Dagur


Dagur - 08.12.1990, Qupperneq 11

Dagur - 08.12.1990, Qupperneq 11
Laugardagur 8. desember 1990 - DAGUR - 11 Essssss.’sss„kk.m'X1ísscsts mm^sm betur er að gað eru nokKrir a sjo ^e pórisson, trillu- «-““SSS irssssssw='~“ sSs=sa«s um viðtal fyrir Dag. „Já, það er sjálfsagt. Líf mitt hef- ur snúist um sjó og aflabrögð, framfærslu fjölskyldu og uppeldi barna eins og svo margra í þessu landi. Hjalteyri hefur verið minn vettvangur í 65 ár. Ég er fæddur á Hjalteyri í Knútshúsi. Amma Jórunn keypti húsið. Þá bjó hún með Sæmundi Sæmundssyni, hákarlaskipstjór- anum kunna. Þau keyptu húsið saman. Síðar slitu þau samvist- um. Hún hélt húsinu. Þórir faðir minn og bróðir hans Axel bjuggu í þessu húsi ásamt fjölskyldum sínum. A Hjalteyri gerðu þeir bræður út bát sinn og sjóskúrinn þeirra er frammi við fjöruna und- ir brekkunni. Bræðurnir verkuðu allan sinn fisk og vinnan var mikil og afkoman góð. Faðir minn, Þórir Sigurbjörnsson, var ættað- ur af Arskógsströnd og móðir mín, Pálína Björg Pálsdóttir, frá Hofsósi. Við vorum fjögur syst- kinin, þrír bræður og ein systir. Bræður mínir eru báðir látnir. Þeir voru Sigurbjörn, síðast vél- stjóri á Sléttbak, togara Otgerð- arfélags Akureyringa hf., og Jóhann, sem var múrari á Akur- eyri. Systirin Björg er yngst, búsett í Reykjavík og gift þar. Bernskuárin liðu við leik og störf undir brekkunni við flæðar- málið. Fjaran var minn heimur. Snemma fórum við krakkarnir að hjálpa til við verkun aflans. Allir hjálpuðust að. Fjölskyldurnar stóðu samhentar að útgerðinni og verkuninni. Skóli var ekki á Hjalteyri í mínu ungdæmi. Skólagangan varð ekki löng á nútímavísu, aðeins fjórir vetur, en löng ævi hefur kennt mér margt sem ekki lærist í skólum. Unglingaskólinn var að Reistará og kennarinn Árni Björnsson, faðir Eysteins sem lengi var kenndur við Lindu og rekur nú heildverslun á Akureyri. Árni var mikill persónuleiki og reynd- ist okkur krökkunum góður fræð- ari. Karlinn var mjög söngelskur og kenndi okkur söng og leikrit æfðum við hvern vetur, sem síð- an var sýnt foreldrum og vanda- mönnum. Sérhver kennsludagur hófst með söng. Það var gott að byrja daginn syngjandi. Já, við gengum til skólans, oft í vondri færð og urðum að vera mætt klukkan 9 að rnorgni. Vissulega urðum við að vakna snemma til að ná til skóians í tæka tíð. Að vakna snemma og ganga alla þessa leið þótti ekki tiltökumál í þá daga. Morgunstund gefur gull í mund. Það þekkjum við seni sjóinn stundum." Sjómannsferillinn hófst snemma „Ég var strax spenntur fyrir sjó- mennsku sem og flestir strákar á Hjalteyri. Hetjur hafsins voru okkur fyrirmynd í einu og öllu. Sjávarseltan var í blóðinu og umræðan snerist öll unr sjósókn og sjávarfang. Sjómannsferillinn hófst því snemma á trillunni með pabba og Axel föðurbróður. Fyrstu peningarnir, sem ég vann mér inn, fengust samt sem áður fyrir að breiða út fisk fyrir Kveld- úlfsútgerðina. Við Bubbi bróðir vorum ungir þegar við hófum að róa á árabáti hér út í álinn og það var völlur á okkur bræðrum. Við vorum menn með mönnum og fiskuðum vel á færin. Þegar Kveldúlfsútgerðin hóf verk- smiðjurekstur á Hjalteyri, árið 1937, fór pabbi í land til vinnu í verksmiðjunni, en Axel hélt áfram að róa. Axel þurfti mann með sér, því ekki þekktist þá að menn væru að brasa þetta einir, sem nú er. Við bræðurnir rerum því með honum. Bubbi fyrst, síð- an ég og Jóhann tók við af mér og reri með honum þar til synir hans voru orðnir það stálpaðir að þeir gátu róið. Ég vann í verksmiðjunni af og til milli þess sem ég reri á trillu og ýmsa aðra vinnu tók ég tengda sjó og sjávarfangi. Þrjú sumur fór ég á síld og veturnir fóru oft í togaramennsku. Meðal annars var ég á Svalbak frá Akureyri. með