Dagur - 08.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 08.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 8. desember 1990 Snorri Sturluson „tæknitröll“. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: RÁS FÁS orðin að alvöruútvarpsstöð Fjölmiðlar eru stór þáttur af daglegu Hfi fólks nútímans. Þar eru meðtaldar allar þær útvarpsstöðvar sem sprottið hafa upp frá því útvarpsrekstur var gefínn frjáls. Allt verður þetta að teljast til menningar, því menning er flest það er sið- menntað samfélag tekur sér fyrir hendur. Enn ein útvarpsstöðin hóf útsendingar sínar fyrir skömmu. Stórhuga nemendur í Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki hafa ráðist í það að útvarpa efni um utanverðan Skagafjörð nokkur kvöld í viku. Á efstu hæð húss KS við Ártorg á Sauðárkróki, þar sem Fjölbrautaskólinn leigir kennsluhúsnæði, er lx'til hljóð- stofa og tækjabúnaður sem til þarf fyrir útsendingar. Fjárfest í sendi „Góðir áheyrendur, þá eru útsendingar hjá RÁS FÁS form- lega hafnar." Svona hóf Einar E. Einarsson, útvarpsstjóri hinnar nýju stöðvar, fyrstu útsendinguna að kvöldi fimmtudagsins 29. nóv- ember sl. RÁS FÁS er samt í raun og veru ekki ný útvarpsstöð, FYRIR ■ ALLA- FJÖLSKYLDUNA « Stinga ekki •Úr fínustu merinóull • Mjög slitsterk • Má þvo við 60°C 111EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 því á svokölluðum „opnum dögum" í skólanum, allt frá því 1986, hefur verið starfrækt útvarp. Pá hefur verið dagskrá allan daginn í allt að því viku. Munurinn er sá að hingað til hef- ur alltaf þurft að leigja útvarps- sendi af Pósti og síma, en sl. vor var fjárfest í fullkomnum sendi. En hvernig var undirbúningi fyrir upphaf útsendinga háttað? „Undirbúningur hófst sl. vetur þegar sendirinn var pantaður. Þá voru einnig keypt hljómflutnings- tæki eins og geislaspilari, plötu- spilari og segulband. í suma kom svo sendirinn til landsins, er hann var keyptur frá Ítalíu, og þá leigðum við hann á Landsmót hestamanna þar sem hann var notaður til útsendinga á Útvarp Vindheimamelar. í haust þegar við ætluðum að fara að byrja hér í skólanum vildu síðan Póstur og sími fá sendinn í eftirlit suður til Reykjavíkur. Par var hann í einn og hálfan mánuð og tafði það mikið fyrir því að við gætum byrjað. Norður kom hann þó að lokum og undirbúningur fyrir alvöru hófst ekki fyrir nema u.þ.b. tíu dögum,“ segir Einar útvarpsstjóri. Bylgjan með í dæminu - Er ekki dýrt dæmi að setja á stofn útvarpsstöð? „Stofnbúnaðurinn er keyptur af nemendafélaginu með styrk frá skólanum og öðrum. Eignir útvarpsins eru komnar yfir 800 þúsund krónur og það er því óhætt að segja að þetta sé mjög dýrt fyrirtæki, því að endalaust er hægt að bæta við tækjakostinn." - Hvernig er það með tóniist- ina, verðið þið að kaupa allar hljómplötur og diska sem ykkur vantar í safn útvarpsins? „Við fáum allt íslenskt efni gefins frá útgáfufyrirtækjunum Steinari hf. og Skífunni. Erlent efni kaupum við einnig frá þeim á kostnaðarverði. Hugulsamt fólk hefur einnig gefið okkur hljóm- plötur og m.a. gaf einn nemandi skólans útvar.pinu 120 plötur um Jón F. Hjartarson skóla- meistari í hljóðstofu. daginn. Hótel Áning veitti okkur síðan styrk að andvirði tíu geisla- diska.“ Útvarpsstöðin Bylgjan hefur samið við RÁS FÁS um afnot af sendinum þegar nemendur eru ekki með útsendingar. Ætlunin var að á miðnætti þess 29. nóv. hæfust útsendingar hennar í Skagafirði en eitthvað fór öðru- vísi en ætlað var. „Útsendingar Bylgjunnar átti að taka í loftlínu frá Akureyri, en það gekk ekki upp vegna tækni- örðugleika. E.t.v. verður hún tekin í ljósleiðara frá Reykjavík, en öruggt er að Bylgjan verður með útsendingar í gegnum okkar sendi á okkar senditíðni áður en langt um líður.