Dagur - 04.12.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 4. desember 1990
íþróttir
Heppni Man. Utd. gegn Everton
- Crystal Palace hafði sætaskipti við Tottenham
Eftir fjöruga markaleiki í
deildabikarnum í vikunni
fengu áhorfendur á Englandi
vænan skammt af því sama í
deildaleikjum laugardagsins.
Það er því ekki að undra þótt
aðsókn að leikjum sé góð og
það er ekki allt enska landslið-
inu að þakka frá í sumar á Ital-
íu. Ensku liðin leika nú mun
opnari og skemmtilegri leik en
oft áður og það kunna áhorf-
endur vel að meta.
En þá eru það leikir laugar-
dagsins.
Við fengum að sjá leik Everton
og Man. Utd. í beinni útsendingu
í Sjónvarpinu og má því fara
fljótt yfir sögu þar. Eftir stórsigur
Utd. gegn Arsenal í vikunni í
deildabikarnum bjuggust margir
við öruggum sigri liðsins gegn
Everton, en það gekk ekki átaka-
laust. Leikurinn var mjög fjörug-
ur og spennandi, en lið Everton
hafði yfirburði í fyrri hálfleik án
þess þó að skapa sér nógu góð
færi. Tony Cottee kom þó bolt-
anum í mark Utd. í lok fyrri hálf-
leiks, en markið var dæmt af þar
sem Mike Newell var talinn hafa
brotið á Les Sealey markverði
Utd. Everton sótti mjög í upp-
hafi síðari hálfleiks án árangurs
og síðan fékk liðið á sig mark eft-
ir 19 mín. Skyndisókn Utd.,
Mark Hughes sendi til Lee
Sharpe sem óvaldaður skoraði af
öryggi sigurmark Utd. Sharpe
hefur því gert það gott í vikunni
því hann skoraði þrjú mörk gegn
Arsenal. Lið Everton var mjög
óheppið í leiknum og hefði hæg-
lega getað unnið öruggan sigur
með smá heppni.
Hið sterka lið Tottenham tap-
aði nokkuð óvænt gegn Chelsea í
leik sem tafðist vegna umferðar-
óhapps sem leikmenn Tottenham
lentu í. Lið Chelsea nýtti sér vel
fjarveru Steve Sedgley úr vörn
Tottenham vegna meiðsla og
hafði yfir 2:0 í hléi. Kerry Dixon
í upphafi leiks og John Bumstead
í lok hálfleiksins skoruðu fyrir
Chelsea. Dave Tuttle lék sinn
fyrsta deildarleik fyrir Totten-
ham, en hann fór útaf í hléi og
Mitchell Thomas lék í stöðu mið-
varðar í mjög svo fjörugum síðari
hálfleik. Paul Gascoigne lagaði
stöðuna fyrir Tottenham með
marki beint úr aukaspyrnu er 35
mín. voru til leiksloka og allt gat
enn gerst. En strax á eftir bætti
Gordon Durie þriðja marki
Chelsea við með skoti sem fór af
varnarmanni í netið. Gary Linek-
er fiskaði síðan vítaspyrnu fyrir
Úrslit
1. deild
Aston Vllla-Sheffield Utd. 2:1
Chelsea-Tottenham 3:2
Crystal Palace-Coventry 2:1
Everton-Manchester Utd. 0:1
Leeds Utd.-Southampton 2:1
Manchester City-Q.P.R. 2:1
Norwich-Wimbledon 0:4
Nottingham For.-Luton 2:2
Sunderland-Derby 1:2
Arsenal-Liverpool 3:0
2. deild
Bristol City-Charlton 0:1
Leicester-Newcastle 5:4
Middlesbrough-Hull City 3:0
Millwall-Bristul Rovers 1:1
Oldham-Brighton 6:1
Port Vale-Plymouth 5:1
Portsmouth-Oxford 1:1
Shcffield Wed.-Notts Country 2:2
Swindon-Blackburn 1:1
Watford-Barnsley 0:0
West Ham-W.B.A. 3:1
Wolves-Ipswich 2:2
Tottenham, en hann tók hana
sjálfur og brenndi af. Hann
brenndi síðan af úr dauðafæri
áður en honum tókst að skora er
8 spennandi mín. voru eftir. En
leikmönnum Chelsea tókst að
halda út til loka og sigra í leikn-
um 3:2.