Friðgeiri skipstjóra. Hann var fínasti skipstjóri, athugull og gætinn vel. Á Jörundi var ég í tvo vetur. Með Sigurjóni Einarssyni, skipstjóra, fyrri veturinn, en með Einari syni hans þann síðari. Þá var skipið selt og viö munstraðir af. Við veiddum í salt á Jörundi og túrarnir voru oftast einn mánuð- ur. Ég man eftir einum stuttum saltfisktúr á Jörundi, en þá vor- um við að veiðum á Selvogs- banka. Atlinn var það mikill að við lönduðum eftir nokkra daga 160 tonnum af flöttum, söltuðum fiski. Við sigldum til Vestmanna- eyja með aflann og lönduöum þar. Þetta var fallegur, spikfeitur boltafiskur sem vakti eftirtekt í Eyjum. Sigurjón skipstjóri tók þann kost að landa í Vestmanna- eyjum, vildi ekki sigla norður til löndunar og eyða dýrmætum tíma í stím. Hann var ólmur að komast út á miðin aftur. Þegar við náðum vestur á ný var vciðin dottin niður og ekkert var að fá nema háf. Já, veiðigyðjan er dyntótt. Við hefðum getað farið norður, sem allir hásetarnir vildu. Þessi afli sem fór til Vest- mannaeyja fékkst allur að nóttu til. Þá var fiskurinn við botninn, en á daginn var hann uppi um sjó ogekkert veiddist. í morgunsárið lá allur flotinn í aðgerð. Stemmn- ingin var mikil og þetta var skemmtilegt en erfitt. Við sváf- um lítið. Togaralífið er oft á tíö- um erfitt, en gefandi þegar vel gengur. Afli sem þessi tilheyrir fortíðinni. Nú berjast menn um á togslóö og fá 4-5 tonn á 2-3 tímum, þegar best lætur og þykir gott.“ Við sluppum með skrekkinn „Þetta sama haust keypti ég dekkbát ásamt Karli Sigurðssyni, félaga mínum frá Hjalteyri. Bát- urinn var gerður út í 13 ár allt til 1970, en síðustu árin stóð ég einn að útgerðinni. Útgerðin gekk mjög vel. Við öfluðum með ágæt- um og urðum ekki fyrir skakka- föllum. Aflinn var saltaður um borð fyrst framan af og síðar ísaður. Við lögðum upp á höfnunum við Éyjafjörö. Eitt vorið fengum við áttatíu tonn og sumarið gaf okkur milli 30 og 40 tonn á færum. Fiskur var um all- an sjó og þá var gaman að iifa. Vorið eftir veiddum við 70 tonn og sumarið og haustið heppnuð- ust vel. Ég hafði mikla unun af þessari sjósókn. Vinnan var mikil og við vöktum sólarhringunum saman, sem ekki þótti nú til- takanlega erfitt. Þegar vel gengur er með ólíkindum hvað menn geta lagt á sig. Afkoman var góð og vissulega þurfti þcss með því barnahópurinn var stór. Heimilið var barnmargt, en við hjónin eignuðumst sjö börn. Konan mín var Sigríður Gísla- dóttir frá Grímsgerði í Fnjóska- dal. Hún lést árið 1974, langt fyr- ir aldur fram. Þegar Sigríður lést voru öll börnin heima, 5 drengir og 2 stúlkur á aldrinum 7-23ja ára. Börnin voru dugleg. Við hjálpuð- umst að og elsta dóttirin tók að sér heimilið. Við vorum samhent og allt hefur bjargast. Nú eru þau öll farin að heiman nema yngsti strákurinn. Árið 1970 seldum við dekkbát- inn. Erfitt reyndist að gera hann út frá Hjalteyri vegna þess að hér var engin höfn, en höfn kom hér ekki fyrr en 1978. Eitt sinn vorum viö úti fyrir Hjalteyrinni í vonskuveðri. Við lögöum Vísi við bólfærið. í land þurfti að fara á árabáti. Við vor- um þrír og fórum um borö í ára- bátinn, sem við hefðum aldrei átt að gera. Bátnum hvolfdi undir okkur í brimgarðinum og við lentum í sjóinn. Þcgar okkur skolaði á land var einn okkar meðvitundarlaus. Honum var hjálpað lil og síðan fluttur á sjúkrahús. Við sluppum með skrekkinn. Ekki gátum viö synt, því viö vorum algallaðir og í bússum." Eitt vorið fékk ég 42 tonn „Ég kcypti mér trillu þegar hcr var komið. Vildi athuga hvort ekki væri hægt að lifa af þeirri útgerð, sem og varð. Einnig var miklu einfaldara mál að gera út litia trillu frá Hjalteyri, heTdur en dekkbátinn. Ég gat rennt trill- unni upp í fjöruna og athafnað mig að vild í