Dagur - 08.12.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. desember 1990 - DAGUR - 13
poppsfðan
„Aðalatriðið að hafa gaman
af því sem við erum að gera‘
- hljómsveitin Hrafnar í spjalli við Poppsíðuna
Eins og vel hefur komið fram á
síðum Dags að undanförnu,
bæði hér á Poppsíðunni og
annars staðar, þá hefur hlaup-
ið nýtt líf í flutning á lifandi
rokktónlist hér á Akureyri.
Nýjar hljómsveitir hafa nú
sprottið upp hver af annarri og
er mikið líf í tuskunum eins og
glögglega kom í ljós á Dyn-
heimatónleikunum fyrir mán-
uði. Ein af þessum hljómsveit-
um er tríóið Hrafnar en það
skipa þeir Rögnvaldur Bragi
Rögnvaldsson sem lemur
húðir, Hans Wium sem plokk-
ar bassann og Sigurjón Bald-
vinsson sem syngur og teygir
gítarstrengi. Umsjónarmanni
Poppsíðunnar lék forvitni á að
vita meira um þá félaga og
skundaði því á fund þeirra nú
fyrir skömmu og tók þá tali.
- Strákar, hvernig urðu Hrafn-
ar til?
Rögnvaldur verður fyrstur fyrir
svörum. „Siggi og Hans voru að
glamra saman um hríð án fasts
trommuleikara, en þeim hafði
gengið erfiðlega að finna einn
slíkan enda eru þeir ekki á hverju
strái hér í bæ. En svo kom ég á
æfingu til þeirra og byrja að
glamra með þeim til að gera
eitthvað og eftir tvö skipti ákváð-
um við að halda þessu áfram og
Hrafnar urðu til.“
Hans: „Það varð fylling að fá
Rögga inn því annar trommari
sem var með okkur mætti ekki og
með Rögga kom allt annað út úr
því sem við vorum að gera.“ Sig-
urjón: „Þetta passaði allt saman
miklu betur þegar Rögnvaldur
kom til.“
- Tónlistin ykkar, hvernig skil-
greinið þið hana ?
Rögnvaldur „Við erum allir aldir
upp í pönkinu og eru Utangarðs-
menn og Fræbbblarnir áhrifa-
valdar.“
Hans: „Óbeint hafa þessar
hljómsveitir haft áhrif á okkur
því það voru þeir tímar að maður
var að móta sig sjálfur og þá var
það þessi tónlist sem hreif og hef-
ur setið í okkur síðan.“
Rögnvaldur: „Þetta er einfald-
lega bara rokk og ról sem við höf-
um gaman af og sem við vonum
að aðrir hafi gaman af líka.“
- Nú er allt frumsamið hjá
ykkur, hverjir semja og hvernig
gengur það fyrir sig?
Sigurjón: „Þetta er samvinna hjá
okkur og oftast verða lögin oftast
þannig til að cinhver kemur með
hugmynd, glamrar hana, hinir
taka undir sem svo þróast út í
einhvern kjarna sem við byggjum
Umsjón:
Magnús Geir
Guömundsson
Hrafnar eru Sigurjón Baldvinsson gítarleikari, Rögnvaldur Bragi Rögnvalds-
son trommuleikarí og Hans Wium bassaleikari. Mynd: Golli
afganginn af laginu út frá.“
- Hvað um textana ?
Rögnvaldur: „Textarnir verða
stundum til þannig að við setj-
umst í hring við borð, setjum
blað á borðið, síðan kemur ein-
hver með hugmynd og síðan er
unnið með hana.“
- Hvað um innihald textanna,
eru þeir pólitískir?
Sigurjón: „Textarnir eru ýmiss
konar, einn til dæmis um ýmsa
hluti sem koma fyrir alla ein-
hvern tírnann og annar um
skemmtilega unga stúlku sem
platar mann. Annars erum við
enn að mótast því við erum að-
eins sjö vikna gamlir." (Um
tveggja mánaða þegar þetta
birtist).
- Eftir þennan tíma, eruð þið
komnir með mikið efni?
Rögnvaldur: „Það eru átta lög til-
búin og þrjú sem við erum að æfa
að auki og af þessum átta spiluð-
um við sex í Dynheimum. Svo
eigum við fullt af köflum sem
hægt er að búa til lög úr.“
- Hvað finnst ykkur vera
athyglisverðast í tónlistarheimin-
um í dag, hverjar eru uppáhalds-
hljómsveitirnar?