Crystal Palace nýtti sér tap Tott-
enham og skaust upp í þriðja sæt-
ið með 2:1 sigri gegn Coventry.
Palace hefur leikið vel að undan-
förnu og gerði það einnig á Iaug-
ardag gegn seigu liði Coventry.
Mark Bright um miðjan fyrri
hálfleik og Andy Gray 5 mín. fyr-
ir leikslok skoruðu mörk Palace.
Bright eftir aukaspyrnu frá Eddie
McGoldrick og Gray með góðu
skoti eftir að hafa leikið vörn
Coventry grátt. Leikmenn
Coventry höfðu þó ekki heppn-
ina með sér, Cyrille Regis átti
skot í stöng og Nigel Martyn í
marki Palace varði þrfvegis mjög
vel. Regis náði þó að laga aðeins
stöðuna fyrir Coventry með
marki á síðustu mín., en það var
of seint fyrir liðið sem missti
David Speedie útaf 9 mín. fyrir
leikslok með rautt spjald.
Man. City vann sinn fyrsta sig-
ur síðan Peter Reid tók við stjórn
liðsins er liðið lagði Q.P.R. að
velli 0:1. en Reid lék með Q.P.R.
áður en hann fór til City. Þetta
var sjötti tapleikur Q.P.R. í röð í
deildinni, liðið er í vandræðum
vegna meiðsla og hefði getað tap-
að leiknum með meiri mun. Niall
Quinn skoraði bæði mörk City í
leiknum og átti vörn Q.P.R. í
mestu erfiðleikum með hann í
leiknum. Andy Sinton skoraði
eina mark Q.P.R. á síðustu mín.
leiksins, en sigur City var mjög
verðskuldaður og aldrei í hættu.
Aston Villa átti í basli með
Á sunnudag mættust tvö efstu
lið 1. deildar, Arsenal og
Liverpool á Highbury í
London. Þarna varð eitthvað
undan að láta því bæði lið voru
taplaus í 1. deildinni í vetur.
Og það varð Liverpool sem lét
undan, heimamenn voru
ákveðnari, sigruðu 3:0 og eru
nú aðeins þrem stigum á eftir
botnlið Sheffield Utd. sem sakn-
aði 7 fastamanna í leiknum,
en lék af miklum krafti þrátt fyrir
það. David Platt náði forystu fyr-
ir Villa með skalla eftir horn-
spyrnu snemma í leiknum, en
þrátt fyrir góðan leik Platt og
Gordon Cowans neituðu leik-
menn Sheffield að gefast upp og
náðu betri tökum á leiknum. Bri-
an Deane miðherji Sheffield var
stöðugt á ferðinni og Vinnie Jon-
es færðist í aukana eftir því sem
leið á leikinn. Það var Jones sem
náði að jafna fyrir Sheffield með
skalla rétt eftir hlé og mín. síðar
varði Nigel Spink í marki Villa
frábærlega frá Jones. Sigurmark
Villa kom 10 mín. fyrir leikslok
þó að liðið ætti það ekki skilið. Ian
Ormondroyd sendi þá bakvörðinn
Chris Price í gegn með góðri
sendingu og Price átti ekki í
vandræðum með að skora. Sheff.
Utd. hefur því enn ekki unnið
leik í 1. deild.
Wimbledon heldur áfram að
koma á óvart og sigraði nú Nor-
wich 4:0 á útivelli og voru öll
mörkin skoruð í fyrri hálfleik.
John Fashanu miðherji Wimble-
don er alinn upp í Norwich og
kann vel við sig þar. Strax eftir 26
sek. náði hann boltanum af Paul
Blades í vörn Norwich og sendi
hann í netið. Leikmenn Norwich
náðu sér ekki af áfallinu og vörn
liðsins var mjög slök. Warren
Barton, John Scales og Fashanu
aftur nýttu tækifæri sín vel og
bættu við mörkum fyrir Wimble-
don. Baulað var á leikmenn
heimaliðsins í leikslok, en Nor-
wich náði aldrei að ógna marki
Wimbledon í síðari hálfleiknum.
Nottingham For. varð að láta
sér nægja 2:2 jafntefli á heima-
velli gegn Luton. Leikmenn For-
Liverpool.