hafnleysinu. Árið 1952 hafði ég látið byggja trillu, sem ég seldi fljótlega. Árið 1972 varð hún mín eign aftur, en áður hafði ég átt tvær trillur á tveimur árum. Ég þekkti gömlu trilluna vel. Vissi að hún fór vel í sjó. Botninn var breiður og vegna stöðugleika gat ég sótt sjóinn þrátt fyrir slæmt veður og öldurót. I smábátaútgerð skiptir öllu að vera á góðum og stöðugum báti. Útgerðin gekk vel. Éitt vorið fékk ég 42 tonn af slægöum afla. Við vorum tveir á. Með mér var ungur strákur, Kristján Þórhalls- son. Kristján er harðduglegur og fylginn sér og er nú sk'ipstjóri á Dalvík. Á þessari trillu ræ ég enn og alltaf reynist hún jafn vel. Þetta er happafleyta og ber nafnið Vís- ir sem dekkbáturinn forðum. Árin fyrir 1980 voru oft góð. Ég var fyrstur trillukarla hér við Eyjafjörð til að nota Lófótlín- una á minn sérstaka hátt. Til að byrja með, þegar önglarnir voru hnýttir á línuna, vildi fiskurinn snúa sig af króknum, en eftir að ég fór að nota segulnagla þá virk- aði allt betur. Ég mokfiskaði á þessa línu en trillukarlar sem lögðu við hliðina á mér fiskuðu lítið á sína línu. Því tóku þeir upp mína veiðiaðferð, sem gafst svo vel. Oft verkaði ég 15-20 tonn af saltfiski á þessum árum á ársgrundvelli. Fjölskyldan vann öll að þessu með mér. Börnin voru orðin stálpuð, sum hver, og skiluðu oft góðu dagsverki. Þannig er nú endurtekningin. Við systkinin unnum með for- eldrum okkar og nú unnu börnin á sama hátt með mér, jafnt á sjó sem í landi." Sextán og hálft tonn eiga að nægja mér „í dag fiskast ekkert í líkingu við það sem var á árum áður. í gamla daga þekktist ekki þessi mikla sókn með net. Girnisnet eru um allan sjó og þau eru veiðin. Neta- og línuveiði eiga ekki samleið. Viö trillukarlar, sem veiðum á handfæri og línu, verðum illa úti vegna netaveiðanna. Þegargóðar fiskigöngur koma inn á Eyja- fjörðinn náum vió ekki nægilega miklu. Netabátarnir rassskella allan sjó og elta fiskinn uppi með tækjum sem eru undraverð. Þannig er öllu sópaö upp og við þcssir á litlu bátunum eigum ekki sömu möguleika. Hvergi er friður. í dag gengur fiskurinn ekki jafn hratt sem í gamla daga. Hann er ekki uppi í sjónum. Hann hcldur sig við botninn laf- hræddur. Margt er breytt og tlest á verri veg. Allt líf í sjónum er mun minna en áður. Fuglalífið er einnig mun minna. í sumar sást vart kría viö utanvcrðan Eyja- fjörð. Lúöu hel' ég ekki fengið í allt sumar, sem cr nýlunda. Hvað er að? Því get ég ekki svarað. Þetta er rannsóknarefni fyrir alla þcssa fræðimenn okkar. Já, meira aö segja grásleppunni hef- ur fækkað og ekki borgar sig að gera út á hana. Þannig er liægt að telja upp lengi. Ég var aö fá kvótann minn. Kvótinn í tonnum er ámóta niik- ill og það sem ég áður flutti út af fullverkuðum saltfiski. Sextán og hálft tonn eiga að nægja mér. Trúlega fer ég fram á lagfæringu, en hvaö veröur veit enginn. Ráðamenn koma alltaf aftan aö sjómönnum. í dag er veriö að kippa grundvellinum undan smábátaútgerðinni á íslandi. Yngri trillukarlarnir, sem eru á nýjum bátum, ná ekki einu sinni að veiða fyrir vöxtum, svo mjög er þrengt að þeim. Trúlega getum við þessir gömlu lifað af þessu, en þetta verður engin afkoma. Þann 10. desember set ég upp og fer aö dytta að Vísi gamla. í febrúar veröum við aftur tilbúnir í slaginn. Þegar vorar koma brott- fluttir frændur og vinir til Hjalteyr- ar til að gera út á handfæri og línu. Þá færist lff yfir víkina. Mitt líf er sjómennska og vorbjört nótt á Éyjafirði við línuveiði í góðu fiskiríi er hámark tilverunnar. Nei, ég er ekki hjátrúafullur. Þó fer ég alltaf réttsælis frá landi," sagði Agnar, og við kvöddumst þar sem hann hélt á miðin á Vísi gamla.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.