennar er að
kaupa ýmis húsgögn og búnað.
Helga mun síðan, ásamt þjónustu-
hópi aldraðra, kanna hvaða ein-
staklingar veljast til dvalar á sam-
býlinu.
Þessa dagana er unnið að því að prufukeyra sprautusteypuvélarnar hjá Sæplasti hf. Hvor vél vegur 35 tonn. Stefnt
er að því að framleiðsla á trollkúlum verði komin á fullt fyrír jólin. Mynd: óþh
Tilbúið fljótlega
eftir áramót
Sprautusteypuvélamar úr Plast
einangrun komnar til Dalvíkur
- stefnir í enn eitt metárið hjá Sæplasti hf.
Þessa dagana er verið að
prufukeyra sprautusteypuvélar
fyrir plast hjá Sæplasti hf. á
Dalvík, sem fluttar voru í síð-
ustu viku úr húsakynnum
Plasteinangrunar á Akureyri
Krossanesverksmiðjan tók á
móti 120 tonnum af loðnu úr
Þórði Jónassyni EA á föstu-
daginn. Þegar Dagur hafði
samband við Jóhann Pétur
Andersen framkvæmdastjóra í
gær var verksmiðjan hráefnis-
laus, og biðu menn eftir meiri
loðnu.
Loðnu hefur tvisvar verið land-
að í Krossanesi á vertíðinni.
Starfsmenn hafa unnið við að
samstilla tæki og vélar, en slíkt er
umtalsverð vinna í nýuppsettri og
breyttri verksmiðju. Jóhann Pét-
ur var spurður hvernig það verk
gengi, og sagði hann að því væri
ekki lokið. „Þetta er ekki orðið
nægilega gott ennþá, við erum í
vandræðum með stillinguna á
kælingunni á reyknum, og erum
að fara yfir það mál núna. Þetta
er ekki í því horfi sem við viljum
hafa það. En segja má að vinnan
við verksmiðjuna hafi annars
gengið áfallalaust, en smáhnökr-
ar eru á þessu ennþá sem við
erum að laga. Verksmiðjan vinn-
ur ágætlega, og er komin upp
undir þau afköst sem við var
búist. Við eigum samt eftir að
fínslípa þetta betur,“ segir hann.
Aðfaranótt mánudags var smá-
vegis kropp á loðnumiðunum
milli Kolbeinseyjar og Grímseyj-
til Dalvíkur. Ætlunin er að
framleiða trollkúlur í þessum
vélum, en að sögn Péturs
Reimarssonar, framkvæmda-
stjóra Sæplasts hf., kemur til
greina að framleiða fleiri gerð-
ar, en ekki nægilega mikið til að
neinn bátur færi í land. Súlan EA
fékk t.d. 150 tonn þá um nóttina.
Lítið varð vart við loðnu í gærdag
á þessum slóðum. EHB
„Neytendasamtökin teija óhjá-
kvæmilegt að þegar verði
breytt um stefnu í landbúnað-
armálum. Samtökin telja
nauðsynlegt að núverandi kerfi
verðstýringar, kvóta og verð-
miðlunar verði afnumið. Bænd-
um verði gert kleift að fram-
leiða vörur sínar án framleiðslu-
takmarkana á eigin ábyrgð og
jafnframt verði gerður skýr
greinarmunumr á framleiðslu
og vinnslu búvara. Um leið
verði tryggt með aðgerðum
stjórnvalda að jarðnýting verði
með þeim hætti að umhverfinu
sé ekki hætta búin,“ segir í
ályktun sem samþykkt var á
ir vara í vélunum.
í þessari viku er ætlunin að
flytja fleiri vélar út á Dalvík og er
stefnt að því að framleiðslan
verði komin í fullan gang á nýj-
um stað fyrir jól. Allur suðursal-
ur Sæplasts hf. fer undir þessa
nýju framleiðslu, en í norðursal
verður framleiðsla á fiskikerun-
um, sem hefur verið uppistaða í
framleiðslu fyrirtækisins.
Pétur segir að auk nýrrar fram-
leiðslu í húsakynnum Sæplasts á
Dalvík sé ætlunin að auka afköst
í framleiðslu fiskikeranna. Steypt
hafa verið um 75 ker á sólar-
hring, en með bættum búnaði
verður unnt að steypa ríflega 100
ker á sólarhring.
Með flutningi á sprautusteypu-
landbúnaðarráðstefnu Neyt-
endasamtakanna um helgina.
Samtökin árétta í yfirlýsingu
sinni að oft hafi þau bent á að
röng stjórnun í landbúnaði hafi
leitt af sér allt of hátt verð á
landbúnaðarvörum. Jafnframt
hafi fjölmörgum bændum verið
gert nær ókleift að lifa af því sem
þeim sé heimilt að framleiða. Þá
segir einnig:
„Neytendur sætta sig ekki við
það háa verð sem er á búvörum.
Af þeim sökum er stefnubreyting
nauðsynleg. Neytendasamtökin
benda jafnframt á að stefnu-
breyting í landbúnaði er ekki síð-
ur mikilvæg til að auðvelda ís-
vélunum og öðrum tækjabúnaði
frá Akureyri til Dalvíkur verða
húsakynni Sæplasts hf. þar
fullnýtt. Raunar hefur fyrirtækið
haft til umráða geymslurými í
húsi Blika hf.
Pétur segir að stefni í metár
hjá Sæplasti hf. Hann áætlar að á
þessu ári verði framleidd öðru
hvoru mej>in við 20 þúsund
fiskikör. A bilinu 40 til 50%
þeirrar framleiðslu fara á erlend-
an markað og hefur hlutur hans í
framleiðslu Sæplasts hf. aukist ár
frá ári.
Flutningur á sprautusteypuvél-
unum til Dalvíkur gekk mjög vel,
að sögn Péturs, þrátt fyrir að
hvor vél vigti um 35 tonn. óþh
lenskum landbúnaði að mæta
þeirri auknu samkeppni sem
alþjóðlegir viðskiptasamningar
munu leiða til á næstu árum.
Neytendasamtökjin telja mikil-
vægt að sú samkeppni verði á
jafnréttisgrundvelli.
Markmiðið með kröfunni um
stefnubreytingu í landbúnaðar-
málum er tvíþætt, að lækka verð
til neytenda og að gera bændum
kleift að lifa af framleiðslu sinni.
Neytendasamtökin lýsa sig reiðu-
búin og hvetja til samstarfs neyt-
enda, bænda og annarra framleið-
enda, aðila vinnumarkaðarins og
stjómvalda, til að ná þessum
markmiðum.“ JÓH|
Beðið eftir loðnu
í Krossanesi
Landbúnaðarráðstefna Neytendasamtakanna:
„Neytendur sætla sig ekki við
það háa verð sem er á búvörum"