Þessi sanngjarni sigur Arsenal
hleypir nýju lífi í deildina og er
fagnað af flestum öðrum en fylg-
ismönnum L.iverpool. En margir
vilja kenna Kenny Dalglish fram-
kvæmdastjóra Liverpool um
hvernig fór. Val hans í liðið hefur
oft vakið undrun, en hann hefur
þó getað réttlætt það með hag-
est hófu leikinn nteð miklum lát-
um og virtust ætla að ganga frá
gestunum strax í upphafi. Franz
Carr náði forystu fyrir Forest á 7.
mín., en Daninn Lars Elstrup
jafnaði fyrir Luton með glæsilegu
marki aðeins 8 mín. síðar.
Elstrup náði síðan forystu fyrir
Luton með enn betra marki á
fyrstu mín. síðari hálfleiks. Nigel
Clough jafnaði í 2:2 fyrir Forest
með góðu skallamarki á 75. mín.
og lið Forest náði fyrri yfirburð-
um í leiknunt. Leikmenn Luton
voru þó ekkert á því að tapa
leiknum og tókst að hanga á jafn-
teflinu.
Fyrstu 10 mín. í leik Leeds
Utd. og Southampton á Elland
Road voru viðburðaríkar, Chris
Fairclough og Carl Shutt skoruðu
fyrir Leeds Utd. en hinum ntegin
varði John Lukic markvörður
Leeds Utd. þrívegis mjög vel úr
dauðafærum. Leeds Utd. hafði
2:0 yfir eftir fjörugan fyrri hálf-
leik, en munurinn þó of mikill.
Gary McAUister fór útaf í hléi
meiddur hjá Leeds Utd. og hafði
það slæm áhrif á liðið, ekki síst
Gordon Strachan samherja hans
á miðjunni. Southampton náði
betri tökum á leiknum og Paul
Rideout lagaði stöðuna fyrir liðið
með skalla eftir sendingu frá
Matthew Le Tissier. Það kom í
hlut Lukic að koma í veg fyrir að
Southampton jafnaði leikinn, en
hann átti stórleik í marki Leeds
Utd. að þessu sinni.
Sunderland og Derby mættust
í fallbaráttuleik þar sem mikið
var í húfi. Dean Saunders náði
forystu fyrir Derby í fyrri hálfleik
og Mick Harford bætti öðru
marki liðsins við í þeim síðari.
Gordon Armstrong skoraði eina
stæðum úrslitum, en ekki nú.
Peter Beardsley, Ray Hought-
on og Steve McMahon voru ekki
í byrjunarliðinu fyrir leikinn,
McMahon að vísu lítillega
meiddur. Dagskipun Dalglish var
greinilega varnarleikur til að ná
jafntefli og liðið gaf Arsenal eftir
frumkvæðið í leiknum. Eftir 20
mín. hafði Paul Merson náð for-
ystu fyrir Arsenal er hann kom
boltanum í netið hjá Liverpool í
annarri tilraun. Sjálfstraust
leikmanna Arsenal jókst, þeir
réðu gangi leiksins og fengu víta-
spyrnu á 2. mín. síðari hálfleiks
er Anders Limpar var felldur af
Gary Gillespie. Lee Dixon var
ekki í vandræðum með að skora
úr vítaspyrnunni fyrir Arsenal.
Enn hikaði Dalglish við að gera
breytingar á liði Liverpool þar
sem Ian Rush var einn frammi.
Hann sendi þó loks Houghton
inn á og síðan Ronnie Rosenthal
og leikur liðsins batnaði til muna,
en lánið vildi þó ekki ganga þeim
á hönd. Tveim mín. fyrir leikslok
bætti Alan Smith síðan við þriðja
marki Arsenal með föstu skoti
framhjá Bruce Grobbelaar í
marki Liverpool.
Þessi sigur Arsenal er athygl-
isverður eftir að liðið var burstað
6:2 af Man. Utd. aðeins nokkrum
dögum áður, en best gæti ég trú-
að því að einhver saklaus lið
muni verða fyrir barðinu á
Liverpool á næstunni, sært ljón
er mun grimmara en ósært.
