Dagur - 08.12.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 08.12.1990, Blaðsíða 20
Ólafsfjarðarmúli: Umferð hleypt á göngiii eftir viku Yinnu við uppsetningu kapal- stiga og lýsingar í Ólafsfjarðar- göngunum miöar mjög vel, aö sögn Sigurðar Oddssonar, hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri, og miðað við gang verksins verður þessum verkhluta lokið að viku liðinni. Jón Birgir Jónsson, yfirverk- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins, segir að strax og þessu verki ljúki verði umferð hleypt á göngin. „Göngin verða væntanlega Helgarveðrið: Vestanþræsingur Þema helgarinnar í háloft- um er vestan þræsingur. Þessi úrsvali gustur mun leika um landsmenn þá er byggja Norðurland en á morgun snýst hann meira til suðvestlægrar áttar með hlýnandi veðri. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir mikilli úrkomu á Norðurlandi um helgina en eitthvað gæti éljagangur látið á sér kræla á annesjum. Á mánudag er hins vegar gert ráð fyrir norðan eða norð- vestan átt með tilheyrandi muggu og kólnandi veðri, en þetta verður lítill hvellur og skammvinnur því ný lægð er væntanleg á þriðjudag. SS Dalvík: Útsvarspró- sentan 7,5 á næsta árí Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, segir að bæjaryfirvöld hafi ákveð- ið sömu útsvarsprósentu fyr- ir næsta ár og í ár, eða 7,5. Hins vegar hefur ekki verið ákveðinn stuðull fasteigna- gjalda fyrir næsta ár. Á yfir- standandi ári er hann 0,4 fyrir íbúðarhúsnæði en 1,0 fyrir atvinnuhúsnæði. Þessi útsvarsprósenta er á þessu ári hjá meirihluta sveit- arféiaga á Norðurlandi. óþh opnuð strax um aðra helgi. Ég reikna ekki með að þeim verði lokað aftur eftir áramót, nema einn og einn dag þegar nauðsyn- legt er vegna vinnu við þau. Við reynum að hafa sem minnstar umferðartafir,11 sagði Jón Birgir. Vegagerðin á eftir að setja upp hurðir fyrir gangaopin og verður það að sögn Jóns gert strax eftir áramót. Hann segir að ekki standi til að vígja göngin fyrir jól. Menn muni setjast niður eftir áramótin og ákveða formlegan vígsludag. All- ir hlutaðeigandi aðilar vilji standa veglega að vígslunni og því þurfi hún nokkurn undirbún- ing. óþh Tveir lýsistankar í eigu ístess hf. á Akureyri voru fluttir ■ gær með dráttarbílum á lóð verksmiðjunnar í Krossanesi. Tankarnir voru í viðgerð hjá Vélsmiðju Akureyrar hf. Mynd: EHB Vatnafang - félag silungsveiðibænda: Samið iim sölu á 30-40 tonnum af silungi til Svíþjóðar á næsta árí Gengið hefur verið frá samn- ingum um sölu á 30-40 tonnum af vatnasilungi á næsta ári til Svíþjóðar. Það er aðili skammt frá Stokkhólmi, sem kaupir sil- unginn af Vatnafangi, félagi veiðibænda. Hann greiðir 33 krónur sænskar, eða um 320 krónur fyrir kílóið, sem þýðir að samningurinn er upp á um eða yfir 100 milljónir króna. Á þessu ári hefur Vatnafang selt nálægt 15 tonnum af vatna- silungi til Svíþjóðar og hefur útflutningurinn gengið vel, að sögn Bjarna Egilssonar, bónda á Hvalnesi í Skefilsstaðahreppi. Greiddar hafa verið 29 sænskar krónur fyrir kílóið, sem gefur 200 króna skilaverð til bænda. Kaup- andinn í Svíþjóð hefur fallist á hækkun á verðjnu upp í 33 krón- ur sænskar og gildir það verð fyr- ir næsta ár. Bjarni segir að langmest af þeim tæpu 15 tonnum, sem flutt hafa verið út á þessu ári, sé heil bleikja. Þá er einnig svolítið um bleikjuflök og urriða. Svíarnir eru hrifnastir af smá- fiskinum, mun smærri fiski en gengur best á innanlandsmark- aði. Bjarni segir að send hafi ver- ið út bleikja allt niður í 140 g á þyngd. Fiskurinn er sendur út frystur í skipum til Gautaborgar. Ætlunin er að breyta umbúð- um fyrir fiskinn og pakka honum eftirleiðis í lofttæmdar umbúðir. Þetta verður gert að kröfu mark- aðarins ytra. Á bilinu 30-40 aðilar hafa veitt fisk til útflutnings og gerir Bjarni Akureyri: Álagningarprósenta fast- eignagjalda óbreytt Álagningarprósenta fasteigna- gjalda