“ - Hver er framtíð þessarar útvarpsstöðvar? „Stefnt er að fjögurra tíma útsendingu tvö til þrjú kvöld í viku til að byrja með. Það sem ræður öllu er samt áhugi nem- enda á að starfa við útvarpið. Á opnu dögunum verður síðan dagskrá allan daginn eins og ver- ið hefur frá ’86. í sambandi við dagskrána er öruggt að engum verður hleypt að með einhvern hálfvitagang og við ætlum að reyna að halda þær reglur að minnst 40% efnis verði talað mál.“ - Munu aðrir en skólafólk Fjölbrautaskólans komast að með efni og þætti á RÁS FÁS? „Um það hefur ekki verið tek- in endanleg ákvörðun, en við mig hafa talað aðilar sem ekki eru í skólanum og spurst fyrir um hvernig þessu verði háttað. Áhugi hjá fleirum en nemendum er því fyrir að vera með útvarps- þætti og ég reikna frekar með að það verði boðið upp á slíkt, þó að ákvörðun um það fiafi ekki verið tekin enn.“ Álit skólameistara - Verður þetta þá alvöruútvarps- stöð? „Ja, hvað er alvöruútvarps- stöð?“ sagði Einar E. Einarsson útvarpsstjóri. Þetta fyrsta útsendingarkvöld RÁSAR FÁS með eigin sendi fengu þáttagerðarmenn m.a. Jón F. Hjartarson, skólameistara, til að segja nokkur orð í tilefni útsend- ingarinnar. Hvað finnst honum um þennan rekstur? „Mér líst mætavel á þetta uppátæki nemenda og tel það þroskavænlegt viðfangsefni fyrir þá að annast eitthvað sem um þarf að hugsa frá upphafi til enda. Það er ákveðin reynsla að fá hugmynd og koma henni síðan í framkvæmd. Ég er sannfærður um að þetta mun hugsanlega gagnast nemendum í öðrum við- fangsefnum, jafnvel óskyldum, að hafa haft áræði til að takast á við útvarpsflutning, þess utan að vera áhugavekjandi fyrir nem- endur að leggja stund á fjöl- miðlafræðina," sagði Jón. Einar E. Einarsson útvarpsstjóri ávarpar hlustendur. - Hvað með kennslu í fjöl- miðlun við skólann? „Við vorum með einstaka áfanga hér á árum áður í fjöl- miðlafræði, en það hafa einungis verið nokkurs konar stuðnings- áfangar við nemendur á mála- braut. Vel getur komið til greina að stofnun þessa útvarps verði til þess að við bjóðum eitthvað við- líka á næstunni." Mjór er mikils vísir - Telurðu framtíð í þessu útvarpi? „Ég minnist þess að þegar við vorum að stofna fréttablaðið Feyki fyrir mörgum árum, var hugmynd um útvarpsrekstur fleygt fram, en þótti þá ekki vera heppileg. Nú er þetta farið að spíra, en enn er langt í land með að þetta verði annað en mjór vísir. Við skulum samt muna að mjór er mikils vísir.“ - Á skólameistari einhver orð til hinna fullhuga fjölmiðlamanna FÁS? „Ekki nema e.t.v. að aðgæslu er þörf í öllum efnisflutningi. Einliæfni í efnisvali má ekki vera, heldur þarf breiddin að vera fyrir hendi,“ sagði Jón F. Hjartarson, skólameistari að lokum. Fjölmiðlamenn framtíðarinnar Að sögn Einars var hart deilt um hvaða lag ætti að vera leikið á undan öðrum lögum á sögulegri stundu sem opnunarútsendingu. Að lokum var ákveðið að það yrði eitthvað sem hæfði stað og jafnvel stund og lagið Skaga- fjörður í flutningi karlakórsins Heimis varð fyrir valinu. Þetta fyrsta kvöld hinnar nýju skag- firsku útvarpsstöðvar var einung- is leikin íslensk tónlist og verður það að teljast til fyrirmyndar fyrir útvarpsstöð ungs fólks. RÁS FÁS útvarpar efni sínu í steríó á senditíðni FM 93,7. Ekki er alveg vitað hvað útsendingin næst víða um Skagafjörð, en það er e.t.v. ekki fyrir mestu, því í litlu hljóðstofunni við. Ártorg eiga fjölmiðlamenn framtíðar- innar kannski eftir að stíga sín fyrstu spor á öldum ljósvakans, áhugi sem endist ævilangt, að kvikna. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.