Dagur - 04.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 04.12.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 4. desember 1990 Halldór Jónsson, bæjarstjórí Akureyrar, varð fertugur 22. nóvember sl. Hann tók á móti gestum ásamt Þorgerði Guðlaugsdóttur eiginkonu sinni í Oddfellowhúsinu sl. sunnudag. Veislan var afar fjölmenn og gæddu gestir sér á dýrindis kökum og kaffi. Mynd: Gollí i fréttir Reglugerð um veiðar smábáta: Endanlegar veiðiheimildir liggi fyrir um áramót - smábátaeigendum gefmn kostur á að gera athugasemdir Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir fiskveiði- tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 1991. Þessi reglugerð er byggð á lögum um stjórn fiskveiða sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor en með þeim eru flestir meginþættir fisk- veiðistjórnar lögbundnir og mun færri atriði falin ráðherra til ákvörðunar en áður var. Samt sem áður telur ráðuneyt- ið nauðsynlegt að gefa út reglu- gerð um ýmis framkvæmda- atriði og þá einkum þau er lúta Bæjarráð Akureyrar: Tillögur um greiðslu 200 milljóna króna hlutaJjár í Krossanesi hf. - málið til afgreiðslu í bæjarstjórn í dag Útgerðaraðilarnir fimm, sem höfðu ákveðið að gerast hlut- hafar í Krossanesi hf., hafa gefið yfirlýsingar um að hluta- fjárloforð þeirra komi ekki til greiðslu, og að þeir teljist ekki hluthafar í fyrirtækinu. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku, en á fundinum greindi Halldór Jónsson bæjarstjóri frá viðræðum sem fram hafa farið við stjórnendur Krossaness hf. varðandi 200 milljóna króna hlutafjárfram- lag bæjarins. í dag koma tillögur bæjarráðs um Krossanes hf. til afgreiðslu bæjarstjórnar Akureyrar. Til- lögurnar eru í fimm liðum. Bæjarráð leggur til að bæjar- stjórn samþykki yfirlýsingar útgerðaraðilanna, sem gengu inn í félagið við stofnun þess. Þá er lagt til að leitað verði eftir þátt- töku nýrra hluthafa í fyrirtækinu. Hvað hlutafjárframlag bæjarins snertir er staðan þannig, að þegar hafa verið greiddar 48 milljónir króna í peningum. Akureyrarbær tekur við kaupleigusamningi við Féfang hf, að upphæð rúmar 96 milljónir, 10,6 milljónum ei skuldajafnað við bæinn en af- gangurinn, liðlega 45 milljónir, greiðist með skuldabréfi bæjarins til 10 ára. Bréfið er verðtryggt með 7,5% vöxtum. Auk þess sem hér hefur verið talið yfirtekur Akureyrarbær skuldbindingar verksmiðjunnar við Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar miðað við árslok 1989. Þá er lagt til varðandi kaupleigusamninginn við Féfang hf. að staðfest verði samkomulag bæjarins við verksmiðjuna um að ef til uppgreiðslu á umræddu láni komi, fyrr en kveðið er á í láns- samningi, muni uppgreiðslukostn- aður skipast jafnt á milli aðila. EHB að veiðum smábáta þar sem þeim er nú í fyrsta sinn úthlut- að veiðiheimildum með sam- bærilegum hætti og stærri fiskiskipum. Samkvæmt nýju lögunum er öllum fiskiskipum sem veiðileyfi fá, úthlutað fastri aflahlutdeild í leyfilegum heildarafla. Aflahlut- deild skipa, 10 brúttólestir og stærri af þeim tegundum sem sæta ákvæðum um leyfilegan heildarafla, ræðst af úthlutuðu aflamarki eins og það var í upp- hafi þessa árs. Þó er aflahlutdeild þeirra skipa sem hafa lakast afla- mark endurreiknuð í samræmi við ákvæði laganna. Samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins ræðst aflahlutdeild báta undir 10 brúttólestum, sem hófu veiðar fyrir síðustu áramót, ann- ars vegar af hlutdeild þessara báta í heildarafla síðasta árs og hins vegar af veiðireynslu hvers einstaks báts á árunum 1987- 1989. Samanlögð aflahlutdeild þessara báta verður jöfn aflahlut- deild þeirra í ársafla botnfiskteg- unda á síðasta ári. Nýir bátar sem koma í fyrsta sinn til veiða á þessu ári fá meðalaflahlutdeild sem markast af stærð þeirra. „Bátar undir 6 brúttólestum sem skráðir voru á skipaskrá fyrir síðustu áramót og bátar undir 6 brúttótonnum sem skráðir voru eftir þann tíma en fyrir 18. maí síðastliðinn gefst kostur á að velja leyfi til línu- og handfæra- veiða með dagatakmörkunum í stað aflahlutdeildar. Velji bátur þann kost er það val bindandi fyrir tímabilið 1. janúar 1991 til 31. ágúst 1994. Aukist heildar- aflahlutdeild þessara báta meira en sem nemur 25% að meðaltali á þessu tímabili, frá þeirri heild- araflahlutdeild sem þeir áttu kost á í ársbyrjun 1991, verður þeim úthlutað aflahlutdeild í upphafi þess fiskveiðiárs er hefst 1. sept- ember 1994. Heildaraflahlutdeild þeirra verður þá sú