á Akureyri fyrir næsta Skíðastaðir: Gjaldskrá vetrar- ins ákveðin Gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðar- fjalli var ákveðin á fundi bæjarráðs Akureyrar í fyrra- dag. I meginatriðum fylgir gjaldskrárhækkunin nú verð- lagshækkunum milli ára. Gjaldskrá Skíðastaða er ákveðin einu sinni á ári, þ.e. í byrjun vetrar. Þrátt fyrir að hækkunin nú sé innan verðlags- hækkana er uppbyggingu hennar lítillega breytt þannig að hækk- unin verður meiri hjá fullorðnum en börnum. JÓH ár verður sú sama og á þessu ári. Þetta var ákveðið á bæjar- ráðsfundi nú fyrir helgi og þar var einnig tekin ákvörðun um að gjaldögum fasteignagjalda verði fjölgað í átta, og verði sá fyrsti þann 1. febrúar en sá síð- asti þann 1. september. Fasteignagjöldin taka þó á sig breytingar sem verða nú vegna hækkunar á fasteignamati um 12% yfir landið. Þó var ákveðið í bæjarráði að afsláttur á fasteigna- gjöldum til aldraðra, þ.e. 75 ára og eldri, hækkar sem nemur breyt- ingum á fasteignamatinu. Sigurður J. Sigurðsson formað- ur bæjarráðs, sagði að eðlilegt hafi þótt að fjölga gjalddögum eftir að staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Gjalddagar voru áður 5 á ári en með fjölgun gjald- daganna verði léttara fyrir gjald- endur að standa skil á sínu. JÓH ráð fyrir að þeim muni fjölga á næsta ári. Mest er veiðin á Mel- rakkasléttu, í Skagafirði og Apavatni. Bjarni segir að fiskurinn líki vel í Svíþjóð og kaupandinn þar hafi í hyggju að dreifa honum til fleiri landa. Bjarni segir að auk útflutnings- ins leggi silungsveiðibændur áherslu á innanlandsmarkaðinn, sem vill fremur stærri fiskinn. Innanlandsmarkaðurinn gefur bændum ívið hærra skilaverð en útflutningurinn. óþh Framkvæmdir við íþróttahús Sjálfsbjargar: Miklar umræður iim kostnað - í bæjarráði Akureyrar Miklar umræður urðu í bæjar- ráði Akureyrarbæjar í fyrradag vegna kostnaðar við fram- kvæmdir bæjarins í íþróttahúsi Sjálfsbjargar síðastliðið sumar. Sem kunnugt er gerði bærinn samning við Sjálfsbjörgu um að taka að sér viðgerð í húsinu sem hann notar nú til íþrótta- kennslu fyrir Síðuskóla. Þessar framkvæmdir fóru um 5 millj- ónum króna fram úr áætlun. „Það voru engar ályktanir gerðar um þetta mál en umræður voru miklar,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, en kostnaðaráætlun við þessar framkvæmdir nam um 10 milljón- uni en allt stefnir í að endanlegur kostnaður verði nálægt 15 millj- ónum króna. „Skýringar á þessu eru til en þær eru því miður of margar. Spurningin er hvenær menn sætta sig við þær en ég vona að menn læri eitthvað af þessu. Inn í þetta blandast að þarna var verið að fara inn í húsnæði sem var verið að breyta og kostnaður við slíkt er alltaf óljós. En það sem segja má að skort hafi á var að grunn- upplýsingar varðandi byggingar- kostnaðinn þarna voru byggðar á útreikningum áður en teikningar lágu fyrir. Þegar síðan teikningar voru gerðar kom strax í ljós við- bótarkostnaður sem vitlegt hefði þá verið að leggja fram til at- hugasemda en var ekki gert. Þá hefði kannski verið hægt að draga úr lokahögginu, ef svo má segja, þó að þetta hefði í raun litlu breytt um niðurstöðutöluna,“ sagði Sigurður. JÓH Rjúpnaveiðideilan: Kæra send bæjarfógeta Kæra á hendur rjúpnaveiði- inönnunum tjórum, sem eftir- litsmenn Skotveiðifélags Akra- hrepps tóku niður nöfnin á fyr- ir nokkrum vikum á Öxnadals- heiði, var send til fógeta á Akureyri núna fyrir helgi. Með henni er farið fram á opinbera rannsókn á málsatvikum. Akrahreppur og Skotveiðifé- lag hreppsins fengu lögfræðing- inn Tryggva Gunnarsson til að líta yfir gögn í málinu og leggja sfðan fram kæru í framhaldi af því. Kæran er lögð fram í nafni hreppsins og félagsins og kært er vegna ólöglegra fuglaveiða í landi Akrahrepps á Öxnadals- heiði. Næsta skref í málinu verður trúlega opinber málsrannsókn SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.