Þ.L.A.
rnark Sunderland á síðustu mín.
leiksins, en liðið hafði sótt af
miklum krafti eftir síðara mark
Derby. Sóknarmenn Sunderland
fóru illa með færin og Peter Shilt-
on í marki Derby varði m.a. víta-
spyrnu frá Peter Davenport. Sig-
ur Derby byggðist á sterkri vörn
og góðri markvörslu Shilton.
2. deild
• West Ham hefur forystu í 2.
deild, liðið sigraði W.B.A. 3:1
með mörkunt George Parris,
Trevor Morley og Frank Mc-
Avennie.
• Oldham er í öðru sæti eftir 6:1
sigur á Brighton, lan Marshall
tvö, Nick Henry, Neil Adams,
Neil Redfearn og Andy Ritchie
skoruðu mörkin.
• Bernie Slaven var meðal
markaskorara hjá Middles-
brough sem er komið í þriðja sæti
eftir 3:0 sigur á Hull City.
• Sheff. Wed. er með jafnmörg
stig og Middlesbrough, en liðið
gerði aðeins 2:2 jafntefli heima
gegn Notts County. John Sheri-
dan víti og David Hirst gerðu
mörk Sheffield, en Mark Draper
víti og Kevin Bartlett svöruðu
fyrir County.
• Steve Bull skoraði bæði mörk
Wolves gegn Ipswich.
• Leicester sigraði Newcastle
5:4, David Kelly skoraði fjögur
mörk fyrir Leicester og Terry
Fenwick eitt. Mick Quinn gerði
þrjú marka Newcastle og Liarn
O’Brien það fjórða.
• Duncan Shearer kont Swindon
yfir gegn Blackburn, en gamla
kempan Frank Stapleton jafnaði
fyrir Blackburn.
Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Liverpool 15 12-2- 1 32:12 38
Arsenal 15 11-4- 0 30: 6 35
Crystal Palace 15 8-6- 1 24:15 30
Tottenham 15 8-5- 2 27:14 29
Leeds Utd. 15 7-5- 3 25:16 26
Manchester City 15 5-8- 2 24:21 23
Manchester Uld. 15 7-3- 5 19:16 23
Wimbledon 15 5-6- 4 22:20 21
Chelsea 15 5-5- 5 21:24 20
Luton 15 54- 6 18:25 19
Nottingham For. 15 4-6- 5 20:21 18
Aston Villa 15 4-5- 6 16:17 17
Norwich 15 5-2- 8 18:26 17
Derbv 15 4-4- 7 12:22 16
Southampton 15 4-3- 8 20:28 15
Sunderland 15 3-5- 7 16:21 14
Coventry 15 34- 8 13:19 13
Everton 15 2-6- 7 18:21 12
Q.P.R. 15 3-3- 9 20:29 12
Sheftield Utd. 15 0-4-11 7:28 4
2. deild
Wcst Ham 19 12-7- 0 32:12 43
Oldham 19 12-5- 2 38:18 41
Sheffield Wed. 18 10-6- 2 37:19 36
Middlesbrough 19 11-3- 5 36:18 36
Wolves 19 7-8- 4 29:20 29
Millwall 19 7-7- 5 30:22 28
Notts County 19 7-6- 6 27:24 27
Barnslcy 19 6-8- 5 28:21 26
Bristol Rovers 18 74- 7 25:23 25
Port Vaie 19 7-4- 8 30:30 25
Ipswich 19 6-7- 6 24:29 25
Brighton 18 74- 7 29:37 25
Bristol City 17 7-3- 7 26:28 24
Blackburn 19 64- 9 23:27 22
Plymouth 19 5-7- 7 22:28 22
Newcastle 18 5-6- 7 20:22 21
W.B.A. 19 5-6- 8 24:27 21
Swindon 19 5-6- 8 24:29 21
Leicester 19 6-3-10 29:45 21
Chariton 19 5-5- 9 24:28 20
Portsmouth 19 5-5- 9 23:32 20
Oxford 19 4-7- 8 29:37 19
Hull City 19 4-6- 9 29:46 18
Watford 18 2-5-11 13:27 11
Paul Merson, Arsenal, og Glen Hysen, Liverpool, kljást um boltann en
Merson skoraði fyrsta mark Arsenal í leiknum.
Mistök Dalglish og fyrsta
tap Iiverpool í 1. deild