Dagur - 08.12.1990, Side 12

Dagur - 08.12.1990, Side 12
r* » í^íi l ry * r* A.. - -J r» 12 - DAGUR - Laugardagur 8. desember 1990 motarkrókur „Hriftiust af einfóldum og fljótlegum réttum“ - segir Þórdís Jónsdóttir Pórdís Jónsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er í matarkrók vikunnar. Hún hefur mikið fengist við eldamennsku, hefur verið ráðskona á nokkrum stöðum og m.a. unnið í eldhúsi á Hótel Eddu á Hrafnagili nokkur sumur. „Ég hef því talsvert verið viðloðandi eldhússtörf- in, “ segir Þórdís. Þórdís segist aðallega fást við einfalda og fljótlega rétti og það eigi við um alla þá rétti sem hún kynnir lesendum nú. „Ég er h't- ið hrifin af þessum flóknu réttum. Það er ekkert gaman að þurfa að standa yfir pottunum allan daginn,“ segir Þórdís. Hún segist að mestu sjá um eldamennskuna þegar hún sé heima á annað borð. Annað heimilisfólk bjargi sér í eldhús- störfunum ef á þurfi að halda og á dagskránni sé að koma skipu- lagi á eldamennskuna þannig að henni verði skipt á milli heimil- ismanna. En þá eru það réttir vikunn- ar. Þórdís segir kjötréttinn henta vel í helgarmatinn og síð- ari tvo réttina segir hún henta bæði sem eftirrétti og á kaffi- borðið. Lambapottréttur 1 meðalstórt lambalœri skorið í bita 2 laukar 1 grœn paprika 1 rauð paprika 100-150 g sveppir (helst ferskir) paprikuduft salt pipar karrý hvítlaukssalt vatn eftir þörfum 3-4 msk. Mango Chutney 1 peli rjómi hveiti eða sósujafnari. Aðferð: Kjötið er brúnað á pönnu og sett í pott. Síðan eru laukurinn, paprikan og sveppirnir brúnuð (hvað á eftir öðru). Þetta er síð- an látið í pottinn með kjötinu og kryddað eftir smekk. Soðið í u.þ.b. 45 mín. Mango Chutney er soðið með síðustu mínúturn- ar. Sósan er síðan þykkt með hveitijafningi eða sósujafnara. Með þessu er gott að hafa t.d. hrísgrjón, kartöflur og hrásalat. „Rónaréttur“ Þá er komið að „Rónaréttin- um“ sem Þórdís nefnir svo. Þennan rétt hefur Þórdís gjarn- an haft á hlaðborði fyrir gesti Hótel Eddu á Hrafnagili á sumrin. Talsverðar vangaveltur voru um hvað rétturinn ætti að heita en niðurstaðan varð „Rónaréttur“ og þá er höfðað til sherrysins sem notað er í hann. í þennan rétt skal nota: 150 g makkarónukökur 1 dl sherry 100 g súkkulaði ávexti eftir því sem til er t.d. 1-2 epli, 1-2 banana, 2 kiwi-ávexti, u.þ.b. 100 g grœn vínber, 100 g blá vínber og 1-2 mandarínur. Aðferð: Makkarónurnar eru muldar í botninn á forminu eða skálinni. (Best er að nota skál með víð- um botni.) Síðan er bleytt í þeim með sherryinu. Súkkulað- ið er brytjað og sett ofan á. Ávextirnir eru einnig skornir í bita og dreift yfir. Fallegt er að hafa vínber og mandarínubáta efst. Best er að láta réttinn bíða i Vi-\ sólarhring og bera síðan fram með þeyttum rjóma. Einföld ostakaka 1 pk. Haust-hafrakex - 3 kökur 100 g smjörvi Vi stór pakki rjómaostur V4 l þeyttur rjómi 150 g flórsykur Aðferð: Kexið er mulið saman við smjörvann og sett í botninn á skálinní. Síðan er ostinum, rjómanum og flórsykrinum hrært saman og sett ofan á kex- mulninginn. Loks er kakan skreytt með sultu eða ávöxtum t.d. kiwi eða mandarínum og þeyttum rjóma. Gott er að láta ostakökuna bíða í Zi til 1 sól- arhring áður en hún er borin fram. Nú verður boltinn sendur frá Akureyri á ný, ef svo má segja, því Sigurlaug Svavarsdóttir, kennari við Stórutjarnaskóla í S.-Þingeyjarsýslu, hefur tekið áskorun Þórdísar og verður í matarkrók að hálfum mánuði liðnum. JÓH vísnaþáttur Friðrik Jónsson á Helgastöð- um, fyrrum póstur, orti um reiðhryssu sína: Löngum var þinn fótur frár frí að vera loppinn. Straumhörð fljót og illar ár óðst í herðatoppinn. Þúsund sinnum það ég sá. Þolin veginn tróðstu. Og augafullur er ég lá yfir mér róleg stóðstu. Löngum fórstu greitt um grund, gerði víkja bagi. Marga léttir mæðustund mér á ferðalagi. Langdrukkinn maður kvað: Það er eins og æðri máttur oft í hryðjunum. Við lífsins gyðju lifi ég sáttur laus úr viðjunum. Á Akureyri komu út þrjár ljóðabækur um og upp úr 1930. Gárungi nokkur gaf þeim þennan