Dagur - 04.12.1990, Qupperneq 9
Þriðjudagur 4. desember 1990 - DAGUR - 9
ttleik:
imatík“
slag
villa en brottrekstur var fáránleg-
ur,“ sagði Jón Örn eftir leikinn.
Hvað um það, þetta setti strik í
reikning Þórsara og þeir náðu
aldrei forystunni eftir þetta. Þeg-
ar Cedric Evans fékk sína 5. villu
7 mínútum fyrir leikslok var
draumurinn um sigur á topplið-
inu úti og Stólarnir innbyrtu tvö
stig af öryggi.
Árangur Tindastólsliðsins það
sem af er vetri kemur ekki á
óvart enda er liðið gríðarlega
sterkt. Enginn lék þó betur en
Ivan 'Jonas sem var mjög örugg-
ur. Einar Einarsson var afar
frískur og þá var Pétur sterkur í
vörninni en átti lengst af erfitt
uppdráttar í sókninni.
Þórsarar léku góða vörn en
gerðu alltof mikið af mistökum í
sókninni. Cedric Evans átti stór-
leik en tvær vafasamar villur
komu honum útaf. Sturla Örlygs-
son átti mjög góðan leik, bæði í
vörn og sókn, en lenti fljótlega í
villuvandræðum og gat því ekki
beitt sér sem skyldi.
Slig P6rs: Cedric Evans 26, Sturla
Örlygsson 26, Guðmundur Björnsson 14,
Jóhann Sigurðsson 9, Konráð Óskarsson
6, Davíð Hreiðarsson 4, Ágúst Guðm-
undsson 2, Jón Örn Guðmundsson 2.
Stig Tindastóls: Ivan Jonas 33, Einar
Einarsson 19, Pétur Guðmundsson 18,
Valur Ingimundarson 14, Haraldur Leifs-
son 8, Sverrir Sverrisson 8.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn
Albertsson. Gerðu sín mistök en dæmdu
þokkalega þegar á heildina er litið.
Hva...? Valur Ingimundarson virðist ekki hafa átt von á sendingu
Svipbrigðin eru oft skemmtileg hjá yngri kynslóðinni
Dýralæknisþjónusla
Hef hafið störf sem sjálfstætt
starfandi dýralæknir
á Eyjafjarðarsvæðinu
Tek að mér öll almenn dýralæknisverk.
Viötalstími og vitjanabeiðnir virka daga kl. 9.00-
10.00 að öðru leyti eftir aðstæðum hverju sinni, sími
96-26327.
Sigurborg Daðadóttir, dýraiæknir.
Launafólk
Eyjafirði!
Stuðlum að eðlilegri
samkeppni.
Verslum þar sem launin
nýtast best.
Verkalýðsfélögin Eyjafirði
Fiskiskip til sölu
Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu vélskipið
GULLÞÓR KE-70, skipaskrárnúmer 1686, sem talið
er 57 brúttórúmlestir að stærð, smíðað árið 1984.
Aðalvél skipsins er af Cummins gerð frá 1987.
Skipið selst með öllum veiðiheimildum sem því til-
heyra, og í því ástandi sem það nú er í.
Skipið er nú í Grindavíkurhöfn, en verður á næst-
unni flutt til Reykjavíkur.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Fiskveiðasjóðs
íslands, Suðurlandsbraut 4, 155 Reykjavík, fyrir kl.
15.00, 10. desember n.k., þar sem veittar eru allar
frekari upplýsingar. Ennfremur veitir eftirlitsmaður
sjóðsins, Valdimar Einarsson, upplýsingar um skipið
í síma 33954 og 985-23355.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða
hafna öllum.
Fiskveiðasjóður íslands,
Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sími 679100.
BÓKABÚÐ JÓNASAR |
spilabúð
Til dœmis Scrabble,
Abalone, Pictionary,
Trivial Pursuit og Matador
BÓKABÚÐ .BflOVk. bB
JONASAR J|ÍI\JW
Hafnarstræti 108 - Sími 96-22685