Sigurjón: „Langi Seii og Skugg-
arnir og Risaeðlan eru þær
hljómsveitir íslenskar sem mér
finnst vera gera eitthvað af viti,
afgangurinn er meira og minna
bara popp. Af erlendum hljóm-
sveitum finnst mér Pixies vera
langathyglisverðust og er hún ein
besta hljómsveit sem komið hef-
ur fram lengi að mínu mati.“
Hans: „Mér finnst eiginlega ekk-
ert almennilegt að gerast í
íslenskri músík. Rokkabillí
Langa Sela og Skugganna er
ágætt svo langt sem það nær og
Risaeðlan er flippuð en það er
lítið meira. Af erlendum er ég
mjög hrifinn af Cure og Pixies
annað er það ekki eins og er að
ég held.“
Rögnvaldur: „Uppáhalds íslenski
tónlistarmaðurinn minn er Kjart-
an Ólafsson og þá nefni ég Boot-
legs og sömuleiðis vil ég nefna
Bless. Af útlendum er það Pixies
eins og hjá hinum, þá held ég
mikið upp á Dead Milkmen auk
Ramones.“ Þá nefndu þeir félag-
ar sérstaklega Helga og hljóð-
færaleikarana og segja þá pilta
fremsta meðal þeirra hljómsveita
sem komið hafa fram í dagsljósið
að undanförnu.
- Dynheimatónleikarnir tókust
framar vonum og fólk flykktist á
þá. En er þetta ekki bara ný bóla
sem síðan springurfyrr en varir?
Sigurjón: „Vonandi ekki, maður
vonar það besta og eftir þessa
miklu mætingu í Dynheimum
ætti að vera hægt að halda þcssu
áfram.“
Rögnvaldur: „Við verðum ekki
að næstu árin að spila, þessar sex-
átta hljómsveitir, (sumar munu
heltast úr lestinni), en það er
vonandi að þetta poti kjark í þá
sem eru búnir að hanga inni í
skúr í mörg ár og þá ekki bara í
þær hljómsveitir sem eru með
heldur líka í þá hljómsveitarmeð-
limi sem koma og fylgjast með.“
- Að lokum strákar. Eigið þið
einhvern sérstakan draum eða
sérstök markmið með spila-
mennskunni?
Allir: „Aðalmarkmiðið er að
hafa gaman af því sem við erum
að gera. Draumurinn er að í bæn-
um verði einhvern tímann til sér-
stakt húsnæði með tækjum sem
hægt verður að halda tónleika í
með sanngjörnum kostnaði, því
þetta tvennt, gott húsnæði og
góðar græjur, er forsenda þess að
hægt sé að halda uppi tónleika-
haldi af einhverju viti.“
Poppsíðan þakkar þeim Hröfn-
um kærlega fyrir skemmtilegt
spjall og hér í lokin má geta þess
að þeir félagar ásamt bróður-
partinum af hljómsveitunum sem
fram komu í Dynheimum láta
ekki deigan síga, því um síðustu
helgi héldu þær tónleika á Laug-
um og nú um þessa helgi spila
þær á Sauðárkróki og ætlunin er
að fara enn víðar, m.a. til Húsa-
víkur.
íslensk
alþýðuskáld I
Engin er sú listgrein sem
jafnmikið og almennt er
stunduð, sem orðsins list,
og það eru íslensku
alþýðuskáldin, sem að
meginhluta hafa plægt
jarðveginn fyrir þá menn-
ingaruppskeru sem á fs-
landi þrífst.
í þessari bók eru Ijóð, mis-
mörg og mislöng, eftir 100
höfunda. í flestum tilfell-
um hafa Ijóðin ekki birst
áður á prenti.
Steinunn Eyjólfsdóttir safn-
aði til þessarar útgáfu og
ritar formála. 388 bls.
Óskabók allra Ijóðaunn-
enda!
Bókaútgáfan
HILDUR
Hvetjum alla til að mæta á
dagsKrá T tilefni af ári læsis í
SamKomuhúsinu AKureyri
laugardaginn 8. desember.
Bókabúðin Edda
Hafnarstræti 100 Akureyri • Sími 24334
HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS
VINNINGAR: SAMEIGINLEGUR VINNINGUR:
3 VOLVO 460 GLE. • öflugri krabbameinsvarnir!]
3 DAIHATSU CHARADE SEDAN SGi.
50 VINNINGAR Á 120.000 KR. OG
50 VINNINGAR Á 60.000 KR.
Vörur eða þjónusta frá BYKO, Hagkaupum, Húsgagnahöllinni,
Radíóbúðinni, Úrvali-Útsýn eða Útilífi.
STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN
Krabbameinsfélagi
- db'