Dagur - 08.12.1990, Page 17

Dagur - 08.12.1990, Page 17
Laugardagur 8. desember 1990 - DAGUR - 17 efst f huga Fólk er stimplað eins og hvert annað kjöt Hvaöa þættir skyldu vega þyngst þegar atvinnurekandi ræður í vinnu einhvern ein- stakling úr hópi umsækjenda? Jú, menn tala um menntun og starfsreynslu viðkomandi sem veigamikil atriði, einnig orðspor og framkomu. Þetta er sjálfsagt eðlilegt viðhorf en fleira virðist stundum ráða vali atvinnu- rekenda, svo sem aldur, kyn, útlit, ætt, póli- tískar skoðanir og sjúkdómar. Hvað er maðurinn að fara? kunna lesend- ur að hvá. Sennilega búast einhverjir við að maður noti þetta tækifæri til að gagnrýna jólaæðið í neysluþjóðfélaginu en ég hef ákveðið að leiða það hjá mér að þessu sinni. Ég vona bara að allir geti átt gleðileg jól, hver á sinn hátt eftir efnum og aðstæðum og viðhorfum til jólahátíðarinnar. Ég ætla hins vegar að fjalla um viðhorf í garð þeirra sem sækja um vinnu. I tímaritinu Geðhjálp, 2. tbl. 1990, sem kom út fyrir skömmu birtust niðurstöður úr könnun sem Hagvangur gerði fyrir tímaritið. Svohljóðandi spurning var lögð fyrir 771 íslending: „Hefðu einhver af þessum ein- kennum áhrif á val þitt ef þú stæðir frammi fyrir því að þurfa að ráða mann í vinnu: Afengisvandamál, eyðni, geðræn vanda- mál, eða hjartasjúkdómur?" Niðurstöðurnar eru þær að viðmælendur mismunuðu fólki mjög eftir sjúkdómum. Að- eins sjötti hver aðspurðra setti hjartasjúk- dóm umsækjenda fyrir sig og u.þ.b. fjórði hver setti það fyrir sig að viðkomandi væri smitaður af eyðni. Á hinn bóginn voru meira en fjórir af hverjum tíu aðspurðra fráhverfir því að ráða mann með geðræn vandamál I vinnu og meira en sjö af hverjum tíu treystu sér ekki til að ráða áfengissjúkling til starfa. Viðmælendum var einnig gefinn kostur á svarinu „fer eftir ýmsu“ og þegar sá þáttur er tekinn með setja alls 40,1% fyrirvara við ráðningu hjartasjúklinga. Hlutfallið er 40,9% í garð eyðnismitaðra, 76,3% í garð fólks með geðræn vandamál og 86,1% í garð áfengissjúklinga. Atvinnumöguleikar tveggja síðastnefndu hópanna virðast því ekki mjög glæsilegir. Þarna má e.t.v. sjá þverskurð af almenn- ingsviðhorfinu alræmda. Flestir þekkja eitt- hvað til hjartasjúkdóma og annarra líkam- legra kvilla og skapa sér enga fordóma í þeim efnum. Hins vegar hræðast þeir „hið óþekkta" eins og geðsjúkdóma. Þá fara fordómarnir á stjá með þeim afleiðingum sem könnunin sýnir og áfengissjúklingar og fólk með geðræna kvilla verður að víkja fyrir þeim sem eru með „viðurkennda“ líkamlega sjúkdóma. í þessu sambandi er vert að benda á að viðhorf og athöfn fara oft ekki saman. Ef atvinnurekandi útilokar umsækjanda á þeim forsendum að viðkomandi hafi átt við geð- ræna erfiðleika að stríða er eins víst að hann skipti um skoðun þegar hann sér umsækjandann í eigin persónu. Þetta á ekki bara við um sjúkdóma. Við setjum líka stimpil á þá sem t.d. hafa afplánað fangels- isdóm, en þegar á hólminn er komið geta fordómarnir fokið út í buskann og þar eru þeir líka best geymdir. Stefán Sæmundsson. Verndargripur Sets eftir Söru Hylton Þetta er þriðja bók Söru Hylton sem út kemur á íslensku. Ensk stúlka, dótt- ir fornleifafræðings er gædd yfirskil vitlegum hæfileika til að upplifa í draumum sínum, mörg þúsund ára atburði úr lífi egypskrar prinsessu. Verð aðeins kr. 1.900. Hörkuspennandi bók frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. 0Bókaútgáfan HILDUR Toyota Tercel ’87 Ek. 54.000 km. Rauð. Góður bill. Verð 740.000. Ford Sierra CL 1600 ’88 Ek. 43.000 km. Rauð. Góður bíll. Verð 990.000. Volvo 240 GL ’87 Ek. 52.000 km. Gott eintak. Silfurmet. Verð 990.000. Honda Civic ’86 Ek. 75.000 km. Silfurmet. Verð 520.000. Volvo 244 DL 82 Ek. 131.000 km. Blár. Verð 370.000. Fjöldi bíla á söluskrá Nýir Yamaha vélsleðar. ÞÓRSHAHIAR HR BÍLASALA Glerárgötu 36, simi 11036 og 30470 VÖNDUÐM FYRIR jCíSíSI- LF.GURFÍr.MWBGl ' 1 1 0G KLEOPftTRft "SöHnititof HlLVNl) BMi'WN-BilÆMVAl 1 Leikraddir: Laddi, Sigurður Sigurjónsson o.fl. ’

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.