dóm: Urðir, Glæður og Glettur, ég geflítið þar á milli, en allar eru þær blettur á íslenskri Ijóðasnilli. Símon Dalaskáld skildi við konu sína og hóf þegar leit að nýrri og átti sú að nefnast Lukka. Varð þetta Skagfirð- ingi nokkrum að vísu: Þolinmæðin það ég veit þrautir allar vinnur. Símon eftir langa leit Lukku sína finnur. Höskuldur í Vatnshorni kvað um aðsjálan mann: Þjáður ótta um eigin hag andans flóttamaður. Hverja nótt og nýtan dag nirfilssóttþvingaður. Meykerling nefnist næsta vísa og barst mér hún höfundar- laus að sunnan: Silkispöng á svipinn ströng sveiflar vöngum fínum. Um dyggðagöngin dimm ogþröng dregst í öngum sínum. Heiðrekur Guðmundsson kvað: Þegar vindar þyria snjá þagna og blindast álar, það eryndi að eiga þá auðar lindir sálar. Næstu vísu orti Hannes Haf- stein skáld: Karlmanns þrá er, vitum vér, vefja svanna í fangi. Kvenmanns þráin einkum er að hann til þess langi. Símon Dalaskáld var víst aldrei fjárríkur. Hann kvað: Lítil kindaeignin er, um það myndast sögur, tvö þó lynda læt ég mér lömbin yndisfögur. Séra Jón á Bægisá lýsti svo heilsu sinni: Ekkert liggur eftir mig utan Ijóðabögur þótt á kroppnum sýni sig sjötfu ár og fjögur. Ekkert verk ég unnið get, ekki þenkt né skrifað, ekki riðið, farið fet fjöri týnt né lifað. Þórður frá Dagverðará sendi þingmanni þessa vísu: Eitrað hafa upp til heiða. Eitrið drýpur niður í jörð. Þeir sem stjórna eru að eyða öllu lífi hér á jörð. Þetta „erfiljóð“ kvað Páll Ólafsson: Rauði-Jón í saltan sjó sagður er nú dottinn. Þarna fékk þó fjandinn nóg í fyrsta sinn í pottinn. Ljótur var nú líkaminn, og lítið á að græða, aftur sálarandstyggðin afbragðs djöflafæða, Næsta vísa mun hafa verið ort í harðindum, fyrir síðustu aldamót. Þá þótti húslekinn eðlilegt fyrirbæri er til þíðu brá. Höf. óvís: Geri hláku herrann staki harla freka svo fannarákir fljótt upp taki og fari að leka. Maður nokkur barði höfuð sitt hnúum til að hressa upp á vit sitt og minni. Einhver sá og kvað: Með hnefum berðu haus áþér og hyggst þar munir vísdóm geyma. Þær dyr að knýja óþarft er því engin lifandi sál er heima. Ólafur Gamalíelsson kvað: Rökkrið grátt mér fegurð fól, fer að máttug gríma. Orðin lágt á lofti sól. Líður að háttatíma. Völundur Guðmundsson á Sandi var efnilegt skáld, en dó ungur. Hann kvað: Svo er eins og sæla og þraut sjaldan fái að skilja og við hvörflum ýmsa braut eftir beggja vilja. Næsta vísa er eftir Jón S. Bergmann: Verkin duldu síðar sjást, sálarkulda sprottin. Hver sem duldi alla ást er í skuld við drottin. Þá koma tvær vísur eftir Leó Jósepsson á Þórshöfn. Staka: Á mig bítur ekkert grín þótt aðrir gerist slyngir því ljóðadísin létt er mín lífgar, hvetur, yngir. í frystihúsinu: Fram í salinn fer í skyndi, frek hann rekur einhver þrá. Þar á Tóti augnayndi sem ei hann þorir víkja frá. Þá kemur vísa eftir séra Ei- rík Magnússon á Auðkúlu. F. 1528. D. 1614. Níu á ég börn og nítján kýr, nær fimm hundruð sauði, sex og tuttugu söðladýr, svo er nú háttað auði. Sveinn Sveinsson hét maður, oft nefndur Sigluvíkur- Sveinn. Hann var afburða hagyrðingur. Ætla má að hann hafi gert efnahags- skýrslu sína meir en tveim öldum síðar en Auðkúlu- prestur vann að sinni. Hún var svohljóðandi: Hjartað gleður hugsun sú þó hér ei auður sjáist nú að átta rollur og eina kú átti ég þegar stærst var bú. Maður nokkur sem ekki þekkti Svein, spurði hann að nafni. Ekki stóð á svarinu: Sveinn ég heiti, Sveini borinn maður. Reyndar tvö við riðinn slot Ráðagerði og Trassakot. Sveinn var aðeins barn að aldri þegar hann var sendur í fjós að safna kúahlandi. Átti hann að vera viðbúinn er flóðið nálgqðist, en mistök geta hent og Sveinn orti: Lyndishreinn um hyggjuland höppum einn frá sloppinn. Veslings Sveinn í von um hland varð of seinn með koppinn. Tæpast er nú vitað hver spurði Svein um efnahag hans, en ekki stóð á svarinu: Ekki bíður svarið Sveins. Síst eru hagir duldir. Ég á ekki neitt til neins nema börn og skuldir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.