Dagur - 08.12.1990, Page 3
Laugardagur 8. desember 1990 - DAGUR - 3
Tindar, meðferðarheimili fyrir unglinga í vímuefnavanda:
„Um 10 ungmeimi af Norðurlandi þurfa hjálp árlega“
- segir Ingjaldur Arnþórsson, ráðgjafi SÁÁ-N á Akureyri
Vímuefnavandi unglinga hefur
farið vaxandi á undanförnum
árum. Er nú svo komið að stór
hópur unglinga á aldrinum 13-
18 ára er nánast í daglegri
neyslu, er ýmist dottinn út úr
skóla eða stendur þar mjög
höllum fæti, tengsl við fjöl-
skyldu ýmist rofin með öllu
eða mjög slæm. Þannig mætti
lengi telja ýmsar alvarlegar
hliðarverkanir mikillar neyslu.
Þessi hópur skiptir a.m.k. tug-
um hér á landi. Líf þessara
ungmenna er undirlagt af vímu-
efnaneyslu, sem í allmörgum
tilfellum leiðir til dauða eða
varanlegs tjóns. Um mitt ár
1989 ákváðu stjórnvöld að
bregðast við þessum vanda og
fólu Unglingaheimili ríkisins að
koma á fót meðferðarheimili
fyrir unga vímuefnaneytendur.
Meðferðarheimilið verður
opnað að Tindum á Kjalarnesi
strax í byrjun næsta árs að
sögn Ingjalds Arnþórssonar,
ráðgjafa hjá SÁÁ-N á Akur-
eyri.
í febrúar sl. var ráðinn fjögurra
manna starfshópur við Unglinga-
heimili ríkisins til að vinna að
undirbúningi að rekstri meðferð-
arheimilis fyrir unga vímuefna-
neytendur.
Aðalfundur íþróttafélagsins Völsungs:
Starfsstjóm kjörín og
boðað til nýs aðalfimdar
Aðalfundur íþróttafélagsins
Völsungs á Húsavík var hald-
inn sl. fímmtudagskvöld. Á
fundinum var kjörin starfsstjóm
sem ganga mun í að endur-
skipuleggja rekstur félagsins
og ganga frá samningum við
Húsavíkurbæ og skila síðan af
sér á framhaldsaðalfundi 28.
feb. nk.
Á fundinum reyndust menn
ekki tilbúnir til að gefa kost á sér
til stjórnunarstarfa í félaginu við
núverandi kringumstæður. í
stjórn félagsins voru enn: Helga
Kristinsdóttir, sem flutti skýrslu
formanns á fundinum, Hlífar
Karlsson, Birgir Steingrímsson
og Garðar Jónasson. Þau voru öll
kjörin í starfsstjórnina og síðan
var hverju hinna átta starfandi
ráða falið að kjósa fulltrúa í
stjórnina að auki.
Ný lög voru samþykkt á fund-
inum og taka þau gildi eftir fram-
haldsaðalfundinn, markmiðið
með lagabreytingunni var að færa
lögin í nútímalegra horf.
Samningar félagsins við Húsa-
vi'kurbæ voru ekki ræddir á fund-
inum en starfsstjórninni fengið
umboð til að ganga frá þeim. Að
sögn Hlífars Karlssonar var ekk-
ert ýkja slæmt hljóð í fundar-
mönnum en 30-40 félagar mættu
á fundinn. IM
Verslanir á Akureyri opnar kl. 10-18 í dag:
Jólaverslunin að
heíjast fyrir alvöru
- segir formaður Kaupmannafélags Akureyrar
Verslanir á Akureyri verða
opnar í dag frá kl. 10 til 18.
Ragnar Sverrisson, formaður
Kaupmannafélags Akureyrar,
segir næsta víst að dagurinn í
dag marki upphaf hinnar eigin-
legu jólaverslunar og ef að lík-
um lætur verði stígandi í henni
þegar nær dragi jólum.
Laugardaginn 15. desember
veröa verslanir opnar kl. 10-22,
fimmtudaginn 20. verður opið frá
9 til 22, föstudaginn 21. desem-
ber kl. 9 til 22, laugardaginn 22.
desember verður opið kl. 9 til 23.
Á aðfangadag verður síðan opið
frá kl. 9 til 12.
Ragnar segir að reynslan sýni
að jólaverslunin sé hvað mest á
laugardögum og því megi reikna
með að fjöldi fólks leggi leið sína
í verslanir í dag, ekki síst ef veðr-
ið verði skaplegt. óþh
Nýr þáttur í helgarblaði:
Hinn seinheppni Spói sprettur
Ný teiknimyndasyrpa hefur
göngu sína í helgarblaðinu í
dag og nefnist hún Spói
sprettur, í höfuðið á aðalsögu-
hetjunni. Spói verður fastur
gestur í helgarblaðinu og ætti
hann að höfða til lesenda á öll-
um aldri.
Spói sprettur er skemmtilega
mislukkaður íþróttamaður en
hann skortir ekki áhugann, það
er víst. Með viljann að vopni
hellir hann sér út í hvers kyns
íþróttabrölt með afleiðingum
sem lesendur eiga eftir að sjá.
Spói þessi býr í Sprettlandi og
þar eru allir sama markinu
brenndir; yfirmáta áhugasamir
um íþróttir en gjörsamlega von-
lausir þegar á hólminn er komið.
Fylgist með frá byrjun. SS
Fyrsta verkefni starfshópsins
var 12 vikna náms- og kynnisferð
til Minnesota í Bandaríkjunum á
meðferðarstofnun sem nefnist
Fairview Deaconess. Stofnun
þessi hefur í 15 ár sérhæft sig í
meðferð unglinga í vímucfna-
vanda og er ein sú virtasta á sínu
sviði í Bandaríkjunum. Milli-
göngu um þessa ferð hafði Dr.