sama og þess- ir bátar áttu kost á í upphafi árs 1991. Velji bátur leyfi með aflahlut- deild kemur slíkur bátúr aldreí til greina við veitingu leyfis til línu- og handfæravéiða. Gildir það einnig þótt bátur sem fengið hef- ur leyfi til línu- og handfæraveiða sé síðar tekinn úr rekstri í hans stað og teljist sambærilegur að öðru leyti. Er þetta ákvæði sett í reglugerð til að koma í veg fyrir að aflaheimildum sé ráðstafað til annars fiskiskips og það fiskiskip sem heimildirnar voru fluttar af geti skapað sér veiðiheimildir öðru sinni,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. A næstunni fá útgerðarmenn um 2000 smábáta í hendur yfir- litsblað sem sýnir forsendur fyrir útreikningi aflahlutdeildar. Þá verður útgerðarmönnum gefinn frestur til að gera athugasemdir við þerinan útreikning en ráðu- neytið ætlar síðan á grundvelli þessara athugasemda að tilkynna endanlegar veiðiheimildir á fisk- veiðitímabilinu 1. janúar til 31. ágúst á næsta ári. Er vonast til að endanlegar veiðiheimildir liggi fyrir um áramót. JOH Vinningstölur laugardaginn 1. des. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 3 4.276.704.- n PLusrtí«jí(í 4. 4a(5^ÓP 9 133.544.- 3. 4af 5 297 6.980.- 4. 3af 5 10.346 467.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.936.650.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002 Sorphirðumál víða í ólestri þingsályktunartillaga um framkvæmd sorphirðu væntanlega samþykkt á Alþingi fyrir þinglok, sagði Júlíus Sólnes umhverfisráðherra á fundi um umhverfismál Júlíus Sólnes, umhverfisráð- herra, segist gera ráð fyrir að þingsályktunartillaga um fram- kvæmd sorphirðu og aukna endurvinnslu verði samþykkt á Alþingi fyrir þinglok í vor. Þetta kom fram á kynningar- fundi um umhverfismál sem haldinn var á Akureyri síðast- liðinn föstudag. Á fundinum kom fram að sorphirðumál eru víða í ólestri og nauðsynlegt að átak verði gert varðandi losun og eyðingu úrgangs víða um land á næstunni. Valdimar Brynjólfsson, heil- brigðisfulltrúi á Akureyri, ræddi meðal annars um meðferð sorps á Eyjafjarðarsvæðinu. í máli hans kom fram að frárennsli frá urðunarstað sorps á Glerárdal fari í gegnum þykk jarðlög. Auk þess sé Glerá það vatnsmikil að mikil þynning eigi sér stað á leið frárennslisins til sjávar. Engu að síður verði að rannsaka jarðfræði þessa svæðis mikið betur með til- liti til urðunar úrgangs. Valdimar minnti á að vatnsból bæjarbúa séu hinum megin í dalnum, ekki ýkja langt frá sorphaugunum. Auður Arnþórsdóttir frá heil- brigðiseftirlitinu á Norðurlandi eystra lýsti sorphirðu á svæðinu austan Eyjafjarðar og kvað ófremdarástand víðast ríkja í þeim málum. Þar sem sorp- brennsla fari fram sé víðast of lágt hitastig og einnig hafi fólk greiðan aðgang að sorpbrennslu- gryfjunum á öllum tímum og losi alls kyns hluti hvort sem þeir geti brunnið eða ekki. Auður sagði að víða séu ruslahaugar sem nauðsynlega þurfi að fjarlægja og nefndi að bílhræjum hafi verið safnað saman á ýmsum stöðum og börn geri sér síðan leik að kveikja í þeim. Auður sýndi myndir af ljótu umhverfi rusla- hauga á svæði heilbrigðiseftirlits- ins á Norðurlandi eystra máli sínu til stuðnings. í máli Júlíusar Sólnes, um- hverfisráðherra, kom fram að frumvarp um umhverfisverndar- lög verði væntanlega lagt fyrir Alþingi eftir áramót og einnig þingsályktunartillaga er feli í sér stefnu stjórnvalda í umhverfis- málum. Júlíus Sólnes sagði að ekki væri ljóst hvort öll starfsemi Hollustuverndar ríkisins komi til með að heyra undir umhverfis- ráðuneytið í framtíðinni eða að- eins mengunarvarnadeild henn- ar. Júlíus sagði að fjármagn vant- aði til umhverfismála og ekki ljóst með hvaða hætti það yrði leyst. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að leggja á nýja skatta vegna umhverfismála og sagði að hámark sköttunar væri talið 27% af vergri þjóðar- framleiðslu og ekki heppilegt að fara fram úr því marki. Júlíus sagði að nú væru ýmis útgjöld vegna umhverfismála til umræðu innan Evrópubandalagsins í tengslum við samræmingu þess málaflokks í Evrópu og leitað væri niðurstöðu um hvernig út- vega beri fjármagn til að standa straum af kostnaði við umhverfis- mál. Aðrir framsögumenn á fundin- um voru Birgir Þórðarson frá Hollustuvernd, Davíð Egilsson frá Náttúruverndarráði, Sigur- björg Sæmundsdóttir frá umhverf- isráðuneyti, Guðmundur Guð- laugsson, verkfræðingur, Vil- hjálmur Grímsson, tæknifræð- ingur og Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.