Dagur - 04.12.1990, Síða 5

Dagur - 04.12.1990, Síða 5
Þriðjudagur 4. desember 1990 - DAGUR - 5 miklu minni notkun eiturefna en margar aðrar þjóðir gera. Þá hef- ur oft verið bent á óhagræði okk- ar af að búa langt úti í hafi, fjarri öðrum þjóðum, en á hinn bóginn hefur þessi fjarlægð varið okkur fyrir því mengaða andrúmslofti sem aðrar þjóðir búa við. Það má spyrja hvort þessir og fleira neikvæðir þættir verði auð- lind okkar í þeirri framtíð sem nú blasir við. Útflutningur á vatni sem nú er hafinn gæti verið til marks um það. A hinn bóginn ber okkur að fylgjast grannt með þessum mál- um til þess að halda stöðu íslands sem land hreinleika og hollustu. Par þarf víða að hafa vakandi auga. Við þurfum að gæta að úr- gangi frá fiskeldisstöðvum, og við þurfum að huga að því sem er að gerast í alifugla- og svínarækt í kringum okkur hvað varðar aðbúnað og dýravernd. Þá er ástæða til að fylgjast með hvort of nærri er gengið akurlendi sem hvíldarlaust er notað undir kart- öflurækt. Það er stefna Stéttarsambands bænda að haga búskaparháttum hér á landi, jafnt í búfjárrækt sem jarðrækt, þannig að hvergi sé gengið á höfuðstól náttúr- unnar og það er ekkert sem bendir til að íslenskur landbún- aður geti ekki skilað hlutverki sínu í góðri sátt við umhverfið. í því sambandi er það jafnframt skoðun Stéttarsambands bænda að ábyrgð og stjórn á nýtingu þeirra landgæða sem íslenskur landbúnaður hefur með höndum hljóti að vera á einni hendi. Það er í samræmi við niðurstöður skýrslu umhverfisnefndar Sam- einuðu þjóðanna, undir forystu Gro Harlem Brundtland. Til þess að tryggt sé að íslenskra búvörur haldi áfram gæðastimpli sínum þarf að vera í gangi stöðugt eftirlit með þeim, en vörur sem eru lausar við auka- efni, svo sem skaðlega þung- málma, eiturefni, eins og díoxsin og PCB, og lyfjaleifar, eru okkar sterkasta tromp. Við þurfum einnig að efla skilning á því að það er ekkert sjálfsagt mál að framboð á nægum og heilnæmum mat sé ætíð tryggt. I heimi hér er fátt öruggt. Það munaði ekki miklu að eiturskýið frá Tsjerno- byl næði til íslands með geisla- íslandsbanki hefur tekið í notkun umslög sem unnin eru úr óbleiktum (klórfríum) pappir og vill með því leggja sitt af mörkum til náttúru- verndar. Á umslögunum er sér- hannað merki til þess að vekja athygii á notkun óbleikts papp- írs og er öllum aðilum, sem nota slíkan pappír, heimilt að nota merkið að vild, enda tengist það ekki bankanum. Merkið er hannað af auglýs- ingastofunni Yddu. íslands- banki notar mikið af pappír og umslögum og mun í framtíð- inni nota óbleiktan og endur- unninn pappír í auknum mæli. „Umhverfismál og verndun náttúrunnar eru málefni sem mikil og þörf umræða hefur skap- ast um undanfarin ár. Þessi virkt úrfelli sitt. Lokaorð mín skulu vera þau að framtíð íslensks landbúnaðar hefur allar forsendur til að vera jafn björt eða bjartari en land- búnaðar margra annarra þjóða. Það er vissulega blikur á lofti. Sumar þeirra ógna okkur jafnt eða meira en öðruin en aðrar ógna öðrum þjóðum mun meira. En þegar upp er staðið þá erum við öll á sama báti og örlög okkar eru samfléttuð örlögum annarra.“ Haukur Halldórsson. umræða hefur meðal annars leitt til þess að almenningur, fyrirtæki og stofnanir eru orðin meðvitaðri um hvað veldur mengun náttúr- unnar. Þá hefur notkun ýmissa umhverfisvænna efna og vara aukist. Pappírsnotkun í heiminum í dag er gífurleg og hefur slæm áhrif á umhverfi, bæði vegna mengunar og eyðingar skóga. Við framleiðslu pappírs er meðal annars notaður klór, sem fer út í umhverfið og mengar það. Því hafa nokkur fyrirtæki hafið fram- leiðslu á pappír án klórs, þ.e. óbleiktum pappír, og þar með er hættulegasti mengunarþátturinn við framleiðsluna tekinn út. Við þetta verður pappírinn ekki eins hvítur, en náttúran verður hreinni," segir í frétt frá íslands- banka af þessu tilefni. íslandsbanki: Tekur í notkun umslög úr óbleiktum pappír Munurinn er augljós! Herradeild NORÐURLAND - REYKJAVÍK - ÚTLÖND SAUÐÁRKRÓKUR - DALVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK LANDSBYGGÐIN Færeyjar Varberg Helsinki Hull New York Kaupmannahöfn Moss Rotterdam Hamborg SKIPADE/LD SAMBANDSINS SAMBANDSHUSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVÍK SIMI 91-698300 TELEX 2101 TELEFAX 91-678151 Noröurland - Reykjavi'k vikulega HEIMAN OG HEIM Ný og stórbætt aöstaöa umboósmanna okkar eílir þjónustuna. Frá Reykjavík - alla fimmtudaga A Húsavík - alla sunnudaga A Akureyri - alla mánudaga t'.h. A Dalvík - alla mánudaga e.h. A Sauöárkróki - alla mánudaga (kvöld) í Reykjavík - alla miövikudaga ísland - Evrópa Bandaríkin vikulega HEIMAN OG HEIM Innanlandsáætlun Skipadeildar er samræmd millilandaáætluninni í báðar áttir. Vörur frá útlöndum eru sendar áfram noröur án tafar, og vörur aö noröan fara taíarlaust út í heim. HOLTABAKKI REYKJAVIK SAMSTILLT ÁTAK FLÝTIR FLUTNINGI MEÐ 'tXSKIPADEILD

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.