Harvey Milkmann, prófessor í
sálarfræði við Denver háskóla,
en hann er jafnframt ráðgjafi
varðandi mótun meðferðarstefnu
að Tindum.
Nýlega voru ráðnir 10 starfs-
menn til viðbótar þeim fjórum,
scm áður er getið. I þessum hópi
er einn læknir í 20% starfi. í
sumar og haust hafa staðið yfir
gagnlegar endurbætur á húsnæö-
inu að Tinduni og allt verður til-
búið í byrjun næsta árs.
Meðferðarheimilið verður ætl-
að 12-14 unglingum á aldrinum
13-18 ára, sem hafa vegna vímu-
efnaneyslu misst stjórn á lífi sínu.
Tindar verða reknir eftir fyrir-
mynd Fairview Deaconess, sem
hefur að leiðarljósi 12 spora kerfi
í anda A.A.-samtakanna.
Meðfcrðin skiptist í 4 stig:
I. Móttaka og greining: Með-
ferðarþörfin er metin og unn-
ið að því að gera unglinginn
móttækilegan fyrir meðferð.
Þetta undirbúningsstarf getur
tekið 1-2 vikur.
2. Meðferð: Unglingnum er
hjálpað að skilja og viður-
kenna vanmátt sinn gagnvart
vímuefnum og að líf hans sé
orðið óviðráðanlegt vegna
vímuefnaneyslunnar.
Megináhersla er lögð á að
hjálpa unglingnum að sjá
afleiðingar neyslu sinnar og
glæða hjá honum skilning á því
að hann sjálfur beri ábyrgð á
árangri meðferðarinnar. Með-
ferðin byggir á hópvinnu og ein-
staklingsviðtöium og mun taka
að jafnaði 6-10 vikur.
3. Fjölskyldumeðferð: Meðan
unglingurinn er innritaður cr
fjölskyldu hans boðið upp á
mcðfcrð sem felst í fræðslu og
stuðningi í 5 daga samfleytt.
Einnig verður fjölskyldunni
boðið upp á fyrirlestra og við-
töl fyrir og eftir fjölskylduvik-
una.
4. Eftirmeðferð: 3-6 mánuðum
eftir útskrift sækir unglingur-
inn hópmeðferð og fyrirlestra.
Fyrst til að byrja með mun
hann mæta daglega, en síðan
fer skiptunum fækkandi.
„Við fögnum þessum áfanga
mjög. Af Norðurlandi leita sér
hjálpar árlega urn 10 ungmenni á
aídrinum 15-20 ára. Úrræði fyrir
þennan aldurshóp hefur vantað
og Tindar eru skref í rétta átt,"
sagði Ingjaldur Arnþórsson, ráð-
gjafi hjá SÁÁ-N á Akureyri. ój
Smábátafélagið Skalli:
Veiðiheimildimar
A fundi í smábátafélaginu
Skalla á Norðurlandi vestra
sl. miðvikudag er þeirri
áskorun beint til stjórnvalda
að leiðrétta úthlutaðar
veiðiheimildir til smábáta.
Áskorun fundarins er svo-
hljóðandi: „Fundur í smábáta-
féíaginu Skalla Norðurlandi
vcstra 5.12. 1990 skorar á
stjórnvöld að leita allra leiða
til leiðréttinga á veiðihcimild-
um hjá þeirn smábáta-
eigendum sem fara sé.rstaklega
illa út úr þeirri úthlutun sem
framkvæmd hefur veriö.
Fundurinn bendir á að sjáv-
arkuldi hcfur valdið sáralítilli
fiskigcngd á grunnslóð fyrir
Norðurlandi viömiöunarárin."
óþh
Ljósritunarvélar
¥
Bókabúðin Edda
Hafnarstraeti 100 Akureyri Simi 24334
Útgefandi:
HLUTABREFASALA
UIF*
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Nafnvirði hlutabréfa: 33.418.100 krónur.
Sölugengi:
Fyrsti söludagur:
Aðalsöluaðilar:
3,6.
10. desember 1990.
Kaupþing hf.,
Kringlunni 5, 103 Reykjavík,
sími (91) 68 90 80.
Kaupþing Norðurlands hf.,
Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri,
sími (96) 2 47 00.
Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. hefur ákveðið, að hámark þess hlutafjár sem ein-
stakir kaupendur geta skráð sig fyrir verði 1.000.000 krónur að nafnverði. Þær óskir sem
berast dagana 10.-14. desember verða afgreiddar í einu lagi þann 17. desember.
Ef samanlagðar óskir um hlutabréfakaup á þessu tímabili nema hærri fjárhæð en til sölu
er, verður kauprétti úthlutað sem hér segir: Fyrst verður öllum umsækjendum úthlutað
kauprétti að hlutum fyrir 35.000 krónur að nafnverði (eða umbeðna upphæð, ef hún er
lægri). Síðan verður eftirstöðvunum úthlutað hlutfallslega til allra þeirra sem óska eftir
hærri upphæð en 35.000 krónum að nafnverði.
Tilkynning um kauprétt, ásamt gíróseðli, verður send hverjum kaupanda þann 17. des-
ember.
Óskir sem berast eftir 14. desember verða því aðeins afgreiddar, að enn sé óráðstafað
einhverjum hlutabréfum. Þær verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.
Upplýsingar:
Upplýsingar um rekstur og afkomu
félagsins liggja frammi hjá aðalsöluaðilum.
Umsjón með sölu:
KAUPþlNG HF
iMggilt i en)bréfafyrirt(rii